Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 9
Þriftjudagur 15. ágúst 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn i;i Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.>, Jón Helgason, Tómas Karlsson,; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns)i| Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, • Ritstjórnarskrifý ;i; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306J: ;i; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs-i !;i ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:; takið. Blaðaprent h.f. Nýtt tilboð Fyrir helgina afhenti Einar Ágústsson utan- rikisráðherra brezku rikisstjórninni nýtt tilboð islenzku rikisstjórnarinnar sem grundvöll nýrra samningaviðræðna um bráðabirgða- samkomulag i landhelgisdeilunni. I samningstilboðinu itrekar islenzka rikis- stjórnin tvö meginsjónarmið sin i málinu: 1. Að Bretar viðurkenni, að réttur islenzkra skipa til veiða innan 50 milna markanna sé meiri en erlendra skipa. 2. Að íslendingar hafi með höndum að fylgja fram þeim fiskveiðireglum, sem um verður samið. En islenzka rikisstjórnin vill i þessu nýja tilboði ganga lengra en áður til móts við höfuð- kröfur Breta og er reiðubúin að semja um veiðiheimildir fyrir brezka togara upp að 12 milna mörkum á sömu svæðum og islenzkum togurum verður leyft að veiða, en með þvi skilyrði,að aðeins 2 af 6 veiðisvæðum verði opin i einu. Þá setur islenzka rikisstjórnin það skilyrði, að veiðiheimildin nái aðeins til þeirra skipa, sem eru upp að 180 fet að lengd og 750- 800 brúttólestir, en ekki til stærri skipa, frysti- togara eða verksmiðjutogara. Hér er um mjög sanngjarnt boð að ræða, og verða þvi fyrstu viðbrögð frá London nú um helgina að teljast nokkuð undarleg, en haft hefur verið eftir talsmanni utanrikisráðu- neytisins brezka, að i islenzka tilboðinu sé nánast ekkert nýtt. Vonandi kemst brezka rikisstjórnin að annarri niðurstöðu, þegar hún skoðar tilboðið betur, sér sig um hönd og tekur upp samningaviðræður við íslendinga að nýju. Engum blöðum þarf um það að fletta, að bráðabirgðasamkomulag á grundvelli islenzka tilboðsins þjónar brezkum fiskveiðihags- munum og brezkum almenningi betur en nýtt þorskastrið á Islandsmiðum. Bráðabirgðalög um skattalækkanir aldraðra og öryrkja Á laugardaginn gaf forseti íslands út bráða- birgðalög, að tilhlutan Halldórs E. Sigurðs- sonar fjármálaráðherra, um lækkun skatta á öldruðum og öryrkjum. Með þessum bráða- birgðalögum eru sniðnir af þeir ágallar, sem komu fram við skattaálagninguna i vor. Þessi lagabreyting hefur það i för með sér, að einhleypir lifeyrisþegar greiða engan tekju- skatt af nettótekjum innan við tvö hundruð þúsund krónur og ekki óskertan tekjuskatt fyrr en nettótekjur ná þrjú hundruð þúsund krónum. Á sama hátt verða hjón með þrjú hundruð þúsund krónur i nettótekjur laus við tekjuskatt og greiða ekki óskertan tekjuskatt fyrr en nettótekjur þeirra ná 450 þúsund krónum. Með þessum breytingum verða það aðeins 13.6% þeirra 15-16 þúsund elli- og örorku- lifeyrisþega, sem greiða tekjuskatt, sem greiða fullan og óskertan tekjuskatt til jafns við aðra gjaldendur, og hefur það fólk allt sæmilega riflegar tekjur. — TK Opið bréf Jiri Pelikan til Angelu Davis Jiri Peiikan. seni er 49 ára, var einn af leiðtogum „vorsins i Prag". Hann var yfirmaður sjónvarpsins i Tékkóslóvakiu og formaður utanrikismála- nefndar þingsins. A hinu ieynilega 15. flokksþingi kommúnistaflokks Tekkósló- vakiu, sem haldið var i verk- smiðju inni i Prag fáeinum klukkustundum eftir innrás Rússa i ágúst 1968, var hann kjörinn i miðstjórnina. Hann tók þátt i baráttunni gegn nazistum og var félagi i kommúnistaf