Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 15
Íljósi illa duldrar aðdáunar leið-arahöfunda Morgunblaðsins á starfsháttum Pútíns Rússlandsfor- seta er forvitnilegt að skoða ástæð- ur einstakra yfirburða hans í for- setakosningunum í gær. Úrslitin ein og sér - hátt í 80 prósent greiddra atkvæða - fær líklega flesta þá sem aldir eru upp í lýðræðisríkjum til að efast um kosningarnar. Ég man ekki eftir nokkrum stjórnmálamanni né nokkru stjórnmálaafli sem hefur fengið jafn mikla yfirburðakosn- ingu í nokkru lýðræðisríki, að for- setum Íslands undanskildum þegar þeir sigra Ástþór Magnússon eða viðlíka frambjóðendur. En það er illa komið fyrir Rússum ef engir fást í framboð aðrir en þarlendir Ástþórar. Enda er það ekki raunin. Pútín hefur hins vegar tekist að gera alla mótframbjóðendur sína að Ástþórum Magnússonum þar sem hann stjórnar öllum fjölmiðlum landsins. Þeir eru allir undir hæl forsetans og matreiða rússnesk stjórnmál ofan í almenning með því augnamiði að háttvirtur Pútín komi sem best út; að hann sé líklegur til að leysa allra vanda, aðrir séu skúrkar eða kjánar. Með fjölmiðl- ana að baki sér hefur Pútín ráðist með sama hætti gegn auðmönnum landsins sem hann telur að muni styðja aðra stjórnmálamenn eða muni jafnvel sjálfir snúa sér að stjórnmálum. Til þess beitir Pútín ekki aðeins fjölmiðlum heldur lög- reglu, saksóknurum, skattrann- sóknaraðilum og dómstólum. Þeir eru nú orðnir fáir á Vestur- löndum, fyrir utan Morgunblaðið – sem sjá ekki hvert Pútín er að fara með hið unga lýðræðisríki í Rúss- landi. Eftir alvarlega vaxtarverki lýðræðiskerfisins eftir fall kommún- ismans vildu menn á Vesturlöndum unna Pútín ákveðins svigrúms til að forða Rússlandi frá upplausn. Nú er hins vegar óðum að koma í ljós að Pútín notar aukin völd sín til að auka þau meira og er á hraðleið með að brjóta alla þætti samfélagsins undir sig. Enginn sem vill lifa og starfa í Rússlandi kemst til lengdar upp með einhvert múður gagnvart forsetan- um. Vilji hans er orðinn æðri skráð- um lögum og reglum. Þær lýðræðis- legu stofnanir sem á Vesturlöndum hafa það hlutverk að framfylgja skráðum reglum samfélagsins er í Rússlandi beitt til að knýja fram vilja forsetans. Flestum stjórnvöld- um á Vesturlöndum sem þó eru ef til vill háðari stöðugleika í rússneskum stjórnmálum en þroska samfélags- ins þar austur frá er farið að blöskra ástandið í Rússlandi. Hvers vegna Morgunblaðið mærir þennan forseta fyrir harða baráttu hans gagnvart öllum þeim sem ekki lúta vilja hans er hins vegar illskiljanlegt. Ég vil ekki trúa því að leiðarahöfundar blaðsins vilji telja okkur trú um að aðstæður okkar séu svipaðar og í Rússlandi og að þær kalli á jafn frá- leita stefnu og Pútín hefur beint rússnesku samfélagi á. ■ Grunnskólarnir í Reykjavíkhafa sýnt á sér margar góð- ar hliðar undanfarnar vikur og fleira er í bígerð, allt ber það vitni um framsækið, fjölbreytt og líflegt skólastarf. Sönnun þess að borgin er í forystu um margt sem varðar skólamál á Íslandi blasir við í þessari flóru. Listahátíð og grunn- skólabörn Fyrir nokkrum dögum var undirritaður samningur Lista- hátíðar og borgarinnar um sam- starf sem tryggir grunnskóla- börnum þátttöku í hatíðinni. Tæpast eru mörg önnur dæmi um alþjóðlega og metnaðarfulla listahátíð sem starfar jafn náið með skapandi grunnskólabörn- um og hér. Þegar í vor