Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 15. ágúst 1972 TÍMINN 3 1000-2000 ára veðurfarssaga í borkjörnum - þegar rannsóknum á Vatnajökli lýkur Páll Theódórsson fylgdi sióasta liluta borkjarnanna seni teknir voru viö Bárðarbungu, til byggða um hclgina. Komu visinda* cnnirnir niður af jöklinum á föstudag. Eftir að komið var niður fyrir snælinu sóttist ferðin erfiðiega vegna þess live ósléttur isinn verður eftir þvi sem nálgast jökuiröndina og af þvi að þegar er svo langt liöið sumars leysir snjó frá liðnum vetri. Þá kcmur hinn ciginlegi jökull i Ijós mishæðóttur, sundursprunginn og óárennileg- ur. Er það áraun hin mesta bæði mönnum og snjóbilum, að fara um þessisvæði, þcgar snjóskánin hylur ekki lengur hnjóskrin. Fáll sagði okkur að borinn hefði verið kominn niður á um 415 m dýpi, þegar hætt var. Dýpra varð ekki komizt, þvi kapallinn, sem borinn hangir i, náði ekki lengra. Um aldur siðasta borkjarnans þorði Páll ekki að segja um ná- kvæmlega, en taldi þó nokkurn veginn vist'að hann væri frá þvi fyrir siðaskipti. Hann bætti þvi við, að vonir stæðu til að lesa mætti 1000 — 2000 ára veðurfars- sögu úr isnum, þegar borun lýkur. Það væri þó undir þvi komið aö hægt verði að styðjast viö aldursgreiningu á öskulögum, sem þar kunna að finnast. Eftir þvi sem neöar dregur i jökulinn verða árlögin þynnri og hætt er við að sýnin verði óhrein og erfitt að átta sig á réttri röð laganna þegar fer að nálgast botn. Það er vegna þess hve mjög jökullinn hefur hrærst og undizt neðst. Til skýringar á þvi má benda fólki á að oft er grjót og jarðvegur ofar- lega i skriðjöklum, en isinn i Vatnajökli skriður til og i honum eru straumar þó ekki væri fyrir annað en eigin þunga. þ B Þjóðaratkvæðagreiðslur í Danmörku og Noregi i haust fara fram þjóðarat- kvæöagreiöslur i Danmörku og Noregi um þátttöku þcssara ríkja I Efnahags- bandaiagi Evrópu. Kikis- stjórnir beggja iandanna hafa undirritað samning um þátt- töku þeirra i bandalaginu, en með fyrirvara um þjóðarat- kvæðagreiðslu. í Danmörku verða lög, sem þingið hefur samþykkt varð- andi þátttöku Dana i banda- laginu lögð undir þjóðarat- kvæði og falla lögin úr gildi, ef þeim verður hafnað i þjóðaat- kvæðagrciðslu. Þau falla þó aöeins úr gildi. að meirihluti sá. sem þau fellir, skipi a.m.k. :t<)% þeirra, scm á kjörskrá cru. i Noregi vcrður þjóðarat- kvæðagreiðslan hins vegar ekki bindandi eins og i Noregi, heldur aðeins ráðgefandi. Þess vegna l'er atkvæöa- greiðslan þar fram áður en þingiö fjallar endanlega um samninginn. i reynd mun þjóöarat- kvæðagreiðslan í Noregi þó verða bindandi þvi að milli 40 og 50 þingmcnn á norska þing- inu hafa lýst því yfir, að þeir muni greiða atkvæði gegn samningnum, ef hann fellur við þjóðaratkvæðagreiðsiuna i haust, en skv. ákvæðum stjórnarskrár Norcgs nægir það til að fella hann. Þjóðaratkvæði hér á landi Það værist i vöxt, i lýðræðis- rikjum að þjóöaratkvæða greiðslur fari fram, einkum þegar um mciriháttar utan- rikismál cr að ræða. i þessu sambandi má geta þess, að þeir flokkar, scm nú fara með völd hérlcndis, hafa oft lagt tii á undanförnum árum, að mciriháttar utanríkismái yröu liigð undir þjóöaratkvæða- grciðslu , t.d. landhelgis- samningurinn við Breta, ál- samningurinn við Swiss Aluminium og aðildin að Eri- ver/.lunarsamtökum Evrópu, útfærsla landhclginnar i 50 milur og fl. Fyrrverandi þing mcirihluti hafnaði þessum til- lögum