Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 13
12 15. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir KANNAR SPRENGJUÁRÁS Íraskur lögreglumaður stingur á sig skammbyssunni áður en hann heldur inn í fatabúð í Bagdad skömmu eftir að spreng- ing varð þar í gær. Vitni sögðu mann með plastpoka hafa farið inn í búðina og flýtt sér strax út aftur. Fáeinum sekúndum síðar heyrðist sprenging, sem varð búðareigand- anum að fjörtjóni. STJÓRNMÁL „Fjórflokkurinn verður að minnka og við að stækka. Með fleiri flokkum kemst á virkara lýð- ræði,“ sagði Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í setningarræðu á mál- efnaþingi flokksins í gær. Guðjón Arnar sagði áratuga völd sömu flokka minna á flokksræði gamla Sovétsins, ráðstjórn sem réði þinginu og afgreiddi aðeins sín mál. „Góð mál stjórnarandstöðu eru fótum troðin árum saman en efni þeirra að hluta einstöku sinnum sett í ráðherrafrumvörp löngu síðar,“ sagði Guðjón Arnar. „Til þess að brjóta upp veldi fjór- flokksins verður Frjálslyndi flokk- urinn að halda velli og stækka yfir 10 prósenta fylgi,“ sagði formaður- inn og bætti við að markmiðið væri að breyta völdum í íslensku þjóðfé- lagi, þannig að í framtíðinni yrði tekið mið af sjónarmiðum fleiri flokka. Lýðræði verði meira en flokksræði og ráðherravald minna. „Nú segi ég að það sé von mín og trú að í 12% eigum við að stefna. Þetta er hægt,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson. ■ Óréttlætanlegt illvirki Hryðjuverkin í Madríd á Spáni á miðvikudaginn hafa kostað 200 mannslíf og á annað þúsund eru sárir. Sú kenning hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafi með sprenging- unum verið að refsa Spánverjum fyrir aðild þeirra að Íraksstríðinu. HRYÐJUVERK Mögulegt er að hryðjuverkasamtökin al-Kaída beri ábyrgð á hermdarverkunum í Madríd á Spáni á miðvikudaginn þegar 200 manns létu lífið eftir sprengjuárásir á þrjár lestar- stöðvar. Allt að því 1500 slösuðust. Í fyrstu var talið að ETA, aðskiln- aðarhópur Baska, hafi staðið á bak við árásirnar. Spænskum stjórnvöldum bárust í hendur á laugardagskvöld myndbandsupp- taka af manni sem segist vera á vegum al-Kaída en hann lýsir því yfir að verknaðurinn hefði verið framinn í hefndarskyni fyrir þátt- töku Spánverja í Íraksstríðinu. Stjórnvöld á Spáni hafa leitað liðsinnis Evrópuríkja til þess að bera kennsl á manninn. Fréttablaðið leitaði eftir við- brögðum fulltrúa stjórnmála- flokkanna við þessum fréttum. sda@frettabladid.is Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGA Nýgerðir kjarasamningar bæta kjör þeirra lægst launuðu en betur má ef duga skal segja frjálslyndir. Landsráð frjálslyndra: Dugar ekki til framfærslu STJÓRNMÁL Hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og aukinn líf- eyrisréttur launþega eru jákvæð skref til betri afkomu fólks á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það vantar ennþá að lágmarkslaun og bætur dugi til framfærslu, segir í ályktun frá Landsráði Frjálslynda flokksins sem þingaði um helgina. Telja frjálslyndir að með undir- skrift kjarasamninga á almennum vinnumarkaði séu það enn á ný launamenn sem leggja grunn að vinnufriði næstu fjögur árin og eyða óvissu. ■ EIGUM AÐ STEFNA Í 12% Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir nauðsynlegt að flokk- ur sinn fari yfir 10% múrinn. Þannig kom- ist á virkara lýðræði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Málþing Frjálslynda flokksins: Flokkurinn stækki yfir 10% Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis: Vígvöllurinn færist nær Þetta eru