Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 25. ágúst 1972 „Réttu mér augað, kona, hrópa ég” Einn þeirra manna, sem þessa dagana hafa fengið gerviauga með listilegu handbragði þýzkra gerviaugnasmiða, er Magnús Fr- iðriksson, húsasmiður á Patreks- firði. Hann varð fúslega við beiðni Timans að segja lesendum hans sögu sina, ef það gæti orðið ein- hverjum öðrum, sem fyrir viðlfka slysi hefur orðið, til leiðbeiningar og uþpörvunar. Þetta er þeim mun fremur timabært, að þeim virðist fara fjölgandi, sem missa auga, bæði af völdum flugelda einhvers konar og vinnuvéla, meðfram vegna þess, að ekki er eins titt og skyldi, að menn noti hlifðargleraugu við áhættusöm störf. Magnús Friðriksson er þrjátiu og tveggja ára gamall, og það eru sjö ár siðan flis úr vélhefli hrökk i augað á honum. Þrisvar sinnum var skorið i augað i þeirri von, að takast mætti að bjarga sjóninni — fyrst til þess að ná úr þvi flisinni, siðan til þess að taka úr honum augasteininn og loks til þess aö búa til ljósop. En allt varð þetta árangurslaust. Magnús missti alla sjón á auganu á tiu minútum er slysið varð, og hann hefur ekki fengið hana aftur, og seinast var augað tekið úr honum. Það var fjórði uppskurðurinn. Ég hleypti i mig hörku — Ég var ungur, sagði Magnús, þegar ég missti sjónina á auganu, ekki tema tuttugu og fimm ára, og það tekur auðvitað á menn að sætta sig við svona áfall meðan þeir eru að átta sig á þvi að þeir hafa tapað þvi, sem ekki verður aftur fengið. Ekkert er þó verra heldur en heyra manni vor- kennt — miklu betra að talað sé um þetta á hranalegan hátt. Ég brynjaði sjálfan mig hörku, svo að þetta bugaði mig ekki, en þvi miður hefur kannski harðlyndi mitt stundum komið niður á þeim, sem sizt skyldi og mér er annast um: fjölskyldu minni. Við sjálfan mig sagði ég: Þú hefur haldið fullri sjón á báðum augum i tuttugu og fimm ár. Þú heldur sjóninni á hinu auganu i tuttugu og fimm ár til viðbótar, og hversu miklu betra er þá ekki þitt hlutskipti en þeirra, sem ver- ið hafa blindir frá bernsku — kannski frá fæðingu? Sjónskynið brenglaðist Það segir sig auðvitað sjálft, að sjónsvið þrengist við að missa annað augað, þvi að enginn sér i gegnum nefið á sér, hélt Magnús áfram. Göngulagið var eins og ég væri að ösla áfram i kargaþýfi, og ég hnaut um smáörður á götunni. Fjarlægðarskyn raskaðist, og ég varð til dæmis að gæta min að slá ekki ösku úr sigarettu á milli min og öskubakkans eða hella úr kaffikönnu utan við bollann. Eins var það til dæmis með bila: Mér sýndust þeir fjær en þeir voru. Þetta var mér til baga við smiðar á meðan ég var að átta mig á þessari skynvillu. Að upp- lagi er ég örvhentur, og þegar ég var að negla nagla, sýndust mér þeir hallast þótt þeir stæðu beinir, ef ég barði niður fyrir mig eða varð að teygja mig upp fyrir mig. Þess vegna lamdi ég lika framan af gómi eitthvað tvisvar eða þris- var sinnum. En smám saman lærist manni það af reynslunni, að þessu er svona varið, og þá fer maður að geta séð við þvi. Þetta er eins og að setja upp i gervitennur — Þegar augað var tekið úr mér var ég sendur heim af sjúkrahúsinu eftir einn dag, og siðan beið ég upp undir hálfan mánuð á meðan ég greri sára minna. Þvi næst fór ég til gler- augnasala, sem lánaði mér kassa með eitthvað fimmtiu gerviaug- um i, og með hann fór ég til augn- læknisins, sem valdi það gervi- augað úr, er skást hentaði. En það er vandkvæðum bundið að fá réttan lit og rétta stærð, þegar úr- valið er ekki meira. Með þetta gerviaugá hef ég verið þar til nú. Að vera með gerviauga — það er viðlfka og vera með gervitennur, ætla ég, þó að ég þekki ekki þess konar gervi- Manús Friðriksson frá Patreks- firði með nýfengið gerviauga frá þýzka gerviaugnasmiðnum. hluti. Maður stingur þessu i tóft- ina, og maður tekur það kannski úr sér þegar heim er komið á kvöldin. En þurfi maður svo að skreppa út, gleymir maður kannski að segja það i sig, og þá snýr maður við úti á götu, stað- næmist i dyrunum, þvi að maður vill ekki spora gólfin og hrópar til konunnar sinnar: „Viltu rétta mér augað, kona?” Töframaður að verki En nú er ég kominn með nýtt auga, sagði Magnús að lokum, og það er mátulega stórt og ná- kvæmlega eins á litinn og hitt augað. Það verður varla séð i fljótu bragði að ég sé með gervi- auga. Þýzkur maður gerviaugnasmið- ur hefur komið hingað á tveggja ára fresti á vegúm Gisla Sigur- björnssonar og hefst við á Grund. Nú kom bróðir hans. Og hann finnst mér vera sannkallaður töfrakarl. Ég hafði ekki verið hjá honum nema eitthvað hálftima, þegar komið var i mig nýtt — meira að segja með blóðæðum i hvitunni eins og er i venjulegum