Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 19 IJARNARNESI TIMINN Á SELTJARNARNESI TIMINN A SELTJARNÁ?Nlv færri þegna en Guðmundur hefur á Seltjarnarnesi. Guðmundur 111- ugason veitti okkur góðfúslega ýmsar þær upplýsingar, sem hér að framan eru birtar. Seltjarnarnesið er litið og lágt Lifa þar fáir og hugsa smátt. Aldrei lita þeir sumar né sól. Sál þeirra er blind eins og klerkur i stól. Svo yrkir bórbergur Þórðar- son, sá mæti maður, um Seltjarn- arnesið. Þórbergur er eftirlæti margra, en Jóhann Eiriksson ætt- fræðingur getur tæpast fyrirgefið honum þessi ummæli hans um fólkiö á Seltjarnarnesi, en þar dvaldist hann drengur árin 1900 - 1909. Jóhann hefur gert skrá um bændur á nesinu um aldamótin og fært i letur ásamt stuttum minn- ingum sinum frá þeim tima. 1 upphafi verksins mótmælir Jó- hann ummælum Þórbergs um Seltjarnarnes, sem hann telur fjarri lagi. Mannlifiö hafi þvert á móti verið með myndarbrag á Nesinu. Við fengum Jóhann Eiriksson til að fylgjast með okkur um Sel- tjarnarnes og lita á þá gömlu bæi, sem þar standa enn innan um ný- tizkulegar nýbyggingar. Við er- um að visu á elleftu stund, þvi að margir bæir hafa horfið á undan- förnum árum, enda setur Jóhann þessa visu fremst i búendatal sitt af Seltjarnarnesi: Nú er ekkert eins og fyrr, á öllu sé ég muninn, löngu týndir leggirnir, og litli bærinn hruninn. G.Ó. Við höldum vestur á Seltjarnar- nes i fylgd meö Jóhanni. Við Vegamót hefst nú Seltjarnarnes- hreppur. Bráöum komun við að Lambastaðahverfinu, þar sem nú eru að risa mikil fjölbýlishús. A Lambastöðum bjó um aldamót Ingjaldur Sigurösson útvegsbóndi og hreppsstjóri. Hann var albróð- ir Péturs i Hrólfsskála og þeirra systkina.Um 1800 var biskupsset- ur að Lambastöðum, þá sat þar Geir biskup Vidalin. A hægri hönd sjáum við heim að Eiði, sem nú telst til Reykjavik- urborgar. Þar var torfbær um aldamótin, en nú er þar steinhús, þar sem Meyvant Sigurðsson býr. Fyrir og um aldamót bjuggu þar Eirikur Bjarnason ættaður af Alftanesi og Helgi Arnason og fjölskyldur þeirra. Sr. Eirikur prestur i Bjarnanesi var dóttur- sonur gamla Eiriks á Eiði. Næsti bær norðanmegin á nes- inu nú, er Pálsbær. Þar bjuggu um 1900 Runólfur Ólafsson út- gerðarmaður og kona hans Elin ólafsdóttir. Siðar bjó i Pálsbæ Sigurður Pétursson, sem lengi var skipstjóri á Gullfossi. Nú búa þar tvær dætur hans. Hrafnabjörg heita klettarnir niður undan Pálsbæ. Þangað hlupu oft börnin úr Mýrarhúsaskólan- um til aö leika sér. Siðan koma Mýrarhús. Þar bjó Anna Björnsdóttir ekkja eftir Ólaf Guðmundsson útvegsbónda, var hún seinni kona hans. Björn Ólafs I Mýrarhúsum tóku sér ætt- arnafnið Ólafs. t Nýjabæ bjó um aldamót Guð- mundur Ólafsson frá Mýrarhús- um ásamt konu og dóttur. Hann var hreppsnefndaroddviti, fjár- aflamaður og framfarasinnaður. Guðmundur átti þilskipið Berg- þóru. Það sorglega slys vildi til að af Bergþóru drukknuöu 13 menn i einu. Skipið kom viö i Patreks- fjarðarhöfn og ætluðu þessir menn i land i skipsbátnum, en hann þoldi ekki þungann og sökk. Þessi atburöur var mikið áfall. Guðmundur i Nýjabæ var mik- ill fyrir sér og minnist Jóhann þess, að hann tók eitt sinn pilt einn ódælan og hengdi hann upp á snaga. Sá var vist fljótur aö still- ast. Bygggarður stendur niður við sjóinn með sömu ummerkjum og um aldamót eins og raunar einnig Mýrarhús og Pálsbær. Þar bjó Ólafur Ingimundarson ásamt fjölskyldu sinni. Framhald á 20. siðu. Nýibær. A þessari jörð bjó Guömundur Ólafsson, sem átti og gerði út hilskinið Berþóru. Bygggarður, sjávarbýli á klettóttri strönd. Nú er heilt verksmiðju- hverfi risiö upp i landareigninni, þ.á.m. prentsmiðja meö sama nafni. Jóhann Eirfksson leiðsögumaður okkar um Seltjarnarnes I túninu f Ráöagerði, en þar sleit hann barnaskónum á árunum upp úr alda- mniurr) Grótta er nú i eyöi. Hér bjuggu vitaverðirnir Þorvaröur Einarsson og slðan Albert eftir lát föður slns. Albert drukknaði fyrlr nok krumarum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.