Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.08.1972, Blaðsíða 20
Samtök sex milljón verzl- unarmanna halda stjórnarfund hérlendis KJ-Reykjavik Á miðvikudaginn hefst í Reykjavik stjórnarfundur 6 milljón manna heims- samtaka — Alþjóðasam- bands verzlunarmanna. Fundinn sitja 30 manns, auk áheyrnarfulltrúa frá islandi, og mun formaður Landssa mbands ísl. verzlunarmanna, Björn Þórhallsson, ávarpa fundinn. Formaður samtakanna er Englendingur Allan að nafni, en framkvæmda- stjóri samtakanna er Erich Kissel, og eru aðal- stöðvarnar i Sviss. Fundurinn verður haldinn í Kristalssal Hótel Loft- leiða. Mikið slys í Biskupstungum ÓV-Reykjavik Um klukkan 5 á sunnudags- mörgun varð mjög harður árekstur rétt austan við brúna yfirTungufljót i Biskupstungum og slösuðust þar 5 manns mikið, þar af einn mjög alvarlega. Tveir bilar þar úr sveitinni, jeppi og fólksbifreið, rákust á, en vegna meiðsla ökumanna og farþega var ekki hægt að taka af þeim skýrslur i gær, og þvi Íiggja ekki fyrir nákvæmar frá- sagnir um aðdraganda slyssins. Einn maður, likast til ökumaður fólksbilsins, slapp með skrámur og fékk hann að fara heim að lokinni rannsókn á slysadeild Borgarspitalans i Reykjavik. Hinir 5 eru enn á sjúkrahúsi, eins og áöur segir, en bilarnir eru báöir taldir ónýtir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bréf til Angelu Davis um pólítíska fanga í Tékkóslóvakíu — sjá b/s. 9 Rolf Hiidrich ræðir við Alfgrim (Arna Arnason) um eitt atriöi myndarinnar fyrir upptöku. Sitjandi er Reter Hassenstein kvikmyndatökumaður (Tímamynd — Gunnar) KVIKMYNDUN BREKKU- KOTSANNALS HAFIN l»M-Reykjavik Nú eru Brckkukotsmenn byrj- aðir á kvikmyndatökunni. Fyrstu atriðin voru lekin I gær, i „stúdió- inu” sem hcfur verið sett upp inni i Skeifu. Ekki vcrður hægt að hyrja tökuna á útiatriðunum fyrr en rætist úr vcðri, og sólin byrjar að skina aftur. Fyrsta atriðið sem var kvikmyndað, er þcgar Alf- grimur kemur upp á fjósloftið og liittir þar Garðar Hólm. Þegar Arni Arnason (Álfgrim- ur) var spuröur að þvi, hvort hann væri ekki taugaóstyrkur þegar fyrsta atriðið var kvik- myndaö, sagði hann það ekki vera. En þegar þyrfti aö taka sama atriðiö upp allt að 20 sinn- um á æfingum, áöur en leikstjóri og kvikmyndatökumenn væru ánægöir, þá væri taugaóstyrk- leikinn farinn að segja til sin. Starfsfólk viö kvikmyndunina eru frá 80-120 manns, þá eru smiðir, málarar og allt annaö hjálparfólk meðtaliö. Um 60% myndarinnar veröur tekin úti, en 40% inni. Búist er viö aö töku myndarinnar verði lokið i septemberlok, en þar geta veöur- guðirnir sett strik i reikninginn. Myndin mun væntanlega verða frumsýnd um svipaö leyti i sjón- varpi, bæði i Þýzkalandi og á Is- landi. Frumsýning mun sennilega fara fram um jólaleytiö. Rolf HSdrich hefur gert um 50 myndir og þvi enginn viðvaningur i kvik- myndagerö. Hann sagðist hafa áhuga á að gera aöra kvikmynd á tslandi og þá um hið nútima ts- land. Hadrich sagðist vera mjög ánægður með hina ungu leikara sina, en hvorki Arni (Alfgrimur), sé Sigrún (fröken Gúdmundsen) hafa leikið áður. Lcikstjórinn Uolf Hádrich, þjóöleikhússtjórinn Svcinn Einarsson og aöstoðarmenn fyrir upptöku fyrsta atriðisins. (Timamynd — Gunnar) Námsmaður varð efstur - á hraðskákmóti SSÍ Haukur Angantýssson, sem á vetrum er við nám i Þýzka- landi, varð efstur á hraðskák- mótinu, sem Skáksamband ts- lands gekkst fyrir i skák- klúbbnum i Útgarði/Glæsibæ á laugardaginn. Fékk Haukur 22 vinninga af 27 mögulegum og að auki 13.500.- kr., sem væntanlega koma sér vel á vetri komanda. t öðru sæti varð Friörik Ólafsson, stór- meistari, með 21 vinning og 6.750 krónur, Ingi R. Jóhanns- son, alþjóðlegur stórmeistari, varð þriðji með 20 1/2 vinning og 4.500 krónur og dómarinn i heimsmeistaraeinviginu, Lot- har Schmid, stórmeistari, varð fjóröi með 19 vinninga og 2.250 krónur. t A-riðli kepptu 28 og tefldu allir við alla, eina skák á 5 minútum: samtals 27 umferð- ir. Næstir Schmid að vinning- um urðu júgóslavneski stór- meistarinn Janosevic og Guð- mundur Pálmason með 18 1/2 vinning og Benóný Benedikts- son, Björgvin Viglundsson og Jón Hálfdánarson með 17 1/2 vinning hvor. Alls voru 27.000 krónur i verðlaun i A-riðli og gaf þær Jón Viglundsson, bakarameistari. 