Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriftjudagur 15. ágúst 1972 Jón Þ. ólafssou — aftur á uppleið — stökk 2 metra, þrátt fyrir litla æfingu. Jón Þ. á uppleið! ÖE-Iieykjavik. íll-ingar urðu bikarmeistarar i frjálsum iþróttum 1!)72, en keppnin fór fram á Laugardalsvellinum um helgina. Þess skal getið, að fresta varð einni grein, stangarstökkinu, vegna hvassviðris, en það breytir engu um sigur ÍR, hann er öruggur. UMSK hefur og tryggt sér annað sæti, og KR það þriðja. Harka á Húsavík - Völsungar og Ármann gerðu jafntefli, 1-1 Þaö var hart barizt, þegar Völsungar og Armann mættust á Húsavik á laugardaginn i 2. deild. Gifurleg harka var i leiknum, og gáfu leikmenn liö- anna ekkert eftir allan leikinn. Jafntefli varð 1:1, og skoruðu liöin sitt i hvorum hálfleiknum. Armenningar voru fyrri til að skora. Markið skoraði Ragnar Gunnarsson i fyrri hálfleik. Völsungum tókst að jafna i siðari hálfleik, og var Hreinn Elliðason þar að verki. Einnig mistókst Völsungum i vita- spyrnu i leiknum. Úrslit leiksins voru réttlát eftir gangi leiksins. Armenningar áttu meira i fyrri hálfleik en Völsungar i þeim siðari. (sfirðingar hlutu sitt fyrsta stig lsfirðingar hlutu sitt fyrsta stig i 2. deildar keppninni i knattspyrnu, þegar þeir gerðu jafntefli við Þrótt á heimavelli sinum, 1:1. tsfirðingar urðu fyrri til að skora og gerðu eina markið, sem skorað var i fyrri hálfleik. 1 siðari hálfleik tókst Þrótturum að jafna, en þess má geta, að nokkur íorföll voru i liði þeirra. Þrátt fyrir, að Isfirðingar hafi hlotið sitt fyrsta stig i 2. deild, eru þeir i mjög alvarlegri fall- hættu, og verður kraftaverk að ske, ef þeir ætla að halda sæti sinu i deildinni. Rvík - „Landið” - 16.-17. september næstkomandi Litið verður um frjálsiþrótta- stórmót i Reykjavik næstu vikurnar. Úti á landi verða aftur á móti ýms mót á dagskrá. Ilápunktur keppnistimabilsins i fyrra var keppnin Reykjavik gegn úrvalsliði landsbyggðar innar. Það mót tókst mjög vel og lauk með sigri „Landsins”. Þetta mót er áformað að halda dagana 16. og 17. september i Reykjavik og er vonandi, að iþróltafólkið búi sig vel undir þessa keppni. Bikarkeppnin var svipminni nú en oftast áður og kemur sjálfsagt margt til, óvenjumikið af mótum nýafstaðin erfiö utanför til Noregs. Þá var veður afleitt sið- ari dag keppninnar, rigning og sunnan hvassviðri. Litið var um metin á þessu móti, ólikt þvi sem áður hefur verið á frjáisiþróttamótum sum- arsins. Þó var sett eitt piltamet, þaðgerði efnilegur Armenningur, Sigurður Sigurðsson, sem stökk 5,79 m i langstökki. Mesta athygli fyrri dag mótsins vakti ,,come-back” Jóns Þ. Ólafs- sonar, 1R, sem sigraði i hástökk- inu og stökk 2 metra rétta, þrátt fyrir litla æfingu. Er vonandi að Jón sjái sér fært að hefja æfingar á ný af fullum krafti. Þorsteinn Þorsteinsson