Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 4
4 15. mars 2004 MÁNUDAGUR Hefurðu trú á að það takist að ná Baldvini Þorsteinssyni á flot? Spurning dagsins í dag: Ferðu oft í bíó? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9% 91% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Fiskveiðimál STRAND Þyrla Landhelgisgæslunn- ar byrjaði í gærmorgun á því að flytja 10 menn úr áhöfn Baldvins Þorsteinssonar um borð í skipið. Þá var hafist handa við að flytja taug í land frá norska dráttarskip- inu. Taugin er samansett úr fjór- um taugum sem eru hver annarri sverari og var flogið með grennstu taugina í land þar sem hún var fyrst dregin með dráttar- vél en síðan jarðýtum. „Flugið gekk nokkurn veginn eins og við vorum búnir að áætla í upphafi,“ sagði Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, nokkru eftir að þeir höfðu ferjað taug- ina frá dráttarskipinu í land. Hann segir að reyndar hafi þetta verið í fyrsta skipti sem slíkt hafi verið gert hér á landi og veit hann ekki til að það hafi verið gert annars staðar heldur. Höfðu þeir því enga fyrirmynd en flutningurinn gekk þó nokkurn veginn eins og búið var að gera ráð fyrir og reikna út. „Taugin var tveir og hálfur kílómetri að lengd og við vorum búnir að áætla hálftíma í flugið og voru 32 mínútur,“ sagði Benóný. Þá sagði hann að hann byggist ekki við að þeirra væri þörf leng- ur eftir að hafa verið á staðnum þrjá daga í röð. „Mér leið að sjálfsögðu ágæt- lega þegar taugin kom í land. Ég var aldrei í vafa um að þyrlu- flugmönnum og áhöfn Land- helgisgæslunn- ar tækist þetta. Gott að það tókst í fyrstu tilraun en það skipti ekki öllu máli hvort til- raunirnar yrðu ein eða tvær,“ sagði Þorsteinn Már Vilhelms- son, forstjóri Samherja, við Fréttablaðið í gærdag. Eftir að búið var að koma taug- inni á milli skipanna var áætlað að skera nótina sem hékk á hlið Bald- vins og hafði flækst í skrúfunni þegar hann strandaði og draga leif- ar hennar í land eins og hægt væri. „Það var dásamlegt að sjá taugina koma í land. Fyrsti áfanga- sigurinn,“ sagði Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Sam- herja, í gær. Þá sagðist hann vera ánægður með hversu mikið veðrið hafði lagast og að ekkert hefði komið upp á sem ekki hefði mátt reikna með. Áður en dráttur Bald- vins hófst í gærkvöldi voru fimm af tíu skipverjum ferjaðir í land í björgunarstól. „Stígvélin fóru aðeins í sjóinn en að öðru leyti var ferðin fín,“ sagði Sigvaldi Þorleifsson, stýri- maður á Baldvini Þorsteinssyni EA-10. Hann var sá fyrsti af 5 skipverjum sem fluttir voru í land. Alls verða 5 eftir um borð meðan skipið verður dregið út. hrs@frettabladid.is Þróun á markaðssetningu tónlistar: Starbucks selur tónlist AP, KALIFORNÍA Starbucks, ein stærsta kaffihúsakeðja í Banda- ríkjunum, hefur ákveðið að byrja að selja tón- list með kaff- inu. Frá og með 16. mars geta við- skiptavinir k e ð j u n n a r valið sér lög úr 250 þús- und laga banka og keypt þau með kaffinu. Lögin eru brennd á disk á staðnum og seld í stykkja- tali yfir borðið. Fyrsta kaffihúsið til þess að prófa nýju þjónustuna er í Santa Monica, Kaliforníu, en búist er við því að öll hin 2500 kaffihúsin sem tilheyra keðjunni verði komin með þjónustuna eftir tvö ár. Með þessu vonast Starbucks til þess að auka veltu sína um tugi hundruða milljóna á ári. Fagmenn úr tónlistargeiranum óttast þó að vonir Starbucks séu um of og að þessi ákvörðun gæti komið sér illa. Aðallega vegna þess að starfsfólk staðarins veit meira hvernig á að búa til kaffi en að laga biluð tæki eða gefa tónlistar- ráðgjöf. Lágmarksgjald er um 500 kr. en fyrir