Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 15. mars 2004 27 Umfjölluntónlist HUNTED MANSION kl. 6 BJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með íslensku taliIGBY GOES DOWN kl. 8 B. i. 14 ára BIG FISH kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10.15 B. i. 16 ára SÝND kl. 10 B.i. 14 Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX LOST IN TRANSLATION kl. 8 og 10.20COLD MOUNTAIN kl. 8 Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 Frá framleiðendum „The Fugitive“ og „Seven“. Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal SÝND kl. 5.30, 8, 10.30 Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 6 Loksins gefur George Michael útnýja plötu. Af hverju það tók fimm ár að gera þessa plötu fæ ég eiginlega ekki skilið. Það hlýtur að hafa heilmikið að gera með samn- ingaviðræður og annað því auð- veldlega hefði getað verið hægt að gera þessa plötu á skemmri tíma. George Michael er með algjöra sérstöðu í poppbransanum. Með ár- unum hefur hann náð að móta sinn stíl, sem er mjög hreinn og fíngerð- ur, eins og hann sjálfur reyndar. Einhverjir myndu nota orðið „sótt- hreinsað“ til þess að lýsa tónlistinni á meðan aðrir myndu nota lýsing- arorð eins og „nákvæmt“ og „galla- laust“. Allir hafa svo sem rétt fyrir sér og ef þessi tónlist væri veit- ingastaður væri hún Perlan, gamli Rex eða Apótek við Austurstræti. George Michael hefur, ólíkt mörgum öðrum samtímamönnum, ekki tapað eiginleikum sínum til þess að semja og útsetja góða popptónlist. Hún er reyndar orðin það þróuð að erfitt er að ímynda sér að hann nái að stækka aðdá- endahóp sinn með þessari síðustu plötu. Honum er greinilega alveg skítsama um krakkana í dag og guði sé lof fyrir að slíkir popptón- listarmenn eru til. Poppmenning er ekki bara fyrir krakka, svo einfalt er það nú. Á Patience eru fínar poppsmíð- ar á borð við Amazing, Flawless og American Angel. Kappinn hljómar einlægur, ljúfur og platan rennur vel í gegn. Þetta er þó ekki popptónlist fyrir alla... þetta er há- þróaður George Michael fyrir lengra komna. Birgir Örn Steinarsson GEORGE MICHAEL Patience Vinnur þolinmæðin þrautir flestar? ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Lágmenningarkvöld á Jóni forseta verður helgað „konungi smekk- leysunnar”, John Waters. Sýndar verða þrjár kvikmyndir sem hann gerði á árunum 1969-1972. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ FUNDIR  16.30 “Að vernda og nýta” er yfir- skrift málstofu Landverndar í Norræna húsinu þar sem Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra, Ari Teitsson fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri á lögfræðisviði Sambands íslenskra sveit- arfélaga, fjalla um tillögu að náttúru- verndaráætlun og með hvaða hætti áætlunin snertir hagsmuni landeigenda og sveitarfélaga. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 MARS Mánudagur Lisa Marie Presley, dóttirrokkkóngsins Elvis og fyrrum eiginkona fallna poppkóngsins Michael Jackson, segist hafa séð margt á meðan hún var gift popp- aranum sem hún hafði enga stjórn á. Hún segir að sér hafi liðið eins og hluta af vél. Hún vill ekki svara því hvaða hlutir þetta voru sem hún segist hafa séð en eins og allir vita er Jackson ákærður fyrir kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum. Beyoncé Knowles segist ekkivilja verða háð því að vera fræg þar sem hún geri sér vel grein fyrir því að svona verði ástandið ekki alltaf. Hún var aðeins 16 ára þegar Destiny’s Child byrjaði og þess vegna segist hún ótt- ast það að missa vitið ef hún fari að stóla á það að frægðin opni fyrir hana allar dyr hér eftir. Stúlkan er mjög vör um einkalíf sitt og hefur aldrei viljað tala um ástarsamband sitt og rapparans Jay-Z í fjölmiðlum. FyrirsætanCaprice, sem reynir nú fyrir sér á leiklistar- brautinni, seg- ir ástarlíf sitt vera bölvað. Hún hætti nýverið með kærasta sínum til eins og hálfs árs og seg- ist vera að íhuga að gerast lesbía. Hún kennir vinnuálaginu í lífi sínu um hvernig fór. Hún segist vonast til þess að framtíðar kærastar hennar verði leikarar, eins og hún. Yfirvöld í Ástralíu hafa útnefntleikarana Nicole Kidman og Russell Crowe sem „lifandi fjár- sjóði“ þjóðarinnar. Þau taka við þessari undarlegu nafnbót af öðr- um heiðursborgurum sem eru farnir yfir móðuna miklu. Þessi nafnbót þykir mikill heiður í Ástralíu. Val yfirvalda hefur þó verið gagnrýnt vegna þess að hvorug eru þau fædd í Ástralíu þó þau séu alin þar upp. Kidman fæddist á Hawaii en Russell Crowe í Nýja Sjálandi. www. lands bank i. is s ími 560 6000 Árlega veitir Landsbankinn ellefu námsstyrki til virkra viðskiptavina Námunnar. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver • 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi, 200.000 kr. hvor • 2 styrkir til BS/BA-háskólanáms erlendis, 300.000 kr. hvor • 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlendis, 400.000 kr. hvor • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Í SL EN SK A AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .I S L BI 2 35 95 0 2/ 20 04 Námsstyrkir til Námufélaga Kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan stuðning meðan á námi stendur Allar nánari upplýsingar má finna á www.landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauðsynlegt er að fylgi hverri umsókn. Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merkt: Námustyrkir, Markaðs- og þróunardeild Landsbankans, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Styrkirnir eru afhentir í byrjun maí. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.