Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 15. ágúst 1972 TÍMINN 5 Norrænn fundurhár- greiðslu- meistara í Reykjavík Aðalfundur Norðurlandasam- bands hárgreiðslu- og hárskera- meistara verður haldinn dag- ana 19. og 20. ágúst i Reykjavik, i fyrsta skipti hér á landi. For- maður sambandsins er Ryno Höglund frá Sviþjóð. Þátttak- endur eru frá Danmörku, Svi- þjóð og Noregi, 5 frá hvoru landi, 3 frá Finnlandi, auk 5 full- trúa frá Islandi, alls 23 þátttak- endur. Auk þátttakenda koma 2 menn frá „Pivot Point” fyrir- tækinu, sem ferðast um allan heim til að kynna nýjar aðferðir i hárskurði og hárgreiðslu, auk þess sem þeir kynna áhöld og fleira frá fyrirtæki þeirra. Hef- ur sambandinu borizt upplýs- ingar um þessa menn frá hinum Norðurlöndunum. Hr. Leo Pass- age, sem er kallaður faðir þess- ara aðferða, kemur frá Chicago og dvelur hér i sólarhring til að taka þátt i sýningu að Hótel Sögu, þriðjudaginn 22. ágúst. Um hann segir Daninn Kaj L. Kjærgárd, sem siðustu ár hefur verið þekktasti hárgreiðslu- meistari Norðurlanda, að hann sé bezti hárgreiðslumeistari, sem hann hafi séð um æfina og slikur snillingur komi ekki fram nema á 50 ára fresti. Hinn sýn- ingamaðurinn er hr. Dietmar Planier, Austurrikismaður að uppruna. Hann hefur haldið sýningar og námskeið i 74 lönd- um. Er hann talinn jafnvigur i dömu- sem herrahárskurði og hárgreiðslu. í sænska fagblað- inu segir, að meðal viðskipta- vina hans hafi verið Júliana Hollandsdrottning og Beatrix prinsessa. Siðustu 7 árin hefur hr. Planier haft aðsetur i Stokk- hólmi og ferðast um öll Norður- lönd og haldið sýningar og nám- skeið. Og fagblöð allra Norður- landa telja hann hafa lyft faginu ótrúlega á ekki lengri tima. A sýningunni á Hótel Sögu koma fram, auk þessarra tveggja, hr. Ewert Preutz, hárskerameist- ari. Hann hefur verið fulltrúi Sviþjóðar i heimsmeistara- og Noröurlandakeppnum. Hr. Preutz er Sviþjóðarmeistari i hárskuröi. Frá Danmörku kem- ur sem fulltrúi hárgreiðslu- meistara, hr. Poul E. Jenssen. Hann er talinn einn sá færasti i hárgreiðslu þar i landi og hefur tekið þátt i heimsmeistara- og Norðurlandakeppnum. Stjórn Sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara vill vekja áhuga bæði fagfólks og allra sem sjá vilja eitt hið bezta, sem boðið er uppá i heiminum i dag i hárskurði og hárgreiðslu. örugglega liða ár eða áratugir þar til annað eins tækifæri býð- st, sem sýning þessi, sem haldin verður á Hótel Sögu, súlnasal, þriðjudaginn 22. ágúst nk. Hr. Dietmar Planier heldur 1 eöa 2 námskeið fyrir hár- greiðslufólk og 1 fyrir hárskera. Námskeið þessi eru fullbókuð en nokkrir komast á biðlista ef hr. Planier hefur tök á að halda fleiri námskeið. Lofum þeimaöllfa Tlmamynd Gunnar. Um 20 skólanemar úr Kópavogi til Noregs ÓV-Reykjavík A fiinmtudaginn héldu tii Arósa i Danmörku tæpiega 20 gagn- fræðaskólaneinar úr Þinghóls- skola i Kópavogi, til að endur- gjalda heimsókn danskra skóla- ncma til Kópavogs á siöasta ári. Hópurinn,sein fór utan, er aðai- lega úr ff. bekk A, og hafa þau inestincgnis safnað fyrir ferðinni sjálf, mcö kaffisölu. happdrætti, kvöldvökum, diskóteki og fleira. Verða þau I Danmörku I 10 daga. Meðfylgjandi mynd var tekin,er hópurinn fo'r frá Keflavik. Farar- stjórarnir cru til hliðar, vinstra megin er Þórir Ilallgrimsson, kennari ásamt konu sinni, og lcngst til hægri er umsjónarkenn- ari bekkjarins, Gerður Björnsd- BðRNIN FRAN-IRSKU NEYÐARSVÆÐUNUM K0MA 30. AGÚST Heitavatnsæð sprakk við Mosgerði: Óvænt gufubað í kjallaranum ÓV-Reykjavík irsku börnin frá neyðar- svæðunum i Belfast og London- derry konia til islands 30. ágúst næstkomandi, aö sögn Páls Braga Kristjónssonar, framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar. Munu