KR sigraði i 800 m hlaupinu á góðum tima, 1:53,1 min., og Agúst Asgeirsson 1R var skammt á eftir. Þá vakti nokkra athygli að Elias Sveinsson 1R kastaði nú i fyrsta skipti yfir 60 metra i spjótkastinu, eða 62,62 m, og átti þrjú köst yfir 60 metra strikið. Þrir tslendingar hafa nú kastað yfir 60 metra i sumar, sem er óvenjulegt, og er vonandi, að það boði jafnmarga 70 metra- kastara næsta sumar. Hörð barátta var i langstökk- inu, þar sigraði Friðrik Þór Óskarsson, 1R, stökk 6,99 m og næsti maður, Ólafur Guðmunds- son KR stökk 6,98 m. Minni gat munurinn ekki verið. Ólafur virð- ist vera að ná sér á strik, en hann hefur litið æft undanfarin tvö til þrjú ár. óskandi væri að hann hæfi æfingar af fullum krafli. Halldór Guðbjörnsson KR sigraði auðveldlega i 3000 m hlaupinu, timinn var 9:17,6 min. Hjá kvenfólkinu var fátt um óvænt afrek að þessu sinni. Helzt má nefna sigur Ingunnar Einars- dóttur IR yfir Sigrúnu Sveins- dóttur A i 100 m. Timar 12,8 gegn 12,9. En Sigrún gerði sér þá litið fyrir og sigraöi Ingunni i 400 m en Ingunn á metið 60,1 sek. Timi Sigrúnar var 61,0 sek., en Ingunn hljóp á 61,5. Siðari dag mótsins var afleitt veður og afrekin voru annaðhvort ólögleg vegna meðvinds eða vind- urinn eyðilagði þau, sérstaklega hringhlaupin. Langbezta afrek dagsins, og raunar mótsins, vann Erlendur Valdimarsson IR, sem kastaði kringlunni 56,92 m. Fyrir það hlaut hann styttu Gests Þor- grimssonar fyrir bezta afrek mótsins. Sigurður Jónsson HSK varð annar bæði i 100 og 400 m hlaup- unum, á eftir Bjarna Stefánssyni, KR. Timar Sigurðar, 10,7 sek. i 100 m hlaupi og 51,8 sek. i 400 m benda til framfara, hann ætti t.d. að hlaupa 400 m á betri tima en 50 sek. Af nýliðum á móti þessu vakti Jason Ivarsson HSK athygli, hann stökk 13,56 m i þristökki og hljóp laglega i grindahlaupinu. Þar er efni á ferð. Karlar: 200mhlaup: sek. Bjarni Stefánsson, KR 22,3 Sigurður Jónsson, HSK, 23,0 Elias Sveinsson, IR, 23,6 Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, 23,9 Sigurður Sigurðsson, A, 25,1 SOOmhlaup: mín. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, L53,l Agúst Asgeirsson, IR, 1:55,6 Böðvar Sigurjónsson, . UMSK, 2:02,2 Helgi Ingvarsson, HSK, 2:12,2 Sigurður Sigurðsson, Á, 2:52,8 30QOnthlaup: min. Halldór Guðbjörnsson, KR, 9:17,4 Sigfús Jónsson, IR, 9:27,6 Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 9:32,4 Kúluvarp: m Erlendur Valdimarsson, 1R, 15,45 Guðni Sigfússon, A, 13,80 Sigurður Sigurðsson, UMSK, 12,40 Stefán Hallgrimsson, KR, 11,72 Sigurður Jónsson, HSK, 11,56 Spjótkast: m Elias Sveinsson, 1R, 62,62 Stefán Jóhannsson, Á, 59,40 Asbjörn Sveinsson, UMSK, 57,76 Grétar Guðmundsson, KR, 55,86 Helgi Benediktsson, HSK 44,02 Sleggjukast: m Erlendur Valdimarsson, IR, 56,12 Þórður B. Sigurðsson, KR, 45,08 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 