Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 11 £ Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurihn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-S:;S :arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,’ , “ idrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImans).|;:;:;:;:;: Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Gislasoni, • Ritstjórnarskrif-, stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306<SS: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — áuglýs^l;;;;;;;:; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald ' 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-K;:W takið. Blaðaprent h.f. Er Geir heilagur? Morgunblaðið hefur brugðizt ókvæða við, að Kristján Benediktsson skyldi dirfast að gagn- rýna störf borgarstjórans og átelja, hve umfangsmikil verkefni hann hefur tekið að sér auk sjálfs borgarstjórastarfsins. Dómur Reyk- vikinga almennt er þó tvimælalaust sá, að þessi gagnrýni hafi bæði verið timabær og rétt- mæt, enda var hún sett fram á hógværan og málefnalegan hátt. Kristján sagði m.a.: ,,Enginn getur mótmælt þvi, að starf borgar- stjórans i Reykjavik er margþætt og vanda- samt. Borgarstjórinn er æðsti embættismaður borgarinnar og þvi um leið yfirmaður annarra embættismanna borgarinnar og fyrirmynd þeirra i daglegri stjórnsýslu og öðrum störfum að borgarmálum. Hann er tengiliður milli hinna kjörnu fulltrúa og annarra embættis- manna. Hann á að sjá um, að ákvörðunum borgarstjórnar og kjörinna nefnda sé fram- fylgt. Ekki sizt er hann sá aðili, sem fólkið i borginni þarf að geta leitað til varðandi ýmis vandamál, sem upp koma i samskiptum þess við borgina. Stundum heyrist á það minnzt, að starf borgarstjórans i Reykjavik sé svo umfangs- mikið að varla sé ætlandi einum manni, þótt hann sé vel starfhæfur, að komast yfir að leysa það á viðunandi hátt. Sjálfsagt er nokkuð til i þessu. Um hitt ætti ekki að vera ágreiningur, að sá, sem gegnir starfi borgarstjóra, verði að gefa sig að þvi óskiptur, ef vel á að fara. Ástæðan til þess, að á þetta er minnzt hér, er sú, að núverandi borgarstjóri hefur færzt svo mikið i fang og tekið að sér svo mörg og um- fangsmikil verkefni, sem borginni eru óvið- komandi, að engin fjarstæða er að lita á borgarstjórastarf hans sem aukastarf eins og nú er komið. Þessum orðum er auðvelt að finna stað. Núverandi borgarstjóri gegnir þing- mennsku sem kunnugt er, og er auk þess tals- maður fyrir flokk sinn i ýmsum málum á Alþingi. Hann gegnir varaformennsku i Sjálf- stæðisflokknum og virðist helga þvi starfi all- miklu af tima sinum. Hefur hann þannig tekið að sér ferðalög bæði utan lands og innan fyrir flokkinn. Ég hafði vænzt þess,að þegar anna- sömu Alþingi lauk i aprilmánuði s.l. myndi borgarstjórinn snúa sér að málefnum borgar- innar og reyna að bæta upp frátafir vetrarins. Reyndin varð hins vegar sú, að þá hóf hann umfangsmikil fundaferðalög á vegum Sjálf- stæðisflokksins um allt land. Þau ferðalög hafa staðið fram til þessa”. Það er tvimælalaust skylda borgarfulltrúa að fylgjast með störfum borgarstjóra og gagn- rjma hann, ef þörf krefur, eins og hér var gert. Vettvangur slikrar gagnrýni er einmitt borgarstjórnin, þar sem borgarstjórinn er kjörinn til starfsins af henni og þeir, sem standa að kjöri hans, bera vitanlega