þau dvelja hér I hálfan mánuð eða til 13. september og verða þau við leiki og störf I sumarbúðum kirkjunnar i Skál- holti. Upphaflega var ætlað, að þau kæmu hingað i kringum 20. ágúst, en þegar öll smáatriði höfðu verið unnin og undirbúin barst Hjálpar- stofnun kirkjunnar skeyti frá N- Irlandi, þar sem sagði, að of stuttur timi væri til stefnu, og gætu börnin þar af leiðandi ekki komið fyrr en á áðurgreindum tima. Eins og skýrt hefur verið frá i Timanum ekki alls fyrir löngu, hefur Hjálparstofnun kirkjunnar ákveðið að efna til almennrar fjársöfnunar til styrktar þessu verkefni, og sagði Páll Bragi i viðtali við fréttamenn Timans i gær, að sú söfnun færi af stað innan skamms, og þegar hefðu borizt nokkur einstaklingsfram- lög til Hjálparstofnunarinnar á Biskupsstofu. — Þa höfum við einnig leitað til ýmissa félags- samtaka fyrirtækja og stofnana, sagði Páll Bragi, — og hefur okkur vel tekið. Þessi félög og fyrirtæki munu aðallega út- vega okkur mat, og þessháttar, þannig að likast til er þörfin ekki eins brýn og búizt hafði verið við, en okkur vantar engu að siður töluverða peninga. Eins og fram hefur komið, er það biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, sem boðið hefur þessum 20börnum til tslands, en i irlandi er það Northern Ireland Community Relations Commissi- on, opinber nefnd,sem tekur þátt i þessu verkefni. íbúar við Mosgerði og i nær- liggjandi hverfi vöknuðu upp við vondan draum I fyrrinótt og vöfðu sængum betur að sér. Hitaveitan neyddist sumsé til þess að taka hitann af heilu hverfi. Ástæðan var sú, að sprungið hafði vatnsæð að húsinu nr. 9 við Mosgerði, og nauðsyn borið til að loka fyrir heita vatnið til nærliggjandi hverfis meðan komizt væri fyrir lekann. Æðin, sem gaf sig flytur heitt vatn að fyrrnefndu húsi og varð lekinn skammt fyrir utan húsið, en sjóðheitt vatn flæddi með til- heyrandi gufumekki inn i kjallarann. tbúar hússins urðu stórmerkjanna varir um mið- nættið og stóðu i austri fram undir morgun. Skemmdir urðu talsverðar á ýmsu, sem þarna var innan- stokks, gólfdúkar losnuðu upp og einangrun i veggjum spilltist. Auk þess brutu hitaveitumenn nýja stétt við húsið, til þess að geta komið viðgerðum við. Ekki sakar að geta þess, að leiðslan sú arna er ekki komin til ára sinna, svo að tæplega verða orsakir lekans raktar til elli hennar eða hrumleika. Kartöfluekrur eru mið Þykkvbæinga - kartöflurnar mun síðsprottnari en í fyrra SG-Þykkvabæ Kartöfluræktin er atvinnuvegur Þykkvbæinga og þess vegna skiptir það byggðarlagið afar miklu máli, hvernig hún blessast, — svona álíka og aflabrögðin I útgerðarþorpunum. Að þessu sinni eru kartöflurnar mun siðsprottnari heldur en i fyrra, enda var þá indæl tið. Samt getur uppskera orðið dágóð, — að minnsta kosti vel viðunandi,— ef tið verður hagfelld næstu vikur og ekki gerir næturfrost. Fram að þessu hefur aðeins litið eitt verið tekið upp af kartöflum og verður ekki gert fyrr en eftir næstu helgi, þvi að fyrr borgar sig ekki að taka neitt að ráði upp til sölu. Biðröð viö útsölu á Laugaveginum. ÚTSALA 0G LÆKKAÐ VERÐ, GÓÐIR HALSAR Útsölur koma löngum róti á hugann, þvi að hver veit nema þar fáist eitthvað nýtilegt á mun lægra verði en ella. 1 stórborgum sumum erlendis er að visu ,,út- sala” allt árið, og er þá á það treyst, að vegfarendur séu svo margir, að alltaf láti einhverjir glepjast og geri kaup I þeirri trú, að varan hafi i raun og veru verið felld i verði. Slikur stórborgar- bragur er ekki á Reykjavik, og þar eru ekki heldur útsala höfð á vörum nema suma tima árs: Og sjá, fólkið hópast að til þess að kanna, hvað þar sé á boöstólum og hvernig verðlaginu er háttað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.