Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1972, Blaðsíða 9
Köstudagur 7. júli 1972 TÍMINN 9 Mmmm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn §•:Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tóntas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans) Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason:. Ritstjórnarskrif : stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald :::; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Einvígið Siðustu vikur hefur athygli blaða og annarra fjölmiðla i heiminum ekki beinzt meira að öðru en heimsmeistaraeinviginu i skák, sem var i þann veginn að hefjast i Reykjavik. í mörgum heimsblaðanna um siðustu helgi skipuðu fréttaskeytin frá Reykjavik æðri sess en allar fréttir aðrar. Reykjavik og ísland hefur aldrei borið meira á góma i heimsfréttunum Um skeið leit þannig út, að svo gæti farið, aó ekkert yrði af þessu sögulega einvigi. Nú eru sem betur fer allar horfur á, að svo verði ekki, heldur fari það fram i höfuðatriðum eins og ráðgert hafði verið, og ber vissulega að fagna þvi, ef svo verður. Hér verður ekki leitazt við að leggja neinn endanlegan dóm á þá atburði, sem hafa gerzt að undanförnu i sambandi við þetta væntan- lega einvigi og vakið hafa slika heimsathygli, sem raun ber vitni um. Margir hafa orðið til að dæma hart framkomu Fischers og vissulega er erfitt að mæla henni bót. Hinsvegar ber að viðurkenna, að Fischer hefur að nokkru bætt fyrir hana með afsökunarbeiðni og brotið þannig odd af miklu oflæti sinu. óneitanlega hefur framkoma hans, þótt ámælisverð hafi verið, orðið til þess að vekja aukna athygli á skákiþróttinni og viðurkenningu á þvi, að þeir menn, sem helga sig henni til fulls, eru verðir góðra launa. Islendingar geta verið stoltir af þvi, að þeir hafa haft forustu um að viðurkenna það i verki, að skáksnillingum ber ekki aðeins viðurkenning, heldur einnig eðlileg laun fyrir afrek sin. Þess vegna buðu þeir öllu betri verð- laun en aðrir, ef einvigið yrði haldið i Reykja- vik. Um framkomu Spasskis og landsmanna hans ber að segja, að hún hafi verið hin riddara- legasta i hvivetna og skákiþróttinni samboðin. Mótmæli þeirra voru eðlileg og raunar óhjá- kvæmileg vegna framkomu Fischers, en þeir brugðust lika drengilega við eftir að Fischer hafði játað yfirsjónir sinar og beðizt afsökunar. Eins og nú horfir, virðist þetta ætla að enda þannig, að báðir hafi sóma af. Af hálfu islenzku þjóðarinnar ber Skák- sambandi íslands sérstakar þakkir fyrir hið mikla framtak, sem það hefur innt af höndum með þvi að gera það kleifþað þetta einvigi yrði háð hér. Mikið starf og mikil ábyrgð hefur lagzt á forustumenn þess — og þá ekki sizt for- mann þess — að undanförnu. Þeir hafa leyst þann vanda svo vel af höndum, að íslend- ingum er sómi að. Fyrir ísland er það ekki aðeins mikil landkynning, að þetta mót fer fram hér, heldur verður það áreiðanlega mikil lyfting fyrir skákiþróttina hér á landi. Á þessum timum er það mikilvægt að beina áhuga ungs fólks að jafn hollri andlegri iþrótt og tómstundaiðju og skákiþróttin er. Hið sögu- lega einvigi, sem nú er að hefjast hér, mun vafalitið stuðla að þvi. Þess ber svo að vænta, að framhaldið gangi eins snurðulaust og upphafið var erfitt og að meistararnir tveir uni vel dvöl sinni á íslandi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Mega hershöfðingjar