Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 6
6 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Bandaríkin
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 70,92 0,38%
Sterlingspund 130,69 0.86%
Dönsk króna 11,75 0,21%
Evra 87,48 0,19%
Gengisvísitala krónu 121,39 0,12%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 3738
Velta 5.358 milljónir
ICEX-15 2.544 0,26%
Mestu viðskiptin
Straumur Fjárfestingarb. hf 193.547
Landsbanki Íslands hf. 100.252
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 97.075
Mesta hækkun
Medcare Flaga 6,48%
Og fjarskipti hf. 1,21%
Össur hf 0,97%
Mesta lækkun
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -14,89%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -2,58%
AFL fjárfestingarfélag hf. -1,96%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.045,3 -1,4%
Nasdaq* 1.903,3 -1,9%
FTSE 4.333,8 -1,9%
DAX 3.729,2 -2,4%
NK50 1.407,9 -0,1%
S&P* 1.094,6 -1,4%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvaða fugl er í hugum Rangæingafyrsti vorboðinn?
2Hver er forstöðumaður skíðasvæð-anna í Bláföllum og Skálafelli?
3Fáskrúðsfirðingar frumsýna í sumaróperuna Le Pays. Hver samdi óper-
una?
Svörin eru á bls. 38
UTANRÍKISMÁL Íslenska utanríkis-
ráðuneytið ákvað að hætta ferða-
málasamstarfi við Kína þegar í
ljós kom að kínversk sendinefnd
hefði að líkindum komið til Ís-
lands á fölskum forsendum og
svindlað sér inn á Schengen-
svæðið eftir að hún fór af landi
brott. Íslensk stjórnvöld höfðu
greitt götur nefndarmanna og
stuðlað að því að þeir fengju vega-
bréfsáritanir sem giltu á öllu
Schengen-svæðinu.
Rúmlega hundrað manna
sendinefnd kom hingað til lands í
desember 2002 í því skyni að efla
verslun og ferðalög á milli Íslands
og Kína. Haldin var vörusýning í
Borgarleikhúsinu en að sögn
Gunnars Snorra Gunnarssonar,
ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu-
neytinu, var hún mun umfangs-
minni en gert hafði verið ráð fyr-
ir.
Skömmu eftir að sendinefndin
fór af landi brott vaknaði sá grun-
ur að einhverjir hefðu haldið til
annarra Evrópulanda. „Við óskuð-
um eftir því við kínversk stjórn-
völd að fá staðfestingar á því að
allir hefðu skilað sér heim en
fengum engin skýr svör,“ segir
Gunnar Snorri. Í kjölfarið tóku ís-
lensk stjórnvöld þá ákvörðun að
hætta að taka á móti stórum
sendinefndum frá Kína og sýna
aðgætni í samstarfi við kínverska
embættismenn. Gunnar Snorri
vísar því þó á bug að þetta mál
hafi haft neikvæð áhrif á sam-
skipti Íslands við önnur
Schengen-lönd. ■
Stefnir í hundruða
milljóna varnir
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir áætlanir hafa verið gerðar um hvernig
skuli bregðast við haldi landbrot áfram. Vonir standa til að landbrotið
stöðvist, þar sem sjóvarnargarður gæti kostað hundruð milljóna.
LANDBROT „Áætlanir hafa verið
gerðar um hvernig skuli bregðast
við haldi þróunin svona áfram,“
segir Sveinn Pálsson, sveitar-
stjóri Mýrdalshrepps, en landbrot
hefur valdið Mýrdælingum
nokkrum áhyggjum.
Sveinn segir þróun landbrots-
ins vera mjög hægfara. Upp úr
aldamótunum 1900 hafi nokkuð
verið vitað um legu strandlengj-
unnar og lá hún
mun ofar en hún
gerir í dag. Hann
segir að frá árinu
1920 sé talið að
ströndin hafi færst
mikið fram vegna
framburðar frá
Kötlu. Margir kíló-
metrar bættust við landið í Kötlu-
gosinu 1918 og hélst ákveðið jafn-
vægi í nokkuð langan tíma þar á
eftir. Sveinn segir að upp úr 1970
sé talið að landbrotið hafi hafist
þó þess hafi ekki orðið vart fyrr
en upp úr 1990 vegna þess hversu
hæg þróunin er.
„Vonast er til að eitthvert jafn-
vægi náist og landbrotið hrein-
lega hætti. Það gæti gerst en svo
gæti landbrotið haldið áfram og
er búið að gera áætlanir um að
grjótverja.“ Sveinn segir að
hreinlega þyrfti að koma fyrir
sjóvarnargarði eins og er víða um
landið. Búið sé að marka legu
hans og yrði hann á sama stað og
flóðvarnargarðurinn er í dag.
Ákveðin skilyrði hafa verið sett
um hvenær sú framkvæmd myndi
hefjast. Ímynduð lína hefur verið
mörkuð og þegar bakkinn er kom-
inn inn fyrir hana á tvö til þrjú
hundruð metra kafla er tímabært
að hefja varnaraðgerðir. Í dag er
bakkinn kominn inn fyrir mörkin
á tuttugu til þrjátíu metra kafla.
