Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 16
16\________________________________________TÍMINN færöi okkur bezt um þaö. Smámsaman komumst viö aö raun um, að keisarinn með snúna yfirskeggiö átti sök á þessu. Hann hafði komið styrjöldinni af staö, og við fengum óáreittar aö klóra sundur myndir af honum, sem voru i dagblööunum. Viö sættum okkur fljótt við fjarveru föður mins, þótt lini flókahatturinn hans héngi alltaf óhreyfður á hatta- snaga i forstofunni og penslar hans, léreft og málaratæki rykféllu i vinnustofunni uppi á þriöju hæð. Þakkargerðarhátiöin var ekki fyrr liðin og hiö siðasta af stóra kalkúnhananum brytjað i spað og etið en fyrsta fölið kom, og viö byrjuðum að æfa jólasöngvana. Við Jói litli ogHannabárum vatn i aus- um út i hallann bak við húsið og helltum þvi á snjóinn til þess að fá þar hála og góða rennibraut og sungum hástöfum, þótt ekki væri sam- hljómurinn sérlega góður. Við sungum ,,0, blessuð litla Betlehem”, og ,,Um miðja óttu undrið varð”, og svo uppáhaldssöng minn, ,,0, Tannenbaum”. Faðir minn var alltaf vanur aö vekja okkur á jóla- morguninn meö þessu versi. En nú var ég hætt að syngja þýzka stefið, þvi að ég hafði lært nýjan teksta. Ó, grenitré! ó, grenitré! grænu skarti búið, eins i sól og sumartið sem i frosti og vetrarhrið, — ó, grenitré! ó, grenitré! grænu skarti búið. Mér þótti vænt um þetta stef, þvi að ég skildi það. Þegar ég stóð undir snævi drifnu grenitrénu, sem Jói litli hafði hrapað niður úr, fannst mér einna helzt, að ég hefði sjálf ort þessar hendingar. Þær voru svo sjálf- sögð túlkun tilfinninga minna, þar sem ég stóð undir trénu og starði á dökkgrænar greinarnar, er bar við heiðan desemberhimininn. Af hlyn- viðnum og beykitrjánum og álminum voru öll blöð fallin og gömul epla- trén hálfuskældariog kyrkingslegri en ella, þar sem þau stóðu nakin i vetrarkuldanum. En i hverju barri grenitrésins bjó lif og þróttur. Það var gott, að svo var, og það var gott, að til var stef, sem hæfði þvi. Við Jói áttum saman stórkostlegt leyndarmál: Við vissum, aö það eru engir jólasveinar til. Hann trúði þvi enn, að þeir kæmu á hreindýrasleða og skriðu niður um reykháfana. En við vorum orðin harðsvirað raunsæisfólk, og við vissum það, sem sannara var. En við vissum lika, að hyggilegast var að láta fullorðna fólkið ekki renna grun i það. Fullorðna fólkið hélt, að það blekkti okkur með kænlegum sögum um þessa glaðværu jólasveina og flýtti sér að fela gjafirnar, þegar viö komum að. Við Jói ræddum um þetta af mikilli alvöru og ákváðum að láta ekki á neinu bera, hversu mikla aðgætni, sem það kostaði. ,,Ég vissi það fyrir ári”, sagði hann hreykinn, þegar ég vogaði að segja honum grun minn. „Mér datt það i hug i fyrra, að afi væri að leika á mig, svo að ég afréð að komast að raun um hið sanna. Og það gerði ég”. „Hvernig gaztu það, Jói?” „Ég hengdi sokkinn, þar sem afi sagði mér að láta hann. Svo hengdi ég annan, þar sem afi vissi ekkert um, þvi að jólasveinninn hlaut alveg eins að finna hann, ef hann væri á annað borð til”. „Já”, sagði ég hugfangin, „og var hann svo tómur um morguninn?” „Þú átt kollgátuna”. „Hættið þessu hvisli”, hrópaði Hanna, þegar hún sá, að viö vorum að bera saman ráðokkar á laun. „Það er ekki