óhlýðnast forsetanum? Lavallemálið vekur mikla athygli í Bandaríkjunum Ryan hfrshöfftingi «n Lavallc hcrshöfftingi yfirheyrftir i hermála- ncfnd fulltrúadcildarinnar. NIXON forseti hefur fyrir nokkru skipað Creighton Abrams.sem siðustu þrjú árin hefur verið yfirhershöfðingi Bandaríkjahers i Víetnam, formann bandariska her- foringjaráðsins, en það er æðsta staðan í bandariska hernum. Aður en Abrams tekur við embættinu, verður hermálanefnd öldunga- deildarinnar að fjalla um útnefningu hans og var i upphafi gert ráð fyrir, að það myndi gerast þegjandi og hljóðalaust. Nú eru hinsvegar miklar horfur á, að Abrams muni sæta þar ströngum yfir- heyrslum, sem vel geta leitt til þess, að útnefning hans mæti mikilli andstöðu i öldunga- deildinni. Þessu veldur Lavallemálið svonefnda. LAVALLEM ALIÐ er i höfuðatriðum á þessa leið: Snemma í marz barst Harold E. Hughes öldunga- deildarþingmanni frá Iowa bréf frá einum kjósenda hans, sem er undirforingi i flug- hernum og starfar um þessar mundir i Thailandi. Efni bréfsins var, að flugmenn væru látnir falsa skýrslur á þann veg, að þeir væru látnir segja, að þeir hefðu orðið fyrir árásum i könnunarflugi yfir Norður-Vietnam, þótt engar Slikar ára’sir hefðu átt sér stað, og þessvegna hefðu þeir i varnarskyni varpað sprengjum á þá staði, þar sem þeir hefðu orðið fyrir árásunum. I skjóli þessara falsana hefði verið haldið uppi meiri og minni loftárásum á Norður-Vietnam um alllangt skeið. Þessu til skýringar, er rétt að taka fram, að bandarískum flugmönnum var á þessum tima þvi aðeins heimilt að gera loftárásir á staði i Norður-Vietnam, að skotið hefði verið á flugvélar þeirra. Undir öðrum kringumstæðum voru loftárásir á Norður- Vietnam bannaðar, nema samkvæmt sérstökum fyrirmælum forsetans. Siðan Johnson fyrirskipaði 1. nóv. 1968, að loftárásum á Norður- Vietnam skyldi hætt, hafði Nixon aðeins tvivegis veitt undanþágu frá þessu banni, eða eftir jólin i vetur þegar árásirnar stóðu i fimm daga, og svo um styttra skeið i byrjun febrúar. Þessar árásir voru gerðar á vissar stöðvar Norður-Vietnama, þar sem sýnt þótti, að þeir væru að draga saman vopn og lið með árás á Suður-Vietnam i huga. Undir öllum öðrum kringum- stæðum voru loftárásir á Norður-Vietnam bannaðar, nema reynt væri að skjótaflug- vélar Bandarikjanna niður, er þær voru á könnunarflugi. Það var fyrst i aprílbyrjun eða eftir að Norður-Vietnamar höföu ráðizt inn i Suður- Vietnam með mikinn her,.að Nixon fyrirskipaði loftárásir á Norður-Vietnam. FYRSTA verk Hughes, eftir að hann fékk áöurnefnt bréfj var að sýna það Stuart Symington, öldungadeildar- þingmanni frá Missouri, sem hafði verið flugmálaráðherra i stjórnartið Trumans og siðan látið sig mál flughers sérstak- lega varða. Symington fór strax með bréfið til æðsta yfir- manns flughersins, John Ryans hers höfðingja, en hann sendi þegar háttsettan mann til Suður-Vietnam til að kynna sér málið. Rannsókn hans leiddi i ljós, að samkvæmt fyrirmælum æðsta manns flughers Bandaríkjanna i Suðaustur-Asiu, John Lavalle, hafði verið haldið uppi allmiklum loftárásum á staði i Norður-Vietnam á timabilinu 20. nóvember 1971 til 8. marz 1972. Flestar voru þessar árásir byggðar á fölsuðum skýrslum um, að skotið hefði verið á bandarískar flugvélar og þær þvi gert gagnárásir i varnarskyni. Allt benti til, að Nixon og nánustu samherjar hanshafiekki neitt um