Tíminn - 16.07.1972, Síða 20

Tíminn - 16.07.1972, Síða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 16. júli 1972 ’ 7ÍMSNN Á SELTJARNARNESI TÍMINN Á SELTJARNARNESI TÍMINN Á Ólafur sótti fast sjóinn á sinum manndómsárum. Um aldamót hafði hann iagt af sjósókn, nema hvað hann stundaði hrognkelsa- veiðar á vorin. Hann þótti veður- glöggur og urðu sögur til um það. Ólafur var i mörgu einkennilegur karl. Oft var spaugilegt að heyra hánn ræða um ýmis málefni, þvi hann taldi sig ævinlega hafa á réttu að standa og lét aldrei hlut sinn, jafnvel þótt full rök væru færð fyrir hinu gagnstæða. Eitt sinn ræddu menn stjórnmál og var Ólafi sýnt fram á að málstað- ur hans væri rangur. Það vildi hann þó ekki fallast á, voru hon- um þá sýnd Stjórnartíðindi, þar sem hið umdeilda var skráð. Þá segir Ólafur: „Ekki stóð þetta svona i minum Stjórnartiðindum, lasm” og þýddi þá ekki að karpa meira um það mál. Hjónin i Bygggarði voru barn- góð, en þangað komu börnin af næstu bæjum oft og léku sér i klettunum fyrir neðan bæinn. Og þá er komið að Ráðagerði. Bærinn er enn hinn sami og þegar Jóhann Eiriksson var að alast upp hjá fóstra sinum Þórði Jóns- syni útvegsbónda og hafnsögu- manni. Mikil útgerð og fiskverk- un voru i Ráðagerði og 17 manns voru þar i heimili 1901. Oft vöktu krakkarnir um nætur að gá að skipaferðum, en Þórður var Hafnsögumaður fyrir Reykjavik. Guðriður dóttir Kristins Brynjólfssonar skipstjóra frá Engey býr nú i Ráðagerði. Vestasti bærinn á nesinu er Grótta, nú i eyði. Þar bjó Þor- varður Einarsson vitavörður og fjölskylda hans. Sonur hans var Jón Albert vitavörður eftir föður sinn, sem márgir muna eftir. í Gróttu voru nokkrir hestar og kindur. Túnið var sendið og mikil selta i þvi, svo oft var grasspretta litil. Ibúðarhúsið á Nesi við Seltjörn, Nesstofa, er talið vera frá 1763 en það ártal er letrað yfir útidyrum. Danakonungur reisti Nesstofu sem aðsetur fyrsta landlæknis á Islandi, Bjarna Pálssonar. Siðasti bóndi að Nesi, áður en Bjarni kom þangað, var Vigfús Árnason, en Þórður i Ráðagerði var einn af af- komendum hans. Nes var höfð- ingjasetur og höfuðból um aldir. Nes var oft i daglegu tali nefnt Læknisnes. Um aldamót var tvi- býli i Nesi og mannmargt rausn- arheimili. Bændur þar voru Guð- mundur Einarsson frá Bollagörð- um og Sigurður Ólafsson. Þar sem torfhraukarnir standa fremst á myndinni af Nesi við Seltjörn, sem hér fylgir, var áður Nýlenda eitt af þurrabúðarbýl- um, sem fylgdu Nestorfunni. Þaðan er Jón Asbjörnsson hæsta- réttardómari og bjuggu foreldrar hans i Nýlendu. Sunnanmegin á nesinu eru nú gamlir fiskverkunarskúrar. Þar stóð áður mikill útgerðarbær, Bakki, þar bjó Jón Guðmundsson og hans fjölskylda. Nokkru austar eru Hrólfsskálabæirnir. Þar bjuggu um aldamót Pétur Sigurðsson bróðir Þuriðar og Pét- ur Guðmundsson og þeirra fólk. Pétur Sigurðsson forstöðumaður Landhelgisgæzlunnar á heima að Hrólfsskála. Enn austar og skammt frá Lambastöðum voru Melshús. Þar bjó Jón Jónsson með sinni fjöl- skyldu og að Melshúsum II eða Melstað, ekkjan Ingibjörg St. Eyjóifsdóttir. Útgerðarfélagið Kveldúlfur hafði siðar aðsetur að Melshúsum og byggði bryggju, sem enn eru leifar af fyrir neðan Kjarvalshús- ið. Frá Melshúsum var send mjólk til Reykjavikur og var haft á orði að hver brúsi hefði verið merktur einhverjum Thorsara i Reykjavik. Ekki hefur verið getið hér allra bæja á Seltjarnarnesi um alda- mót og ekki neinna þeirra bæja, sem þá tilheyrðu hreppnum en voru ekki á sjálfu nesinu. Látum við þá þessum greinar- stúf lokið i þeirri von, að menn verði einhvers visari um þennan nágrannahrepp höfuðborgarinn- ar. SJ Veiðimenn - Sportbátaeigendur Björgunarbelti á tækifærisverði Enn höfum við til sölu á hagstæðu verði nokkur björgunarbelti Þetta eru RFD björgunarvesti, sem blása á upp með sjálfvirkri fyllingu og með ljósaútbúnaði, mjög fyrirferðarlitil. Beltin eru yfirfarin af Gúmmibátaþjón- ustunni. Þá verða jafnframt til sölu nokkrar litlar ismolavélar. Salan fer fram að Vesturgötu 2, mánudag, þriðjudag og miðvikudag i næstu viku kl. 13—18, inngangur næstu dyr til hægri við söluskrifstofu Loftleiða. Frekari upplýsingar hjá innkaupadeild Loftleiða H/F. hommm ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 Þar sem skúrarnir eru fremst á myndinni stóð áður útgerðarbærinn Bakki. Fjær sjást Hrólfsskálabæ- irnir. Valhúsahæð ber hæst á Seltjarnarnesi. Timamyndir GE Auglýsið í Timanum NÝJAR FELLA HEYÞYRLUR Nýju FELLA heyþyrlurnar eru endurbættar meö það fyrir augum að gera þær sterkari, afkastameiri og auka vinnugæöi þeirra. Þrjár gerðir: vinnubreiddir 3,30 m — 3,80 m — 4,60 m. Mjög hagstæð verð. Globusn I.AOMI'I.I 5. Sl.MI 81555

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.