kurteislegt að vera hvislast á i viðurvist annarra, og ég segi Emmu frænku og henni Möngu frá þvi”. „Jæja þá! Farðu bara og segðu þeim það”, svaraði ég. „Þá ætla ég að segja þeim, hver missti silfurskeiðina, sem hvergi finnst, bak við ofnhlifina i anddyrinu”. A Þorláksmessu vorum við Emma frænka á leið úr skólanum. Hún haföi farið þangað á skólasýningu. Við höfðum gengið kringum jólatré og sungið jólasöngva, og ég haföi lesið franskt kvæöi, án þess að mér skeikaði neitt. Emma frænka lét i ljós ánægju yfir þvi, að ég mundi hvert einasta orð og las kvæðiö svo skörulega, að það heyrðist greini- lega afturá öftustu bekkina. Hún sagði, að það væri svo hvimleitt, þeg- ar börn væru feimin og tautuðu i barm sér. Ég man greinilega, hvernig hún leit út þetta kvöld, há og grönn i selskinnskápu. Þrátt fyrir kuldann var langt andlit hennar með sama litblæ og hvita kóralmenið mitt, al- veg eins og það átti að sér, og loðkraginn hennar og litli hatturinn, sem hún var með, fór undurvel við slétt, jarpt hár hennar. Hún virtist tals- vert ellilegri en mæður flestra barnanna, en þó var hún aðeins fjörutiu og fimm ára gömul. Skólasýningunni þótti mikil virðing ger meö návist hennar. Ég tók eftir þvi, að kennararnir litu ævinlega til hennar, eins og þeir væntu einhverrar umbunar, i hvert skipti, sem söngur eða kvæðalestur heppnaöist vel. Þennan dag komst ég á snoðir um stöðu hennar i mannfélaginu. Hún þurfti ekki skæra liti né skrautleg föt til þess að vera mest virt. „Þú skalt fá að vera viðstödd jólatrésfagnað á morgun”, sagði Emma um leið og hún opnaði garöshliðið. „Hann verður i verksmiðjun- um. Þú mátt koma með mér, ef þú vilt”. „Hinum megin við ána?” — Ég varð forvitin. Hanna hafði komið hlaupandi á móti okkur. „Fer jólasveinninn yfir brýrnar?” spuröi hún. „Auðvitað, barnið mitt”, svaraði frænka. „En það er svo margt fólk, sem býr hinum megin við ána, að við veröum að reyna að hjálpa hon- um”. „Hann man eftir öllum nema vondu börnunum”, sagði hún. „Er þá meira af vondum börnum hinum megin við ána?” „Nei alls ekki”, flýtti frænka sér að svara. „Farið þið nú báðar upp og þvoið ykkur áður en þið borðið kvöldmatinn”. Jólatrésfagnaðarins hinum megin við ána mun ég minnast meðan ég man nokkuð, sem fyrir mig bar á þessum árum. Hann fór fram i verksmiðjugarðinum. Timburpalli hafði verið komið fyrir i miðjum garðinum, þar sem langar múrsteinsbyggingar veittu skjól á fjóra vegu. A aðfangadaginn var blásið til vinnuloka klukkan hálf fimm i stað klukkaö sex. Þegar viö Emma og Wallace frændi komum að hliðinu, Var allt vélaskrölt hljóðnað, og i hinum stóra garði var þröng verkamanna og skylduliðs þeirra. Við mér blöstu hnetu- brún, hrukkótt andlit undir stórum sjölum og afskræmilegum höfuð- skýlum. Þarna voru konur með börn i fanginu, og börn á ýmsum aldri héngu i pilsföldum þeirra. Út úr verksmiðjuhúsunum, þar sem sjá mátti tröllslegar vélarnar inni i lýstum vinnusölunum, flykktist verka- fólkið, karlmenn, konur og ungar stúlkur. Þótt fólkið talaði saman á málum, sem ég skildi ekki, brosti það framan i mig og vék til hliðar, svo ég kæmist upp á pallinn. „Þetta er eldri dóttir Elliots”. Þannig kynnti Emma frænka mig Lárétt 1) Land,- 6) Fiskur,- 7) Hraða. - 9) Tala. - 11) Ofug röð.