Tíminn - 12.08.1972, Side 6

Tíminn - 12.08.1972, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 12. ágúst 1972 Ircna Krogius, Hclga Nci, Larissa Spasskaja og Aksana Geller við komuna til Keflavikur I fyrrinótt Timamynd. Gunnar Larissa Framh.afbls. 1 tefl a sagði Krogius stórmeistari, maður hennar, — hún hefur nokkrum sinnum mátað mig. Þegar Helga Nei sagðist ekki tefla skák, var Ivo Nei hinsvegar fljótur að skjóta því inn i sam- talið, að það væri fyllilega nóg, að einn i fjölskyldunni tefldi. Konurnar fjórar frá Sovet- rikjunum og fylgdarlið þeirra stóðu stutt við i Keflavik. Þegar túlkur Timans spurði Larissu fyrir utan bifreiðina, sem flutti hana til Reykjavikur, hvort hún vissi, að maður hennar hefði farið á sveitaball, tók hár og herða- breiður sendiráðsmaður um axlir hans og vék honum til hliðar, áður en Larissu vannst timi til svars og innan skamms ók allur hópurinn af stað. Larissa, Irena, Aksana og Helga búa i sovézka sendiráðinu meðan á dvöl þeirra hér stendur. Spasski og stórmeistararnir, aðstoðarmenn hans, búa hins- vegar á Hótel Sögu, sem kunnugt er. Við áttum tal við Krogius eftir hádegið i dag, og sagði hann, að fundum Larissu og Bóris Spasski hefði borið saman. Við spurðum, hvort þau hefði hitzt þegar i nótt. — Spyrjið Larissu! Spyrjið Bóris! svaraði Nikolai Krogius hlæjandi. Kfiim Gellcr og Aksana Ivo Nci fagnar konu sinni Ilcigu Nikolaj Kr.ogius hcilsar konu sinni Irenu á flugvellinum Nixon skipar nýjan sendiherra í Reykjavík KJ—Reykjavík Tilkynnt var i Washington i Frederick Irving dag, að Nixon Bandarikjaforseti hcl'ði skipað Krcderick Irving scndihcrra Bandarikjanna á ts- landi, en ckki er ákvcðið, hvenær liann tckur við störfum hér á landi. Irving er 51 árs að aldri og hefur starfað i bandarisku utan- rikisþjónustunni frá þvi 1951. Hann lagði stund á stjórnmála- fræði og hagfræði á háskólaárum sinum, og er með MA-gráðu i hinu siðarnefnda. Eftir eins árs starf i utanrikisráðuneytinu i Washing- ton lá leið þeirra Irving-hjóna til Vinarborgar, og eftir tveggja ára dvöl þar héldu þau aftur til Bandarikjanna. Árið 1960 var Irv- ing skipaður viðskiptafulltrúi i Wellington á Nýja-Sjálandi, árið 1965 yfirmaður Evrópudeildar bandariska utanrikisráðuneytis- ins, og árið 1969 varð hann aðstoð- arráðherra i menningarmála- deild utanrikisráðuneytisins. Kona Irvings er Dorothy Jean, og eiga þau þrjú börn, sem öll eru uppkomin. „Frúin fer með nokkra kassa af efni til hannyrða” Arni Stefánsson og Halla Guðmundsdóttir fóru til ársdvalar á Hveravöllum í gær KJ—Reykjavfk í gær fóru þau hjónin Ilalla Guðmundsdóttir og Arni Stcfánsson, kennari úr Kópa- vogi, inn á Hveravelli, en þau liafa verið ráðin til að annast veðurathuganir þar næstu 12 mánuði. Taka þau við af þeim Ilauki Agústssyni og Ilildu Torfadóttur, sem scnn hafa dvalizt um árs skcið á llvcra- völlum, þar sem upp imdir eitt hundrað kflómetrar eru til byggða og snjór og ófærð kcmur i veg fyrir að hægt sé að fara eftir vegaslóðum mcstan hluta ársins. — Satt að segja hefur konan min haft feikilegan áhuga á að við dveldumst i eitt ár á Hveravöllum við veður- athuganir, og ég hef reyndar lika haft mikinn áhuga á þvi, sagði Árni Stefánsson i viðtali við Timann i gærmorgun, rétt áður en þau hjónin kvöddu fólkið á Veðurstofunni — fólkið sem mun koma þeim upp- lýsingum, sem frá Hvera- völlum berast, áleiðis til almennings i landinu, og vinna auk þess úr þessum upp- lýsingum, svo að úr verði visindalegur. fróðleikur. — Við höfum ekki getað sótt um þessi störf fyrr en nú i sumar, þegar það var auglýst, og eftir mjög stranga læknis- skoðun, vorum við ráðin til ársdvalar, sagði Arni enn- fremur. Við höfum verið á námskeiði á Veðurstofunni og fengið þar allgóðan undir- búning fyrir dvöl okkar á Hveravöllum, og einnig munu þau Haukur og Hilda vera með okkur nokkra fyrstu dagana og þjálfa okkur enn frekar i