það fást fimm lög. ■ Fjögurra rétta matseðil og vínglas með hverjum rétti fyrir aðeins 8000 kr. Humar og reykt Klaustursbleikjameð lárperuturni, tómatsultu og sítrusvinaigrette. Vín: Eden Valley Riesling 2002 Smjörsteikt sandhverfa með kremuðu hestabauna ragú og beurre blanc. Vín: Chardonnay 2001 S teiktar nautalundir með kartöflummousseline, steiktum villisveppum, krydduðu uxabrjósti og madeirasósu. Vín: Futures Shiraz 2001 Sveskjusoufflé með súkkulaði-moussé manjari og heslihnetuís. Vín: The King 1995 Peter Lehmann dagar á Hótel Holti 18. – 21. mars Víngerðarmaður ársins í heiminum 2003 Borðapantanir í s. 552 57 00 holt@holt.is Svartur kassi: Týndur í geymslu SÞ, AP Svarti kassi sem kann að vera úr flugvél Juvenal Habya- rimana, forseta Rúanda, sem skot- in var niður 1994 er fundinn. Hann fannst í geymslu Sameinuðu þjóðanna þar sem honum hafði verið komið fyrir. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði þetta fyrsta flokks klúður og fyr- irskipaði að athugað væri hvort kassinn væri úr flugvél forsetans og hvort hún skýrði betur atburð- ina fyrir tíu árum. Í kjölfar and- láts forsetans hófust þjóðarmorð hútúa á tútsum. ■ ÍSLENDINGAR FÁ TÚNFISKKVÓTA Íslendingum hefur verið veitt heimild til túnfiskveiða á Atlants- hafi en bláuggatúnfiskur gengur inn í íslenska hafsögu á haustin. Atlantshafstúnfiskráðið veitir túnfiskkvótann en enginn íslensk- ur fiskibátur stundar nú túnfisk- veiðar. Kvótinn er ekki bundinn við íslenska landhelgi. STARBUCKS Í þessari viku verður hægt að kaupa uppá- halds lögin sín með kaffinu á nokkrum kaffi- húsum Starbucks. Undirbúningur gekk framar vonum Norski dráttarbáturinn Normann Mariner byrjaði í gærkvöldi að draga Þorstein Baldvinsson af strandstað í Meðallandsfjöru. Loðnu, sjó og vatni var dælt úr Baldvini til að létta hann frekar. „Það var dásamlegt að sjá taugina koma í land. Fyrsti áfanga- sigurinn. TAUGIN STREKKT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R MOSKVA, AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, vann yfirburðasigur í forsetakosningunum þar í landi í gær. Þegar talinn hafði verið helmingur atkvæða hafði Pútín hlotið 69,3 prósent þeirra. Kosningaþátttakan fór vel yfir þau 50 prósent sem þurfti til að kosningarnar teldust gildar. Þegar 90 mínútur voru eftir þangað til kjörstöðum var lokað tilkynntu kjörstjórar að 61 prósent kosninga- bærra manna væru búnir að greiða atkvæði. „Ég kaus Pútín vegna þess að hann sigrar hvort sem er og hver væri þá tilgangurinn með því að kjósa einhvern annan?“ sagði Jel- ena Tsjebakova, rúmlega þrítug- ur endurskoðandi í Moskvu þar sem hún var mætt á kjörstað snemma dags í gær. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa áhyggjur af því hvernig fram- kvæmd forsetakosninganna í Rúss- landi væri háttað. Hann hvatti rúss- nesk stjórnvöld til þess að „standa sig betur“ svo lýðræðið gæti virkað eins og til er ætlast. Meira en 500 erlendir eftirlits- menn fylgdust með kosningunum, þar á meðal fulltrúar frá Evrópu- ráðinu og Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu. Nokkrir frambjóð- endur stjórnarandstöðunnar létu einnig eigin eftirlitsmenn fylgjast með framkvæmd kosninganna. ■ Forsetakosningar í Rússlandi: Pútín situr áfram GREIÐIR ATKVÆÐI Þessi rússneska kona greiddi atkvæði á kjörstað í þorpinu Bolsjoje Ufimje, vestan til í Rússlandi. Úrslitin komu fáum á óvart. NORMANN MARINER OG SKIP LANDHELGISGÆSLUNNAR UNDAN MEÐALLANDSFJÖRU Norska togskipið er búið háþróuðum búnaði sem tryggir stöðugleika þótt gríðarlegt átak verði við togið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.