lokknum frá 1939 og þar til að hann var rekinn 1969, en siðan hefir liann dvalist erlendis. i Prag er á hann litið sem helzta tals- mann andstæðinga Husak- stjórnarinnar. KÆRA Angela Davis. Ef til vill undrast þú, að landflótta tékkneskum stjórn- málamanni skuli finnast hann þurfa að skrifa þér. Þú hlýtur að hafa fengið margar orð- sendingar frá Tékkóslóvakiu, en þú hefir ekki haft samband við þá, sem vildu lýsa sam- stöðu sinni en geta ekki vegna þess, að tunga þeirra er fjötr- uð, þeir eru i fangelsi, dæmdir eða biða dóms. Ég sendi þér bréf þetta fyrir þeirra hönd. Ég get talað og skrifað af þvi að ég tók þann kost, eins og margir samland- ar minir, að halda baráttunni áfram erlendis frá. En ég skrifa meðfram af þvi, að margt er sameiginlegt með okkur og ég held, að þú munir skilja mig, þrátt fyrir að þú hafir orðið fyrir annarri reynslu en ég. Þú segist hafa gerzt kommúnisti vegna þess, að þú sást þjóðina þjást og skildir, að breyta þurfti þjóðfélaginu. Sama segi ég. Ég gekk i kommúnistaflokkinn i sept- ember 1939. Ég var stúdent, og land mitt hafði verið hernumið af.þýzku nazistunum. Eg vildi berjast fyrir frelsi og breyt- ingum á þvi kerfi, sem veldur styrjöldum og kúgun. Þú hefir orðið að þola fang- elsisvist. Það hefi ég einnig. Foreldrar minir voru teknir sem gislar meðan Gestapo leitaði að mér, og móðir min kom ekki aftur úr fangelsinu. Ég þekki jafn vel og þú niður- bælingu, misrétti og þjáning- ar. Ég gekk i byltingarhreyf- ingu sannfærður um, að sósia- lisminn getur skapað réttlát- ara þjóðfélag fyrir meirihluta manna. Munurinn á okkur er sá einn, að þegar ég var búinn að vera herskár baráttumaður i 30 ár var mér vikið úr flokkn- um, ásamt hálfri milljón Tékka og Slóvaka, fyrir það eitt, að við neituðum að lita á þaðsem „bróðurkærleika”, að erlent stórveldi sósialista her- nam litla sósialistarikið okk- ar. Þú kannt að segja, að mikill munur sé a‘ hernaðarinnrás Bandarikjamanna i Vietnam og innrás Sovétmanna i Tékkóslóvakiu. Ég er á sama máli og vegna þess greip þjóð okkar ekki til vopna til að verja sig. En ástæða beggja innrásanna er hin sama, eða að koma i veg fyrir, að þjóð á- kveði sjálf örlög sin. Þú mælir með tafarlausri brottför bandariska hersins frá Viet- nam og það geri ég lika. En hvers vegna eru enn 80 þúsund rússneskir hermenn i Tékkó slóvakiu, fjórum árum eftir að innrásin var gerð, þrátt fyrir samninga milli valdhafa i Bonn, Moskvu og Varsjá, og þrátt fyrir „eininguna”, sem þeir hafa hvað eftir annað lýst vfir Husak og Brez'hnev? Angela I)avis Ég gladdist innilega þegar þú sagðir að frelsi fengnu, að þú ætlaðir að berjast fyrir frelsi allra pólitiskra fanga á jörðunni. Ég vona að þú berj- ist fyrir frelsi pólitiskra fanga i auðvaldsrikjunum, en einnig i Austur-Evrópu, einkum þó Tékkóslóvakiu og Sovétrikj- unum. ÞÚ kannt að vilja gripa fram i og segja, að þarna sé munurá. 1 Bandarikjunum og öðrum vestrænum rikjum séu það hinir framfarasinnuðu, sem séu ofsóttir, en i Sovét- rikjunum og Tékkóslóvakiu séu það „andsósiaiistar” svo að notuð seu sömu orð og i op- inberum áróðri. En þá vil ég benda þér á, að biðja um skrá ly'fir pólitisku fangana i Tékkóslóvakiu og kynna þér feril þeirra og þú munt komast að raun um, að allur þorri þeirra eru kommúnistar eða sósialistar. Ég vil nefna fáeina gamal- reynda kommúnista: Milan Húbl, rektor háskólaflokksins, Jaroslav Sabata sálfræðingur, Alfred Cerny verkamaður og flokksdeildarforðmaður i Brno (allir miðstjórnar- menn), Jarcslav Litera verkamaður, formaður flokksnefndarinnar i Prag, Vaclay Prchlik hershöfðingi, þingmaður og miðstjórnar- maður, Karl Bartosek sagn- fræðingur, Petr Uhl kennari, Jiri