31,94 Sveinn Sveinsson, HSK, 31,72 Guðni Sigfússon, A, 27,48 Hástökk: nt Jón Þ. ólafsson, IR, 2,00 Karl West Fredriksen, UMSK, 1,90 Sigurður Ingólfsson, Á, 1,85 Stefán Hallgrimsson, KR, 1,80 Þröstur Guðmundsson, HSK, 1,80 Langstökk: m Friörik Þór Óskarsson, IR, 6,99 Olafur Guðmundsson, KR, 6,98 Guðmundur Jónsson, HSK, 6,68 Karl Stefánsson, UMSK, 6,53 Sig. Sigurðsson, A, 5,79 4x100 m boöhlaup: sek. SveitKR, 43,5 SveitlR, 45,6 SveitUMSK, 46,1 SveitArmanns 48,7 KONUR: lOOmhlaup: sek. Ingunn Einarsdóttir, IR, 12,8 Sigrún Sveinsdóttir, Á, 12,9 Anna H. Kristjánsdóttir, KR, 13,3 Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK, 13,4 Valdis Leifsdóttir, HSK, 13,7 Hástökk: m Lára Sveinsdóttir, A, 1,55 Kristin Björnsdóttir, UMSK, 1,50 Guðrún Ágústsdóttir, HSK, 1,45 Fanney óskarsdóttir, 1R, 1,40 SvandisSigurðardóttir.KR, 1,40 Kúluvarp: m Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK, 9,95 Sigriður Skúladóttir, HSK, 9,29 Asa Halldórsdóttir, A, 8,24 Kristjana Guðmundsdóttir, IR, 7,98 Svandis Sigurðard. KR, 5,60 Spjótkast: m Arndis Björnsdóttir, UMSK, 37,72 Svanbjörg Pálsdóttir, IR 29,12 Ólöf Ólafsdóttir, A, 24,92 Særún Jónasdóttir, HSK, 19,62 Anna H. Kristjánsdóttir, KR. lOOmhlaup: sek. Sigrún Sveinsdóttir, A, 61,0 Ingunn Einarsdóttir,IR, 61,5 Þórdis Rúnarsdóttir, HSK, 64,0 Svandis Sigurðardóttir, KR, 64,9 Björg Kristjánsdóttir, UMSK,64,9 4x100 m boðhlaup: sek. SveitUMSK, 51,6 SveitArmanns 51,8 Sveit IR 54,6 SveitHSK 56,8 Karlar: 110 m grindahlaup: sek. Borgþór Magnússon, KR, 15,2 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 16,6 Stefán Jóhannsson, A, 16,9 Jason Ivarsson, HSK, 18,9 Finnbj. Finnbj. IR, 23,9 lOOmhlaup: sek. Bjarni Stefánsson, KR, 10,6 Sigurður Jónasson, HSK, 10,7 Friðrik Þór Óskarsson, 1R, 11,4 Sigurður Sigurðsson, A, 11,7 KarlWest, UMSK, 11,7 5000mhlaup: mín. Agúst Asgeirsson, IR, 16:41,8 Jón H. Sigurðsson, HSK, 16:48,4 Halldór Guðbjörnsson, KR, 17:07,0 Steinþór Jóhannesson, UMSK, 18:19,0 Kristján Magnússon, A, 18:32,0 Kringlukast: m Erlendur Valdimarsson, IR, 56,92 Hallgrimur Jónasson, A, 43,68 Þorsteinn Alfreðsson, UMSK, 42,24 Sveinn Sveinsson, HSK, 38,18 Stefán Hallgrimsson, KR, 35,52 Þristökk: m Friðrik Þór Óskarsson, IR, 14,63 Helgi Hauksson, UMSK, 14,09 Borgþór Magnússon, KR, 13,75 Jason Ivarsson, HSK, 13,56 Sigurður Ingólfsson, Á, 11,68 1500mhlaup: mín. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, ' 4:16,8 Sigfús Jónsson, IR, 4:23,5 Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 4:33,0 Jón H. Sigurðsson, HSK 4:46,2 Jens Jónsson, A, 4:56,2 400mhlaup: sek. Bjarni Stefánsson, KR, 49,5 Sigurður Jónsson, HSK, 51,8 Böövar Sigurjónsson, UMSK, 53,3 Stefán Jóhannesson, A, 54,0 Magnús G. Einarsson, 1R, 56,4 1000 m boðhlaup: min. SveitKR, 2:04,5 Sveit IR 2:08,9 SveitUMSK 2:09,0 