Tíminn - 12.08.1972, Page 12

Tíminn - 12.08.1972, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 12. ágúst 1972 „Einmitt”, sagði ég og blygðaðist min skyndilega. „önnur ástæða lá einnig til þess”. Þótt ég heyrði ekki rödd hans, skynjaði ég, hve hikandi hann var. „Þessi bær miðlaði mér og minum aldrei öðru en sulti og seyru. Hann hefur verið imynd alls, sem ég hata og hef reynt að forðast, og það myndi hann alltaf verða, ef ég hefði ekki komið hingað og fórnað honum þvi dýrmætasta, sem ég á ráð á”. Hann tók hatt sinn og kápu, og áður en ég vissi, hvað ég var að gera, reyndi ég að aftra þvi, að hann færi. „Mig iðrar þess, sem ég sagði”, sagði ég. „Mér hefur liðið illa i dag, og ég lét það bitna á yður. Mér gramdist lika, hve þér virtust vita margt um hagi mina”. Hann virtist sáralitinn gaum gefa afsökunum minum. Hann horfði i kringum sig með ihugulu augnaráði. „Það er undarlegt”, sagði hann snögglega og vatt sér að mér, „að vera innan þessara dyra. Þegar ég var barn, varð mér ævinlega hugs- að um það, þegar ég átti leið hér fram hjá, hvernig hér væri umhorfs. Nú hef ég komizt að raun um það”. „Og er þá allt eins og þér væntuð?” „Já”. Aftur varð honum litið i kringum sig og inn i Setustofuna, þar sem fólkið sat við spil. „Já. Allt er eins og ég gerði mér i hugarlund að það væri — allt nema þér”. Ég var ófús aðspyrja hann, en þó rak forvitnin mig til þess. „Yður virðist ég ekki hafa verið öll, þar sem ég var séð?” „Nei”, svaraði hann, „en þér berið kross yðar svo vel”. „Ber ég hvað vel?” „Þennan kross yðar”, svaraði hann, „ef svo má komast að orði. Ég get ekki að þvi gert, ungfrú Blair: mér geðjast vel að yður. — Góða nótt”. Hann var kominn út áður en mér vannst timi til að svara. Ég fór inn i setustofuna, tók prjónana mina og settist við arininn. En mér fipaðist einlægt aö telja lykkjurnar, og að lokum lagði ég prjónana frá mér og gekk að hillunni, þar sem orðabókin stóð ávallt. Ég tók hana og fletti upp á oröinu kross. Þar stóð: „Kross = böl, kvairæði; dæmi: það má vera voðalegur kross að hafa þennan aumingja alltaf i kringum sig”. ÞRETTANDI KAPÍTULI Aldrei hafði mér komið til hugar, að við Harrý mundum nokkru sinni deila, og þó gerðum við það daginn eftir heimkomu mina. Það var bjart og fagurt veður siðdegis eftir undangengna rigningu, og einhvern veg- inn fannst mér, að orðin, sem féllu, væru enn bitrari og meinlegri vegna þess. Allt ljómaði i sólskini októberdagsins. Loftið var tært og kalt, og reykjarþefur og angan fallinna epla blandaðist saman. Það var eins og ég væri að drekka áfengt, hressandi vin, er ég teygaði að mér svalan blæinn. Ég var glöð og létt i lund, er við Harrý ókum út veginn i litla vagninum. öll kvöl og örvænting liðins dags var gleymd. „Harrý”, sagði ég, þegar við höfðum sveigt inn á hliðarbraut við öl- geröina. „Hér skulum við fara úr vagninum og ganga upp að bruna- rústunum. Ég hef aldrci komið þar siðan forðum, að þú....” Nú skil ég, að hann langaði ekkert til þess að fara þangað, heldur neyddi ég hann til þess. Við höfðum ekki gengið lengi, er ég sá, aö allt var orðiö breytt. Elri- og þyrnirunnarnir höfðu verið rifnir upp og skurðir grafnir i mýrina til beggja handa. Ég argaöi uppyfir mig i mót- mælaskyni eins og ég hafði gert, þegar ég var litil, er eitthvað, sem mér þótti vásnt um, var ónýtt eða skemmt. A brunarústunum hafði verið reistur húskumbaldi, sem enn var ómálaður. Verkfæri lágu á dreif kringum hann. „Ó, Harrý! ” hrópaði ég. „Þetta er ekki okkar staður lengur”. Hann horfði út yfir engið, svo aö ég sá ekki framan i hann. Ég tók i handlegg hans og neyddi hann til þess að lita við. „Sjáðu, hvernig hér er orðið umhorfs. Og ég var búin að hlakka svo lengi til þess að sjá hér allt aftur með sömu ummerkjum og áður. Aldrei datt mér i hug, að þessi staður yrði seldur og allt tætt svona i sundur”. A andiiti hans var ekki sá hluttekningar- og hughreystingarsvipur, sem ég hfði búizt við. 1 þess stað var hann önugur og dró hranalega að sér höndina. „O, láttu þér ekki verða svona mikið um þetta. Allt er breytingum undirorpið”, svaraði hann kuldalega. Ég hrökk við. Það var eins og fegurð dagsins þyrri allt i einu, þótt sólin skini eftir sem áður yfir mýrar og ása, svo að glampaði á tjarnirnar. f þessu tilsvari hans fólst eitthvað meira en skyndileg gremja, og af þvi að það særði mig, létég það ekki eins og vind um eyrun þjóta, eins og ég hefði átt að gera. „Og fólk breytist lika. Þú er öðru visi en þú varst, Harrý. Þess varð ég undir eins vör i gær”. „Ef þú ert reið vegna þess, að ég vissi ekki, að þú varst á leiðinni og varð að....” Ég greip fram i fyrir honum. „Ég erekki reið, eins og þú segir. Mér finnst bara...”