taka skólabörn þátt í verkefnum sem athygli munu vekja í samstarfi við innlenda og erlenda lista- menn. Nú verður Listahátíð ár- lega og borgin hefur tryggt börnum sínum þátttöku! Hvatningarverðlaun skólanna Nýlega voru afhent hvatning- arverðlaun til skólanna sem þökk fyrir framsækin nýsköp- unarverkefni. Alls voru tilnefnd yfir 70 verkefni sem hlýtur að teljast glæsilegt fyrir grunn- skólana, öll þóttu merkileg. Þau eiga það flest sameiginlegt að spretta upp úr grasrótinni. Ólík, en góð verkefni sem sýna vel frumkvæði og metnað, ekki bara skólafólks, heldur þeirra sem vinna með því í grenndar- samfélaginu. Athöfnin á Kjar- valsstöðum var þrungin stolti þeirra sem eiga vissulega hól skilið. Þeir sem telja að ,,ekkert sé að gerast“ í skólum ættu að kynna sér þessi verkefni! Þróunarstyrkir borgarinnar Þá hafa þróunarstyrkir borg- arinnar til skólanna verið af- hentir, auk styrkja fræðsluráðs, alls um 40 milljónir. Móðurskól- ar okkar sitja ekki einir að þessu fé, þótt mikilvægir séu, listinn yfir verkefni sem fræðsluráð styrkir sýnir svo ekki verður um villst að gríðar- leg gerjun er í skólastarfinu. Meðal þess sem fræðsluráð ákvað að styrkja sérstaklega eru verkefni fyrir bráðger börn, en starfshópur er nú að störfum um leiðir í þeim efnum þegar þriggja ára tilraunatímabili lýk- ur í vor. Við tókum frá fé til að eiga til að fylgja eftir starfi hópsins og munum leggja 2,5 m.kr. til þess þegar á þessu ári til viðbótar því sem þegar er á fjárhagsáætlun. Ráðstefna, sýning og opinn fundur Núverandi fræðsluráð hefur gert það að einum af hornstein- um í stefnu sinni að bæta upp- lýsingar, samræðu um mennta- mál og skólastefnu. Í apríl verð- ur haldið málþing um þunga- miðjuna í þróun skólastarfs til móts við nýja öld: einstaklings- miðað nám. Áður verður stór sýning í Borgarleikhúsinu þar sem móðurskólar borgarinnar kynna verkefni sín, bæði leikum og lærðum og öllu áhugafólki um skólamál. Þessi sýning fylg- ir eftir frábærum árangri af sams konar kynningu á þróunar- starfi sem haldin var í Ráðhús- inu í fyrra. Einnig er á dagskrá að halda opinn fund fræðsluráðs um málefni pilta í grunnskólum, en staða þeirra er mörgum hug- leikin í kjölfar kannana sem sýna að á ákveðnum aldri eiga ungir piltar erfiðara uppdráttar í skólanum en aðrir hópar. Hvatningarverðlaun nemenda Þann 17. júní afhendum við öðru sinni hvatningarverðlaun nemenda í grunnskólum. Það var gert í fyrsta sinn í fyrra og vakti mikla athygli. Sú athöfn er okkur mörgum minnisstæð, og sú jákvæða umræða sem fylgdi á eftir, ekki síst af hálfu þeirra frábæru nemenda sem hampað var með þessum hætti. Vonir standa til að nú tilnefni fleiri skólar nemendur sem á ein- hvern hátt hafa sýnt gott for- dæmi. Allt eru þetta dæmi um mikla áherslu fræðsluyfirvalda á framsókn, þróun, umræðu um skólamál og hvatningu til þeirra sem standa sig vel í skólum borgarinnar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kosningar í Rússlandi. 