Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. ágúst 1972 TÍMINN 13 Útgefandi: Fratnsóknarflokkurinn IFramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-H; : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,::-:; : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans);:•:?• | Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif-,;:::':: jstofur í Edduhiisinu viö Lindargötu, símar 18300-18306.:::::: ': Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreinslusimi 12323 — auglýs-::;:;: i ingasimi 19523. Aörar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald i 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-: takið. Blaðaprent h.f. „Dyggðum prýdda sæmdarþjóð" Þær fregnir berast nú frá Bretlandi, að verið sé að afmá nöfn og einkennisstafi þeirra tog- ara, sem vera eiga við veiðar innan 50 milna fiskveiðilögsögunnar við ísland eftir 1. septem- ber. Um þetta athæfi er brezku rikistjórninni full kunnugt, þvi að f réttir af þessu haf a ekkert far- ið leynt i brezkum fjölmiðlum. Við vitum að brezka rikisstjórnin hyggst ekki virða islenzk lög um lögsögu íslendinga með fiskveiðum innan 50 milna markanna. Hins vegar verður það að teljast ótrúlegt að hið „dyggðum prýdda" ráðuneyti Hennar Hátign- ar ekki einungis léti afskiptalaus gróf brot á brezkum landslögum og alþjóðlegum samning- um, sem Bretland hefur undirritað, heldur beinlinis leggði blessun sina yfir þau, þvi það eru sömu aðilarnir og ráðið hafa afstöðu brezku rikistjórnarinnar i landhelgismálum og hún hefur haft nánust samráð við, sem standa að þessum grófu lögbrotum. Geri hún það sannar það aðeins, að það er ekki „hið dyggðum prýdda" ráðuneyti Hennar Hátignar, sem fer með þessi mál, heldur ofstopamenn i samtökum brezkra togaraeig- enda. Þá þekkja Islendingar frá fornu fari og fyrri skiptum. Þeir eru áreiðanlega með verri eintökunum af hinni „dyggðum prýddu sæmd- arþjóð". Reynir nú á það, hve heiðursmenn eru margir i ráðuneyti Hennar Hátignar og hve heiðarleiki i tafli er þeim rikulega i blóð bor- inn. Árið 1967 undirritaði rikisstjórn Hennar Hátignar Bretadrottningar alþjóðlegan samn- ingum að „fiskiskip hvers samningsrikis skuli skrásett og auðkennd samkvæmt reglum þess rikis til þess að tryggja kennsl þeirra á hafi úti." Ennfremur segir i þessum samningi, að „heiti, stafir eða númer, sem sett eru á fiski- skip skuli vera nægilega stór, svo að auðveld- lega megi greina þau og þau má ekki má út, breyta, gera ólæsileg, hylja eða dylja." Þá er kveðið á i þessum samningi, að eftir- litsmenn samningsrikis (íslenzka landhelgis- gæzlan) megi fara óhindrað um borð i fiskiskip til athugunar og skýrslugerðar og „mótþrói skips við fyrirmælum eftirlitsmanns skal met- inn sem mótþrói við stjórnvöld heimarikis skipsins," þ.e. hins blettlausa ráðuneytis Hennar Hátignar. Þessi ákvæði alþjóðasamningsins eiga við utan 12 milna markanna. Islenzkir ráðherrar hafa marg itrekað það i yfirlýsingum undanfarna daga, að af þeirra hálfu sé fullur vilji til að ná bráðabirgðasam- komulagi og minna á siðasta samningstilboð sitt, þar sem verulega er gengið til móts við Breta, þótt brezkum togaraútgerðarmönnum finnist litið til þess koma. Enn hefur brezka rikisstjórnin ekki svarað þessu tilboði. Það er sett fram til að reyna samkomulagsleiðir til þrautar og koma i veg fyrir átök á íslandsmið- um og þau vinslit með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum, sem þeim fylgir. —TK Forustugrein úr The Eccnomist: Deiluaðila í Vietnam greinir afar mikið á Le Duc Tho og Kissinger eiga erfitt með að finna viðhlítandi máiamiðlun DEILAN stendur um að- ferðir, tilganginn nefnir ná- lega enginn, en Vietnam er ekki fyrsta dæmið, þetta er al- kunn saga. Rétt er og skylt að athuga baráttuaðferðirnar