Lederer og Vladimir Ne- pras blaðamenn og Ota Krit- zanowski kennari i flokksskól- anum. Nefna mætti hundruð minna kunna menn, mennta- menn, stúdenta, verkamenn, presta og verkalýðsforingja. MEÐAL fanganna eru tveir kommúnistar, sem störfuðu sem fréttamenn um langt skeið i heimalandi þinu, Karel Kyn cl fyrir útvarpið og Jiri Hochman fyrir dagb], flokks ins Rude Prava. Af þeim lærð- um við að þekkja að styðja baráttu bandariskra framfar- asinna gegn kynþáttastefnu, McCarthyisma og styrjöldinni i Vietnam. Nú hafa báðir setið i fangelsi i sex mánuði og eru orðnir sjúkir, Hochman langt leiddur af berklum og Kyncl þjáist af igerðum. Þeir hafa ekkert samband við umheim- inn, njóta ekki læknismeðferð- ar, hafa enga möguleika á að velja sér lögfræðinga eða ráðgast við þá og vita ekkert um, hvenær mál þeirra verði tekið fyrir. Fangelsanir eru þó hvorki eina né aðal-aðferðin til kúg- unar i Tékkóslóvakiu. Tugþús- undir kommúnista og annarra þegna hafa ekkert að lifa af, þar sem þeir hafa verið sviftir vinnu vegna stjórnmálaskoð- ana. Afbragðs höfundar eru knúnir til að þegja, leikhúsum, sem óhlýðnast, er lokað og leikstjórar, sem gerðu garðinn frægan i kvikmyndagerð i Tékkósvlóvakiu, ganga at- vinnulausir eða verða að flýja land. Menntamálaráðuneytið mælir ekki með andfasistisk- um leikritum, þar sem al- menningur kynni að þykjast verða var „hættulegra hlið- stæðna”, sem gætu vakið „æs- andi fögnuð”. HUNDRUÐUM þúsunda manna hefir verið meinuð þátttaka i opinberu lifi. Börn- um er meinað að nema vegna „synda” foreldranna og for- eldrunum er refsað fyrir nei- kvæða framkomu barnanna. Upplýsingaöflunin er látin ná allt að þremur ættliðum til þess að leita saka. Sumir verða ótta og uppgjöf að bráð. Suma brestur kjark og vilja til að verja sig eins og þú gerir. En við eigum þó margar Angelur Davis og Soledad- bræður, þó að nöfn þeirra verði aldrei kunn. Þarna er ekki aðeins um að ræða uppreisn menntamanna og unglinga, eins og sumir vinstrimenn á Vesturlöndum vilja gefa i skyn til þess að af- saka þögn sina og hik. Fyrir rúmum mánuði samþykkti „betrumbætt” þing verka- lýðshreyfingarinnar að nema úr gildi samþykktir fyrra þings, þar á meðal verkfalls- réttinn (50 þúsund félagar höfðu lent i „hreinsuninni”). Verkamönnum leyfist ekki að hafa sin eigin félög, berjast fyrir kröfum sinum, andmæla brottrekstri félaga, fram- leiðsluáætlunum eða vinnuað- stöðu. Verkamannaráðin, sem stofnuð voru 1968 og leyst upp 1969, hafa forustumenn flokks- ins nefnt „tæki andbyltingar sinna”. Er þetta ekki fjar- stæða i svonefndu riki „vinn- andi stétta?” ÞEGAR ég skýri vestrænum vinum minum frá þessu öllu, — siður en svo með ánægju, heldur með sneypu og eftirsjá — svara þeir yfirleitt, að auð- vitað sé þetta erfitt ástand, en ekki megi hafa of hátt um það til þess að „leggja ekki and- stæðingum sósialismans vopnin upp i hendurnar”, og . taka verði stéttarlega afstöðu. En hvaða „stétt” getur hagn- ast á þvi, að fólk er fangelsað án dóms og laga, verkalýðsfé- lög eru kúguð, allar frjálsar umræður þaggaðar niður, sósialistariki saka hvert ann- að um heimsvaldastefnu, svik og endurskoðunarstefnu og einstaklingar hverjir aðra á sama hátt? Eigi þeir við verkalýðsstétt- ina hefir verkalýðsstétt Tékkóslóvakiu að minnsta kosti gert lýðnum ljóst, að hún litur ekki á núverandi rikis- stjórn sem stjórn sósialista. Af þessum sökum getur hvorki þú, né milljónirnar sem styðja þig i baráttunni og trúa á rétt- látara og frjálsara sósialista- samfélag, þagað lengur við mannréttindasviftingunni i rikjunum, sem kenna sig við sósialisma og sverta sósia- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.