. Gegnum tárin, sem ég barðist við að halda i skefjum, sá ég að andlit hans þrútnaði og dökknaði. „Mér finnst bara, að þú sért að reyna að halda mér sem lengst frá þérÞú viltekki lengur lofa mér að vera hjá þér, og þegar fólk Aðoins þrir vagnar komust alla leið i kappakstrinuiii. Sigurvcgarinn, sem átti sjálfur liestinn. var óþckktur út- vegsmaður l'rá Syracús — liann fékk lárviðarkransinn. en ökumaðurinn fckk sigurhand um höfuðið. Atburðum dags- ins lauk með kapprcið. sem var mjög spenuandi. 1111 reiðmcnn tóku þátt i keppninni. Vegalengdin var 2000 metr- ar. og engir hnakkar notaðir. Miletus frá Krit sigraði á hesti sinum Anippu. Ég er búinn að 'V' og það ætti að — Nú erv-— ég búinn iað missa af honum. nægja fyrir vheilan fil., skjóta öllum svefnkiilnnum'—'i ~—i hann,_^_._J Hann hlýtur að hafa eitthvað f sé sem virkar gegn ^—skotunum^ HVELL D R E K I iiill mml! LAUGARDAGUR 12. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forýstu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn 7.45. Morgunleik- fimi kl. 7.50Ú Morgunstund harnanna kl. 8.45: Jónina Steinþórsdóttir les söguna „Óskadraum Lassa” eftir Önnu-Lisu Almquist (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Laugardagslögin kl. 10.25. Stanzkl. 11.00: Árni Ey- mundsson og Pétur Svein- bjarnarson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 i hágir Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Miðdegistónleikar Netania Davrath syngur Bachianas Brasileiras nr. 5 eftir Heitor Villa-Lobos, félagar úr Fil- harmóniusveitinni i New York leika með, Leonard Bernstein stjórnar. Vronsky og Babin leika „Jeux d ’enfants” svitu eftir Bizet og „Tilbrigði” eftir Lutoslawski um stef eftir Pag- anini. Hilde Gueden syngur lög úr Vinar óperettum. Boston Pops hljómsveitin leikur vinsæl verk undir stjórn Arthurs Fied- lers. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æsk- unnar Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýj- ustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Heimsmeistaraein- vigið i skák. 17.30 Ferðabókarlcstur: „Frá Kina” Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „Lönd i ljósa- skiptum” (4). 18.00 F’réttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Atriði úr söngleiknum „Fiorello” eft- ir Jerry Bock. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Beint útvarp úr Matthildi. 19.45 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.30 Dagskrárstjóri i eina kiukkustund. Inga Birna Jóns- dóttir formaður menntamála- ráðs ræður dagskránni. 21.30 Victoria dc los Angeles syngur spánska söngva eftir Falla, Rodrigo og fleiri. Undir- leik annast Conzalo Soriano. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. LAUGARDAGUR 12. ágúst 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur og auglýsingar 20.25 Skýjuin ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Fljúgandi veizluborð Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.50 Úr villta vestrinu.Mynd frá alþjóðlegri „sveita- söngvahátið” sem haldin var i Bretlandi. Vinsælir leikarar flytja kúrekalög og dreifbýlissöngva frá Vest- urheimi. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.45 Vanja frændi. Sovézk biómynd, byggð á sam- nefndu leikriti eftir Anton Tsjekov. Leikstjóri Andreas Mikhalkov-Kontsjalovski. Aðalhlutverk Innokenti Smoktunovski, Sergei Bondartsjúk, Irina Kupts- jenkó og Irina Miróshint- sjenkó. Þýðandi Reynir Bjarnason. 23.25 Skákeinvigi aldarinnar. Umsjónarmaður Friðrik Ólafsson. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.