öllum. Siðan fyrrver- andi stjórnarflokkar komust i stjórnarandstöðu virðast skoðanir þeirra i þessum efnum vcrað að bueytgjit. T.d bafa blöð stjórnaramlstöfyjj^n- ar rætt um þann möguleika að leggja uppsögn varnar- samningsins við Bandarikin undir þjóðaratkvæði cf til kæmi. Þessi mál eru nú i nánari athugun. Fyrir frumkvæði Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra, var samþykkt á Alþingi i janúar 1970, þings- ályktunartillaga, þar sem skorað var á rikisstjórnina að láta athuga hvort rétt væri að setja sérstaka löggjöf úm þjóðaratkvæðagreiðslur eða að setja ákvæöi um það i stjórnarskrána. Til undirbúnings þcssari athugun var gert ráð fyrir að aflað yrði upplýsinga um reynslu annarra þjóða og málið kannað á annan hátt, t.d. hvort atkvæðagreiðslan á að vera bindandi eða ráðgef- andi og hverjir hafi rétt til aö krefjast hcnnar, t.d. ákveðin tala þingmanna eða ákvcðin tala kjóscnda. Fyrrverandi rikisstjórn skipaði sérstaka nefnd til að framkvæma athugun þá, sem þingsályktunartillaga ólafs Jbhannessonar og fl. gerði ráð fyrir, og núverandi rikisstjórn hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnarskrána og hlýtur þjóðaratkvæða- grciðsla einnig að koma til at- hugunarþcirrarnefndar. -TK. Enn sendir Fischer mótmælabréf: Vildi láta tilgreina hvað amaði að Spasskí KJ-Reykjavik A ineðan Fischcr var hinn kampakátasti i Laugardals höllinni aðfaranótt sunnudags- ins, hafa Itússarnir verið i þungum þönkum á Ilótel Sögu vegna heilsufars Spasskis, og að lokum köiluðu þeir á úlfar Þórðarson, lækni heims- meistaraeinvigisins. sem gaf út svohljóðandi vottorð cftir að hafa skoðaö Spasski: Ég undir- ritaður hef skoðaö Spasski i dag, og af heilsufarsástæðum ræð ég honum frá þvi að tefla i dag. Úlfar Þórðarson. Ekki var Fischer ánægður með þennan úrskurð læknisins, og eftir miklar vangaveltur á sunnudaginn skrifaði hann Lot- har Schmid bréf, þar sem hann mótmælir þvi, að ekki er til- greint i læknisvottorðinu, hvað ami að Spasski. Þetta er i annað sinn sem Spasski fær skák frestað i heimsmeistaraeinviginu, og i fyrra skiptið lét mótslæknirinn hafa það eftir sér, að Spasski væri með smávegis kvef. ,,Það er heimskulegt að þátt- takendur skuli þurfa að fá læknisvottorð undir svona kringumstæðum”, sagði júgó- slavneski stórm eista rinn Gligoric á sunnudaginn, þegar hann heyrði um frestun skákar- innar. „Eftir áfall eins og þetta i skákinni á föstudaginn, þurfa skákmenn að hvila sig, og ná sér upp úr lægðinni, sem þeir kom- ast i” sagði Gligoric ennfremur. Spasski á nú eitt veikindafri eftir, og vonandi tekur hann það ekki á sunnudegi enn einu sinni, þvi i fyrra skiptið, var hann lika veikur á sunnudegi — þeim degi vikunnar, sem búast má við mestri aðsókn. t fyrra skiptið hafði hann gefið skákina i 37. leik á fimmtudegi. Nei, einn af aðstoðarmönnum Spasskis, sagði á sunnudaginn, að veikindi heimsmeistarans væru ekki alvarlegs eðlis, og hann myndi áreiðanlega mæta i Laugardalshöllinni á þriðjudag- inn (i’ dag hefst skákin klukkan fimm). Spasski á nýjutn farkosti Undanfarið hafa Spasski og aðstoðarmenn hans haft yfir að ráða gulum Range-Rover bil, og hefur hann löngum staðið utan við Hótel Sögu þar sem Sovét- mennirnir búa. Á laugardaginn var sá guli horfinn, en þess i stað voru Sovétmennirnir komnir á hvitan Range Rover með enska númerinu CXC 654 K. Þetta er svo til alveg nýr bill, sem Spasski