ábyrgð á störfum hans. Sú skoðun Morgunblaðsins og Geirs Hallgrimssonar, að Kristján hefði átt að ræða þetta mál við borgarstjóra einslega er vitanlega fjarstæða og sýnir ákaflega brengl- aðan hugsunarhátt gagnvart, opnum, lýð- ræðislegum vinnubrögðum i nútima þjóðfélagi. Mál sem þessi eiga að ræðast fyrir opnum tjöldum. — TK. OLE RÖSSELL: Fasteignabraskarar gjör- breyta svip Lundúna Almenningur er gramur og umhverfisráðherrann hefir í hótunum Oxford StreetlTottenhamí CoUrt Road. L ÓÐ ABRASKARAR i Lundúnum eru orðnir svo að- sópsmiklir, að umhverfisráð- herrann, ihaldmaðurinnPeter Walker, hefir meira að segja opinberlega kallað framferði þeirra „furðulegt hneyksli ” og hótar að gripa i taumana. Umsvif lóðabraskaranna höfðu vakið svo mikla og al- menna andúð, að umhverfis- ráðherrann gat ekki lengur leitt málið hjá sér og varð að viðurkenna opinberlega, að fjárhagsumsvif einstaklinga geta orðiö of mikil, jafnvel i auðvaldsþjóðfélagi. „BRASKARARNIR búa til auðn, sem kunn er frá mörgum bandariskum borgum” þrumaði Anthony Crosland, sem gegndi starfi umhverfisráðherra i stjórn Verkamannaflokksins, eða næstur á undan Walker. „Braskararnir” hafa lagt miðborg Lundúna undir sig og berjast innbyrðis um skikana i ákafa liktog lénsherrar á mið- öldum” stóð i ihaldsblaðinu Spectator. „Hin almenna gremja er orðin að fullum fjandskap”, stóð i blaðinu Sun, sem gefið er út i milljón eintökum. ORSOK hinnar almennu og sáru gremju er sú, að lóða- braskararnir — developers eða „þróendur” eins og Bretar kjósa að nefna þá i mildi sinni, — kaupa lóðir, rifa gömlu húsin, sem á þeim standa og byggja siðan skrifstofuhallir. Þær standa auðar árum saman, meðan byggjendurnir biða þess, að verðið hækki og braskgróðinn aukist. Þessi starfsemi braskaranna kemur i veg fyrir eðlilega og jafna aukningu skrifstofurýmis, sem full þörf er á i mörgum hverfum milljónaborgarinnar. Hitt er þó ef til vill öllu verra, að þeir kæra sig gersamlega kollótta um varðveizlu hinnar gömlu borgar og afla sér með þvi til- litsleysi ævintýralegs auðs, þrátt fyrir almennar fjárhags- þrengingar i Bretlandi. Til dæmis er talið, að á árunum 1945 til 1965 hafi 110 lóðabraskarar hagnazt það vel, að meðalhlutur hvers um sig hafi numiö um 230 millj. isl. króna. REIÐI almennings beinist einkum að lóðabraskaranum Harry Hyams, sem er 44 ára. Hann forðast blaðaljósmynd- ara eins og heitan eldinn, af því að hann „myndast illa” að eigin sögn og likist á mynd einna mest „götusala í Libanon”. Hyams er einnig tregur til að láta álit sitt i ljós á opin- berum vettvangi, en kýs helzt að lifa i friði á landssetri sinu. Talið er, að gróði hans af verzlun með land Lundúna — sem er að sjálfsögðu næsta takmarkið, — svari orðið til 23 milljarða islenzkra króna. Ein aðferð Hyams er einmitt að byggja skrifstofu- hallir, láta þær standa auðar árum saman, en selja þær siðan i fyllingu timans með gifurlegum hagnaði. Fjögur kunnustu skrifstofuhúsin, sem hann hefir látið byggja, eru skýjakljúfarnir Centre Point við St. Giles Circus, Spare House i Holborn, Telstar House i Paddington og London Bridge House. öll bera þau spjöld sem á stendur „til leigu” en Hyams lætur sér ekki til hugar koma að leigja þau. FYRIRTÆKI Hyams ber næsta virðulegt heiti, eða Oldham Estate Company. Það á samtals 200 þúsund fermetra