Tíminn - 11.07.1972, Page 15

Tíminn - 11.07.1972, Page 15
TtMlNN Umsjón Alfreð Þorsteinsson Hér sést aðdragandinn af stangarskoti Guðgeirs. Ilann kcmst inn fyrir með þvi að leika á Baldvin Elías- son, (sjá efri mynd) — leikur siðan á Magnús Guðmundsson markvörð, kemst einn inn fyrir og stendur fyrir opnu marki (sjá neðri mynd) —skot hans lenti I stönginniog út-. Sigurður Indriðason (4) náði þá að spyrna knettinum frá. (Timamyndir'ltóbert). Þegar 3 min. eru til leiksloka skora svo KR-ingar annað mark sitt i leiknum. Sigurður Indriða- son, fékk knöttinn óvaldaður inn i vitateig og átti ekki i erfiðleikum að senda hann i netið. Lauk leikn- Formaður KSI, Albert Guð- mundsson, hélt til Zurich i Sviss i gærmorgun, þar sem hann mun vera viðstaddur, þegar dregið verður þar i Evrópumótunum þremur i knattspyrnu. Dregið veröur á miðvikudaginn. og fáum viðþáaðvita gegn,hvaða liðum Vikingurf Keflavik og Vestmann- um með sigri KR 2:0 og má segja að það hafi verið ósanngjörn úr- slit eftir gang leiksins. Vikingsliðið var mjög óheppið að tapa þessum leik og má það segja um leikmennina, að þeir eyjar hafa dregist i 1. umf. Verður fróðlegt að vita hvort Keflvikingar, verða einsheppnir með lið i ár, eins og undanfarin ár. Eins og menn muna, þá hafa þeir dregist gegn enskum liðum i siöustu tvö skipti, Everton og Totterham. geta sjálfum sér um kennt — ef þeir geta ekki skorað úr þeim marktækifærunum, sem þeir fengu, þá geta þeir ekki skorað mörk — og fer maður nú að skilja af hverju þeir hafa ekki skorað mörk i átta siðustu leiknum sin- um. Beztu menn liðsins voru Stefán Halldórsson, Guðgeir Leifsson, Jóhannes Bárðarson, Bjarni Gunnarsson og Magnús Þorvaldsson. KR-liðið, sem er ný komið úr æfingarbúðum i Danmörku, náði aldrei að sýna þá knattspyrnu, sem liðið getur leikið. Beztu menn liðsins voru Baldvin Eliasson, Magnús Guðmundsson og Atli Héðinsson. Góðurdomari var Guðjón Finn- bogason. SOS Hafsteinn hefnr valið sautján leikmenn fyrir landsleikinn gegn Færevjum Hafsteinn Guðmundsson, „einvaldur” hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika gegn Fær- eyjum annaö kvöld á Laugardals- vellinum: Sigurður Dagsson Val Þorbergur Atlason - Fram Ólafur Sigurvinsson IBV Ástráður Gunnarsson IBK Gisli Torfason ÍBK Einar Gunnarsson IBK Guðni Kjartansson IBK Þröstur Stefánsson IA Marteinn Geirsson Fram Ásgeir Eliasson Fram GuðgeirLeifsson Viking Eyleifur Hafsteinsson 1A Teitur Þórðarson 1A Ásgeir Sigurvinsson ÍBV TómasPálsson IBV Ingi B. Albertsson Val Kristinn Jörundsson Fram Hermann Gunnarsson, verður ekki með vegna meiðsla og Elm- ar Geirsson, er út i V-Þýzkalandi. Þaö vekur athygli.að þrir nýir ieikmenn eru komnir i landsliðs- hópinn. það eru þeir, Ástráður, Gisli og Kristinn. I blaðinu á morgun verður nánar rætt um valið á liðinu og birtum við þá nöfnin á leikmönnum Færeyja. Randy Matson komst ekki í bandaríska OL-liðið Olympiumeistarinn frá Mexikó 1 !)68, Randy Matson, USA komst ckki i bandariska olympiuliöið, en úrtökumótið fór fram i Eugene, Oregon um helgina. Woods sigraði með 21,27 m kasti, annaft var Feuerbacb með 20,33 m þriðji Brian Oldfield með 20,68 m. Heimsmethafinn kastaði 20,57 m en það dugði ekki til að komast til Munchen. Jim Tyun sigraði i 1500 m hlaupi á 3:41,5 min. Wottle varð annar á 3:42,3 og þriðji Wheeler á 3:42,4. Robinson sigraði í iangstökki með 8,04 annar varð Williams með 8,02 og þriðji Carrington með 8,02 RICKY BRUCH KEPPIR í KVÖLD Danir hafa nokkra yfirburði í unglingakeppninni Danir höfðu nokkra yfirburði i landskeppninni i frjálsum iþróttum á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. I keppni unglinga unnu Islendingar sigur i þremur greinum, Ágúst Asgeirsson