og félagar hafa nú fengið til umráða, og virðist sem heimsmeistaranum falli vel að aka i Range-Rover. Þess má geta i þessu sambandi, að Spasski hafði heim með sér nýj- an Volvo eftir Olympiuskák- mótið árið 1970. Um miðnættið i fyrradag, fóru þeir Spasski og Krogius i göngu- túr frá Hótel Sögu, og stakk hann þá við fæti, hvort sem fjar- veru hans frá skákborðinu má rekja til þess eða einhvers ann- ars. Þetta er trióið, Fischer, Sæmundur og séra Loinbardy á gangi fyrir utan Loftleiðahóteliö. (TimamyndKári) Tennis og aftur tennis Að þvi er bandariskar heim- ildir sögðu á sunnudaginn, þá komu veikindaforföll Spasskis Fischer á óvart, en áskorand- ann skortir nú aðeins 4,5 vinning til að sigra í einviginu og staðan eftir 13. umferðina er 8-5 Fischer i hag. Fischer dvaldist i hótelibúð sinni á Loftleiðum mestan hluta sunnudagsins, en um kvöldið lék hann tennis i KR húsinu við Kaplaskjólsveg, og var mótieik- ari hans Gligoric. Eftir tennis- leikinn við Gligoric ætlaði svo Fischer enn að stæla vöövana, og að þessu sinni i borðtennis við kunningja sinn, sem er negri og blaðamaður i New York. Áskorandinn mun svo ekki hafa farið að sofa fyrr en klukkan átta um morguninn og svaf i hótelibúð sinni á Loftleiðum, en ekki i einbýlishúsinu, sem hann hefur til umráða, þvi þar er vist enn ekki svefnfriður fyrir há- vaða i hitakerfinu. Fox hótar málsókn 1 fyrri viku var Barry F'red- ericks, lögfræðingur Chester hér á landi, til að kynna sér af eigin raun aðstæður allar i sam- bandi við einvigið. Lög- fræðingurinn fór héðan á sunnu- daginn, og við komuna til New York lét hann hafa eftir sér, að Fox hefði i hyggju að stefna Fischerannað hvort i New York eða Reykjavik, og jafnvel hefði komið til mála að fara fram á að hluta af verðlaunum Fischers yrði haldið eftir i Reykjavik. Paul Marshall lögfræðingur Fischers brosti á sunnudags- kvöldið er honum var tjáð hvað lögfræðingur Fox hefði sagt, en sagði siðan: ,,Bg held það sé bezt að við lögfræöingarnir tefl- um um þetta mál, og sá sem sigrar i taflinu vinnur málið”. Paul Marshall hefur verið hér i nokkra daga, en fer væntan- lega i dag. Erindi hans hingað var að kynna Fischer tilboð kvikmyndasamninga, sem Fischer hafa veriö boðnir, en ekki hefur fengizt staðfest frá hvaða fyrirtæki þetta tilboð er, en hinsvegar hefur verið látið i það skina, að um sé að ræða til- boö frá voldugustu kvikmynda- framleiðendum heims. Skáksambandið hefur gefiö út póstkort meö mynd af Fischer og Spasský eftir Halldór Pétursson. A kortinu sitja kapparnir á sviðinu i Laugardalshöllinni, og gefur myndin vel til kynna hvcrnig þeir sitja viö taflborðið heimsmeistarinn og áskorandinn. Vinningslíkur Fischers eru 67% segir prófessorinn Á hverju ári reiknar prófessor Arpad E. Elo við Milwalkee há- skólann i Wisconsin i Banda- rikjunum út afrekaskrá beztu skákmanna heimsins, og kemur þessi skrá út einu sinni á ári, á vegum Alþjóðaskáksambands- ins. Siðasta skráin var send út 1. júli, og þar skipa þeir Fischer og Spasski tvö efstu sætin. Fischer með 2.785 stig og Spasski með 2.660 stig. Mis- munurinn er þvi 125 stig, og samkvæmt þessu ættu likur Fischers til að vinna að vera 67%, aö dómi prófessorsins. Að sjálfsögðu er engin ein- vigisskákin sem hér hefur verið tefld, tekin með i reikninginn, heldur aöeins árangur kapp- anna áður en einvigið hófst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.