1 B-riðli kepptu 50 manns. Þar voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, 2 skákir á 10 minútum. Þar uröu efstir Kristinn Johnson og Jörundur Hilmarsson með 11 vinninga hvor og kusu þeir að skipta verðlaununum, 5000 krónum, á milli sin. Þriðji i B-riðlinum varð Björn Vikingur með 10 1/2 vinning og fjórði Björn Halldórsson, með 10 vinninga. Skákstjóri var Jóhann Þórir Jónsson, útgefandi og ritstjóri timaritsins SKAK. Stór og góð skel á nýju miðunum SB-Reykjavik Vélbáturinn ölver leitar nú skelfisks á Breiðafirði. 1 fyrri viku fundust mjög góð mið úti á firðinum og hafa Stykkishólms- bátar farið þangað til veiða, þegar gefið hefur, en þeir geta ekki veitt skelfisk svo utarlega i jafn slæmum veðrum og innar. Skelin, sem bátarnir komu með af nýju miðunum er ein sú stærsta og bezta sem veiðzt hefur i Breiðafirði. ölver var i gær að leita á svo- nefndu Breiöasundi, en var ekki kominn að, er við höfðum sam- band viö Stykkishólm i gærkvöldi, svo ekki liggur fyrir árangur af þeirri leit. ölver mun leita skel- fisks i Breiðafirði næstu vikur. „Ég trúi því ekki fyrr ég tek á” að þetta sé rétt haft eftir hjá fréttastofunum, sagði Einar Agústsson utanríkisráðherra Eins og erlendar fréttastofur hafa skýrt frá afhenti Einar Agústsson utanrikisráöherra John McKenzie, sendiherra Breta á tslandi, orðsendingu i lok siðustu viku, varðandi samræður islenzku og brezku rikis- stjórnanna um úlfærslu fiskveiði- takmarkanna. i frcttatilkynningu frá utanrikisráðuneytinu segir svo uin þessa orðsendingu: ,,I orðsendingunni er fyrst og fremst itrekað, að islenzka rikis- stjórnin sé reiðubúin að halda áfram viðræðum. Minnt er á, að af tslands hálfu hafi verið lögð megináherzla á tvö grundvallar- atriði málsins: Að viðurkennt væri að réttur islenzkra skipa til veiða utan 12 milna yrði meiri en réttur annara skipa og að ts- lendingar hefðu ótviræðan rétt og fulla aðstöðu til að framfylgja þeim fiskveiðireglum sem samið yrði um. Þareð ekki hefðu fengizt við þessu ákveðin svör af Breta hálfu, hefði islenzka rikisstjórnin ekki getað brey.tt tillögum sinum um réttindi til handa brezkum skipum. Nú teldi islenzka rikis- stjórnin hinsvegar, að hún hefði fengið jákvæðar undirtektir varð- andi þýðingarmikil atriði málsins og i trausti þess að fallizt verði á framangreind tvö meginatriði vilji hún taka fram eftirfarandi varðandi atriði sem lögð hefir verið mikil áherzla á af Breta hálfu. 1) tslenzka rikisstjórnin er reiðubúin til viðræðna um að veiöiheimildarsvæðin fyrir brezka togara nái upp að 12 milna mörkunum á ýmsum svæðum. Frávik yrðu þó þar sem bönnuð yrði veiði fyrir islenzka togara jafnframt. Þessi regla er við það miðuð, að þá gildi þau ákvæði i fyrri tíllögum tslands, sem gera ráð fyrir aö aðeins tvö af sex svæðum verði opin á sama tima fyrir brezk skip. 2) Tillögum tslands um skipa- stærð yrði breytt þannig, að skip upp að 180 fetum á lengd eða um það bil 750 — 800 brúttó rúmlestir að stærð fengju veiðiheimildir, en stærri skip ekki og engir frysti- togarar og engin verksmiðjuskip. 3) Samningstimabilið yrði til 1. júni 1974.” t hinum útlendu fréttastofu- fregnum var sagt, að brezka stjórnin teldi litlar breytingar felast í þessari orðsendingu, þótt hún kynni að geta leitt til nýrra viðræðna. Timinn átti viðtal við Einar Ágústsson utanrikisráð- herra i gær um viðbrögð Breta og lét hann svo ummælt: — Mig furðar á að sjá þá full- yrðingu hafða eftir embættis- mönnum i brezku ráðuneyti, að hér sé ekki um neina breytingu að ræða, frá fyrra tilboöi. Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á þvi, að það sé rétt eftir haft.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.