Tíminn - 11.07.1972, Side 14

Tíminn - 11.07.1972, Side 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 11. júli 1972 að gera, þegar hann var að mála, og horföi á mig. „Ég hef aldrei getað lært þá listen þaö firrir mann marga erfiðleika, þegar öll kurl koma til grafar”. Nei, faöir minn geröi aldrei þaö, sem vænzt var af honum, en ef til vill átti hann ekki einn sök á þvi. Allir væntu mikils af föður minum, sjálf- sagt of mikils, og hann var meö þeim ósköpum fæddur að vilja þóknast sérhverjum manni, er hann haföi eitthvaö saman viö að sælda. Hann var fljótur aö veröa við óskum fólks og brást svo vonum þess, þvi að enginn getur alltaf þóknazt öllum. Hann var elztur af Blairssyst- kinunum þremur. friðastur og gáfaöastur. Emma var næst elzt, há og alvörugefin og fyrirmannleg, jafnvel meöan hún var enn á bernsku- skeiöi. Hún haföi erft verzlunarhyggju ættarinnar, starfsorku og ó- sveigjanlegt viljaþrek. Þaö var leitt, aö ekki skyldi vera hægt aö beizla orku hennar lika á jafn giftusamlegan hátt og afl Wawickettárinnar, sem knúöi vélar Friðarpipuiðjuversins. Wallace var yngstur að árum og siztur aö hæfileikum. Þaö var hann alla ævi. Alltaf var talað um hann sem „hinn Blairsbróðurinn”. Hann virtist ekki taka það illa upp. Ég held meira að segja, að hann hafi aldrei óskað sér annars. Hann var þægilegur, hlédrægur maöur, sem undi sér vel viö vanastörf sin i skrifstofum iöjuversins, verzlunarferöir, golfleik og frimerkjasöfnun. Wallace hafði samsamaö sig betur þvi hlutskipti, sem hann var borinn til, heldur en nokkurt okkar hinna. Honum var ekki gefin orka Emmu til að berjast gegn straumnum. Hann krafðist aldrei mikils af lifinu, og hann hefur sannarlega greitt iögjald sitt i kauphöll lifsins. Allt þaö, sem honum hlotnaöist, hefur þegar veriö tekiö frá honum. Faöir minn var ávallt gerólikur honum. Hann hafði frá bernsku 'veriðlátinn njóta útlits og gáfna. Þaö gengur kraftaverki næst, aö hann skyldi ekki biða viö þaö stórtjón. En hann varö aldrei hugfanginn af sjálfum sér. Þaö var hjálpræöi hans. Þaðhefur lika verið orsök þess, aö hann varö ekki djarfur listamaður. Þótt hann væri umburöariyndur gagnvart öðrum, gagnrýndi hann verk sjálfs sin af miskunnarlausri haröýðgi. Hann hvatti aöra og örvaði og varö oft manna fyrstur aö sjá, hvar handbragð snillingsins leyndist. I minningu samtiðarmannanna — málara, rithöfunda og hljómlistarmanna, sem voru aö hefjast til vegs á hinum kyrrlátu árum eftir aldamótin — hefur nafn föður mins ljúfan hreim. Þessa vil ég gjarnan minnast, þvi aö ég veit, aö fööur minum var þetta meira viröi en málverkin, sem bera nafn hans i horn- inu aldrei munu þykja sérstaklega merk. „Viltu koma inn i vinnustofuna mina og þykjastsitja fyrir?” Þessa spurningu þótti mér væntum aöheyra, og ég flýtti mér ætiö að þiggja þetta boð. Faðir minn var slyngur að ná andlitssvip. Beztu mál- verkin hans voru andlitsmyndir af mömmu og okkur krökkunum. Ég þreyttist aldrei á þvi að sitja hjá honum i veggjahárri, bjartri vinnu- stofunni, sem hann einn byggði, stundum árum saman, stundum aöeins mánuö i senn. Mér er sem ég sjái hann krækja stórum þumalfingri vinstri handar i gatið á litaspjaldinu. þar sem hann hafði liti