veðurathugunarstörfunum. Þeir Flosi Hrafn Sigurðsson veðurfræðingur og Kristján veðurathugunarmaður, sem var þarna ásamt konu sinni i fimm ár, hafa haft mestan veg og vanda af þjálfun okkar, og þeir hafa gefið okkur mörg góð ráð fyrir dvölina þarna i óbyggðum. Hvolpurinn fæddist á kvenréttindadaginn — Veðurathugunarstarfið á Hveravöllum er mjög viða- mikið, sagði Arni, þvi að auk þess að annast almennar veðurathuganir, þá munum við annast snjómælingar, norðurljósaathuganir, gróður- athuganir i tilraunareitum, og e.t.v. fleiri athuganir, sem Veðurstofan kann að fela okkur. Engar sérstakar nýjungar verða teknar upp við athuganirnar i vetur, en starfið á Hveravöllum hefur alltaf verið að aukast og verða mikilvægara. En þótt mikið sé starfað á Hveravöllum allan sólar- hringinn allan ársins hring, þá gefast þó einstaka sinnum tómstundir, og þau Árni og Halla ætla að nota þessar tóm- stundir vel. Sjónvarpið verður ekki til að tefja fyrir þeim þarna i nábýli við sjóðandi hveri og bústað Eyvindar og Höllu, þvi að skilyrði til sjón- varpsmóttöku eru ekki sem bezt þarna inni i miðju landi i um 700 metra hæð yfir sjó. Þau munu hinsvegar hafa með sér mikið af bókum, bæði verulegan hluta af heimilis- bókasafninu, og svo bækur, sem Veðurstofan útvegar, sagði Árni. Þá eru hér á gólfinu hjá okkur nokkrir stæðilegir kassar af hannyrðaefni, en frúin er hannyrðakona. Þá má ekki gleyma þvi, að við förum með hvolp af collier-kyni með okkur, en hann fæddist á kven- réttindadaginn, 19. júni sl., hvað svo sem það boðar, sagði Árni. Árni er 34 ára, ættaður frá Hjarðarholti i Dölum, og hefur kennt i Kópavogi, en Halla er 33 ára og úr Reykjavik. Hún hefur starfað á Veðurstofunni mörg undanfarin ár. Sonur þeirra 13 ára fer ekki með þeim til vetursetunnar, en hann mun dveljast i sveit i vetur, á meðan foreldrar hans verða á Hveravöllum, og þegar hlustunarskilyrði verða góð, ma búast við,að sonurinn tali við þau um talstöðina, sem tengir þau hjón við um- heiminn, ásamt útvarpinu. Fischer getur nú valið um 10 ný skákborð KJ-Reykja vik Ilanii Ragnar Ilaraldsson hús- gagnasniiðameistari i Kópavogi hefur haft nóg að gera að undan- förnu við aö smiöa skákborð þvi að i inorgun aflienti hann 10 ný borð^sem nota á i Laugardalshöll- iuiii. Fyrst smiðaði hann borðið mikla, sem Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt teiknaði, og var það mikil smiði, sem ljúka þurfti á tiltölulega stuttum tima. Næst þurfti að smiða borðið, sem tefit er á, þvi að steinplatan féll ekki i kramið hjá Fischer svo að nota varð viðarborð. Ekki var allt fengið með þvi, þar sem áskor- andinn hafði eitt og annað út á tréborðið að setja og vildi helzt fá steinplötuna aftur. Eftir miklar vangaveltur var loks ákveðið að Ragnar smiðaði 10 skákborð úr ýmsum viðar- tegundum, en þessar plötur má fella i skákborðið mikla. Ragnar sagði, i viðtali við Tim- ann i gær, að skákborðin 10, sem hann hefði smiðað nú siðast, væru spónlögð með ýmsum viðar- tegundum, en engin þeirra væri þó islenzk. Nefndi hann tekk, hnotu, álm, ask, palisander, ame- riskt birki, furu og eik i þessu sambandi. Reitirnir á þessum borðum eru allir eins, eða tveir og einn fjórði úr þumlungi á hvern veg, sem er mjög nálægt þvi að vera 5.7 sm. Þá sagði Ragnar, að settir hefðu verið rammar utan um borðin, sem að- skildu sjálft skákborðið og borð- plötuna betur en hingað til, en snillingarnir höfðu kvartað um að dökku reitirnir á skákborðinu rynnu saman við plötuna. Nú hafa þeir Spasski og Fischer sem sagt um 10 ný skákborð að velja, og gott ef enn ein steinplat- an er ekki lika að verða tilbúin. Úrskurður í Haag á fimmtudag? Blaðið hcfur hlerað, aö al- þjóðadómstóllinn i Ilaag. hafi ákveöið að kveða upp úrskurð sinn um lögbannskröfur Breta viðvikjandi frestun útfærslu fiskveiðilögsögunnar við isiand á fimmtudag i næstu viku.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.