augum. Hann hafði um átta eða niu hundruð augu að velja, skoð- aði fyrst augntóftina og tók siðan hiklaust til starfa. Hann kveikti á gaslampa og lagaði augað til eftir þvi, sem honum þótti þurfa, og smellti þvi siðan i mig — búið takk. Þvi næst bjó hann til annað auga sams konar — aðeins örlitið stærra, og það á ég að nota, þegar fyrra augað er farið að verða heldur rúmt i tóftinni. Trygging- arnar borga þetta, að minnsta kosti fyrstu augun og svo á maður að koma til þessa manns aftur til athugunar, þegar hann kemur hingað næst að tveim árum liðn- um. Og nú geta allir glápt á mig og reynt að finna hvort munur er á augunum. Jú — munur er auðvit- að: Ég get ekki rennt postulins- auganu, Grundarauganu Þjóð- verjans neitt til. En annar er munurinn ekki. Og þá er saga min búin, mælti Magnús og stóð upp — þvi einu við að bæta, að þeir sem likt stendur á fyrir og mér ættu ekki að láta farast fyrir að fá sér gerviauga hjá þessum þýzka manni. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Endurtekin próf i 1. og 2. stigi fara fram þriðjudaginn 5. septemb. og miðvikudag- inn 6. september. Prófin hefjast kl. 9, og verða þau nánar auglýst á próftöflu i skól- anum. Innritun fer fram dagana 4. og 5. septem- ber. Þeir, sem sótt hafa um skólavist, mæti til innritunar, láti mæta fyrir sig eða hringi i sima 23766. Skólasetning. Skólinn verður settur 15. september kl. 14. Skólastjóri. GOLF Einar Guðnason aftur i liarn.... Sigraði i Jaðars- mótinu á Akureyri um helgina Um helgina fór fram á Akur- eyri opið golfmót, sem kallað hefur verið Jaðarsmótið. Það fór fram á hinum nýja golfvelli Akur- eyringa, sem nefndur hefur verið af kylfingum „Stóri Boli’’ en það er mikill og langur völlur, sem mörgum hefur reynzt er- fiður. t þessari keppni, sem var 36 holu keppni, tóku þátt i um 40 kylfingar, þar af komu einir 10 suður yfir heiðar til að vera með og einnig til að reyna að ná sér i stig, en þetta mót gaf stig til landsliðs GSt á næsta ári. Sigurvegari i mótinu varð Einar Guðnason úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem nú .. aftur náði sér á strik eftir að hafa dottið nokkuð niður á tslandsmótinu, þar sem hann varð i 10. sæti. En fyrirfram var taiið, að hann færi með sigur af hólmi i þvi. Einar var 6 höggum betri en Björgvin Þorsteinsson, GA eftir fyrri daginn i Jaðarsmótinu, en Björgvini tókst að ná honum eftir 12 holur af 18 á siðari degínum. Var hörku keppni á milli þeirra siðustu 6holurnar, en Einari tókst þá að komast fram úr honum og sigra með einu höggi 79:83 = 162 á móti 85:78= 163.1 þriðja sæti kom svo Sævar Gunnarsson, GA á 170 höggum og fjórði varð Gunn- laugur Ragnarsson, GR á 173 höggum. Meðal keppenda i mótinu var Islandsmeistarinn nýbakaði Loftur Ólafsson, svo og Jóhann Ö Guðmundsson, sem er einn af stigahæstu mönnum eftir opnu mótin i sumar. Þeim gekk báðum heldur illa — t.d. iék Loftur fyrri 9 holurnar á fyrri deginum á 54 höggum, enda glataði hann þá 6 boltum eftir að hafa slegið þá. Munar um minna í keppni sem þessari — þarna voru það 12 högg. 1 keppni með forgjöf sigraði Björgvin Þorsteinsson, þrátt fyrir að hann hefur aðeins 4 i forgjöf. Var hann á 155 höggum nettó. Annar var Eggert Eggertsson. GA á 157 höggum og siðan komu þeir jafnir Einar Guðnason og Sævar Gunnarsson á 158 höggum — fékk Einar 3ju verðlaun eftir að varpað hafði verið hlutkesti milli þeirra. Vaktmaður Staða vaktmanns við Landspitalann er laus frá næstu mánaðarmótum, að telja. Áskilið er bilpróf ásamt algerri reglu- semi. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, á eyðublöðum rikisspitalanna, séu sendar skrifstofunni, Eiriksgötu 5, fyrir 29. þ.m. Reykjavik, 23. ágúst 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Fjárhundur til sölu Hvolpur 4. vikna af ekta skozku kyni i báðar ættir til sölu. Tilboð sendist afgr. Tímans fyrir 31. ágúst merkt: ,,LUBB1 1347” HAFNARFJÖRÐUR Fasteignagjöld Dráttarvextir falla 1. september n.k. á vangoldin fasteignagjöld til bæjansjóðs Hafnarfjarðar. Vinsamlegast gerið skil nú þegar. Innheimtan. Nesprestakall Séra Gunnar Kristjánsson, sem er einn af fjórum umsækjendum um prestakallið, messar i Neskirkju n.k. sunnudag 27. ágúst kl. 11 f.h. Útvarpað verður á miðbylgju 212 m, eða 1412 k.Hz.. Sóknarnefndin. Ung stúlka með barn óskar eftir ráðskonustöðu íReykjavik eða kaupstað úti á landi. Tilboð skulu hafa borist auglýsingadeild Timans fyrir 1. sept. merkt: „Ráðskona 1348" Keflvíkingar Athugið! - Herbergi óskast á leigu frá 1. október. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar i sima 91-35038

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.