- 12) Bar,- 13) Væl.- 15) BáL- 16) Rödd.- 18) Fullorð- Lóðrétt 1) Bólivia,- 2) Lim,- 3) VL 4) Ama,- 5) Inntaka.- 8) Óli 10) Gát,- 14) Tak,- 15) Ain 17) Ku,- inn.- Lárétt 1) Móri,- 2) Lika.- 3) 1050.- 4) Mjaðar,- 5) Aftnarnir.- 8) Arinn.- 10) Hátið.- 14) Lærði.- 15) Borði.- 17) öfug röð.- Ráðning á Gátu No. 1155 Lárétt .DBölvaði. 6) Ilm.-7) Lóm,- 9) Agn.-ll) II. - 12) At. - 13) Vit - 15) Ata,- 16) Aki,- 18) Alkunna,- 'mv/cm Sunnudagur 16. júli 1972 i! IIISIII SUNNUDAGUR 16. júlí 8.00 Morgunandakt. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.15 Morguntónleikar. 10.25 Loft, láð og lögur. 10.45 Frá listahátiðinni I Schwetzingen i ár. 11.00 Messa i Frikirkjunni. 13.30 Landslag og leiðir. Jón I. Bjarnason ritstjóri talar um Mosfellsheiði. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá listahátið I Reykjavik. 15.10 Kaffitiminn. Mirella Freni og Nicolai Gedda syngja ariur og dúetta úr óperum eftir Donizetti og Bellini. Steve Dominko leikur sigild lög á harmoniku. 16.00 Fréttir. Sunnudagslögin. 16.55 Veðurfregnir. Útvarp frá Akranesi: Frá tsiandsmótinu í knattspyrnu. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálf- leik í keppni Akurnesinga og Valsmanna. 17.40 Framhaldssagan „Anna Heiða” eftir Rúnu Gisla- dóttur. Höfundur les (6) 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Stundarkorn með Hans Hotter 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Styrjaldarleiötogarnir; III: Hitler —■_ annar hluti. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Dagur Þorleifs- son. Flytjendur auk um- sjónarmanna: Jón Laxdal Halldórsson (rödd Hitlers) Jón Aðils (rödd dr. Göbbels,) Jónas Jónasson og Knútur R. Magnússon. 20.20 Frá listahátið í Reykjavik: „Bjartar nætur”. Liv Strömsted Dommersnes leik- kona og Liv Glaser pianó- leikari flytja skáldverk og tónlist i Norræna húsinu 4. f.m. 21.30 Arið 1942; siðari hluti. Bessi Jóhannsdóttir sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.15. Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. MANUDAGUR 17. júli 7.00 Morgunútvarp. 12.25 Fréttir veðurfregnir og til- ' kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 S i ðd e g i s s a g a n : Eyrarvatns-Anna ” eftir Sigurð Ilelgason. Ingólfur Kristjánsson les (17) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Kam mertónlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu" eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þórunn Magnúsdóttir leik- kona byrjar lesturinn. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30. Daglegt mál. 19.35. Um daginn og veginn. Erling Daviðsson ritstjóri á Akureyri talar. 19.55 Mánudagslögin. 20.20 „Islænderen, han skal nok lave hundeköd” Kristján Ingólfsson kennari talar við Vigfús Þormar hreppsstjóra i Geitagerði i Fljótsdal. 21.05 Pianóleikur Alfred Cortot leikur „Fiðrildi” eftir Robert Schumaryi 21.20 ú t v a r p s s a g a n : „Hamingju- dagar” eftir Björn J. Blöndal. Höfundur les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöarþáttur. Ketill A Hannesson forstöðumaöur búreikningaskrifstofu ’land- búnaðarins talar um niöur- stöður búreikninga árið 1971. 22.35 Tónlist eftir Beethoven 23.30. Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.