Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 9
Jón H. Magnússon, nemi
er 23 ára gamall. Hann
hefur leikið 40 landsleiki
og hefur skorað 120 mörk
i þeim.
Munchen
^0
1972
íslenzku
þátttakendurnir
GIsli Blöndal, 24 ára
gamall, rafvirki að iðn.
Hann hefur leikið 20
landsleiki og skorað 45
mörk i þeim.
Sigurður Einarsson,
skrifstofumaður, er 29
ára gamall. Hann hefur
leikið 47 landsleiki og
skorað 61 mark í þeim.
Agúst ögmundsson,
skrifstofumaður, er 25
ára gamall. Hann hefur
leikið 24 landsleiki og
skorað 15 mörk i þeim.
Stefán Gunnarsson,
múrari, er 20 ára gamall.
Hann hefur leikið 18
landsleiki og skorað 8
mörk i þeim.
Axel Axelsson, lögreglu-
þjónn, er 20 ára gamall.
Hann hefur leikið 11
landsleiki og skorað 30
mörk i þeim.
Ólafur Benediktsson,
nemi, er 19 ára gamall, og
leikur i marki. Hann
hefur 11 landsleiki að
baki.
Geir Hallsteinsson,
iþróttakennari, er 26 ára
gamall. Hann hefuF leikið
64 landsleiki og skorað 322
mörk i þeim.
Lára Sveinsdóttir, nemi,
er fædd 22. ágúst 1955, og
er h'-.,i yngst islenzku
keppendanna á Ólympiu-
leikunum. Arangur
hennar á þessu ári hefur
verið frábær, hún hefur,
sjö sinnum sett nýtt
Islandsmet i hástökki
kvenna. Met hennar nú er
1. 69. Lára Sveinsdóttir er
fyrsta islenzka stúlkan,
sem tekur þátt i Ólympiu-
leikum. Hún keppir i
hástökki.
Erlendur Valdimarsson,
skrifstofumaður, er
fæddur 5. nóvember 1947.
Hann hefur verið bezti
islenzki kringlukastarinn
um margra ára skeið.
Islandsmet hans er 60.82
m, sett 1972. Erlendur á
Islandsmeti sleggjukasti,
58.64, m. og hefur varpað
kúlu 17.14 m. Hann tekur
nú þátt i ólympiuleikum i
fyrsta sinn og keppir i
kringlukasti.
Þorsteinn Þorsteinsson,
nemi, er fæddur 27. júli
1947. Hann hefur verið
bezti 800 m, hlaupari
okkar i mörg ár og keppir
i þeirri grein i MUnchen.
Beztu timar hans: 200 m
22,8 sek. 400 m 48.2 sek. og
800 m. 1:50,1 min., sem er
met. Þorsteinn er við
nám i Bandarikjunum.
•Hann var sjöundi i 800
metra hlaupi á Evrópu-
meistaramótinu innan-
húss, sem haldið var i
Grenoble. Timi hans var
1:53,3 min.
Finnur Garðarsson, nemi
er fæddur 20. marz 1952.
Hann hefur verið einn
hraöskreiðasti sund-
maður okkar i nokkur ár.
Hann tekur nú i fyrsta
sinn þátt i ólympiu-
leikum og keppir i 100 og
200 m frjálsri aðferð.
tslandsmet hans i 100 m
er 55.8 sek.
Hjalti Einarsson, slökkvi-
liðsmaður, er 33 ára
gamall. Hann hefur 63
landsleiki i handknattleik .
að baki, sem mark-
vörður.
Björgvin Björgvinsson,
lögregluþjónn, er 23 ára
gamall. Hann hefur leikið
36 landsleiki og skorað 41
mark.
Sigurbergur Sigsteinsson,
iþróttakennari, er 24 ára
gamall. Hann hefur leikið
51 landsleik og skorað 46
mörk i þeim.
ólafur H. Jónsson, nemi
er 22 ára gamaii. Hann
hefur leikið 46 landsleiki
og skorað 94 mörk i þeim.
Viðar Simonarson,27 ára
gamall, iþróttakennari.
Hann hefur leikið 41
landsleik og skorað 68
mörk i þeim.
Bjarni Stefánsson, nemi,
er fæddur 2. desember
1950. Hann hefur um
margra ára skeið verið
einn af fremstu sprett-
hláupurum okkar. Beztu
timar hans: 100 m, 10,5
sek. 200 m. 21.7 sek og 400
m. 47.5 sek., en það er
Islandsmet. Bjarni tekur
þátt i 100 m. og 400 m
hlaupum i Miinchen.
Guðmundur Gislason er
fæddur 19. janúar 1943.
Hann hefur verið
snjallasti sundmaður
Islands um fjölda mörg
ár, og hefur sett alls 151
met, i hinum ýmsu
greinum. Að atvinnu er
Guðmundur deildarstjóri
i banka. Hann tekur nú
þátt i ólympiuleikum i
fjórða sinn, og mun það
vera einstakt um sund-
mann. Guðmundur á nú
öll íslandsmet i baksundi,
flugsundi og fjórsundi.
Hann keppir i 200 og 400
m. fjórsundi i Miinchen,
og met hans i þeim
greinum eru 2:19,0 min.
og 5:02,1 min.
Óskar Sigurpálsson, er
bakari að iðn, fæddur 21.
desember, 1945. Hann
keppir i þungavigt og
hefur náð beztum saman-
lögðum árangri 482,5 kg,
sem er íslandsmet. Hann
er fyrsti islenzki
lyftingamaðurinn, sem
keppt hefur fyrir tsland á
Ólympiuleikum, en það
var i Mexikó 1968.
Guðjón Guðmundsson,
rafvirki, er fæddur 6.
janúar 1952. Setti sitt
fyrsta met á þessu ári og
á nú öll íslandsmet i
bringusundi. Bezti
árangur hans er 1:10,9
min, i 100 m og 2:32.9 i 200
m bringusundi. Hann
keppir i hvorutveggja i
Múnchen.
Friðrik Guðmundsson,
nemi, er fæddur 4. marz
1955. Undanfarið ár hefur
hann veriö bezti sund-
maður okkar á löngu
vegalengdunum, og er
met hans i 1500 m frjálsri
aðferð 17:38,0 min. Hann
keppir i 400 og 1500 m
frjálsri aðferð i Miinchen.
Gunnsteinn Skúlason,
framkvæmdastjóri, er 25
ára gamall. Hann er
fyrirliði islenzka
landsliðsins i handknatt-
leik. Hann hefur leikið 26
landsleiki og skorað 34
mörk i þeim.
Guðmundur Sigurðsson,
verkstjóri, er fæddur 9.
júni 1946. Hann á tslands-
met i milliþungavigt,
pressar 157,5 kg,, snarar
136.0 kg. og jafnhattar
180.0 kg. Samtals 465,0 kg.
Met hans eru öll sett á
þessu ári. Hann varð
tiundi i sinum flokki á
Evrópumeistaramótinu i
Constanza fyrr á árinu.
Birgir Finnbogason,
kennari, er 24 ára gamall.
Hann er markvörður og
hefur leiki 28 landsleiki.
Stefán Jónsson, 27 ára
gamall. Hann er
trésmiður að iðn, hefur
leikið 42 landsleiki og
skoraö 36 mörk i þeim.