Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 15. ágúst 1972 HELGI SIGURÐSSON SKRIFAR FRÁ ÞRÁNDHEIMI: Ólafur helgi og Þormóður Kolbrúnarskáld stíga fram á sviðið á nýjan leik Ilvaöa islendingur kannast ekki viö nöfnin Hafursfjöröur, Niöarós og Stiklastaöur? A Stiklastaö I Noröur-Þrændalögum viö Þrándheimsfjörö féll ölafur konungur hetgi áriö 1«:10, þegar hann reyndi aö endurheimta yfir- ráö sín i Noregi. ólafur digri, eins og hann var kallaður meðal samtimamanna sinna, kom til rikis árið 1015. Hann langaði til að feta i fótspor þeirra Haralds hárfagra og ólafs Tryggvasonar og sameina landið aftur i eina samstæða heild og jafnframt vinna að útbreiðslu kristinnar trúar. Hann mætti mikilli andstöðu meðal bænda og höfðingja, og þegar Knútur riki, konungur Danmerkur og Eng- lands, kom með flota sinn til Nor- egs og krafðist stjórnartaum- anna, varð Ólafur að flýja land. Hann flúöi til Rússlands. Þegar hann svo tveim árum seinna reyndi að endurheimta yfirráð sin, féll hann á Stiklastað fyrir sameinuðum her bænda og höfð- ingja. Ólafur hafði þrem dögum áður lagt af stað frá Sviþjóð. Þessa siðustu daga i lifi Ólafs helga endurtaka Norðmenn ár hvert. Þeir setja á svið leik undir berum himni á Stiklastað og leika þessa siðustu ævidaga konungs- ins. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þeir ganga meira að segja þessa tveggja daga leið frá Svi- þjóð til Stiklastaðar. Þetta gerist siðustu helgi júlimánaðar. Og i ár var „Leikurinn um ólaf helga” leikinn með pomp og prakt i fimmtánda skipti. Ekki veit ég, hvort leikararnir hafa gert neinn sérsamning við veðurguðina, nema sólin skartaði sinu fegursta þennan sunnudag júlimánaðar. Og þegar leikurinn hófst, var eins og 900 árum væri svipt burt: Allt i einu voru áhorfendur staddir á bóndabænum Sul árið 1030, þar sem leikurinn gerist. Bærinn Sul er efsti bær i Verdal og var að fornu siðasta byggða ból i Noregi á leið ferðamanna yf- ir til Sviþjóðar. I islenzkum forn- ritum er hann nefndur Súla i Ver- dal og er ekki aðeins þekktur fyrir það, að þar svaf ólafur helgi sina hinztu nótt, heldur og vegna þess, að þar sváfu þeir Hrafn og Gunn- laugur ormstunga, rétt áður en þeir böröust um Helgu hina fögru, en þeir voru þá báðir á leið til Svi- þjóðar. Bænum á Sul og útihúsun- um er skemmtilega komið fyrir á Stiklastað i afliðandi brekku og skógurinn i baksýn gnæfir hátt i loft séð frá áhorfendasætunum. Þarna á sviðinu birtist nýr heim- ur. Heimur, þar sem skoðanir voru skiptar og niðurstaða ekki fengin nema með orrustu. Þar var ekki hægt að útkljá málið með atkvæðagreiðslu, eins og um EF- inngönguna. Góður leikur, bún- ingar og eðlilegt umhverfi lögðust á eitt um að endurskapa hið gamla sjónarsvið. Meira að segja hestarnir, sem notaðir voru, gerðu sitt bezta, og einn þeirra lét frá sér tað á mitt leiksviðið, eins og ekkert væri. ,,Leikurinn um ólaf helga” er eftir Ólaf Gullvág. Ólafur var blaðamaður og leikritaskáld og eftir hann liggja fjölmörg góð leikrit. Hér tekst honum vel að fella saman i eina heild söng og dans. Hann tekur efni viða að, en þó er Snorri hans stoö og stytta. Hann notar efni úr GyIfaginningu óspart i söngvana og Jóstein gamla lætur hann kveða upphaf Gróttusöngva fyrir munn sér. En Gróttusöngvarnir voru fyrir 1000 árum þekktir i allri hinni norrænu byggð. Hann fléttar inn i leikinn norska þjóðdansa, sem eru á viss- an hátt ..