Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIBJAN RAFTORG StMI: 19294 SÍMI: 26660 Færeysk sendi- nefnd komin til iandsins Siðustu dægur hefur verið væntanleg hingað til lands fjöimenn sendinefnd frá Fær- eyjum þeirra erinda að leita samninga við islenzku rikis- stjórnina um undanþágu til handa færeyskum fiskimönn- um, þegar fiskveiðitakmörkin við ísland hafa verið færð út. Atti nefndin upphaflega að koma hingað á sunnudaginn, en komst þá ekki vegna veður- skilyrða i Færeyjum. Næst áttu þeir að koma i gærmorg- un, og frestaðist þá koma þeirra enn. Það varð þvi ekki fyrr en i gærkvöldi, að þeir náðu hingað. Samkvæmt fréttum frá Færeyjum eiga þessir menn sæti i sendinefndinni: Atli Dam, lögmaður. Eli Nolsöe, Jóhan Djurhuus og Einar Kallsberg frá landstjórninni, Óli Jacobsen frá fiskimanna- félaginu, Esmar Fuglö frá samtökum útgerðarmanna og Iögþingsmennirnir Pól Jakku Olsen, Kjartan Mohr, Hilmar Kass, Jógvan Olsen, Hákun Djurhuus og Erlendur Paturs- son. bessi ferð er farin nú sökum þess, að lögþinginu, sem sett var á þjóðhátiðardag Færey- inga, 29. júli, lauk i siðustu viku, svo að þingmenn eiga heimangengt. Færeyingar munu telja sig miklu varða, að þeir fái hér einhverjar ivilnanir, þegar fiskveiðitakmörkin verða færð út. Fyrsti viðræðufundurinn mun verða i dag. Norðmenn láta til sín heyra I gær afhenti utanrikisráð- herra Norðmanna sendiherra íslendinga I Osló, Agnari Kl. Jónssyni, orðsendingu til is- lenzku rikisstjórnarinnar um útfærslu fiskveiðitakmark- anna á Islandsmiðum. Þar var svo að orði komizt, að norska rikisstjórnin vænti þess, að Norðmenn njóti sömu friðinda og Bretar og Vestur-Þjóðverj- ar kunria að fá, en geri á hinn bóginn ekki ráð fyrir þvi, að norskir fiskimenn fái ivilnanir umfram aðra. Aftur á móti geri hún ráð fyrir, að henni gefist siðar kostur á að ræða vandamál, er upp kunna að koma vegna útfærslunnar, þegar réttfarsleg atriði hafa komið betur i ljós. Þá segja fregnir frá Noregi; að norskir fiskimenn muni ræða útfærsluna á landsþingi sinu i Þrándheimi i þessari viku. Otafur helgi og Þormóður Kolbrúnar- skáld stíga fram á sviðið á ný — sjá opnu 182. tölublað — Þriðjudagur 15. ágúst—56. árgangur. kæli- skápar X>/xö.£ictst*»é£cvt. A.f RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 16395 & 86500 Hreyfingar jarðlaga kunna að ógna Dettifossvirkjun Athugun gerð á annars konar virkjun Jökulsár í einu falli Einar Benediktsson vildileggja kraftsins ör á bogastreng Dettifoss. En leyfa jarðlögin þaö? Flestum þeim, sem standa við Dettifoss og horfa á hamfarir flaumsins, sem byltist niður i gljúfrið, mun finnast til um, hversu ramgerðar eru þær berg- þiljur, sem setja sllku trölli sinn hamrastól fyrir dyrnar, þótt ef til vill megi finna, að bergið nötrar við átökiu. Jarðfræðingar skynja að sjálfsögðu mikilleika þessa staðar ekki siður en aðrir. En þá grunar, að bergþiljurnar séu ekki svo traustar sem skyldi. Þær eru jafnvel á sifelldri hreyfingu vegna þess, á hve völtum fótuin jarðlögin standa, og ef til vill er Dettifossvirkjun óráöleg af þeim sökum. Timinn átti i gær tal viö Hauk Tómasson jarðfræðing hjá Orku- stofnun og spurðist fyrir um þetta mál. Hann sagði, að einmitt niina væri verið að gera mælingar á berglögunum við Dettifoss i þvi skyni að komast að raun um, hversu ört þau hreyfðust. Austan til á miklu sigdældasvæði. — Svo er mál með vexti, sagði Haukur, að Dettifoss er austan til á stóru