fyrirlitlegar og mis-kunnarlausar aðgerðir. Ekki er enn vitað hver ber ábyrgð á þess- um hræðilegu verkum en það hefur verið bent á bæði ETA og al- Kaída. Það skiptir auðvit- að máli að komast að hinu sanna sem fyrst. Það að svona glæpa- menn séu til og geti athafnað sig er auðvitað bein ógn við um- heiminn allan. Það hefur verið bent á það að séu þetta verk al-Kaída þá séu þetta mestu óhæfuverk þeirra, svo vitað sé, síðan 11. septem- ber 2001 í New York, og nú er vígvöllurinn enn nær okkur eða í miðri Evrópu. Það virðist ljóst af fréttum að öryggisvarsla um alla Evrópu og víðar mun stóraukast í kjöl- farið hvort sem verknaðurinn tengist Írak eða ekki.“ ■ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar: Ætti ekki að koma á óvart Þetta ætti engum að koma á óvart.Það lá fyrir strax skömmu eftir að innrásar- stríðið í Írak hófst að hryðju- v e r k a m e n n lýstu yfir að þeir myndu freista þess að hefna stríðsins grimmilega. Þar með vofði alltaf sú ógn yfir að þau ríki sem sendu hermenn til Íraks kynnu að verða skotspónn. Það hefur nú gerst. Þetta er hins vegar óafsakanleg- ur og fordæmanlegur verknaður sem sýnir hversu hættuleg samtök- in eru og undirstrikar nauðsyn þess að gengið sé milli bols og höfuðs á þeim. Það var kolröng ákvörðun og ólýðræðisleg hjá íslenskum stjórn- völdum að styðja Bandaríkjamenn í þessu máli. Þrátt fyrir ódæðið á Spáni tel ég ekki líkur á því að augu hefnarverkamanna beinist hingað. Auðvitað verða stjórnvöld þó að vera við öllu búin í þessu efni sem öðrum.“ ■ Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra: Snertir okkur öll Það er engin leið að segja neittum slíka hluti fyrr en spænsk yfirvöld hafa staðfest hvað þarna hefur gerst. Fram hafa komið getgátur en það er sama hvaða samtök um er að ræða, þetta er hræði- legur atburður. Enginn get- ur réttlætt að myrða saklausa borgara á þennan hátt, sama við hvað er að eiga og er sjálfsagt að taka þátt í að berjast gegn því. Þetta snertir okkur öll, snertir allan heiminn. Okkur ber að taka þátt í barátt- unni gegn hryðjuverkum.“ ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: Aðferða- fræðin röng Það var nú strax önnur kenn-ingin sem uppi var að þessi hryðjuverk t e n g d u s t Í r a k s s t r í ð - inu. Spænsk s t j ó r n v ö l d héldu þó lengi í kenn- inguna um að ETA væri að verki. Mér finnst þó að- a l a t r i ð i ð vera að því miður er heimurinn ekki að verða öruggari, heildur þvert á móti. Verið er að nota kolrang- ar aðferðir í því sem kallað hefur verið baráttan gegn hryðjuverkum. Það hefur ekki skilað neinu að henda sprengj- um á Afganistan og Írak. Það er alveg ljóst að andúðin á Bandaríkjamönnum er farin að beinast að þeim þjóðum sem stóðu með þeim í Íraksstríðinu eins skelfilegt og það er. Stefna Bandaríkjamanna er vandamál og æsir upp það hat- ur sem er til staðar fyrir.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LÍKAMSÁRÁS Til ryskinga kom þegar nokkrir menn reyndu að komast í partí í íbúðarhúsi í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Íbúi þar vildi ekki hleypa þeim inn og enduðu átökin með því að hann puttabrotnaði. Lögregla var kölluð til og fór maðurinn í lækn- isskoðun. Árásarmennirnir létu sig hins vegar hverfa áður en lögreglan kom á vettvang. SAMSTAÐA GEGN HRYÐJUVERKAÓGNINNI Milljónir Spánverja sýndu samstöðu sína gegn hryðju- verkum með því að fara út á götur á föstudagskvöldi. Í gærmorgun voru einnig víða mótmæli gegn skorti á upplýsingum frá stjórnvöldum vegna atburðanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.