þriðja vidd” leiksins. Mörgum kann að koma þetta und- arlega fyrir sjónir. Snorri nefnir ekki þjóðdansa og það gera aðrir sagnaritarar ekki heldur. En hvað um Færeyingadansana? Þeir eru af mörgum taldir vera norskur arfur. Getur ekki verið, að hinir norrænu sagnritarar hafi ekki nefnt þessa þjóðdansa af þeirri einföldu ástæðu, að þeir voru of hversdagslegir? Tvær af persónum leiksins, auk ólafs helga, eru okkur tslending- um vel kunnar. Annar er íslend- ingurinn Þormóður Kolbrúnar- skáld, en hinn er sænski skógar- maðurinn Arnljótur gellini, sem Grimur Thomsen hefur kynnt fyrir okkur á eftirminnilegan hátt. 1 leiknum liggur megin- þunginn á kraftaverkum ólafs og þeim lækningamátt, sem hann hafði í sér fólginn. Hann reisir upp kornið á akrinum á Sul þegar hermenn hans höfðu troðið hann niður. Hann læknar hugsjúka stúlku á bænum, og Jósteinn gamli, sem var blindur, fær sjón- ina aftur, þegar hann strýkur blóði Ólafs yfir augun. En það er ekki leikritið sem slikt, sem á erindi til okkar Is- lendinga, heldur hugmyndin. Það, að setja á svið svona leikrit undir berum himni er stórkostleg hugmynd út af fyrir sig. Maður skyldi ætla, að aðsóknin á 1 eikinn fa>ri stöðugt minnkandi, þar sem sama leikritið er leikið ár eftir ár. En svo er ekki. Heldur fjölgar áhorfendum stöðugt og i ár sló að- sóknin öll met. Þetta er orðin eins konar hefð, sem margir ibúar fylkisins hugsa til með fögnuði. En það sem meira er, er,að þetta er mikil skemmtun fyrir erlenda ferðamenn, sem sækja hingað i vaxandi mæli. Þetta hefur haft i för með sér, að i dag er þessi skemmtun nokkurs konar skemmtanadagskrá i ferða- mannaáætlunum. „Sögugangan”, en svo nefnist gönguferðin mikla frá Sviþjóð til Stiklastaðar fer um 75 km. langa leið, Kjörorð göngunnar er „Vilji til heilsu". Hún er þvi ekki beint gengin til minningar um Ólaf helga, heldur er hún „trimm” i söguformi. 1 ár gengu um 2000 manns þessa leið og i göngunni gat að lita fólk af tólf mismunandi þjóðerni. Þannig hefur hróður þessa norska trimms borizt út fyrir landsteinana. Eneiga þessir atburðir eitthvert erindi til okk- ar? Já, vissulega. Island er eins og Noregur vaxandi ferðamanna- land. Og sögueyjan okkar ber að vissu leyti þyngri skyldu á herð- um sér en Noregur. Við eigum glæstari sögu, eins og flestum þeim ferðamönnum, sem til Is- lands leita, er kunnugt um. En i hinn stað gerum við litið til að miðla þeim af þessum nægta- brunni sagnfræði og lista. Væri ekki ráð að koma á fót sliku útileiksviði, skrifa leikrit um forna atburði og setja á svið. Við gætum t.d. tekið fyrir eftir- mál Njálsbrennu á Þingvöllum og jafnvel gengið til Þingvalla frá Bergþórshvoli. Hugmyndin er stór og það þarf marga til að hrinda henni i fram- kvæmd. En vist er, að veðurguð- irnir ættu ekki að vera nein ljón á veginum. Við ættum að geta kom- izt að samkomulagi við hin æðri máttarvöld, einsog Norðmönnum tekst það. ' r' ólafur konungur helgi á hesti sinum. óiafur konungur veitir ungri stúlku blessun sfna. Þriöjudagur 15. ágúst 1972 TlMlNN 11 