16 15. mars 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar þetta er skrifað ásunnudagsmorgni bendir flest til þess að sökin á ódæðinu í Madríd liggi hjá glæpasamtök- unum sem kennd eru við al- Kaída og er réttlætingin á þessu kaldrifjaða fjöldamorði á spæn- sku alþýðufólki stuðningur Spánarstjórnar við hernað Bush-stjórnarinnar í Afganistan og Írak. Erfitt er að setja sig inn í það hatur sem knýr menn til slíkra verka, þá dauðadýrkun og eyði- leggingarfýsn sem þeir eru haldnir, sálarleysi þeirra og ómennsku. Þótt þeir réttlæti morðin með þjáningum trú- bræðra sinna þá eru þessir menn sjálfir ekki fórnarlömb annars en áunninnar geðbilunar. Þeir búa sjálfir ekki við daglega ógn, ýmislegt bendir til að þeir sem báru ábyrgð á sprengingun- um í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001 hafi verið einrænir kúristar, og víst er að til að geta framkvæmt svo skelfileg ill- virki þurfa menn að hafa slitið á tengsl við samfélag manna, ófærir um meðlíðan. Það er öfugmæli að kenna slík illvirki við trúarlíf og trúrækni því að manni finnst að tilbeiðslan og bænin sem órjúfanlega er tengd allri lifandi trú - hvort sem hún beinist að Kristi, Javhe eða Allah eða öðrum nafnbirtingum guðdómsins - hljóti um leið að vera lofgjörð lífsins: í huga þess trúaða hlýtur lífið að vera heil- agt. Til hvers? Flestallur nútímahernaður felst í því að karlmenn fara um í hópum slitnir úr tengslum við mannlegt samfélag, ærðir af áfengi, eiturlyfjum eða öðrum brjálsemishvötum og rífa niður það sem aðrir hafa byggt: rífa niður mannlegt samfélag, myrða svokallaða óbreytta borgara, konur, börn, gamal- menni, aðra karlmenn. Þótt þessir hermenn hugsi ekki margt á vegferð sinni og her- mennskan sé markmið í sjálfri sér þá eru ráðamenn að baki þeim. Að baki þessum hamför- um af manna völdum liggur yfirleitt einhver hugsun, sem snýst um aðgang tiltekins hóps að tilteknum gæðum. Kannski liggur í þessu mun- urinn á hryðjuverkum og öðr- um stríðsaðgerðum. Maður kemur ekki auga á hugsunina - eða öllu heldur: hugsunin sem sýnist vera að baki er ekki bara stórkostlega siðlaus og and- styggileg heldur fyrst og fremst yfirþyrmandi heimsku- leg, þó ekki væri nema fyrir þá sök að nú munu karlmenn af marokkóskum og indverskum uppruna eiga í vændum erfið- ari tíma í Evrópu en áður því þeir munu sjálfkrafa grunaðir um græsku. Allur hernaður bitnar á sak- lausu fólki og beinist að því í mismiklum mæli en í tilviki hryðjuverkanna er sjálfur fá- ránleiki ódæðanna nánast eins og markmið í sjálfu sér, sjálft æpandi tilgangsleysið sem læt- ur okkur fá á tilfinninguna að um sé að ræða sérlega grimman andstæðing, sérlega slóttugan og - það sem skelfilegast er: sér- lega óútreiknanlegan. Hryðjuverk líklegra en eld- gos? Hvernig er hægt að bregðast við ódæði af þessu tagi? Með því að efla lögregluna? Spánverjar eiga sér nokkra hefð í öflugri herlögreglu sem rekur sögu sína allt til fasistatímans og á Spáni er lögreglan afar sýnileg en hún kom samt sem áður ekki í veg fyrir þessar sprengingar. Þar með er ekki sagt að ekki beri að treysta á vökula löggæslu í þessu sem öðru, einkum í um- ferðinni þar sem lögreglan virð- ist því miður leggja meiri stund á að liggja í felum til að geta gómað hraðakstursmenn en að vera sýnileg til að koma í veg fyrir ofsaaksturinn, með öðrum orðum áhugasamari um að sjá lögbrot en að koma í veg fyrir þau... Óneitanlega setur samt að manni dálítinn ugg þegar mað- ur les í viðtali við Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra í Morg- unblaðinu þann 9. mars síðast- liðinn að hann telji hamfarir af mannavöldum líklegri en nátt- úruhamfarir. Kannski var hann bara klaufalegur í orðavali: kannski þekkir hann ekki vel ís- lenskan veruleika til