Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. ágúst 1972 TÍMINN 7 r „NU VILL ENGINN LÆRA AUGN- SMÍÐI LENGUR" Þýzkur gerviaugnasmiður staddur hér á landi SJ — Reykjavik. Um þessar mundir dvelst hér á landi augnsmiður frá Þýzkalandi, Uans Múller-Uri að nafni, for- stöðumaður fyrirtækisins FAB Miiller und Söhne i Wiesbaden. Hans Miiller-Uri hefur aðsetur að Elliheimilinu Grund i Reykjavik, og hann mun smiða gerviaugu úr gleri fyrir 100-150 Islendinga þennan hálfa mánuð sem hann verður hér. Tólf útlærðir augn- smiðir vinna nú hjá fyrirtæki hans. en á vegum þess eru gerð um 20.000 gerviaugu úr gleri á ári. Þetta er i fyrsta sinn að Hans Múller-Uri kemur hingað til lands, en bróðir hans, sem nú er hættur störfum hefur komið hing- að á tveggja ára fresti undanfarin 10-12 ár. ,,Ég er orðinn 68 ára og hef unn- ið við þetta i yfir 50 ár”, segir Hans Muller-Uri. Mér finnst það vera orðinn nógu langur timi og langar til aö fara að taka mér hvild, en ég fæ þaö ekki, það vill enginn læra þessa iðn nú til dags.” ,,Unga fólkið vill komast i vinnu þar sem þaö fer strax að þéna peninga. Augnsmiði er fjögurra ára nám, og auk þess þriggja ára reynslutimi i starfi. Þeir sem leggja hana fyrir sig, þurfa að vera fingrafimir og auk þess er krafizt góðrar almennrar mennt- unar. Þetta starf krefst mikillar þolinmæði og einbeitingar, og þvi miður virðist unga fólkið nú á dögum hafa takmarkað af þess- um eiginleikum til að bera.” Hans Múller-Uri og bróðir hans eru þriðja kynslóðin i fjölskyldu þeirra, sem vinnur við þessa iðn. Fyrirtækið stofnaði afi þeirra 1860, en fjölskyldan er upphaflega frá Thúringen. héraði glerblást- ursmannanna, sem nú telst til Austur-Þýzkalands. Synir Hans Múller-Uri og bróöursonur hafa einnig lagt augnsmiði fyrir sig. F'aðir Hans MUller-Uri smiðaði fyrstu gleraugnalinsurnar árið 1887. Nú sinnir fyrirtækið þó litt linsusmiði. Þær eru yfirleitt úr plasti, fyrir kemur þó að gerðar séu glerlinsur hjá fyrirtækinu fyrir sjúklinga, sem ekki þola plastlinsur. rtlafur Kristjánsson frá Flateyri Gerviaugu eru yfirleitt úr gleri. Þó eru einnig búin til augu úr plasti, en slimhimnurnar i augna- tóttinni þola þau illa, verr en gler- augu. Eini kostur plastaugnanna er sá, að þau brotna ekki. Þegar við ræddum við Hans Múller-Uri á Elliheimilinu Grund var hann að skipta um glerauga i 15 ára pilti frá Þingeyri, Ölafi Kristjánssyni. Hann fékk ör i vinstra auga i leik 6 ára gamall og fékk fljótlega glerauga, en hefur þurft að láta skipta um það á tveggja ára fresti. Það tók augnsmiðinn um hálfa klukkustund að útbúa nýtt auga handa Ólafi og koma þvi fyrir og það var auðséð, að hann var þaul- vanur sinu starfi og lét ekkert trufla sig. Tækin foru fábrotin, gastæki, gleraugu og glerblást- ursrör úr krióliti. ólafur fékk annað auga til vara, heldur stærra en það, sem sett var i, og eiga þau tvö að duga honum i 5 ár. Svo sem áður hefur komið fram er nú vaxandi skortur á gervi- augnasmiðum. 1 Frakklandi er svipað fyrirtæki og fyrirtæki Múllers i Wicsbaden. 1 Englandi eru augnsmiðir, sem áður unnu hjá Mullerfyrirtækinu, og sömu sögu er að segja um aðrar borgir i Vestur-Þýzkalandi. t öðrum lönd- um Vestur-Evrópu eru alls engir gerviaugnasmiðir, og ferðast menn frá fyrirtækinu i Wiesbaden viða um og starfa, enda þörfin brýn. Fleiri þurfa nú á gerviaugum að halda en áður. Orsakir þess eru m.a. hækkandi meðalaldur og vaxandi fjöldi slysa. Þá er nú far- ið að lækna krabba i augum, sem var áður banvænn, en slikir sjúkl- ingar þurfa á gerviaugum að halda. Þá komast nú fleiri börn en llans Múller-Uri að starfi áður, á legg, sem eru fædd blind. ,,Mér finnst ekki, að rikið eigi að greiða hluti eins og gerviaugu að lullu fyrir fólk”, segir Hans MiiIIer-Uri. ,,Fólk hirðir betur um hluti sem það hefur sjálft orðið að borga. Ef það fær gerviaugu gef- ins, þá finnst sumum allt i lagi að þau fari i súginn, þeir geti alltaf fengið ný i staðinn. Með þeirri þróun verður útilokað fyrir okkur þessa fáu augnsmiði að anna eft- irspurninni. Mér finnst hæfilegt að sjúklingurinn borgi t.d. 1/10 af kostnaðinum úr eigin vasa, þá verður meiri aðgát á höfð.” Hans Múller-Uri vinnur oft á sjúkrahúsum. Það er mikilvægt, að augnlæknar þekki vel starf gerviaugnsmiðanna og geri að- gerðir sinar i samræmi við það. „Þetta dugar honum i fimm ár”, segir Hans Múller-Uri og klappar ólafi Kristjánssyni á herðarnar, þegar hann hefur lok- ið starfi sinu”, en þá verð ég von- andi ekki hér, 72 ára gamall.” — Hvað ætlarðu að gera, þegar þú hætlir störfum? ,,Ég á 1700 fermetra garð og gróðurhús og hef gaman af garð- yrkju, svo ekki skortir verkelnin. Svo á ég hund, og það er sundlaug i garðinum. Ég held að kona min og ég komum tif með að una vel lifinu, þegar ég hætti að vinna. „Það var ekki rétt, scm mér var sagt áður en ég fór að hér þyrfti eingöngu btá augu,” sagði Hans Múil- er-Uri. Eftir hálftima var nýja augað komið i. Bílakaup Tilboð óskast i Opel Record, árgerð 1966, eins og hann litur út eftir veltu. Billinn er til sýnis á Réttingaverkstæði Kaupfélags Árnesinga, Selfossi. Tilboð merkt Bilakaup sendist i pósthólf 10, Selfossi. Lofum þelm að lifa Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.