ævinlega, og þaö á eins og stendur einkum við um loft- árásir Bandarikjamanna á Norður-Vietnam. En deilurnar í Bandarikjun- um um málið virðast annar- legar einmitt i þann mund, sem siðustu leifar landhers Bandarikjamanna hverfa á burt frá Suður-Vietnam, og ef til vill um svipað leyti og fram kemur siðasta herdeildin, sem Norður-Vietnamar hafa ekki áður sent á vettvang. Til einskis er að deila um meðul og láta tilganginn lönd og leið. Hvernig skiptir að visu máli, en hvers vegna er þó mikil- vægara. DEILAN um aðferðir snýst nú orðið einkum um, hvort Bandarikjamenn reyni kerfis- bundið að eyðileggja flóðgarð- ana, sem eiga að vernda ós- hólma Rauðár. Heita má vist, að svo sé ekki samkvæmt framburði allra, sem eitthvað raunhæft hafa fram að færa. Sagt er að Ramsey Clark, hafi látið svo um mælt við heim- komuna frá Norður-Vietnam, að hann hafi séð ,,að minnsta kosti" þrjá flóðgarða, sem orðið hafi fyrir sprengjum. Svo vill til, að þrir skemmdir flóðgarðar voru merktir á landabréfinu,sem birt var hér i ritinu 29. júli. Þetta gætu ver- ið sömu skemmdirnar, en svo þarf þó ekki að vera. Bandarikjamenn segjast sjálfir hafa hæft að minnsta kosti 12 flóðgarða með sprengjum, en á tiu þeirra voru ýmist vegir eða loft- varnabyssur, eða þeir voru i næsta nágrenni annarra lög- mætra skotmarka. Ekkert dæmi sannar visvitandi árás á flóðgarðakerfið. Einn af ferðafélögum Clarks segir Norður-Vietnama halda þvi fram, að flóðgarðar hafi orðið fyrir sprengjum á 58 stöðum á fjórum mánuðum. Þetta ber að athuga með þá staðreynd I huga, að flóðgarðarnir eru alls um 2500 milur að lengd, sumir 30-40 metra breiðir neðst, og 2- 3 hundruð sprengjuflugvélar hafa flogið yfir Norður-Viet- nam, dag hvern, þessa fjóra mánuði. Rétt er og að minnast þess, að um þetta leyti i fyrra voru flestir varnargarðarnir á kafi i flóði, sem huldi mikinn hluta óshólmanna, en þá var engum sprengjum varpað. Orkoman hefir ekki orðið eins mikil i ár, en verði flóö, gæti það ekki siður stafað af skemmdunum i fyrra en sprengjuvarpinu nú. VITASKULD dylst engum, að bandariskar sprengjur hafa hæft ýmislegt annað en hernaöarleg skotmörk, auk nokkurra flóðgaröa. Josep Kraft blaðamaöur hefir frá þvi skýrt og ýmsir fleiri, sem Iagt hafa leið sina til Hanoi. Ekki nægir þó að segja, aö þetta séu óhjákvæmileg slys við þann vandasama verknað að koma kröftugu sprengiefni á tiltekinn stað úr órafjaríægð, hvort sem i hlut eiga banda- riskar sprengjuflugvélar éða eldflaugar og langdrægar fall- byssur, sem Norður-Vietnam- ar beita i Suður-Vietnam. Brýna verður fyrir flugmönn- unum að vanda sig, jafnvel þó Nixon að það hafi i för með sér aukna lifshættu. Leitinni aö ná- kvæmni i miðun verður að halda áfram með laser-geisl- um, fjarstýrðum sprengjum eða öðru þvi, sem næst kann að verða reynt, og þeir sem skotmörkin velja, verða að sýna sömu nákvæmni og kraf- ist er af flugmónnunum. Verið getur, að Bandarikja- menn verði komnir i þrot með lögmæt skotmörk innan fárra vikna. Þá geta þeir ef til vill fækkað flugvélum, sem þeir senda á vettvang dag hvern, og einbeitt sér að þvi að halda jarnbrautunum tveimur óvirkum og eins oliuleiðslunni, sem lögð hefir verið til bráöa- birgða frá landamærum Kina til Hanoi. Minna má einnig á birgðastöðvarnar sunnan Hanoi og vegina, sem nauð- þurftir eru fluttar eftir þaðan til hersins handan landamær- ÞETTA léttir þó ekki af and- stæðingum styrjaldarinnar ábyrgðinni, sem á þeim hvilir. Sanngjarnt er að gagnrýna þá fyrir að hafa nálega eingöngu rætt um baráttuaðferðirnar — einkum aðferðir Bandarfkja- manna og Suður-Vietnama. McGovern hefir fátt sagt i ár um málefnin, sem barist er um, nema að endurtaka þá fullyröingu, að i Suður-Viet- nam riki „spillt einræði". Nokkur sannleikur felst að vlsu