sigraði i 800 m. hlaupi á 1:56.2 Borgþór Magnússon i 110 m. grindahl. á 15.0 og Friðrik Þór Óskarsson í langstökki,stökk 6,92 I kvöld kl. 8 heldur keppnin áfram og þá keppir heimsmet- hafinn i kringlukasti, Sviinn Ricky Bruch, en hann er væntan- legur til landsins siðdegis i dag. Nánar verður sagt frá keppn- inni i gærkvöldi i blaðinu á morgun. Albert á VEFA-fnnd Oheppni elti Vík- ingsliðið gegn KR töpnðu 0:2 leik, sem þeir áttu að vinna með 4-5 marka mun Vfkingsliðið lék enn einn leikinn i 1. deild án þess að skora mark, liðið mætti KR á I.augardalsvell- inum s.l. laugardag. Óheppnin virðist elta liðið, þvi að i fyrri hálfleik áttu leikmenn liðsins ara- grúa af marktækifærum, cn þeim tókst ekki að skora, þótt þeir stæðu fyrir opnu marki. Ef allt hefði gengið eölilega fyrir sig hjá liðinu. hefði það átt að hafa 4-5 mörk yfir i hálfleik. Vikingsliðið réði iögum og lofum á vellinum i fyrri hálfleiknum og sýndi oft skemmtilcga knattspyrnu. Við skulum lita nánar á fyrri hálfleikinn og sjá hvernig Vikingsliðið, fór með marktæki- færin sin. Á 18. min. átti Hafliði Pétursson skot, sem lenti i hliðarnetinu. Minútu siðar gefur Eirikur Þorsteinsson góðan bolta fyrir markið — Stefán Halldórsson, spyrnir að marki, knötturinn fer fram hjá Magnúsi Guðmunds- syni, markverði KR, og fram hjá. Það munaði ekki miklu að Hafliði næði að spyrna knettinum i mark- iö, en hann var aðeins of seinn. Stuttu siðar fá Vikingar sitt bezta marktækifæri i leiknum, Guðgeir Leifsson, kemst einn inn fyrir, leikur á markvörð og spyrnir að marki — skot hans lenti i stöng og útaftur. Varð Guðgeiri svo mikið um þetta, að hann fórnaði hönd- um og leit i áttina til þjálfara sins. Eftir að hafa farið illa með þessi tækifæri, fór að færast ró yfir Vikingsliðið og leikurinn fer að mestu fram á miðjunni. Það var ekki fyrr en á 37. min. að Vikingsliðið fer aftur að taka við sér. Þá leikur Stefán Halldórsson upp kantinn og gefur góða send- ingu fyrir KR markið — Hafliði var of seinn að notfæra sér send- inguna og knötturinn fór aftur fyrir endamörk. En Vikingsliðið sótti stift siðustu min., sem eftir voru af hálfleiknum. Á 41. min. á Gunnar Gunnarsson skot i dauðafæri en rétt yfir. Minútu siðar á Hafliði skot, sem er á leið- inni i netið, en á siðustu stundu bjargaði varnarmaður i horn. Stuttu siðar á Hafliði aftur skot, sem Magnús markvörður ver. I þvi var flautað til hálfleiks og mátti Vikingsliðið kallast óheppið að hafa ekki skorað 4-5 mörk i fyrri hálfleiknum. Vikingsliðið heldur áfram að sækja á fyrstu min. siðari hálf- leiks. Á 7. min. á Gunnar örn gott skot, sem Magnús ver i horn. Upp úr horninu á Eirikur skalla rétt fram hjá.Á 12. min. skora svo KR- ingar mark, sem kemur eins og þruma úr heiðskiru lofti. Atli Héðinsson, leikur upp kantinn og spyrnir að marki, rétt fyrir utan vitateigshorn. Knötturinn stefnir að marki og engin hætta virðist vera á ferðinni — en viti menn, — knötturinn fer undir Diðrik ólafs- son markvörð og i netið. Atli var svo undrandi þegar hann sá.að knötturinn lá i netinu fyrir aftan Diðrik, að hann stóð fyrst i sömu sporunum, af undrun, en svo var eins og hann áttaði sig á hlutun- um og fagnaði. Við þetta mótlæti var eins og Vikingsliðið brotnaði niður og KR-ingar fóru að sækja. Á 25. min. á Björn Pétursson, skot af 30 m færi sem ,small i þverslá — til Atla sem skallaði yfir. Fimm min. siðar komst Atli einn inn fyr- ir Viningsvörnina, en hann skaut rétt fram hjá. Á sömu min. komst Ilafliði Pétursson, einnig einn inn fyrir KR-vörnina —skot hans fór fram hjá. Eftir það sækja Viking- ar stift aö KR markinu, en þeim tókst ekki að skapa sér færi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.