Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 24
25MÁNUDAGUR 15. mars 2004 hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 MARS Mánudagur DSC-F828 8.0 milljón pixlar Carl Zeiss T linsa 7x aðdráttur, 14x digital aðdráttur kr. 109.950 DSC-P72 3.2 milljón pixlar 3x aðdráttur (9.6x digital aðdráttur) MPEG Movie VX með hljóði kr. 29.950 Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is DSC-P32 3.2 milljón pixlar Smart Zoom MPEG Movie VX með hljóði kr. 18.950 ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík tekur á móti Grindavík í úrslitakeppni kvenna í körfubolta.  19.15 ÍS og KR eigast við í Kenn- araháskólanum í úrslitakeppni kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  14.55 Ensku mörkin á Stöð 2. Mörk helgarinnar úr enska boltanum.  18.00 Ensku mörkin á Sýn.  19.00 Spænsku mörkin á Sýn.  21.00 Evrópska mótaröðin í golfi á Sýn. Carlsberg Malaysian Open.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Ensku mörkin á Sýn.  23.25 Spænsku mörkin á Sýn.  03.05 Ensku mörkin á Stöð 2.  16.40 Helgarsportið endursýnt í Sjónvarpinu.  23.40 Markaregn í Sjónvarpinu. Öll mörk helgarinnar úr þýska fót- boltanum. JÓN ARNAR INGVARSSON Verður um kyrrt hjá Kópavogsliðinu þrátt fyrir fall í 1. deild. Jón Arnar Ingvarsson: Áfram hjá Breiðablik KÖRFUBOLTI Jón Arnar Ingvars- son hefur ákveðið að halda áfram þjálfun meistaraflokks Breiðabliks í körfuknattleik. Hann hefur stýrt liðinu undan- farin tvö ár. Liðið féll í fyrstu deild á dögunum og óvíst var hvert framhaldið yrði hjá Jóni. Hann hefur nú tjáð stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að hann vilji stjórna liðinu næsta vetur. Er stefnan sett á að kom- ast rakleiðis aftur í hóp þeirra bestu. Að því er kemur fram á heimasíðu Breiðabliks er talið mjög ólíklegt að þeir Mirko Virijevic og Pálmi Sigurgeirs- son leiki með liðinu á næstu leiktíð. ■ KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu KR-inga með 108 stigum gegn 95 í DHL-höllinni í gærkvöldi. Þar með náðu þeir að knýja fram úrslitaviðureign sem verður háð í Grindavík annað kvöld. Það var fyrst og fremst ótrú- legur fyrsti leikhluti hjá Grind- víkingum sem lagði grunninn að sigri þeirra. Skoruðu þeir 42 stig gegn aðeins 13 stigum heimamanna í leikhlutanum. Grindvíkingar hittu úr 14 af fyrstu 18 skotum sínum í leikn- um og hirtu þeir sjálfir frá- köstin af þeim fjórum skotum sem geiguðu. Hittu þeir úr 18 af 26 skotum sínum í leikhlutan- um öllum, sem verður að teljast frábær nýting. Eftir þessa rosa- legu byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Staðan í hálfleik var 36-66 fyrir Grind- víkinga og eftir þriðja leikhluta 64-93. KR-ingar náðu aðeins að klóra í bakkann í síðasta leik- hlutanum og skoruðu þá 16 stig- um meira en andstæðingarnir. Lokatölur engu að síður örugg- ur sigur Grindvíkinga 95-108. Darrell Lewis átti stórleik fyrir Grindvíkinga. Kappinn skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hitti hann úr 16 af 26 skotum sínum í leiknum. Anthony Jones var einnig góður með 24 stig, 7 frá- köst og 15 stoðsendingar. Pétur Guðmundsson og Jackie Rogers skoruðu hvor um sig 14 stig og Guðmundur Bragason 12. Hjá KR var Joshua Murray bestur með 38 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Skarphéð- inn Ingason og Elvin Mims settu niður 13 stig en Mims fann sig engan veginn á köflum í leiknum. Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit eftir stórsigur á Haukum 104-61 í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 39-67 Njarðvíkingum í vil. Brandon Woudstra var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig og þeir Brenton Birmingham og Halldór Karlsson skoruðu 16. Hjá Haukum var Michael Manciel stigahæstur með 21 stig. Kristinn Jónasson skoraði 11 stig, Sævar Ingi Haraldsson 10 og Whitney Robinson setti niður 7 stig. ■ DARRELL LEWIS Átti stórleik gegn KR í gær- kvöldi og skoraði 34 stig. Úrslitakeppni karla í gærkvöldi: Grindvíkingar völtuðu yfir KR í fyrsta leikhluta FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.