Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 23.03.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR SÆNSKT Í BÆJARBÍÓI Kvikmynda- safn Íslands sýnir í kvöld sænsku kvik- myndina „Här har du dit liv“ eftir Jan Troell frá árinu 1966. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og hefst sýning hennar klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ER AÐ ÞYKKNA UPP í Reykjavíkinni og vestantil á landinu og síðan einnig annars staðar. Fer að rigna síðdegis á vestanverðu landinu. Hlýnandi veður. Sjá síðu 6 23. mars 2004 – 82. tölublað – 4. árgangur ● keppir í fótbolta við faber&faber Snæbjörn í Bjarti: ▲ SÍÐA 38 Dvergur gegn risa ● saman á ný ABBA: ▲ SÍÐA 34 30 ár frá Waterloo ● 39 ára í dag Einar Sveinbjörnsson: ▲ SÍÐA 22 Afmæli á alþjóð- legum veðurdegi ● hvað kosta jakkafötin? Dúfa Einarsdóttir: ▲ SÍÐA 24 Aldrei farið á kortaflipp ÞAGÐI Prestur, sem leitað var til í febrúar 2003 þegar upp komst um afleysingaprest sem leitaði sambands við drengi á Netinu, gerði aldrei neitt í málinu. Sjá síðu 2 ENGIN AFSKIPTI Fagráð kirkjunnar um kynferðisafbrot ætlar ekki að hafa af- skipti af prestinum sem nú er til rannsókn- ar vegna meints kynferðissambands við 15 ára pilt. Sjá síðu 2 KJÓSENDUR TREYSTA STEIN- GRÍMI Formaður Vinstri grænna nýtur mests trausts samkvæmt skoðanakönnun blaðsins. Formaður Samfylkingarinnar nýtur minnst trausts. Davíð Oddsson er umdeild- ur sem fyrr. Sjá síðu 10 HAMAS HÓTAR HEFNDUM Á þriðja hundrað þúsund Palestínumenn fylgdu Ahmed Yassin, stofnanda og trúarlegum leiðtoga Hamas-samtakanna, til grafar í gær. Samtökin hóta hefndum. Sjá síðu 12-13 SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisráð ákvað í gær að sekta Lögmannafé- lag Íslands um þrjár og hálfa millj- ón króna fyrir að hafa hvatt til hækkunar og samræmingar á gjaldskrá lögmanna. Lögmennirnir ætla að áfrýja. Í fréttatilkynningu frá Sam- keppnisstofnun segir að Lög- mannafélagið hafi með því að láta semja kostnaðargrunn og birta hann brotið gegn bannákvæðum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Andri Árnason, lögmaður Lög- mannafélags Íslands, segir að reiknað sé með því að úrskurðin- um verði skotið til áfrýjunarnefnd- ar þótt ekki hafi enn verið tekin formlega ákvörðun þar um. „Lögmannafélagið lét gera þessa könnun í fullkomlega lögleg- um tilgangi. Samkeppnisstofnun telur að orðalag hafi falið í sér hvatningu til lögmanna en menn eru ekki sammála um það. Það hef- ur aldrei staðið til af hálfu Lög- mannafélagsins að hvetja lögmenn til að breyta gjaldskrá sinni,“ segir Andri. Hann segir málið snúið þar sem Lögmannafélagið hafi það hlutverk að gera verðskrárkannanir sem meðal annars eru notaðar til þess að ákvarða þóknun til lögmanna á grundvelli dómsúrskurða. ■ fjármál o.fl. SLYS Í ÁRTÚNSBREKKU Árekstur tveggja bíla olli gríðarlegum umferðartöfum um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Ökumenn bílanna voru fluttir á sjúkrahús. Þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir en losa þurfti annan þeirra með tækjabíl. Talið er að annar ökumannanna hafi sveigt yfir á rangan vegarhelming. Lögregla lokaði tveimur af þremur akreinum Ártúnsbrekku í austur í um klukkustund eftir að slysið varð. EINKAVÆÐING „Áreiðanleikakönnun hefur staðið yfir undanfarnar vik- ur og hafa stjórnendur fyrirtækis- ins verið önnum kafnir við upplýs- ingagjöf,“ sagði Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, á aðal- fundi fyrirtækisins í gær og bætti við að söluferli Símans myndi hefj- ast innan skamms. Rannveig sagði undirbúning að sölu fyrirtækisins hafa staðið frá hausti en Framkvæmdanefnd um einkavæðingu fól Pricewaterhouse- Coopers og Landwell lögmannsstofu að vinna áreiðanleikakönnun á Sím- anum vegna fyrirhugaðrar sölu. Rannveig sagði að farið hefði verið gaumgæfilega yfir alla þætti sem snerti efnahag félagsins. Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu og for- maður einkavæðingarnefndar, seg- ir að ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans verði boðin út á næstunni. „Það hefur verið unnið að þessu að undanförnu og sú vinna er langt komin,“ segir Ólafur, en segir eng- ar dagsetningar ákveðnar. Aðstæður fyrir sölu Símans eru ákjósanlegar um þessar mundir. Eftirspurn er á hlutabréfamarkaði og miklir peningar í umferð sem að mati sérfræðinga verður sífellt erfiðara að finna farveg fyrir. Stærstu fjárfestar á markaðnum eins og Straumur fjárfestingar- banki og Burðarás eru að skoða hug sinn til kaupa á Símanum. Ís- landsbanki og Straumur hófu und- irbúning fyrri hluta vetrar. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu búlgarskt símafyrirtæki. Með hon- um í þeirri fjárfestingu voru Straumur, Burðarás og Síminn. Síminn er fjárhagslega stöndugt fyrirtæki, en fjárfestar telja hættu á að verðmiðinn geti orðið of hár. Norræn símafyriræki fóru á markað við slíkar aðstæður og lækkuðu hratt í verði í kjölfarið. Síðast þegar sala Símans var reynd var verðið hærra en markaðurinn var tilbúinn að borga, 40 milljarð- ar. Nú er stemningin á markaðnum betri og ólíklegt að seljandinn, ís- lenska ríkið, sé tilbúinn að lækka verð frá því sem þá var. haflidi@frettabladid.is Samkeppnisráð: Dæmir lögmenn í 3,5 milljóna sekt Síminn að verða tilbúinn til sölu Undanfarnar vikur hefur verið unnið að áreiðanleikakönnun til undirbúnings sölu Símans. Formaður einkavæðingarnefndar gerir ráð fyrir að ráðgjöf við söluna verði boðin út á næstunni. Margir öflugustu innlendu fjárfestarnir eru áhugasamir um fyrirtækið. Grafa hrapaði: Bjargaði sér frá stórslysi KÁRAHNJÚKAR Starfsmaður við Kárahnjúka getur þakkað snörum viðbrögðum að ekki fór illa í gær þegar beltagrafa sem hann vann á rann niður bratta brekku í Hafra- hvammsgljúfri. Maðurinn fleygði sér út úr gröfunni þegar hún byrjaði að renna niður brekkuna en hún féll fimmtíu til sjötíu metra og er mik- ið skemmd eða ónýt að sögn lög- reglu á Egilsstöðum. Lögregla segir að starfsmaðurinn, sem er íslenskur, virðist hafa verið snöggur að átta sig og slapp hann því frá óhappinu með skrámur og smávægileg meiðsl. Slysið varð síðdegis í gær. Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 Rannveig Rist: Sakar OR um lögbrot SAMKEPPNI Rannveig Rist, stjórn- arformaður Símans, sakaði Orku- veitu Reykjavíkur um brot á sam- keppnislögum í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins í gær. „Orkuveita Reykjavíkur hefur um nokkurt skeið byggt upp fjar- skiptaþjónustu í samkeppni við Símann. Síminn telur líklegt að uppbygging á fjarskiptastarfsemi fyrirtækisins hafi verið fjár- mögnuð með tekjum úr sjóðum sem til hafa orðið af annarri starf- semi Orkuveitunnar, sem nýtur einkaleyfisverndar,“ sagði Rann- veig. Í fjórtándu grein samkeppn- islaga er sérstaklega kveðið á um að óheimilt sé að niðurgreiða sam- keppnisrekstur með einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi. ■FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÚR HÉRAÐSDÓMI Lögmenn gerðu verðkönnun meðal ann- ars til að afla upplýsinga til leiðbeiningar þegar málskostnaður er ákvarðaður fyrir dómstólum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.