Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 16
17MÁNUDAGUR 15. mars 2004 Ég sá í Morgunblaðinu þann 6.mars sl. grein undir fyrirsögn- inni ,“Ísland talið framtíðarstaður fyrir orkufreka stóriðju“ og mér varð flökurt af sorg. En síðan hugsaði ég, til hvers að hugsa svona, eigum við ekki að vera JÁKVÆÐ, það heyrist úr öll- um áttum nú á tímum. Til að mynda varðandi allt klúðrið í sambandi við Kára- hnjúkavirkjunina. Þar gengur allt á afturfótunum og draumsýnin um hversu ábatasöm og umhverf- isvæn og góð fyrir land og þjóð þessi virkjun sé, er að hverfa út í Austfjarðaþokuna og menn eru farnir að vakna upp við vonda drauma og jafnvel martraðir. En þá er bara sagt „byrjunarörðug- leikar“og „ólíkir menningarheim- ar“ og „þetta er að lagast“ og „úr þessu verður brátt bætt“ og fleira í þeim dúr og það er sama hvað kemur upp á, á því finnst jafnan ofur eðlileg skýring og í restina er klykkt út með sígildustu setning- unni á Íslandi í dag, nefnilega „þetta er allt í réttum farvegi.“ Ein allsherjar útsala En svo er að sjá að salan á auð- lindum Íslands til stórfyrirtækis- ins Alcoa (sem hefur u.þ.b. nífalda veltu miðað við hið íslenska þjóð- arbú - en þetta vissuð þið sjálfsagt fyrir) sé rétt aðeins byrjunin á því að setja arf afkomenda okkar á eina allsherjar stórkostlega út- sölu á heimsvísu. Og um leið telj- umst við svo heppin að komast í röð hinna svonefndu vanþróuðu landa, sem eiga ekki annarra kosta völ en að fórna náttúrunni undir orkufreka stóriðju í eigu forríkra þjóða. Til hamingju með þennan merka áfanga kæra þjóð, þetta er stórkostlegur áfangi nú eða í það minnsta stór kostulegur, því ekki er það svo að við séum svo fátæk að okkur sé það nauðug- ur einn kosturinn að hrifsa til okk- ar bestu bitana án tilhugsunar um hver afstaða komandi kynslóða verður varðandi náttúruauðlind- irnar; þau munu ekki hafa val. Fyrir því erum við nú að sjá. Niðurlægjandi sníkjur og betl Við erum miklir aðdáendur Ameríkana. Við styðjum Bush í blíðu og í stríði, hvort sem við viljum eða viljum ekki. Dabbi og Dóri taka þær ákvarðanir fyrir okkur. Við erum í góðum höndum og hlutirnir eru í réttum farvegi. Björn vill gjarnan stofna her okk- ur til verndar og þeir leggja mik- ið á sig þessir menn sem vinna við að stýra okkur rétta leið í tilver- unni. En það er í raun sárt að sjá hversu mikið þeir hafa fyrir þessu og þeir þurfa að vera með alls konar niðurlægjandi sníkjur og betl við hann Bush, sem virðist ekki alveg nógu staðfastur í að passa upp á okkur hér á þessari guðsvoluðu eyju í úthafi. Seljum Bush allt klabbið Því kom mér þjóðráð í hug; nefnilega, af hverju seljum við ekki annaðhvort allt heila helvítis klabbið hér honum Bush og öllum hinum góðu könunum á álíka spottprís og við afhendum Alcoa auðlindir okkar (við vitum ekki einu sinni sjálf með hversu marg- földum afslætti þeir fá orkuna okkar á) eða, myndu þeir ekki jafnvel bara vilja ættleiða gjör- valla þjóðina og landið með karl- arnir í vestri? Þá þyrftum við ekki að burðast með allar þessar áhyggjur út af öllum sköpuðum hlutum og gætum verið viss um að herinn ameríski yrði um kyrrt. Björn og Davíð gætu helgað sig ritstörfum (gætu t.d. ritað ævi- sögu Kiljans; hvor með sínu nefi) og hægt væri að finna einhvern þægilegan stól fyrir Halldór karl- inn svo brosið tolli nú loks á hans ásjónu, áreynslulaust. Ég held að betri kostir fyrir okkur Íslend- inga séu ekki fyrir hendi a.m.k. ekki auðveldari. Og við yrðum kannski loksins eins hamingju- söm og við segjumst vera. Davids and Dorisland Náttúran yrði pís of keik, henni yrði útrýmt jafnt og þétt og um leið og einhver auðlindin yrði upp urin þá væri tekið til við þá næstu. Fegurðin yrði fólg- in í þægilegheitum og stíflum og stórum uppistöðulónum. En þeg- ar leirfok yfir byggð úr lónunum yrði óbærilegt væri hreinlega malbikað yfir þau vesensvæði “Eimen.“ Hægt yrði að skrúfa frá og fyrir alla flóðlýstu foss- ana að vild svo sem eins og þeg- ar allir erlendu ferðamennirnir flykkjast til landsins til að skoða virkjanirnar og tilbúnu lónin. Já og það eru jafnvel enn stærri möguleikar fyrir hendi; hvað með eins konar Disneyland!!?? Disney-eyjan Ísland, öll fokking eyjan eins og hún leggur sig! Al- deilis frábært og ef vel lægi á Bush samþykkti hann e.t.v. að hið íslenska Disneyland fengi að heita Dabbaland! Eða Dóraland! Eða Dabba&Dóraland! En við vildum kannski líka ameríkan- isera nafnið og Bush örugglega líka; svo hvernig hljómaði „Dav- ids and Dorisland“? Er þetta ekki bara málið landar mínir, ég held það svei mér þá. Yess, yess, yess, -og til hamingju. Alveg innilega.....■ Til hamingju Íslendingar; alveg innilega Umræðan GRÉTA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR ■ á Vaði í Skriðdal skrifar um stóriðjustefnu stjórnvalda FRÁ KÁRAHNJÚKUM Við Kárahnjúkavirkjun gengur allt á afturfótunum og draumsýnin um hversu ábatasöm og umhverfisvæn og góð fyrir land og þjóð þessi virkjun sé, er að hverfa út í Austfjarðaþokuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.