Fréttablaðið - 23.03.2004, Side 13
13ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
GRUNNNÁM Í BÓKHALDI
Helstu námsgreinar:
Villt þú læra bókhald og tölvubókhald?
108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra
bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum.
Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og
þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir.
Virðisaukaskattur
- reglur, skil og öll meðferð vsk.
Tölvubókhald í Navision
- rauhæf verkefni með fylgiskjölum
Verslunarreikningur
- það helsta sem notað er við skrifstofustörf
Undirstaða bókhalds
- mikið um verklegar æfingar
Þetta er síðasta bókhaldsnámskeiðið á þessari
önn. Kennt er virka daga frá 8:15-12:15
Námskeiðið byrjar 13. apríl.
AHMED YASSIN
1929/1938 Fæddur í Ashkelon, sem er
nú hluti Ísraels. Fæðingarvottorð
segir hann fæddan 1929 en sjálf-
ur sagðist hann fæddur 1938.
1948 Flýr ásamt fjölskyldu sinni til Gaza,
sem þá er egypskt landsvæði, eft-
ir stríð sem hófst við stofnun Ísra-
elsríkis. Getur sér nafn sem kenn-
ari og trúarleiðtogi.
1987 Stofnar Hamas-samtökin fljótlega
eftir að uppreisn Palestínumanna
gegn Ísrael hefst.
1989 Ísraelar banna starfsemi Hamas.
Yassin er fangelsaður ásamt um
200 félögum sínum.
1997 Sleppt í skiptum fyrir tvo ísraelska
njósnara sem voru handteknir eft-
ir tilræði við annan leiðtoga Ham-
as.
2003 Særist lítillega þegar Ísraelar varpa
sprengju á hús sem hann er í.
2004 Fellur í tilræði Ísraelshers.
HAMAS-SAMTÖKIN
Ahmed Yassin stofnaði Hamas-
samtökin árið 1987, skömmu eftir
upphaf fyrri uppreisnar Palestínu-
manna gegn Ísraelum. Markmið
þeirra er tortíming Ísraelsríkis og
stofnun palestínsks ríkis í þess stað.
Samtökin hafa ráðist gegn ísraelsk-
um hermönnum, landnemum á
Gaza og Vesturbakkanum og
óbreyttum borgurum innan landa-
mæra Ísraels. Stuðningur við sam-
tökin hefur aukist síðustu ár. Hann
er mestur á Gaza-svæðinu þar sem
aðstæður Palestínumanna eru erf-
iðastar. Félagslegri uppbyggingu
Hamas meðal Palestínumanna og
harðri baráttu gegn Ísraelum hefur
verið vel tekið.
„Orð fá ekki lýst þeirri reiði og
því hatri sem býr í brjóstum okkar,“
sagði Ismail Haniyeh, náinn sam-
starfsmaður Yassins. Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, sagði í
gær að Yassin væri höfuðpaur
hryðjuverkamanna og að hann hefði
lagt á ráðin um árásir sem hefðu
kostað hundruð Ísraela lífið. „Stríð-
inu gegn hryðjuverkum er ekki lok-
ið og það heldur áfram dag frá degi,
alls staðar,“ sagði Sharon.
Ísraelar hafa ekki áður ráðið
jafn áberandi forystumann Palest-
ínuaraba af dögum. Embættismenn
sem standa nærri Yasser Arafat
sögðu hann nú óttast að sjálfur væri
hann næstur á lista Ísraela yfir þá
sem ráða ætti af dögum.
Brotið gegn alþjóðalögum
Fjölmargar Evrópu- og Araba-
þjóðir fordæmdu verknaðinn og Ion
Iliescu Rúmeníuforseti frestaði op-
inberri heimsókn sinni til Ísraels
vegna fjöldamótmæla í kjölfar vígs-
ins á Yassin. Utanríkisráðherrar
Evrópusambandsins sögðu að með
víginu hefðu Ísraelar brotið gegn
alþjóðalögum. Javier Solana, utan-
ríkismálastjóri Evrópusambands-
ins, sagði þetta „mjög, mjög slæmar
fréttir fyrir friðarferlið“.
„Bandaríkin hvetja alla sem að
málinu koma til að fara gætilega og
halda aftur af sér,“ sagði Lou Fintor,
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins. Bandarískir og
ísraelskir embættismenn tóku fram
að þeir fyrrnefndu hefðu ekki
fengið upplýsingar um árásina á
Yassin fyrir fram.
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seti, sem hefur beitt sér fyrir sátt-
um milli Palestínustjórnar og Ham-
as, sagði árásina villimannlega og
gaf ekki mikið fyrir möguleika frið-
arferlis við þessar aðstæður.
Ingólfur Shahin, sem hefur verið
á ferli á Vesturbakkanum, segir fólk
sem hann hefur rætt við mjög reitt
og líta svo á að um pólitíska árás sé
að ræða. „Það er spurning hvort
þessi árás var gerð til að koma í veg
fyrir árásir eða kynda undir við-
brögð Palestínumanna svo Ísraelar
geti haldið árásarstefnu sinni
áfram,“ segir Ingólfur og hefur eft-
ir fólki að það líti svo á að Ísraelar
hafi aðeins lagt í að ráða Yassin af
dögum að fengnu leyfi Bandaríkja-
stjórnar. „Hér í Palestínu er sjeik
Yassin talinn vera andlegur leiðtogi
frelsissamtaka en ekki hryðju-
verkasamtaka.“
„Ég hef tekið eftir því að her-
námið og kúgunin hefur aðeins leitt
af sér ofbeldi. Ég held að öll þessi
útgöngubönn og það sem er að ger-
ast á Gaza verði frekar til þess að
fólk velji sér róttækari leiðir,“ segir
Ingólfur.
brynjolfur@frettabladid.is
Virðisaukaskattur á lyfjum:
780 milljónir í ríkissjóð
LYFJASKATTUR Áætlaðar tekjur rík-
issjóðs af virðisaukaskatti á lyfj-
um námu um 780 milljónum króna
á árinu 2002. Þetta kom fram í
svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Jóns Kr. Óskarssonar, vara-
þingmanns Samfylkingarinnar.
Virðisaukaskattur á lyfjum er
nú 24,5% hér á landi. Í svari ráð-
herra kemur fram að ef skattur-
inn yrði fjórtán prósent myndu
árstekjur af lyfjasölu lækka niður
í um 440 milljónir króna. Það þýð-
ir um 340 milljóna tekjutap fyrir
ríkissjóð. Ef skatthlutfallið yrði
sjö prósent myndu árstekjurnar
aðeins nema um 220 milljónum
króna. ■
VÍGINU MÓTMÆLT
Vígi Yassins var mótmælt víða á Gaza og Vesturbakkanum. Á mörgum stöðum var kveikt í
hjólbörðum þannig að svartur reykur lagðist yfir stór svæði.