i þessum orðum, enda undarlegt ef svo væri ekki, þar sem i hlut á fátækt riki, sem lengi hefir átt i styrjöld. En þegar McGovern afgreiðir deiluefnið með þessari einu setningu — likt og maður, sem slær til flugu — virðist hann annað hvort barnalegur eða skeytingarlaus um vandann i suö-austur Asiu, nema hvort tveggja sé. Nixon stendur að þvi leyti betur að vigi en McGovern, að sókn Norður-Vietnama hefir valdið þvi, áð allmargir hafa endurskoðað afstööu sina til eðlis styrjaldarinnar — og af þessum sökum eru úrslit skoö- anakannana forsetanum hag- stæð. Nixon hefir tekist að gera sér erfitt fyrir um útlist- un á þvi, sem hann er að reyna að koma fram I Vietnam — eins og Johnson á undan hon- um. Hann reyndi að hlaða upp hvers konar ástæðum og afsökunum öðrum en sjálfs- ákvörðunarrétti Suður-Viet- nania, sem er grundvallarat- riði. Hann benti á önnur smá- riki, sem riða til falis i suö- austur Asiu, traust skjólstæö- inga Bandarikjamanna I Evrópu og Israel á heit þeirra og greip jafnvel til þeirrar furðulegu fullyrðingar, aö Bandarikjamenn ætluðu ekki aö biða ósigur i styrjöld. Allt hafði þetta nokkuð til sins ágætis nema siðasta full- yrðingin, en fullnægði þó ekki furðu lostnum og striðsþreytt- um Bandarikjamönnum. Eng- in röksemdanna hrökk til að réttlæta styrjöldina, nema unnt væri að sýna fram á, að Suður-Vietnamar væru sjálfir reiðubúnir að berjast til þess áð veita kommúnistum við- nám. Atvikin hafa einfaldað baráttu Nixons. Innrás Norð- ur-Vietnama og viðnám Suð- ur-Vietnama hafa valdið þvi, að átökin likjast siður borg- arastyrjöld i suðri og meira striði milli tveggja sjálfstæðra rikja en nokkru sinni fyrr. ÞAÐ er nú meira áberandi en flest annað i suð-austur Asiu, að nálega allur her Norður-Vietnama er utan landamæranna og berst á þremur vigstöövum. Heima- kommúnistar og aðstoðar- menn þeirra i Suður-Vietnam og Cambodiu gætu vissulega ekki haldið styrjöldinni áfram án hjálpar Norður-Vietnama, og Pathet Lao ætti fullt i fangi með að halda fjalllendinu nyrzt og austast i Laos ef Norður-Vietnama nyti ekki við. , Heimaherir þessara þriggja rikja haida áfram að berjast við Norður-Vietnama og fylla jafn óðum I skörðin með nýju útboði, en virðast jafnvel dæmdir að halda áfram varnarstyrjöld. Þeir sýna enga sniili i bar- áttunni og má vel vera, að þeir lytu i lægra haldi ef lofther Bandarikjamanna veitti þeim ekki lið. Astæðan er sú, að þeir eiga i höggi við bezta herinn i þessum heimshluta, en eng- inn, sem eitthvað hefir lesið i mannkynssögu, gengur út frá beinu sambandi milli góörar hermennsku og ágætis stjórn- málastefnunnar, sem barist er fyrir. Straumur flóttamanna i Indókina bendir alls ekki til, að meirihluti fólks á þeim svæðum, sem Norður-Viet- namar hafa náð á sitt vald, fagni stjórnarforminu, sem hann innleiöir. Satt er að visu, að flóttamennirnir leitast ekki siður við að komast á burt af orrustusviðinu af ótta við sprengjuvarp gagnárása stjórnarhersins en gjörðir kommúnistanna, sem komnir eru. Avallt flýja þeir þó frá Norður-Vietnömum en ekki lengra inn á svæöin, sem þeir hafa á sinu valdi. LENIN sagði, að þegar erf- iðan vanda bæri ao höndum ætti fyrst að spyrja, hver væri aö gera hverjum hvað. Þessa aöferö ætti að viðhafa i Indó- kina og spyrja, hvar her hvers aðila um sig heldur sig. Þarna eru einmitt fólgnir mestu erfiöleikarnir, sem þeir Kissinger og Le Duc Tho eiga við að striða i viðræðum sin- um, en eftir siðasta fund þeirra flaug Kissinger beint til Saigon að hitta Thieu forseta að máli. Norður-Vietnamar segjast halda áfram að berj- ast þar til að Bandarikjamenn víki Thieu frá völdum og veiti kommúnistum aöild að nýrri stjórn I Saigon. Bandaríkja- menn segja hins vegar, að Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.