Allur hópurinn á Súlu i Veradal, þar sem Ólafur helgi svaf slna hinztu nótt. Þormóöur Kolbrúnarskáld lætur gamminn geysa. Sveinar ólafs viö drykkju og gleöi. Dansaö á hiaöinu Dr. Richard Beck: Aðsópsmikill rit- höfundur, sem heldur vel í horfi - Rödd vestan yfir álana - A siðastliðnu hausti voru fimm- tiu ár liðin sfðan fyrsta bók Guð- mundarGislasonarHagalinlrithöf- undar kom út. Var ég minntur á þetta við lestur nýjustu bókar hans, Úr Hamrafirði til Himin- fjalla.sem einmitt kom út i fyrra- haust, en barst mér i hendur ný- lega. Með ofangreint afmælisár Hagalins i huga, minntist ég þess einnig, að hann hóf rithöfundar- feril sinn nokkrum árum áður en fyrsta bók hans, Blindsker, kom út austur á Seyðisfiröi haustið 1921. Hafði hann á þeim árum (1917-1921) birt kvæði, blaða- greinar og sögur i blöðum og timaritum. En á þessum árum, skólaárum okkar, sem þá vorum ungir, var mikil gróska i islenzk- um bókmenntum. Komu þá fram á sjónarsviðið margir þeir rithöf- undar og skáld, auk Hagalins, er siðar, með verkum sinum i bundnu máli og óbundnu, settu varanlegan svip sinn á bók- menntir vorar eins og kunnugt er. Þá var gaman að lifa, og á ég þvi djúpstæðar og hugþekkar minn- ingar frá þeim vordögum ævi minnar. En rithöfundarferiil Hagalins siðan fyrsta bók hans kom út er jafn einstæður og gagnmerkur og hann er áramargur orðinn, enda hefur Hagalin um langt skeið staðið i fremstu röð islenzkra samtiðarhöfunda, og verið svo af- kastamikill á þvi sviði, að furðu sætir, ekki sizt þegar haft er i huga, hve mörg önnur járn hann hefir haft i eldinum samtimis. Á siðustu árum hefir hann, auk hinnar merku ævisögu Helga Hermanns Eirikssonar ( Eldur er be/.tur 1970) og fjölda ritgerða og ritdóma, sent frá sér meiriháttar skáldverk þar sem er skáldsagan Márus á Valshamri og Meistari Jón (1967), sem hlotið hefir ágæta dóma kunnra islenzkra gagnrýn- enda, og þar til viðbótar hið nýja smásagnasafn sitt. Skáldsagan kom út árið áður en Hagalin varð sjötugur, en smásagnasafnið i fyrrahaust, eins og áður getur, og hafði hann þá þrjú ár yfir sjötugt. Dáist ég mjög að þvi, hve Hagalin heldur vel starfsorku sinni, skapandi skáldgáfu og and- legri reisn, og hefi þá sérstaklega i huga ofannefnd skáldrit hans. Það má þvi með sanni segja, að sá vestfirzki sjómaður á yngri ár- um haldi enn vel i horfi i rit- mennskunni, að ekki sé dýpra tekið i árinni. t þvi sambandi má einnig á það minna að það var ekki litið átak af manni á hans aldri að færast það i fang að undirbúa heilan flokk fyrirlestra um islenzkar bókmenntir og flytja þá við Há- skóla tslands siðastliðinn vetur. Þekki ég dálitið af eigin reynd, hversu mikinn undirbúning slikt starf útheimtir, og orku við sjálf- an flutning slikra fyrirlestra. En Hagalin hafði áður haft mikla reynslu i ræðuhöldum, enda er hann hinn málsnjallasti maður og skörulegur i ræðuflutningi. Sé ég einnig af blaðafrásögnum heiman um haf, að fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir og fallið i frjóa jörð hjá áheyrendum. Rétti ég þvi minum gamla og góða vini hlýja hönd til þakka yfir hafið fyrir þetta verk hans i þágu islenzkra bókmennta. Hverf ég þá að hinu nýja smá- sagnasafni Hagalins Úr Hamrafiröi til