sjávar og sveita en með svona tali er ráð- herrann nánast að slá því föstu að yfir okkur grúfi hryðju- verkaógn, því að náttúruham- farir eiga eftir að koma hér á landi fyrr eða síðar, sú er blátt áfram saga byggðar í landinu: mestu varðar að vera búinn undir þau og reyna að koma í veg fyrir manntjón. Þegar ráð- herrann stillir þessu svona upp nánast eins og forgangsröð hafi verið röng hjá okkur þá gerir hann lítið úr þeirri hættu sem Íslendingum stafar af náttúru- öflunum. Satt að segja hélt maður að sérhver Íslendingur skynjaði þessa hættu. Það er mikilvægt að ráða- menn séu í tengslum við samfé- lag sitt. Og það er mikilvægt að þeir ali ekki á ótta að ósekju nóg er nú samt. Óskandi væri að atburðirnir í Madrid verði ekki til þess að efla þau afturhaldsöfl sem notfæra sér slíka atburði til að draga úr frjálsræði, eins og gerst hefur í Bandaríkjunum í tíð Bush-stjórnarinnar. Við þurf- um að vera á verði - svo sannar- lega - líka gagnvart þeim sem vilja knýja í gegn eðlisbreytingu á íslensku lögreglunni, hervæða hana og gera hana ómanneskju- legri. ■ Hryðjuverk og hamfarir■ Af netinu Blómlegt skólalíf Vondur forseti sigrar í sviðsettum kosningum Á góðum bíl í fríið með Avis Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Verona kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Hringleikahús stjórnarandstöðunnar! „Það má með sanni segja að um- ræðan um fyrirætlun dómsmála- ráðherra um eflingu sérsveita lög- reglunnar hafi verið öfugsnúin. Í henni var stjórnarandstaðan í þeirri miður sjaldgæfu stöðu að gagnrýna aukin ríkisútgjöld. Í stuttu máli þá felur tillagan í sér fjölgun sérsveitarmanna úr 21 í 50. Markmiðið er að treysta öryggið í landinu og efla löggæslu enda er frumskylda hvers ríkis að vernda almenning í viðkomandi landi. Þannig er ríkisvaldið á vissan hátt að bregðast við þeirri hryðju- verkaógn sem nær öll lönd standa frammi fyrir. Komið hefur fram að hér á landi þurfi að vera til staðar þekking og mannafli til að takast á við hryðjuverkamenn sem mögu- lega gætu gripið til aðgerða t.d. gegn flugvélum og skipum sem eiga leið í gegnum íslenska lögsögu. Auk þess fer fjöldi vopnaðra rána og of- beldisglæpa því miður fjölgandi hér á landi.“ Sorgleg málefnafátækt „Gagnrýni einstakra þingmanna úr stjórnarandstöðunni á boðaða stækkun hefur vakið nokkra at- hygli. Reyndar hefur hún á stórum köflum verið sorglega ómálefnaleg og jafnvel orðið nokkrum þeirra til minnkunar, s.s. Helga Hjörvari. Hins vegar var merkilegt að hluti gagnrýni stjórnarandstöðunnar beindist að þeim aukna kostnaði sem stækkuninni óhjákvæmilega fylgir. Þar kveður við alveg nýjan tón þar sem stjórnarandstaðan hef- ur hingað til ekki verið þekkt fyrir að halda aftur af sér við að auka útgjöld ríkisins á kostnað skatt- greiðenda. Ef til vill eru skilaboð Heimdallar og annarra ungra sjálf- stæðismanna sem ítrekað hafa gagnrýnt útgjaldaþenslu ríkisins að komast til skila. Með þá von í huga verður fróðlegt að fylgjast með hvort tillögur sem fela í sér aukinn kostnað fái sömu viðtökur af þeirra hálfu.“ - ATLI RAFN BJÖRNSSON Á WWW. FRELSI.IS GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um hryðju- verk og hamfarir Um daginnog veginnUmræðan STEFÁN JÓN HAFSTEIN ■ formaður fræðsluráðs Reykjavíkur skrifar um skólalíf í borginni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.