Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 17
ÞhAjudagur 15. ágúst 1972 TÍMINN 17 Enska knattspyrnan: Liverpool sigraði Manchestei City í miklum slagsmálaleik - tveir reknir út af og þrír bókaðir Leeds fékk skell gegn Chelsea á Stamford Bridge Akureyringar standa á þröskuldi 1. deildar - gerðu jafntefli, 1:1, við aðalkeppinauta sína í 2. deild, FH Leikur Akraness og Fram á laugardaginn dró geysimarga knattspyrnuunnendur úr Reykjavík aö. Margir fóru á bifreiðum sinum upp á Skaga, en margir tóku sér far með Akraborginni. Er langt síöan Akraborgin hefur flutt jafnmarga farþega í einu, að sögn kunnugra. Myndin að ofan er tekin skömmu fyrir brottför skipsins. (Tímamynd Gunnar). Fyrsti hluti Reykjavíkurmótsins í frjálsum á fimmtudagskvöld 1. hluti Reykjavikurmótsins i frjálsum iþróttum fer fram á Laugardalsvellinum n.k. fimmtu- dagskvöld. Keppt verður i fimmtaþraut karla og 10 km hlaupi, keppnin hefst kl 7. Þeir sem hafa hug á að taka þátt i keppninni, eru beðnir að hafa samband við Stefán Jóhannsson, i sima 19171 fyrir miðvikudags- kvöld. Ekki ætla Bikarmeistarar Leeds að fara vel af stað á keppnistimabilinu enska, sem hófst á laugardaginn. 1 fyrstu umferð ensku deildarkeppninnar Allan Hall skoraöi sigurmarl Arscnal gegn Leichester. i knattspyrnu töpuðu þeir fyrir Chelsea á Stamford Bridge i Lon- don 0:4. Tveir leikmenn Leeds eru i leikbanni og gátu þvi ekki leikið með liðinu, það eru þeir All- an Clarke og Norman Hunter. Þá var einn leikmaður, Terry Coop- er, meiddur. Einnig meiddist einn leikmaður Leeds i leiknum og markvörðurinn Harway, en hans stöðu i markinu tók P. Lorimer Lék þvi Leeds með aðeins 10 leik- menn, og áttu þeir aldrei mögu- leika gegn Chelsea, sem skoraði fjögur mörk. Mörkin gerðu Peter Osgood, Charlie Cooke og Christ Garland (2). Aðrir leikir i 1. deild fóru þann- ig: Birmingham-Sheff. Utd. 1:2 Leiehester-Arsenal 0:1 Liverpool-Manch. City 2:0 Man. Utd.-Ipswich 1:2 Newcastle-Wolves 2:1 Norwich-Everton 1:1 Southampton-Derby 1:1 Stoke-Crystal P. 2:0 Tottenham-Coventry 2:1 W.B.A.-West Ham 0:0 Englandsmeistararnir Derby voru heppnir að ná jafntefli gegn Dýrlingunum. Alan Hinton skor- aði fyrir Derby fljótlega i leikn- um, en eftir markið sóttu Dýr- lingarnir nær stanzlaust, og þeim tókst að skora tvö mörk, sem dæmd voru af þeim — en undir lokin tókst svo markaskoraran- um Ron Davis að jafnaLeikmenn W.B.A. og West Ham voru ekki á skotskónum, þegar liðin mættust á heimavelli West Brom., The Hawthorns. Hvorugu liðinu tókst að skora mark i leiknum. New- castle, sem er spáð miklum frama á keppnistimabilinu sem er hafið, áttu ekki i erfiðleikum gegn Úlfunum. Leikmenn New- castle sýndu mjög góðan leik á heimavelli sinum, St. James Park, og skoruðu tvö mörk gegn einu. Mörk liðsins skoruðu John Tudor og Tony Green, en mark Úlfanna skoraði Kindon. Mikill slagsmálaleikur var á milli Liverpool og Man. City, þeg- ar liðin mættust á Anfield Road i Liverpool. Tveimur leikmönnum var visað af leikvelli fyrir slags- mál, það voru þeir Larry Lloyd, Liverpool, og Keit Weller, Man. City. Þá voru þrir leikmenn bókaðir i leiknum, sem lauk með sigri Liverpool, 2:0. Mörk liðsins skoruðu Brian Hall og gamla kempan Ian Callaghan. Annað lið frá Liverpool., Everton, átti i miklum erfiðleikum með nýlið- ana i deildinni, Norwich, en þeim tókst að gera jafntefli 1:1 i sinum fyrsta 1. deildarleik i sögu félags- ins. Hinir nýliðarnir i deildinni, Birmingham, sem ekki höfðu tap- að 36 heimaleikjum i röð, máttu bita i það súra epli að tapa sinum fyrsta heimaleik i langan tima, þegar Sheff. Utd. heimsótti Birmingham á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri gest- anna, 1:2. Stoke breytti ekki út af vananum i byrjun keppnistima- bils og sigraði Crystal P. 2:0 á heimavelli sinum, Victoria Grounds. Þá átti Tottenham Hot- spur ekki i neinum vandræðum með Coventry á heimavelli sin- um, White Hart Lane, og sigraði Spurs i leiknum, 2:0. Mörk liðsins skoraði Martin Peters, en hann brenndi einnig af vitaspyrnu i leiknum. Ekki var leikin knattspyrna upp á marga fiska, þegar ,,snill- ingarnir” frá Manchester mættu Ipswich á heimavelli sinum Old Trafford, og mega leikmenn Man. Utd. muna sinn fifil fegri. Liðið náði sér aldrei á strik i leiknum, t.d. var gamla kempan Bobby Charlton svo lélegur i leiknum, að hann