Himinfjalla, en það inniheldur niu sögur, sem ekki hafa verið prentaöar áöur. Ég er þess fullviss eins og aörir hafa gefiö i skyn, að engum, sem les þessar sögur, muni leiðast lestur þeirra. Eins og i fjölmörgum fyrri smásögum Hagaiins nýtur rik kimnigáfa hans sin ágætlega i mörgum þessum nýju sögum hans, svo vel, að segja má, að ekki hafi hún viða farið á meiri kostum. Agæt dæmi þess i um- ræddri bók eru sögurnar „Hálft á landi oe hálft i sjó” og „Jeremias úr kötlum”, hvor annarri skemmtilegri. Svipað má einnig segja um söguna „Vond ertu ver- öld”. Skopskyggni Hagalins lýsir sér einnig i sögunni „Launblót” (Sögukorn um smælingja), þótt hún sé öðrum þræði i alvarlegum tón, og kemur þar fram, hve mik- ill dýravinur höfundurinn er. Ekki missir sagan „Kontórlognið” heldur marksins hvað skeyti skopsins snertir, en þar er jafnframt undirstraumur alvöru. Um allt er saga þessi hin prýðilegasta .EnnþáiSterkari er þó strengur alvörunnar i hinni áhrifamiklu sögu „Ættarbikar- inn”. Rökföst ádeilan á áfengis- bölið, sem höfundur leggur sögu- hetjunni i munn, er beinskeytt að sama skapi. Alvöru lifsins i kaldrænni mynd er lýst átakanlega i sögunni „Skylda konunnar”, en þó verður áreiðanlega mörgum lesandan- um rikari i huga að loknum lestri fórnarlund konunnar, sem þar er aðalsögupersónan. En af þeim sögunum i þessari bók Hagalins, þar sem alvaran skipar öndvegi, mun fleiri en þeim, er þetta ritar, verða minn- isstæðastar „Hér veröur hann ekki krossfestur” (Saga frá siðari hluta átjándu aldar) upphafssaga bókarinnar, og „Góði hirðirinn”, lokasaga hennar. Þær eru sér um svip og efni, en hvor annarri áhrifameiri og fegurri i snjallri meðferð höfundar. Margar ágætar og eftirtektar- verðar mannlýsingar eru i þess- um smásögum Hagalins, og má hið sama segja um umhverfis lýsingarnar, sem bæði eru raun- trúar og glöggar i senn. Ekki bregzt honum heldur bogalistin hyað málfarið snertir. Og svo þetta að málslokum: Það fer að vonum um mann, sem stendur eins djúpum rótum og Hagaiin gerir i sögu og menning- arlegum jarðvegi hinnar islenzku þjóðar, að hann kann vel að meta þjóðræknislega og menningar- lega viðleitni landa sinna vestan hafsins og ber hinn hlýjasta hug til þeirra. Er mér, til dæmis, enn i fersku minni, hve hugur hans i garð okkar Vestur-lslendinga' kom fagurlega fram i snjallri ræðu, sem ég heyrði hann flytja á tsafirði lýðveldishátiðarsumarið sögurika, og hins sama gætir glögglega i ritgerðum hans og rit- dómum. Hann hefir einnig á lið inni tið sérstaklega átt itök i hug- um fjölmargra landa sinna i Vesturheimi, sem lesið hafa fleiri eða færri af skáldsögum hans og smásagnasöfnum, og einnig hafa kynnzt fjölda af greinum hans og ritgerðum i blöðum og timaritum heiman um haf, og ennfremur mörgum slikra ritsmiða hans i vestur-islenzku blöðunum. Sama máli mun einnig gegna um eigi ófáa þeirra Vestur-íslendinga, sem enn, góðu heilli, bera i brjósti ást á islenzkum bókmenntum og öðrum menningarerfðum vorum. Með allt hið framanskráða i huga sæmir þvi vel, að honum séu sendar hlýjar kveðjur og þakkir austur yfir álana.þegar liöin eru fimmtiu ár frá þvi að hann sendi frá sér fyrstu bók sina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.