Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 29
Hrósið 30 15. mars 2004 MÁNUDAGUR ... fær Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir að heilla bandaríska gagn- rýnendur með Höll minninganna. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Samúel Örn Erlingsson. Einar Benediktsson. María Björg Ágústsdóttir. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 í dag Afi Texas- drengsins gagnrýnir yfirvöld Sonja Zorrilla Milljarðar til barna Dyravörður á Dubliners barði mann og annan Pondus eftir Frode Øverli Frændur vorir, Írar, eru háttskrifaðir á landinu um þessar mundir. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice heldur tónleika á NASA á föstudaginn en þeir 600 miðar sem í boði voru á tónleika hans seldust upp á einum degi. Miðasalan hófst að morgni mið- vikudagsins 10. mars í Skífunni á Laugavegi og allt var uppselt fyrir lok dags. Fyrir þá sem kræktu sér í miða er rétt að minna á að húsið opnar klukkan 22 á föstudaginn. Annar og enn frægari Íri, LiamNeeson, heiðraði landann með nærveru sinni á dögunum þegar hann mætti hingað vegna upptöku á atriði fyrir nýju Batman-mynd- ina. Vefurinn Pabbar.is hefur fyrir því „áreiðanlegar heimildir“ að Neeson hafi notið þess í botn að dvelja á Íslandi ekki síst vegna þess að hann gat spókað sig um í Kringlunni óáreittur af æstum að- dáendum. „Liam Neeson mun hafa verið mjög hissa á að enginn skuli hafa þekkt sig, en fundist það svo notalegt eftir allt saman. Eiginkona Liam mun hafa verið með honum í verslunarferðinni og verið sátt við Kringluna.“ Íslendingar eru öðrum fróðari um það sem gerist á hvíta tjaldinu og því hafa væntanlega margir þekkt kauða en þjóðin er hins vegar kurteis við útlendinga og er ekki þekkt fyrir það að abb- ast upp á frægt fólk. Þetta þekkja menn eins og John Travolta og Eric Clapton mæta vel og koma hingað þegar þeir vilja slappa af. Fréttiraf fólki Lárétt: 1 höfuðfat, 5 óvissa, 6 drykkur, 7 sólguð, 8 ger, 9 stórhýsi, 10 hætta, 12 eitt þúsund fimmtíu og einn, 13 dýr af hjartaætt (þf), 15 á nótu, 16 slæmt, 18 æstu. Lóðrétt: 1 vopnað lið, 2 ættingja, 3 ganghljóð mínus f, 4 konu, 6 loða, 8 eins um ö, 11 fiskur, 14 sjór, 17 félag. Lausn. Lárétt:1hatt,5efi,6te,7ra,8mor, 9 höll,10vá,12mli,13elg,15an,16illt, 18ærðu. Lóðrétt:1hersveit,2afa,3ti,4kerl- ingu,6tolla,8möm,11áll,14glæ,17tr. Hey! Flottur baðsloppur! Þetta er æfingagallinn minn! Ég æfi Woc-yu-tu! Woc-yu-tu? Það hljómar eins og þú sért fullfær um að verja þig! Prófaðu bara að ráðast á mig! Svona? Ert’a berja DÖMU?! Woc-yu-tu! Listin að fá aðra til að traðka á andstæðingnum! 1-1-2! Listin að hringja á sjúkrabíl!SLAPP! Eins og skólastelpa við hliðina á goðinu Þetta er búinn að vera gamalldraumur og aðalmálið var auð- vitað að hitta jaxlinn,“ segir Jó- hann Ingi Stefánsson, einkaþjálf- ari í Sporthúsinu, sem hitti sjálfan Arnold Schwarzenegger á vaxta- ræktarkeppninni Arnold Classic í Columbus í Ohio fyrstu helgina í mars. „Arnold stofnaði þessa keppni fyrir 16 árum og hún er orðin sú stærsta í heimi en það er einnig heilmikil sýning haldin samhliða þar sem ýmsar vörur tengdar sportinu eru kynntar. Það voru 600 básar þarna og allar gömlu hetjurnar voru á staðnum að árita myndir og kynna fæðubótaefni.“ Jóhann hitti meðal annarra gömlu goðsögnina Bill Kazmeyer sem keppti á sama tíma og Jón Páll Sigmarsson um titilinn sterkasti maður heims. „Hann er löngu hættur að keppa og er orð- inn talsmaður Met-Rx fæðubóta- varanna. Hann sýndi samt hvað í honum býr og rúllaði meðal ann- ars upp steikarpönnu eins og hún væri pizzukassi.“ Þá var Lou Ferr- ingo einnig í góðu stuði en hann lék græna risann Hulk í sam- nefndum sjónvarpsþáttum löngu fyrir tíma tölvutækninnar og fór létt með að sprengja fötin utan af sér þegar hann varð grænn með því einu að hnykla vöðvana.“ Arnold Schwarzenegger gefur sér ætíð tíma til að sinna keppninni þrátt fyrir miklar annir, fyrst í bíó- bransanum og nú sem ríkisstjóri Kaliforníu. „Hann mætti með kon- unni, börnunum og Sylvester Stallone og var þarna alla helgina. Það var mikill hraði og öryggis- gæsla í kringum kallinn og það gafst ekki mikill tími til að tala við hann,“ segir Jóhann sem keypti sér sérstakan passa á sýninguna á 25.000 krónur en innifalin í verð- inu var myndataka með Arnold. „Maður var eins og smástelpa þeg- ar maður komst að honum, titraði bara í hnjánum. Hann er samt ekki nema um 182 sentímetrar á hæð og ekki eins rosalega breiður og hann var en hann er flottur.“ Jóhanni tókst með nokkrum for- tölum að færa Schwarzenegger bókina Lost In Iceland en öryggis- verðirnir hleyptu honum ekki í gegn með bókina fyrr en hann sagði þeim að hann væri að færa ríkisstjóranum hana sérstaklega sem gjöf frá íslenskum stjórnvöld- um. ■ Vaxtarrækt JÓHANN INGI STEFÁNSSON ■ Einkaþjálfari lét gamlan draum ræt- ast þegar hann fór á Arnold Open í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Hápunkturinn var að hitta sjálfan Arnold JÓHANN INGI OG ARNOLD „Ég ætla aftur, það er alveg klárt mál,“ segir Jóhann Ingi sem kiknaði í hnjánum þegar hann hitti Arnold Schwarzenegger á vaxtaræktar- keppninni Arnold Open í Ohio.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.