var tekinn út af, þegar 20. Hættulegasta tækifæri FH-inga i fyrri hálfleiknum kom á 42. min, er Ólafur Dan haföi betur i návigi við Gunnar Austfjörö, og lék með knöttinn upp að vitateigi. t staðinn fyrir að leika inn i vita- teiginn og skjóta, gaf hann knöttinn til Daniels Péturssonar, sem skaut laflausu skoti að marki, og áttu varnarmenn Akur- eyrarliðsins ekki i erfiðleikum með að bægja hættunni frá. Það mátti greinilega sjá i fyrri hálfleik að leikmenn liðanna voru mjög taugaspenntir, og þar af leiðandi var leikurinn þófkenndur og illa leikinn. Knötturinn gekk mótherja á milli allan fyrri hálf- leikinn. Á 7. min siðari hálfleiks tókst svo FH-ingum að jafna, 1:1, — markið skoraði Ólafur Dan eftir að Gunnar Austfjörð hafði dottið um knöttinn innan vitateigs. Daniel náði knettinum og gaf til Ólafs, sem átti ekki i erfiðleikum með að senda knöttinn i opið markið. Eftir markið gerðu Akureyringar allt til að halda jafnteflinu og tókst FH-ingum ekki að skapa sér marktækifæri það sem eftir var af leiknum. Aftur á móti fengu Akur- eyringar gullið tækifæri til að skora sitt annað mark — á 39. min átti Magnús Jónatansson hörkuskalla að marki eftir horn- spyrnu, en markvörður FH bjargaði á siðustu stundu. Minútu fyrir leikslok skoruöu svo Akur- eyringar mark, sem var dæmt af þeim — Sævar Jónatansson skoraði markið með skalla. Þegar Sævar skoraði markið, stóð einn sóknarleikmaður Akur- eyringar fyrir framan markvörð FH og þvingaði hann til að kom- ast að knettinum. Einnig yar leik- maðurinn rangstæður. I siðari hálfleik virtust manni Akureyringar reyna að sparka knettinum sem lengst út af vellinum til að tefja leikinn og ná jafntefli, sem þeim og tókst. Beztu menn Akureyrarliðsins voru Gunnar Austfjörð og Sævar Jónatansson. Hjá FH áttu Dýri Guðmundsson og Pálmi Svein- björnsson beztan leik. Einar Hjartarson dæmdi leikinn og skilaði hann hlutverki sinu mjög vel, og það gerðu einnig linuverðirnir. -BB. Martin Peters, var óstöðvandi gegn Coventry,skoraöi tvö inörk, en var óheppinn nieð víti, sem liann brenndi af. min. voru til leiksloka. Leiknum lauk svo með sigri Ipswich, 1:2. Það virðist ekki vera allt með felldu hjá Arsenal þessa dagana. Þrir leikmenn liðsins hafa beðið um að vera settir á sölulista, en þeir eru skozki landsliðsmaöur- inn Eddie Kelly, John Roberts landsliðsmaður frá Wales og ungi knattspyrnusnillingurinn Charlie George. Það er ekkert vist að framkvæmdastjóri Arsenal, Bertie Mee, setji leikmennina á sölulista, en úr þvi verður skorið næstu dagana. Arsenal lét ekki þetta á sig fá, þegar liðið heim- sótti Leichester City á laugardag- inn og lék þar á heimavelli gest- gjafanna, Fibert Street. Allan Ball skoraði eina mark leiksins fyrir Arsenal. En nú skulum við snúa okkur að leikjunum i 2. deild: Brighton-Bristol City 1:1 Burnley-Carlisle 2:2 Cardiff-Luton 2:1 Huddersf.-Blackpool 1:0 Middlesb.-Sunderland 2:1 Millwall-Hull 2:0 Notts. F.-Port.mth 0:0 Orient-Oxford 1:1 Preston-Aston V. 0:1 Sheff.W.-Fulham 3:0 Swindon-Q.P.R. 2:2 Ein umferð verður leikin i 1. deild nú i vikunni, og mætast þá meðal annars Liverpool og Man. Utd., Sheff. Utd. og Leeds. 1 l'yrstu umf. á laugardaginn voru 50 leikmenn i 1. deildar keppn- inni. Þá voru þrir leikmenn rekn- ir út af, og eiga þeir yfir höfði sér að verða settir i keppnisbann á næstunni. 3. umferð verður leikin á laugardaginn kemur og munum við segja frá henni ásamt leikjun- um, sem verða leiknir i vikunni, siðar hér á siðunni. SOS. Charlie George, Arsenal á sölu lista? Það má segja, að Akureyringar standi á þröskuldi 1. deildar, eftir að þeir gerðu jafntefli við FH- inga s.l. laugardag, þegar liðin mættust i Hafnarfirði. Jafntefli, 1:1, voru réttlát úrslit leiksins, sem var þófkenndur og litið skemmtilegur fyrir áhorfendur, en þeir fjölmenntu til að horfa á viðureign liðanna, sem berjast um 1. deildar sætið i ár. Akureyringar tóku forustu i leiknum á 12. min með stórglæsi- legu marki Kára Árnasonar. Jó- hannes Atlason tók eitt af sinum löngu innköstum, kastaði langt fram á völlinn, þar sem Kári og Logi, einn af varnarleikmönnum F'H, voru. Kári hreinlega stakk Loga af og skoraði eitt stórglæsi- legasta mark, sem sézt hefur i Hafnarfirði. Kári þrumaði knettinum frá vitateigshorni, og small hann i slánni og inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.