Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. ágúst 1972
TÍMINN
5
Gefur stórupphæöir
Hinn auðugi hótelkóngur,
Conrad Hilton hefur gefið 720
milljónir króna til sjúkrahúss
nokkurs. Ekki fer sögum af þvi,
hvaða sjúkrahúss, en hann
hefur óskað eftir þvi, að pening-
arnir verði notaðir til heilarann-
sókna.
-X*
Kóngafólk í
heimsókn
Constantin konungur og Anna
Maria drottning hans voru fyrir
nokkru i heimsókn hjá trans-
keisara i Tehran. Þessi mynd
var tekin af þeim hjónum, þegar
Farah keisaraynja kvaddi
þau við brottför þeirra á flug-
vellinum. Voru allir hinir
ánægðustu með ferðina, eins og
sjá má af svipnum.
Range Rover á toppnum
Það má með sanni segja, að
Range Rover er á toppnum
þessa dagana, hvað vinsældir
áhrærir. Hér á tslandi hafa
skákmeistararnir Spasski og
Fischer ekið um á þessum fina
og flotta jeppa dagsdaglega, og
nú nýverið, þegar Constantin
konungur var i Kaupmannahöfn
fékk hann einnig tækifærið til
þess að aka um á Range Rover.
Hann ók meira að segja sjálfur,
og þótti það i frásögur færandi
þar i landi, en á eftir komu lög-
reglumenn, sem gættu konung-
sins, og þeir létu sér nægja
hversdagslegan fólksbil, sem
kannski hefur ekki verið hvers-
daglegur, þegar betur var að
gáð, en alla vega var ekki
getið um tegundina i fréttinni.
Dönum þótti nokkuð mikiö haft
við konunginn þessa daga i
Kaupmannahöfn. Hann fékk að
búa i höll Margrétar drottn-
ingar, sem sjálf var erlendis
með mann, börn og móður sina.
Daglega mátti sjá hann i mat á
öllum helztu hótelum Kaup-
mannahafnar, og á kvöldin
skemmti hann sér lika vel. Einn
daginn var honum boðið i há-
degisverð i bandariska sendi-
ráðið, og var sagt, að það boö
hefði verið af pólitiskum toga
spunnið.
Furstadóttir á ferð
Þegar Furstafjölskyldan af
Mónakó er úti á meðal almenn-
ings er svo komið, að athygli
manna beinist æ meira að dótt-
urinni, hinni 15 ára gömlu Caro-
line heldur en að Grace fursta-
frú, einsog áður var. Hér er
Caroline á baðstað og er greini-
legt, að menn keppast um að ná
af henni sem beztri mynd.
★
Fín afmælisgjöf
Jackie Onassis fékk bærilega
afmælisgjöf frá eiginmanni
sinum, þegar hún átti afmæli
nýlega og varð 43 ára gömul.
Hún fékk landsvæði á strönd
Costa Smeralda, sem er'eyja, og
þar átti Onassis töluverðar
landareignir.
★
Sophia í fríi
Sophia Loren hefur verið i
tveggja vikna frii hjá Tito
Júgóslaviu-forseta og konu
hans, en kona Titós er mjög
hrifin af Sophiu og litur einna
hleztá hana sem væri hún dóttir
hennar.
Næst er það Kaupmanna-
höfn
Erich Segal, höfundur Love
Story varð mjög hrifinn af
Kaupmannahöfn og fallegu ljós-
hærðu stúlkunum, sem hann sá
þar, þegar hann kom þangað
fyrir nokkru. — Næsta kvik-
mynd min verður tekin i Kaup-
mannahöfn, sagði hann, en sú
mynd á að fjalla um niður-
bældar tilfinningar elskhuga
nokkurs.
Lengi lifir í gömlum
glæðum
Verið er að gera kvikmynd i
minningu um það, að tiu ár eru
liðin frá þvi Marilyn Mbnroe
framdi sjálfsmorö Einn eigin-
manna hennar, Joe de Maggio
man enn eftir þessari eiginkonu
sinni.þvi sagt er, að hann sendi
daglega blóm, dökkrauðar
rósir, á leiði hennar.
— Allir eru þeir eins, þessir
karlmenn. Þaö eru bara pen-
ingarnir manns, sem þeir sækjast
eftir.
—- Svona áfergjulega hefurðu
aldrei horft á mig, Páll!
*
— Óli minn, þú verður að fara
að gera eitthvað við þessu svefn-
leysi þinu.
ÓVIDKOMANDI
<S)
BANNAÐUR
D)AÐGANGUR
ÞÚ
MEÐ-
TALINN!
/1-1
DENNI
DÆMALAUSI
Ég get ekki lesið þetta, en ég veit
samt að það er verið að tala um
okkur.