SveitÁrmanns 2:26,6 KONUR: 100 m grindahlaup: sek. Lára Sveinsdóttir, Á, 15,2 Kristin Björnsdóttir, UMSK, 15,7 Bjarney Árnadóttir, ÍR,19,5 Sveinbjörg Stefánsdóttir, HSK, 22,4 Svandis Sigurðard. KR, 23,4 Kringlukast: m Kristjana Guðmundsdóttir, IR 30,62 Arndis Björnsdóttir, UMSK, 30,62 Ólöf ólafsdóttir, A, 27,44 Asta Guðmundsdóttir, HSK, 25,78 Anna H. Kristjánsdóttir, KR,16,08 Langstökk: m Lára Sveinsdóttir, A, 5,44 Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK, 5,33 Lilja Guðmundsdóttir, IR, 4,95 Valdis Leifsdóttir, HSK, 4,86 Anna H. Kristjánsdóttir, KR, 3,70 200 nthlaup: sek. Ingunn Einarsdóttir, 1R 26,3 Sigrún Sveinsdóttir, A, 26,5 Anna H. Kristjánsdóttir, KR, 27,4 Kristin Björnsdóttir, UMSK, 27,5 Þórdis Rúnarsdóttir, HSK, 27,8 Lokastaðan (áður en stangar- stökk fer fram) IR 131 stig UMSK 112 stig KR 106 stig Armann lOOstig HSK 80 stig Baráttan á botninum í 1. deild í - Valur og Víkingur mætast á Laugardalsvellinum kl. 20.00 I kvöld kl. 20.00 fer fram á Laugardalsvellinum mjög þýð- ingarmikill leikur i 1. deild. Þá mætast botnliðin i deildinni, Val- ur og Vikingur. og má búast við að þar verði hart barizt, þvi að nú er hvert stigið dýrmætt. Vikings- liðið leikur með sitt sterkasta lið i kvöld, og hefur liðið mikinn hug á að vinna leikinn, þvi að ef liðið tapar leiknum i kvöld, má segja, að það sé fallið niður i 2. deild. Vikingsliöið hefur hlotið 3 stig (öll gegn Keflavik) i niu leikjum, en Valsliðiö hefur hlotið 5 stig i 7 leikjum. Ef Vikingsliðið sigrar i kvöld, hefur það náð Valsmönn- um að stigum, en ef liðið tapar, er munurinn orðinn 4 stig, og þar með orðið nær vonlaust að ná Valsliðinu að stieum. bvi að Vik- ingsliðið á aðeins 4 leiki (eftir leikinn i kvöld) eftir i deildinni — gegn Breiðabliki (á laugardag- inn), Fram, Akranes og KR. Valsliðið hefur ekki náð sér al- mennilega á strik eftir að Her- mann Gunnarsson meiddist, og þvi hefur ekki gengið vel i sið- ustu leikjum sinum. Reyndarhef- ur liðið aðeins unnið einn leik i 1. deild i ár. Það var einmitt gegn Vikingi 15. júni, en þá lauk leikn um 4:0. Það má mikið ganga á, til að liðið nái að sigra Viking i kvöld með sama markamun. Valsliðið á mjög erfiða leiki eftir i 1. deild, á eftir að mæta Fram, Akranesi, KR, Keflavik og Vestmannaeyj- um (tvo leiki). Á þessu sést, að það er ekki útilokað, að það verði Valur, sem fellur i ár. En ef Vals- liðiö tekur eins mikinn fjörkipp og i 1. deild 1970 (liðið var i fallhættu og átti eftir sjö leiki i deildinni, en tók sig til á siðustu stundu og sigr- aði leikina sjö), þá er ekki hægt að vera að tala um botnlið, þegar minnzt er á Valsliðið. Það er ekki að efa, að leikurinn i kvöld verður spennandi og tvi- sýnn. Leikmenn liðanna berjast áreiðanlega fram á siðustu stundu. SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.