þessar falsanir vitað, né hvað slórfelldar þessar árásir voru, heldur staðið i þeirri góðu trú, að hér væri um smáárásir að ræða.sem hefðu verið gerðar i varnarskyni. Þannig vildi lika til, að árásirnar voru hvað mestar á þeim tima, þegar Nixon oe Kissineer voru að reyna eftir leynilegum leiðum að semja um frið eða vopnahlé við stjórn Norður-Vietnams. ÞAÐ hefði mátt ætla, að Lavalle hershöfðingi hlyti málshöfðun og þungan dóm fyrir að óhlýðnast fyrirmælum forsetans á jafn-ótviræðan og sviksamlegan hátt og hér var um að ræða. Svo fór þó ekki. Honum voru veittir tveir kostir. Annar var sá að vera áfram i hernum en lækka i tign, sem svaraði tveimur stjörnum, en hafði orðið fjórar stjörnur. Hinn var sá að vera leystur frá störfum I hernum, lækka um eina stjörnu og fá 27 þús. dollara i árleg eftirlaun. Lavalle, sem er 55 ára gamall og hefur verið 32 ár i flug- hernum, valdi siðari kostinn. Bersýnilega var það ætlun hersins að hafa hljótt um þetta mál, en brottför Lavalles bar að með svo óvenjulegum hætti, að það hlautað verða opinskátt. Einn af þingmönnum i fulltrúa- deildinni gerði það að umtals- efni og varö það til þess, að hermálánefnd fulltrúadeildar- innar ákvað að rannsaka málið. Þeir Lavalle og John Ryan voru kvaddir á fund hennar. Lavalle staðfesti þar, að hann hefði fyrirskipað umræddar loftárásir, sem hefðu verið gerðar til að torvelda stórárás, sem Norður-Vietnamar hefðu ber- sýnilega verið að undirbúa á Suður-Vietnam. Lavalle ját- aði, að hann hefði túlkað fyrir- mæli forsetans frjálslega. Hann gaf til kynna, að Abrams yfirhershöföingja hefði ekki verið ókunnugt um árásirnar. ALLMARGIR eru þeir Bandarfkjamenn, sem reyna að réttlæta þessar hernaðar-' aðgerðir Lavalles með þvi, að innrás sú, sem Norður- Vietnamar gerðu i Suður- Vietnam siðar, hafi sannað réttmæti þeirra frá hernaðar- legu sjónarmiði. En lóftárásirnar voru eigi að siður skýlaust brot á fyrirmælum forsetans, þótt hann fyrirskipaði siðar loft- árásir á Norður-Vietnam eða eftir að árás Norður- Vietnama á Suður-Vietnam varhafin. Sú fyrirskipun hans var byggð á þvi, að með árásinni á Suður-Vietnam hefðu Noröur-Vietnamar rofið það samkomulag,- sem ákvörðunin 1. nóvember 1968 um að hætta loftárásum á Norður-Vietnam, hafði byggzt á. En Norður-Vietnamar geta færtþaðfram sem afsökun, að þeir höfðu orðið fyrir meiri og minni loítárásum i fjóra mánuði áður en þeir hófu innrásina i Suður-Vietnam, sökum einkahernaða r- aðgerða Lavalles hers- höfðingja. En hvert leiðir það, ef hershöfðingjar gripa þannig til hernaðaraðgerða i trássi við rikisátjórnir og önnur lýðræðisleg stjórnarvöld, sem eru yfir þeim? Getur þá ekki komið styrjöld áður en nokkurn varir? Og á að upphefja Abrams, sem er ef til vill jafnsekur Lavalle, meðan sá siðarnefndi er sviptur embætti? Og á eina refsingin, sem Lavalle fær, að vera sú, að vera settur á rifleg eftir- laun! Þessar og aðrar spurningar hafa orðið til þess, að hermálanefnd öldunga- deildar Bandarikjaþings hefur ákveðið að kynna sér alla málavexti og þá ekki sizt, hvern þátt Abrams hafi átt i þessu máli og jafnframt önnur stjórnarvöld. Ekki væri óeðli- legt, þótt þá spurningu bæri á góma i kosningabaráttunni, hvort Nixon og Kissinger hafi ekki vitað neitt um einka- hernað Lavalles fyrr en búiö var að vi’.ija honum frá störfum. Þ.fe.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.