Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 15. ágúst 1972 ,,Allt, sem ég sagði stendur lika óhaggað, Emilia”. — Hann saug sigarettuna fast og forðaðist að lita framan i mig. ,,Þú ert allt of góð fyrir mig, og það veit ég ósköp vel, en....” „Fyrirgefðu mér, Harrý”, greip ég fram i fyrir honum. ,,Ég er sjálfselsk og skapbráð og óþolinmóð, en ég ann þér falslaust. Einmitt þess vegna haga ég mér stundum dálitið heimskulega”. Hann lagði lófann á munninn á mér og vildi ekki leyfa mér að segja meira. Þegar hann var farinn, reikaði ég um garðinn og staðnæmdist milli eplatrjánna. Táta, sem Jói litli Kellý hafði gefið mér daginn, sem ég opinberaði, kom hlaupandi á móti mér út úr verkfæraskýlinu. Mér var talsverður raunaléttir að þvi að finna rófuna á henni slást við fót- leggi mina og láta hana sleikja á mér fingurna með mjúkri og votri tungunni. „Þessi hundur” hét hún á máli Emmu frænku og Möngu, sem ekki vildu einu sinni viðurkenna, hvers kyns hún var. — Þótt hún væri ekki smáfrið, bætti hún mér það upp með órofa tryggð og vinalát- um, er stundum voru ofsafengin úr hófi fram. Táta var löng og beina- stór, en hárið var silkimjúkt eins og á kjölturakka. Eyrun löfðu niður á háls, en rófan var löng og stóðbeint upp i loftið og slóst til eins og fáni á stöng. Þrátt fyir daprar hugrenningar minar, gat ég ekki varizt brosi, þegar hún tritlaði á undan mér um garðinn i rökkrinu. Hún þefaði tryggilega af hverju tré og leit öðru hverju við til þess að fullvissa sig um það, að ég íylgdi henni eftir. Allt i einu tók hún sprett og dillaði sér allri og gætti þess ekki einu sinni að lita við. Snöggvast missti ég sjónar á henni i myrkrinu. Þegar ég kom nær, sá ég hvað olli kátinu hennar. Milli trjánna stóð fátæklega búinn maður með dökkt og úfið hár. Ég þekkti undir eins, aðþað var Jói Kellý, þótt ég byggist sizt af öllu við að hitta hann i garðinum okkar. Það var orðið svo rokkið, að ég sá ekki framan i hann. Ég staðnæmdist bak við eitt eplatré og sá, að hann beygði sig niður til þess að kjassa tik- ina. Hún hljóp beint upp i fangið á honum, og þótt ég heyröi ekki fagn- aðarýlfur hennar, duldust mér ekki feginslætin. Ég horfði á þau um stund og hugleiddi, hvaða eiginleiki það væri, sem þessi maður var gæddur, og megnaði jafnt að vinna hug og ást hundkvikindis og traust og tiltrú manna. Jafnvel þeim, sem litu á hann sem óvin sinn, gazt vel að honum. Það var eitthvað i l'ari hans, sem ekki varð nafn gefið og gerði þó allan skoðanamun að hégómlegu aukaatriði. Mér þótti vænt um, að Táta skyldi hal'a leitt mig hingað á þessari stundu. Mig langaði til þess að kalla nafn Jóa og finna granna, kvika hönd hans i lófa min- um. Ég hefði getað átt hughreystandi samræöur við Jóa þarna undir greinum trjánna, þótt margt hefði gerzt seinustu tvö árin, er leitt hafði okkur til gagnstæðra átta. En það var orðið of dimmt til þess, að ég gæti lesið af vörum hans. Þess vegna stóð ég kyrr, þar sem ég var komin og horfði á hann milli kræklóttra og sligaðra greina eplatrjánna. Hann hafði bersýnilega ver- ið að kljúfa og hlaða saman eldiviði, þvi að hjá honum var dálitill köst- ur. Ég vissi það jafn óyggjandi og hann hefði sjálfur sagt mér það, að hann hafði verið á laun að hjálpa afa sinum, sem var orðinn of gamall og farinn til þess að anna öllum þeim störfum, sem á honum hvíldu. Ég hafði orðið þess vör, að Emma frænka var orðin hálf-áhyggjufull út af þvi, hve gamli maðurinn var þrár: hann vildi hvorki láta af störf- um sinum né þiggja neina aðstoð, þrátt fyrir ellisina. Ég vissi, að Jói myndi einnig hugsa til gamla mannsins, þótt þeir bæru ekki gæfu til að lifa i sátt og sameiningu. Hann hélt áfram við vinnu sina, og þegar hann hafði lagt siðasta sprekið i hlaðann, strauk hann svitann af enni sinu með jakkaerminni. Siðan rétti hann úr sér og horfði stundarkorn heim að húsinu, þar sem ljós skein úr hinum gamalkunnu gluggum. Mér datt i hug, hvort hann myndi.enn eftir stóra, útskorna rúminu, sem hann lá eitt sinn i nokkrar vikur i bernsku sinni. Eða hafði hann þurrkað minningarnar um allt gamalt og gott hérna megin árinnar úr huga sinum? Ég sá, að hann laut niður til þess að gæla við tikina, sem hann hafði sjálfur gefið mér, og siðan sveiflaði hann sér yfir girðinguna og hvarf niður veginn. Ef til vill var hann að hraða sér til fundar við einhverja verkamenn, til þess