Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Köstudagur 25. ágúst 1972 Jón Gíslason: BRIMAR - heimsverzlunarborg Friðarsam n inga r nir i Osnabrúck árið 1648, sem i sögunni eru nefndir vestfalski friðurinn, höfðu geysileg áhrif fyrir þýzka verzlun og fiskveiðar. Eftir Þrjátiu ára striðið var Þýzkaland i sárum, hafði tapað verzlunarsamböndum sinum, og fiskveiðar á úthafinu voru ekki lengur eins arðbærar og áður, vegna hinna breyttu trúarbragða. En samt sem áður voru borgirnar við Norðursjávarfljótin sæmilega settar, jafnt til viðskipta innan- lands og til verzlunar við þjóðir handan hafsins. Þetta varð brátt i raun I Brimum, og hafði þá þýðingu, að frjálsa Hansaborgin varð brátt þýðingarmeiri fyrir verzlun Norður-Evrópu, en hún hafði nokkurntima áður verið. Stofnun Bandarikja Norður-- Ameriku hafði mikil áhrif i verzlunarmálum Norður-Evrópu. Með tilkomu þeirra og nýjum við- skiptasamböndum við rik og frjó- söm lönd, gafst rikjum og borgum, sem ekki áttu né höfðu aðgang að eigin nýlendum, tæki- færi til að fá nýlenduvörur á frjálsum markaði, án einokunar eða sérsamninga. En að visu var það svo, eins og oft vill verða, þegar stórfelldar og miklar breytingar verða, að ýmsir aðilar eru ekki strax búnir að átta sig á hinum breyttu viðhorfum.Brimar voru reyndir verzlunarmenn og þaulkunnugir öllum háttum i millirikjaverzlun. Þeir voru þvi fljótir að átta sig á, hvað nýi heimurinn hafði upp á að bjóða i þessum greinum, og breyttu að- stæðum sínum og mótuðu af þeim sjónarmiðum. Upp úr 1770 var Brimahöfn opnuð öllum þjóðum, og þá hófust á nýjan leik viðskipti þaðan við fjarlægar þjóðir eins á dögum Hansakaupmanna, og ef til vill enn þá viðfeðmari og langtum umsvifameiri að öllu leyti. Arið 1776 hófust frá Brimum beinar skipaferðir til New York og fleiri stórborga á austurströnd Banda- rikjanna. Þessi viðskipti gengu sérstaklega vel og urðu brátt þýðingarmikill atvinnuvegur i Brimum. Verzlun við Bandrikin ójfxhröðum skrefum, og varð siðar undirstaða að auknum við- skiptum og siglingum til fjar- lægra landa eins og Suður- Ameriku og Austur-Asiu. Allt varð þetta til mikils arðs og upp- byggingar i Brimum, jafnt at- vinnulega og til uppbyggingar borgarinnar og hafnarinnar. Arið 1806 var saga þýzka rikis- ins öll. Brimarar tóku þá upp hina fornu stefnu, aö vera hin frjálsa Hansaborg, vinnandi sin við- skiptasambönd, byggjandi upp borg og höfn til heimsviðskipta. Napóleonsstyrjaldirnar urðu auð- vitað talsverður Þrándur i Gotu um stund, en að þeim loknum hófst uppbyggingin að nýju, og varð fullkomnuð með kaupum Brimara á landi nær úthafinu, þar sem nóg land var til athafna og stórt og mikiö borgarstæði var til reiðu. Þar var byggð ný höfn og ný borg, — Bremerhaven. Framsýni, dugnaður og trú á komandi tima var einkenni þessara stórfelldu mannvirkja, og framsýni og fyrirhyggja var einkenni Brimaborgar, og hafa fáar borgir borið eins svip fram- sýni og djarfhugar og hún á siðustu öld. Bremerhaven og Brimar eru þvi tengdar órjúfandi böndum, sem alltaf verða traustari og máttugri i framsýni og dugnaði. Weser heldur sinu hlutverki að mestu, þrátt fyrir höfnina og borgina nýju við hafið. Flutningar á vatni eru allt að 60% ódýrari i Þýzkalandi, og hefur það mikið gildi fyrir hina fornu skipaleið