sina: rauöa, kóbalt-bláa og dökkbrúna. t hægri hönd hélt hann á löngum bursta. Mér fer aldrei úr minni, hve karlmanniegur og glæsilegur hann var. Hann talaöi sjaldan, þegar hann var að mála, en hann raulaði oft fyrir munni séiý tilbreytingalaust en ánægjulega, eins og býfluga i eplagarði á maidegi. Þetta skemmtilega raul er i huga minum tengt órjúfanlega við störf fööur mins i málarastofu hans. Það verður ekki skiliö frá lyktinni af terpentinoliunni og linoliunni og tóbakinu, sem hann reykti úr pipu sinni. Þetta allt var hluti af manninum sjálfum, há- vöxnum og bláeygum i skellóttum stakk. Hanna man naumast eftir þessu, þótt hún segi að sig rámi i kvöld- boðin, þegar viö vorum teknar upp úr rúmunum á náttkjólunum og bornar niöur til gestanna til þess að sýna okkur. Mér hlotnaðist aldrei sú aðdáun,sem Hönnu féll venjulega i skaut við þessi tækifæri, þótt mér væri oftast fengið mest af þvi sælgæti, sem við vorum verðlaunaðar með. Hanna þurfti enga uppörvun til þess að dansa á gólfinu i hvita náttkjólnum sinum og rauöum ilskóm. Henni var lika alltaf klappað lof i lófa. Það var heldur engin furða, þvi aö sannarlega var hún heillandi, með ljóst háriö i bylgjum niður á herðar og lausa lokka lafandi fyrir augun, sem stirndi á eins og brómber. En hún var ekki lamb að leika sér við fyrir þá, sem vildu mála hana, þvi að hún var eins og kvika- silfur. Ég var talin betur við málara hæfi, einkennileg i látbragði, alvarleg, bláeyg og með jarpt passiuhár. „Hún er alveg eins og hann Blair afi hennar”, sagði fólk. „Verst að hún skyldi ekki vera strákur, svo aö hún gæti haldið ættarnafninu, fyrst hún sver sig svona i kynið”. Enn einu sinni hafði föður minum brugðizt það, sem til var ætlazt af honum. Hann hafði kvænzt pólskri verkastúlku úr verksmiðjunum og horfið frá starfi feðra sinna. Það minnsta var, að hann hefði getið son i staðtveggja dætra. Enhann virtist láta sér þetta i léttu rúmi liggja. Og upp frá þeim degi, er ég var færð i skirnarkjól ættarinnar, vatni ausin og nefnd I höfuðið á Emmu frænku, viðurkenndi hún giftingu föður mins. Nú jæja. — Enginn kýs sér ástir, og sáð kærleikans haföi þegar fest rætur i hjörtum föður mins og móður minnar. Ég mun aldrei öðlast vit- neskju um það, hvernig þau drógust hvort að ööru jafnt og þétt, hvenær þau sáu að hverju fór né hvenær þau hlýddu raust hjarta sins. Ég mun aldrei geta grafið það upp, hvað þeim fór á milli þessa mánuði, sem þau börðust vonlausri baráttu fyrir óhugsanlegu frjálsræði. En ég get imyndað mér, hvernig þeim hefur verið innan brjósts, er þau sáust dag eftir dag i dynjandi vélasölum, það sem aflvélar hvæstu og hvinu með jöfnum sogum, eins og tröll í viðjum blésu úr nös. Það hefur verið eins og magnþrungið bergmál af örum andardrætti og tiðum hjartslögum þeirra sjálfra. Snældurnar snerust, skytturnar þutu fram og aítur, þræðirnir ófust, voðin þandist — já, þannig imynda ég mér, að það hafi gerzt. Seinna, þegar Emma frænka hafði viðurkennt kvonfang föður mins, gerði hún sér mikið far um að gylla ætterni móðurminnar. Pólsk — jú, að visu — en þó alls ekki venjuleg verksmiðjustúlka. :ena Jeretska var af góðum ættum. Faðir hennar hafði verið söngkennuri og móðir hennar prýðis