að hvetja þá til samtaka og verkfalls eins og hann gerði á siðasta fjöldafundi. Og þarna var viðurinn, sem hann hafði klof- ið og hlaðið saman og lagður yrði á arin i húsi okkar, svo að þar yrði hlýlegt og þokkasælt á köldum haustkvöldum. Slika hegðun fékk ég ekki skilið. En hvað sem öllum skilningi leið, þá hafði það gefið mér dá- litið af hinni fornu og sælu öryggiskennd, sem æska min var svo auðug af, að sjá Jóa Kellý þarna. Mér fannst, að við hefðum enn á ný eignazt sameiginlegt leyndarmál á sama hátt og áður en áin deildi með okkur löndum og lifi. Táta var komin til min aftur. Hún rak trýnið hvað eftir annað i ökkl- ana og kálfana á mér, er ég gekk heim dimma akbrautina. Ég var þakklát fyrir návist hennar, þessarar heitu og fjörmiklu og trygglyndu veru. Einangrunin, sem heyrnarleysið hafði i för með sér, var alltaf geigvænlegust eftir að dimma tók. Ég hafði sannfærzt eftirminnilega um sannindi hins gamla málsháttar, er segir, að „dagurinn hafi augu, en nóttin eyru”. FJÓRTANDl KAPITULI Framkvæmdastjórar Friðarpipuverksmiðjanna héldu ævinlega fundi með stjórn fyrirtækjanna 1. nóvember og 30. april ár hvert. Það voru eins konar áramót i augum Emmu frænku og Wallace frænda. Eins langt og ég man aftur i timann höfðu þau miðað alla viðburði við þessa fundi og sagt, að þetta eða hitt hefði gerzt fyrir eða eftir vorfund- inn eða haustfundinn. 1 seinni tið hafði ég verið svo oft og lengi fjarvist- um, að þessir fundir voru ekki lengur jafn mikilvægir og áður i vitund minni. Að þessu sinni hafði þó haustfundurinn fram úr mikilvægum A fjórða dogi Olympiuleikanna voru úrslit i frjálsum iþróttum. Damagetos, sem var afDiagorasættinni, sem svooft lial'ði átl liafði átl sigurvegara á leikjun- iim. vann 5000 metra hlaupið. Meðan á hlaupinu stóð fannst þar kona ein, sem var kædd karlmannsfötum. i samræmi við liigin var luín i skyndi flutt að Typaingjánni, þar sem henni skyldi varpað framaf. Þá kom i Ijós, að hún var móðir Damagetosar — hún varð að sjá son sinn sigra. Hún var náðuð, og fór með syni sinum lieim til Ródos og var hyllt þar ásatm honum. I IÍíÍKeSíE, ÞRIÐJUDAGUR 15. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdcgistónleikar: Frönsk tónlist Alexander Brailowsky og Sinfóniu- hljómsveitin i Boston leika Pianókonsert nr. 4 i c-moll op. 44 eftir Saint-Saé'ns, Charles Munch stj. Samson Francois leikur „Pour le piano”, svitu eftir Debussy. Evelyne Crochet leikur þrjár noktúrnur eftir Fauré. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30. „Sagan af Sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur Þórunn Magnúsdóttir leikkona les (10). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 'íslenzkt 'umhverfiIngvi Þorsteinsson grasafræð- ingur talar um gróðurvernd. 20.00 Lög unga fólksins Sigurður Garðarsson kynnir 21.00 iþróttir Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur í þættinum verður fjallað um unga öku- menn og umferðina. Umsjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. 21.40 Kórsöngur Drengjakór- inn i Vinarborg syngur lög eftir Mozart, Schubert og Johann Strauss. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um and- lit” eftir Marcel AymcKarl Isfeld islenzkaði. Kristinn Reyr les (8). 22.35 Harmonikulög 22.50 A hljóðbergi Sænski leikarinn Ulf Palme les úr ijóðaflokknum „Aniara” eftir Harry Martinsson. (Hljóðritun var gerð hjá Rikisútvarpinu og áður flutt i marzlok 1967). 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. illiiBBi Þ RIÐJUDAGUR 15. ágúst 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Ashton-fjöiskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 16. þáttur. Það, sem gildir Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 15. þáttar: Margrét Ashton er i tygjum við ungan ekkil, foreldrum sinum og systkynum til mikillar áhyggju. Hún verð- ur brátt barnshafandi, en getur ekki gifzt, þvi engin veit með vissu um afdrif manns hennar. Shefton býð- ur Edwin húsið til kaups við vægu vérði, en Jean sýnir þvi takmarkaðan áhuga. 21.21 Breiðu bökin Umræðu- þáttur um skattamál. Umsjónarmaður Ólafur Ragnar Grimsson. 22.25 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 22.45 ÍþróttirM.a. myndir frá frjálsiþróttakeppni á Bislet- leikvanginum i Osló og frá landsleik i knattspyrnu milli Norðmanna og íslendinga. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.