um fljót og smáár þýzkra héraða. Árið 1744 eru íbúar Brima 30.000, en árið 1971 eru ibúar borgarinnar 583.600 og er hún tiunda stærsta borg V-Þýzkal: Arið 1840 voru íbiiar Brima 53.473 en árið 1875 102.499, eða tæplega •hundrað prósent aukning. Nú er Brimaborg ásamt Bremerhaven og næsta umhverfi eitt af sam- bandsrikjum Vestur-Þýzkalands, og eru ibúar þess 725.200 þúsund. Þróun borgarinnar hefur verið markviss og ör, og framfarir og framleiðsluaukning i öruggum þroska. Brimar eru fyrst og fremst verzlunar- viðskipta- og iðnaöar- borg. Enn er byggt á sömu undir- stöðunni og áður. Skipasmiðar eru mikill þáttur i atvinnulifi borgarinnar, þó að nú sé að mestu byggt úr járni, stáli og öðrum efnum breyttra tima. Otflutn- ingur er mikill úr borginni af ýmiss konar iðnaðarvörum borgarinnar sjálfrar og landsins umhverfis Weser. Innflutningur er frá hinum fjarlægustu heims- hlutum, og er þar mest til vaxtar kaffi, tóbak, hrisgrjón og margs- konar nýlenduvörur. úr þessum vörum er unnið i Brimum, og eru þær siðan fluttar til annarra hluta Þýzkalands sem fullunnar iðnað- arvörur, og til ýmissa landa Evrópu. Margskonar iðnaðarvörur eru framleiddar i Brimum, svo sem rafmagnsvörur og allskonar vélar. Risafyrirtækið Ziemens hefur þar aðsetur til mikilla athafna. Við höfnina i Brimum og Bremerhaven eru mikil umsvif og mikil tækni við vinnuna. Þar eru hafnarbakkar og hafskipa- bryggjur kilómetrar á lengd, og er þar allt vélknúið og sumt sjálf- virkt að mestu. Margs konar tæki og færibónd, og ég veit ekki hvað á að nefna það, skila á degi hverjum margföldum afköstum á við það, sem venjulegt er i meðal höfnum. Allt er undirbúið, skipu- lagt og mótað fyrir hinn mikla hraða nutima verzlunar og við- skipta. Hin risastóru úthafsskip eru tæmd og fyllt á ótrúlega skómmum tima. Hraðinn og tæknin móta allt athafnalif hafn- anna. Þar er festa og öryggi við hvert handtak, fyrirhyggja og framsýni við hvert verk, enda bregzt ekkert. Allt er öruggt og hratt eins og bezt verður á kosið. A liðandi tima eru Brimar og Bremerhaven fjórða stærsta Ut- flutningshöfn Norður-Evrópu, næst á eftir Hamborg, og hefur aukning siðari ára verið hagstæð fyrir þær fyrrnefndu. Allt bendir til að Brimar og Bremerhaven sæki fram i þessum efnum, enda hafa þær upp á margt að bjóða i skipulagningu og vinnubrögðum til fremdar og flýtis. Niðursax- neskar borgir eru allar i örum vexti, þar eru hraðar framfarir og skipulag allt til útflutningsiðn- aðar gott og öruggt. Margt er athyglisvert i sögu siðustu ára i Brimum. Höfnin fór að mestu i rúst i striðinu, og hefur hún verið byggð á ný fullkomnari og nýtizkulegri, jafnt i aðalborg- inni og i Bremerhaven. Skipa- smiðarnar eru auðvitað að mestu i Bremerhaven, og annar iðnaður i sambandi viö þær. En samt sem áður heldur gamla höfnin i Brim- um sinum áhrifum á nýrri öld breyttra hátta og framfara. Mjög er gaman að virða fyrir sér, hvernig það nýja verður i raun timans nýtt og undirstóðumikið i hinni miklu þróun hraða og tækni. Þegar íariö er um Brima á virkum degi, er greinilegt, að hún er borg starfsins, borg athafna og framfara. Alls staðar er vottur um starfið, margbreytilegt og hratt. Vinnan er máttur borgar- innar á greinilegan hátt á virkum degi. En vegfarandi, ókunnugur og litt vitandi