vel menntuð kona. Þau höfðu bæði dáið úr landfarsótt, skömmu eftir komu sina til Bostonar, og þá tóku aðrir innflvtiendur af allt öðru sauðahúsi barnið i fóstur og ólu það upp með krökkum sinum. Einhvern veginn höfðu þau svo flækzt til Blairsborgar og tekið að vinna i iðjuverunum þar. Móðir min byrjaði aö vinna þar sextán ára gömul. „Þig skal ekki undra, þótt hann félli fyrir henni”, sagði Manga Flynn einu sinni, þegar ég spurði hana, hvað sagt hefði verið um giftingu for- eldra minna i nágrenninu: — „Pólsk stúlka, sem er falleg, er ekki lengi aö veiða þann, sem hún kýs, I net sitt og sleppir honum ekki aftur”. „1 net sitt, Manga?” sagði ég, þvi að ég var bæði ung og forvitin. „Hvernig þá?" „Þú kemst að raun um það seinna”. Meira vildi Manga ekki segja mér um þetta. En nú orðiö get ég gert 1151 Lárétt 1) Rikt,- 6) Óþrif,- 8) Þýfi,- 9) Óvilld,- 10) Kaupfélag,- 11) Óþétt,- 12) Sprænu.- 13) Ávarp - 15) Svik - Lóðrétt 2) Reikar um,- 3) Fersk,- 4) Fáránleg,- 5) Fjárhirðir,- 7) Stilling,- 14) Sex.- Ráðning á gátu No. 1150 Lárétt 1) Pytla - 6) Lóu,- 8) HIJ,- 9) Kól,- 10)Auk,- 11) Fæð.- 12) /Alt.- 13) Ans.- 15) Hrúts.- Lóðrétt 2) Yljaðar.- 3) Tó.- 4) Lukkast,- 5) Áhöfn - 7) Bloti,- 14) Nú.- HVELL li:lí lalli i ÞRIÐJUDAGUR 11. júli. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunn- laugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna” eftir Sigurð Helgason Ingólfur Kristjánsson les (13) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar Van Cliburn leikur Fantasiu i f-moll op. 49 eftir Chopin. Ronald Turini leikur Sónötu fyrir pianó i A-dúr op. 120 eftir Schubert. Valentin Gheorghiu og Sinfóniuhljómsveit rúmenska Rikisútvarpsins leika Konsert fyrir pianó og hljómsveit i g- moll op. 25 eftir Mendelssohn- B a r t h o 1 d i : Richard Schumacher stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá I.applandi: „Lajla" eftir A.J. Kriis.Gisli Ásmundsson islenzkaði. Kristin Sveinbjörnsdóttir los sögulok (10). 18.00 Frcttir á ensku 18.10 Heimsmeistaraeinvigiö i skák 18.25 Tónl.,tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 tslenzkt umhverfi. Agnar Ingólfsson fuglafræðingur talar um svartbakinn. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur I þættinum er fjallað um utanlandsferðir unglinga. Umsjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. 21.45 Duo concertante eftir Igor Stravinsky. Samuel Dusjkin leikur ásamt höfundi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: • „Sumarást” eftir Francoise Sagan Þórunn Sigurðardóttir leikkona les (8). 22.35 llarmonikulög Milan Blaha leikur þekkt einleiksverk. 22.50 A hljóðbergi. John Updike les úr skáldsögu sinni „Pigeons Feathers”. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. UR OG SKARTGRiPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVORÐUSTIG 8 BANKASTRÆTI6 18580-18600 u uu "• - 1 V_ ■ OM :vv\ P in au m a n Il 11 O III Liandsins fröðnr , - yðar hródnr ‘BIJNAÐARBANKI " ISLANDS ! X," FASTEIGNAVAL 4 SkólavörCustig 3A. II. hœff. Símar 22911 — 192S3. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. ' Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . fasteignasala

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.