Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 8
8!
TÍMINN;
Þriðjudagur 15. ágúst 1972
Margir smábátar á legunni i Grímsey. Þessir bátar koma með margan uggann að landi.
Ljósmyndir Guðmundur Jónsson
Krá börninni i Grimsey á blækyrrum sumardegi.
Fiskvcrkunarhús K.K.A. ofan við aðallöndunarbryggjuna.
Krani/sem lyftir þrjátiu lestum, að hreinsa aöskotahluti upp úr höfninni. Þarnn cr vcriö að lyfta
hluta af skjólvegg, scm lent hefur inni i höfninni, rétt við viölegukant. Þótt kranninn væri öflugur, varð
aö sprengja þetta stykki sundur.
Óskahöfn í stað
„Atlantis” sem sökk
Grimseyjarhöfnin, sem hvarf,
er minnismerki af þeirri sérstöku
tegund/ er hvergi verður augum
litin, en geymist i minningunni
með upphrópun og háðsmerki. Sú
mannvirkjagerð glæddi aldrei
neina von i Grimsey — þaöan af
síður, að hún vekti fögnuð. Stað-
kunnugir menn, sem þekktu mátt
úthafsöldunnar, vissu hvað verða
hlaut, þótt tæpast hafi þeir búizt
við, að allt færi forgöröum svo
fljótt sem varð og i ekki meiri af-
tökum.
Einhvern veginn hefur manni
fundizt, að þetta hafi af sumum
verið lagt Grimseyingum til
lasts: Hversu glöggir þeir voru á
verklag hofuðskepnanna i heim-
kynnum sinum og sannspáir um
örlög hafnargarðsins ógóða. Að
minnsta kosti var ekki fyrr en i
sumar hafizt handa um að gera
bragarbót og komá upp hafnar-
mannvirkjum, sem bæði eru á
heppilegri staö og þannig gerð, að
þau eru likleg til þess að geta
staðizt það, sem á þeim mun
dynja. Þar sannast það, að seint
koma sumir — en koma þó.
Og nú fylgjast Grimseyingar
lika af meiri áhuga en áður með
mannvirkjagerðinni, og við hér
syðra, sem vitum þó ékki nema
undan og ofan af um hugarfar
manna á öðrum landshornum,
þykjumst hafa orðið þess
áskynja, að þeir séu kampakátir,
eyjarskeggjar, yfir þvi, sem verið
er aö gera á eynni þeirra.
bað mörkum við meðal annars
af þvi, hve frettaritarinn okkar i
Grimsey, Guðmundur Jónsson,
hefur verið iðinn að taka myndir
af þvi, sem lýtur að hafnargerð-
inni. Okkur finnst ótrúlegt, að
hann væri svona mikið á ferli með
myndavélina sina, ef það væri
einhver handaskömm, sem verið
væri að hrófa upp, aðeins að leik
handa Ægi og dætrum hans.
bvert á móti mun hann gera sér
beztu vonir um, að loks fái
Grimsey höfn, sem hún á skilið,
og hefur iengi átt, og getur orðið
þeim notadrjúg nú um sinn i þvi
tafli er þeir verða að tefla til
vinnings við hafið umhverfis þá,
duttlunga þess og upphlaup.
Með mikilii ánægju birtum við
hér hjá Timanum þessar myndir
Guðmundar, sem raunar fela i
sér talsvert mikið af sögu hafnar-
gerðarinnar og munu ef til vill
þykja merkilegar, þegar fram
liða stundir og fennt er að öðru
leyti i mörg þau spor, sem nú eru
stigin. En okkur, sem nú virðum
þær fyrir okkur, bera þær hressi-
legan andblæ norðan af þeim
slóðum, sem næstar geta heitið
Dumbshafi, er stundum er svo
nefnt að fyrirmynd frá þeim
timum, þegar imyndunaraflið lét
sig gruna reginöfl i gervi þursa og
jötna og vætta á bak við mikil-
fengl. náttúrufar — imyndunar
afl, sem betur væri enn með
nokkru lifi af fleiri en einni
ástæðu.
Hafnargerðin i Grimsey hefur
veriö sótt af miklu kappi i sumar,
enda veitir ekki af að hafa
hraðan á, þar eð skammur er sá
timi, er treysta má, að vinnu-
friður verði fyrir hafnargerðar
mennina, og fyrir haustið
verður vel frá öllu aö ganga. Þeir
hafa á að skipa öflugum tækjum,
til dæmis krana, sem getur lyft
meira en meðalvölu, og úr landi
koma skip með efni til hafnar-
gerðar, m.a. heila frama
af möl i steinsteypu. Þvi að þótt
Grimsey hafi af mörgu að státa,
þá er það sannast sagna, að þar
vantar sitthvað, sem nauðsynlegt
er við hafnargerð, svo sem völu-
grjótið, sem notáð var i hina
sokknu Atlantis norður þar — það
er að segja hafnargarðinn, sem
hafið gleypti — gefur hugmynd
um.
bað verða tvö ker, steypt i
landi, er sökkt verður og látin
mynda garð. Hið seinna er enn
ókomið til Grimseyjar, en þegar
gengið hefur verið frá þvi og
örugglega um það búið, eiga
Grimseyingar að geta gengiö
ókviðnir til náða, þótt stormurinn
æði og hafið þrymji og brim-
gnýrinn láti þungt i eyrum. Og
sofið vært, jafnvel þar sem heim-
skautsbaugurinn liggur eftir
hjónarúminu endilöngu. JH
Póstbáturinn Drangur með malarfarm tll hafnargerðarinnar.
Hekla kemur með tæki og niargs konar búnað tll hafnargerðarinnar.