um hvað er hvað, skilur þó eitt, — skilur það vel — að hin fagra og velbyggða borg er borg athafna og vinnu, viðskipta og iönaðar fremur mörgum öðr- um borgum við fljót inni i landi. Saga Brimaborgar er mjög tengd sögu Weser, sögu fljótsins. Umferðin um það, viðskiptin við það, voru Brimum allt. Að visu er þessi saga viða til staðar i Evrópu. En i Brimum er hún með sérkennilegri hætti en viðast hvar. Borgin var byggð snemma á öldum við fljótið langt frá sjó. Tilgangur þess var fyrst og fremsttviþættur. Annars vegar að hafa sem bezt samband við sem viðáttumest land, en hins vegar að vera svo langt frá sjó, að ráns- menn frá fjörrum löndum næðu þangað ekki. Vikingarnir fóru heldur aldrei til Brima til rána, en aftur á móti eyðilögðu þeir Hamborg um miðja 9. öld. Borgin var þvi i upphafi grundvölluð með ráðum af kunnáttu og þekkingu. Enda er liklegt, að sá sem stofnaði Brima, hafi verið af engilsaxnesku bergi brotinn, og þvi kunnað vel til skilnings á vandamálum samtiðarinnar, hvað viðkom samgöngum á hafinu. En Brimarar réðu ekki einir yfir Weser og umferðinni um það, en þeir tryggðu sér réttinn með þvi að borga skatt fyrir umferð um ána til borgar, er stóð nær ósunum. Þessi borg var Olden- borg. Brimarar borguðu skatt til hennar allt fram á siðustu öld. Með skattinum tryggðu þeir sér einkarétt til siglinga um ána, og grundvölluðu þannig riki sitt til viðskipta og verzlunar. Seinna juku þeir veldi sitt með þvi að kaupa Iandið þar sem þeir siðar byggðu höfn og borg, er var þeirra höfn og þeirra borg i fullum skilningi. 1 raun sögunnar hefur þetta reynzt framsýni og fyrirhyggja, sem á sér fá dæmi i sögu Evrópu. Frá upphafi byggðu Brimarar á frelsi i viðskiptum, framar mörgum öðrum borgum Evrópu. Þeir voru i samkeppni við margar aðrar. En i upphafi, þegar borgin var stofnuð, var uppi i Norður-Evrópu andi aukins frelsis fyrir kaupmenn og sigl- ingamenn til viðskipta og at- hafna. Bremen var frá upphafi mótuð af þessari stefnu og hélt henni furðu vel, þrátt fyrir nýja strauma og stefnur i þessum Brimahöfn við Weser. efnum gegnum aldirnar. Nú á liðandi stund bera Brimar merki frelsis, án þess að vera i of- harðri samkeppni við einn eða neinn. Hún á djúp itök i þýðingar- miklum utanrikisviðskiptum þjóðar sinnar sem iðnaðar- og viðskiptaborg hins unga rikis Vestur-Þýzkalands. 1 þessum sessi skipar hún fornt og þýð- ingarmikið hlutverk, sem hún hefur alltaf haft á öllum öldum, en verið misjafnlega áb'erandi i raun liðandi stundar. Uangárbakkar II Þegar stórsýningar eru haldnar, eins og sú á Hellu, er dómnefndin búin að meta og vega hvert einasta hross, áður en mótsgestir fá að sjá hross- in, en þá er lika röðin komin að þeim að dæma, hverjum fyrir sig að visu. Undarlega oft eru áhorfendur sammála um þá hesta, sem augljóslega eru fallegri eða betri en fjöldinn. Dómnefndarformenn hafa á stundum afsakað vissa hesta með þvi, að þeir hafi t.d. verið miklu betri i gær eða fyrradag heldur en fyrir framan áhorf- endur. Svona afsakanir eru leiðin- legt yfirklór, og koma áhorf- endum til að leiða hugann að þvi, að ekki sé allt með felldu. Það er afar erfitt að imynda sér, aö hross, sem t.d. er sýnt tvo daga i röð á móti eins og á Hellu, sé miklu betra en við fáum að sjá eða geti af ein- hverjum