sigdældasvæði, þar sem berggrunnurinn er mjög ótraust- ur. Jarðfræðilega séð er þarna töluverð hreyfing á jarðlögunum, og ber mest á þvi á svonefndu Gjástykki, sem er beint upp af Kelduhverfi. Ekki er heldur svo langt siðan eldur var uppi á þessu svæöi. Beint suður af Dettifossi er Sveinagjá, þar sem gaus áriö 1875. Þar eru langar, samlægar gjár, og hraunkvikan, sem vall þar upp fyrir tæpum hundrað ár- um, nam r.okkrum hundruöum milljóna riírimetra. Það var með öðrum orðum ekki minna gos en Heklugosið 1970, liklega öllu meira. ¦ Mælingar hófust i fyrrasumar — Við vitum ekki, sagði Haukur enn fremur, hversu miklar hreyf- ingar berglaga viö Dettifoss kunna að vera né hvort þær eru hægar og jafnar eða koma i hrot- um. Sé þar mikil hreyfing, væri mannvirkjun þar hætta búin. Séu þær tiltölulega hægar, kann að mega sjá ráð við þvi, svo að mannvirki fáist staðizt. Af þessum sökum var hafizt handa um mælingar á berglögun- um i fyrra. Það var Eysteinn Tryggvason, sem lagði á ráðin um þessar mælingar og setti ut fasta punkta, sem við köllum svo, sem siðan verða hafðir til viðmið- unar. Hvað hefur gerzt siðan i fyrrasumar? Einmitt um þetta leyti munu mælingamenn, sem Gunnar Þor- bergsson stjórnar, rannsaka hvaða breytingar hafa orðið á jarðlögum við Dettifoss siðan i fyrra. Hafi þær orðið miklar, get- Framhald á bls. 13 Fischer krefst fjögurra millj. - sem geymdar verði í bandaríska sendiráðinu KJ-Reykjavik A fundi með stjóm Skáksam- bandsins á sunnudagskvöldið lagði Paul Marshall lögfræðingur Fischers fram kröfu áskorandans um að sambandið legði fram 37.500 dollara, geymslufé, sem varðveitt yrði i bandariska sendi- ráðinu i Reykjavik. Tóku Skák- Ym' ¦ ¦ ¦ I m m 'Wá m m i mm mm BB nH 1 ¦ ¦ ¦ ¦ I mmmmmmmm I II ¦ ¦ II 1 n W]| pn U| m n^S a^H «Rh; ;|^9| m ......wMm WBm.......II ¦ 61 S 5g Útsaumað taflborð SB-Reykjavik Nú geta eiginkonur skákáhuga- manna gefið mönnum sinum út- saumaö taflborð sem tækifæris- gjöf. t hannyrðaverzlun einni við Laugaveginn rákumst við á mynztur af sliku borði, ætlað til að sauma i stramma. 1 ramman- um, utan við stafina á borðinu, er riim fyrir upphafsstafi eigin- mannsins og dagsetningu gjafar- innar. Ekki vitum við, hvernig ætlazt er til, að gengið sé frá út- saumuðu taflborði, en við látum okkur detta i hug, að fallegt sé að setja það undir gler. Þess má geta að mynztur, garn og strammi kostar rúmlega 700 krónur. sambandsmenn dræmt undir þessa kröfu Fischers, en þetta er eitt af þvi sem hann bryddaði á, áður en hann kom til islands i byrjun júli. Paul Marshall lagði þessa kröfu fram á fundi með stjórn Skák- sambandsins, sem haldinn var i Laugardalshöllinni, og að þvi er Hilmar Viggósson bankafulltrúi, gjaldkeri Skáksambandsins tjáði Timanum i dag, þá er þetta sama upphæð og mun koma i hlut þess sem tapar i einviginu, en alls er verðlaunaupphæðin sem Skák- sambandið bauð 125 þtisund doll- arar. Samsvarar þetta um ellefu milljónum króna, og sú upphæð sem Skáksambandið þurfti að leggja fram i geymslufé þvi um 4 milljónir króna. Skáksambandið hélt fund i gær- kvöldi um þessa kröfu, og mun hafa ætlað að taka afstöðu til hennar á þeim fundi. Paul Mars- hall lögfræðingur Fischers er hinsvegar farinn af landinu, en hingað kom hann til að bera skák- sambandinu þessa kröfu frá áskorandanum og kynna honum kvikmyndatilboð. Taflborð á uppboð Svo sem sagt var frá i Timan- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.