„Það geta verið tíu ár í að skilyrð-
unum verði náð en það gætu líka
bara verið fimm ár. Einnig gæti
landbrotið stöðvast og auðvitað
vonast allir til að sú verði raunin
þar sem framkvæmdir við sjó-
varnargarð gætu kostað fleiri
hundruð milljónir.“
hrs@frettabladid.is
Íslandsbanki:
Nýtt skipurit
tekur gildi
VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur kynnt
nýtt skipurit. Samkvæmt því
skiptist bankinn í þrjú meginsvið.
Þau eru viðskiptabankasvið, undir
forystu Jóns Þórissonar, fjárfest-
inga- og alþjóðasvið, undir for-
ystu Bjarna Ármannssonar, og
Sjóvá-Almennar tryggingar undir
forystu Þorgils Óttars Mathiesen.
Í fréttatilkynningu frá bankan-
um segir að bankaráð hafi sam-
þykkt tillögur forstjóra og mark-
mið þeirra sé að styrkja áherslu á
heildstæða þjónustu við við-
skiptavini, afmarka viðskipta-
bankaþjónustu frá annarri þjón-
ustu og einfalda yfirstjórn. ■
BRÝN ÞÖRF
Gínea-Bissá er eitt fátækasta land í heimi
og þörfin fyrir þróunaraðstoð brýn. Verkefni
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem
hleypt verður af stokkunum í dag snýr að
uppbyggingu dagvistarheimila í landinu.
Baugur styrkir þróunar-
verkefni í Gínea-Bissá:
Framlag til 65
dagheimila
BARNAHJÁLP Tveggja ára þróunar-
verkefni á vegum Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, í Gínea-
Bissá verður í dag hleypt af stokkun-
um. Verkefnið er styrkt af Baugi og
skrifa fulltrúar UNICEF á Íslandi og
forstjóri Baugs undir samning þar
um í dag.
Ætla má að styrkupphæðin sé ein
sú mesta sem einkaaðili á Íslandi hef-
ur veitt til eins þróunarverkefnis, en
með peningunum verður hægt að
koma upp aðstöðu og þjálfun starfs-
manna í 65 dagvistarheimilum í
Guinea-Bissau.
Þörfin fyrir þróunaraðstoð er mik-
il í Guinea-Bissau. Þetta er eitt fátæk-
asta land í heimi þar sem 88% íbúa
lifa á undir 70 íslenskum krónum á
dag. Þar er áttunda hæsta tíðni ung-
barnadauða í heiminum. Verkefni
UNICEF Íslands og Baugs snýr að því
að aðstoða ungbörn og fjölskyldur
þeirra í strjálbýlum héruðum lands-
ins. Verkefnið er skipulagt af UN-
ICEF í samstarfi við opinbera aðila og
félagasamtök á staðnum. ■
BÆTUR FYRIR FANGELSISVIST
Bandarískur karlmaður á fimm-
tugsaldri fær andvirði tæpra 200
milljóna króna í bætur fyrir að
hafa verið haldið í fangelsi í fimmt-
án ár fyrir glæp sem hann framdi
ekki. Maðurinn var fundinn sekur
um nauðgun árið 1987 en var sleppt
úr fangelsi eftir að DNA-próf sýndi
fram á að hann væri saklaus.
– kominn tími til
Játning
Grétars í
heild sinni
Kínversk sendinefnd til Íslands á fölskum forsendum:
Engin skýr svör frá
kínverskum stjórnvöldum
KÍNVERSKA SENDINEFNDIN
Yfir eitt hundrað Kínverjar komu hingað til
lands í desember 2002 í þeim tilgangi að
efla verslun og ferðalög milli Íslands og
Kína.
Írski pósturinn:
Ekki senda
fleiri bréf
DUBLIN, AP Írski pósturinn, An
Post, fór þess í gær á leit við við-
skiptavini sína að þeir sendu ekki
bréf á næstunni.
Pósturinn stendur í launadeilu
við starfsmenn sína og hefur vik-
ið 300 manns úr starfi án launa.
Þetta, auk yfirvofandi verkfalla,
hefur orðið til þess að auka mjög á
álagið í flokkun og póstdreifingu.
Til að sporna við því fór pósturinn
þess á leit við almenning í Dublin
og nágrenni að láta það vera að
senda bréf þar til samkomulag
hefði náðst við verkalýðsfélög
starfsmanna póstsins. ■
SVEINN PÁLSSON SVEITARSTJÓRI MÝRDALSHREPPS
Sveinn segir marga kílómetra hafa bæst við landið í Kötlugosinu 1918 og að jafnvægi
hafi haldist þar til landbrot hófst upp úr 1970.
■
Vonast er til að
einhvert jafn-
vægi náist og
landbrotið
hreinlega hætti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
139410