ástæðum komið vel fyrir i staðinn fyrir illa i annan tima. Við skulum nú aðeins staldra við svona stað- hæfingu: Eðlisviljugt hross getur aldrei orðið latt, vegna þess að þá er það alls ekki vilj- ugt. Viljahross eða fjörhross svikur engan áhorfanda á sýn- ingu. Að visu getur i sumum tilfellum átt sér stað að hross- ið verði of skeiðgengt á milli- ferð, en það er vegna þess að það er svona i eðli sinu, en yfirleitt leyna þessi hross ekki sinum eðliskostum. Það eru aftur á móti viljadaufu hross- in, sem valda ævinlega von- brigðum. Svo eru sum hross með misjafnan vilja, þ.e. geta verið allt að léttviljug með köfl., en detta svo niður i það að veröa hálf löt. Það eru ein- mitt svona hross, sem mikið er um á sýningum, hross, sem eru svo misjöfn, að maðurinn veit sjaldnast hvar hann hefur þau. Það er erfitt verk fyrir dómnefndir, að upphefja svona hross og engin furða, þótt segja verði áhorfendum, að hrossin séu mikið betri en þau i raun og veru eru. Þá komum við að siðasta og óskiljanlegasta atriðinu. Hvers vegna er dómnefndin eða forsvarsmaður hennar að reyna að koma svona áróðri inn i hausinn á venjulegu fólki? Það skyldi nú ekki vera öðrum þræði fyrir það, að þeir er i henni eru séu sjálfir ekki ánægðir með sinn dóm og séu að gera klaufalega tilraun til að upphefja sjálfa sig, eða þetta sé hálfmisheppnuð til- raun til að pota þessum og hin- um hestinum sem efst, og stafar það vafalaus, af ein- hverjum annarlegum ástæð- um. Og vita skulu dómendur, að það eru ekki ófáir hest- glöggir áhorfendur, sem hafa engra hagsmuna að gæta, sem horfa á svona sýningar og eru furðu lostnir yfir þvi, hvað dómnefnd geta verið mislagð- ar hendur. Það góða er aldrei ofhátt metið og á skilið beztu verðlaun. En þvi lélega á ekki að hossa á kostnað annarra og verður nánar vikið að þvi siðar. SMARI 27 hlutu viðurkenningu Aðalfundur Klúbbsins ORUGGUR AKSTUR i Vestur- Skaftafellssýslu var haldinn i Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri s.l. miðviku- dagskvöld 16. þ.m. 1 almennum umræðum var það einkum tvennt, sem athygli vakti og virtist vera aðaláhugamál fundarmanna, en flestir þeirra voru bændur úr sýslunni: Annars vegar er það brýn rann- sókn á undirstöðustyrkleika brú- arinnar yfir Eldvatn hjá Asum i Skaftártungu, sem þeir voru sammála um að telja i hæsta máta varhugaverðan. Hins vegar er um að ræða endurskinsmerkingu þjóðvegar- ins yfir Mýrdalssand, sem sé að- kallandi vegna yfirferðar i dimm- viðri. Var stjórn klúbbsins falið að senda Vegag. rikisins hið fyrsta eindregin tilmæli varöandi þetta tvennt sérstaklega, auk fl. almennra eðlis. 27 bifreiðaeigendur i Vestur- Skaftafellssýslu hlutu viðurkenn- ingu og verðlaun Samvinnutrygg- inga 1971 — þar af 4 fyrir 20 ára óruggan akstur. Aðalræðumaður kvöldsins var að þessu sinni Baldvin Þ. Kristjánsson, og sýndi hann einnig sænska litkvikmynd um notkun óryggisbelta i bifreiðum. Almennar umræður stóðu lengi kvölds, en að lokum bauð klúbb- urinn fundarmönnum til kaffi- drykkju i HÓTEL EDDU, sem starfrækt er i sumar i hinni nýju og myndarlegu skólabyggingu þeirra vestur-skaftfellinga. Reynir Ragnarsson frá Höfða- brekku hefir verið formaður klúbbsins frá upphafi, og var nú endurkosinn i 5. sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.