af auðu skrifstofurými i mið- borg Lundúna. Hin viðskipta- legu rök Hyams fyrir starfs- háttum hans eru i stuttu máli þau, að leigutekjur af húsi séu næsta litilvægar saman borið við heildarverð þess. Ef Hyams leigði húsin sin yrði hann að greiða skatt af leigunni, en við hann sleppur hann með þvi að leigja ekki. Vitaskuld er tjón að þvi að leigja ekki og láta húsin standa auð og ónotuð, en það jafnast fyllilega og vel það i hækkun söluverðsins, sem óhætt er að gera ráð fyric þegar eftirspurnin hefir enn aukizt að mun. MATIÐ á hinum auðu skrifstofuhölíum Hyams svarar til 17,5 milljarða is- lenzkra króna. Þær eru einnig mikil og gullvæg trygging, sem auðvelt er að gripa til, ef honum skyldi hugkvæmast aö taka ný lán til að kaupa lóðir og byggja fleiri hallir til að láta þær standa auðar. Walker umhverfisráðherra hótar að láta rikið kaupa Centre Point fyrir þá fjárhæð sem kostaði að byggja húsið, ef Hyams leigir það ekki, en það hefir nú staðið autt i átta ár. Enn er allt á huldu um, hvernig ráðherrann ætlar að tryggja sér lagalegan rétt til þessara kaupa. Hyams svarar hótun ráð- herrans á þá leiö, að vitanlega óski hann einskis fremur en að láta bygginguna mora af lifi, en þvi miður treystist enginn til að greiða þá leigu(sem hann vilji fá. HYAMS er ekki sá eini sem braskar með lóðir i Lundúnum með þeim afleiðingum að tekjulágar fjölskyldur verða að hrekjast frá heimilum sinum, smákaupmenn að hætta starfsemi og gömlum, sérkennilegum og skemmti- legum krám er lokað. Sir Harold Samuel heitir annar stórbraskari og eignir hans eru taldar stórum mun meiri en eignir Hyams. Samuel var sleginn til riddara árið 1963 fyrir atbeina MCMillans forsætisráðherra. Talið er, að hann hafi hagnazt á lóöabraski sinu um fjárhæö sem svarar að minnsta kosti til 75 milljörðum islenzkra króna. HAFT er eftir einum af samstarfsmönnum Samuels, að aöferð hans i upphafi hafi verið ákaflega einföld: „Hann tók uppdrátt af borginni og dró strik á hann frá Marble Arch i Westend til Aldgate i City. Þetta hafði afar lengi verið mikilvægasta viðskipta- hverfið og Samuel gerði ráð fyrir að svo myndi einnig verða framvegis. Að þessu loknu lagði hann leið sina um Oxford Street og skrifaði hjá sér nöfn fyrirtækjanna sem húsin áttu.” Næst gerðist það svo, að Samuel eignast smátt og smátt meirihluta hluta- bréfanna i öllum fyrirtækjunum, sem hann hafði skrifað hjá sér. Með þvi móti eignaðist hann hús fyrir- tækjanna fyrir mun lægra verð en unnt var að fá fyrir þau á opnum markaði siðar. FYRIR skömmu beindi al- menningur miður vinsamlegu augnaráði til Sir Samuel. Upp komst, að hann stóð að baki fyrirætlananna um að breyta Picadilly Circus — „nafla heimsins” sem bæði Lundúna- búar sjálfir og erlendir feröa- menn elska, — I tröllaukna stórurð skrifstofuskýjakljúfa, gistihúsa og steinþrepa. Walker umhverfisráðherra hefir nú krafizt þess, að þessar fyrirætlanir verði kannaöar nánar. En hvað sem þessu liður er rikisstjórn Bretlands vinveitt Sir Samuel. Heath forsætisráðherra lét veita honum lávarðstign fyrir skömmu i þakklætisskyni fyrir góðgerðarstarfsemi hans almennt og sér í lagi fyrir framlag hans til endurbóta á Chequers, sveitasetri rikis- stjórnarinnar, en það framlag svarar til rúmlega 50 milljóna islenzkra króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.