Fréttablaðið - 23.03.2004, Side 15
■ Útlönd
15ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004
KAUPMANNAHÖFN, AP Almenningur
í Danmörku leitar sífellt meira
með mál sín til einkaspæjara, að
því er fram kemur í Jyllands
Posten. Samkvæmt upplýsingum
frá einkaspæjurunum sjálfum
kvartar fólk yfir því að lögreglan
megi ekki vera að því að sinna
málum þess, þar sem allt gangi út
á hryðjuverk og eftirlit þeim
tengt.
„Þegar lögreglan er ekki til
staðar fyrir fólk er eðlilegt að
það leiti til okkar. Það er samt
eitthvað skrýtið við þjóðfélag
sem þarf spæjara til að ganga í
verk lögreglunnar,“ segir John
Jensen einkaspæjari.
Yfirmaður lögreglunnar í
Kaupmannahöfn, Per Larsen,
viðurkennir að þetta sé þróunin,
en hefur áhyggjur af ástandinu.
Einkaspæjarar eyðileggja oft
sönnunargögn og gera jafnvel
meira ógagn en gagn,“ segir
hann. ■
STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Í SUÐUR-
AFRÍKU Thabo Mbeki, forseti
Suður-Afríku, opnaði í gær
stjórnlagadómstól í byggingunni
þar sem Nelson Mandela var
vistaður sem fangi í áratugi.
Bretar notuðu bygginguna einnig
til þess að halda Mahatma
Gandhi föngnum á árunum 1908
til 1913. Mbeki sagði viðeigandi
að byggingin væri notuð sem höf-
uðstöðvar dómstólsins.
TYRKIR SETJA SKILYRÐI Tyrk-
nesk stjórnvöld vilja að Evrópu-
sambandið veiti undanþágu í
málefnum Kýpur þegar eyjan
verður hluti Evrópusambandsins
1. maí næstkomandi. Tyrkir vilja
að ákveðinni tvískiptingu verði
viðhaldið milli tyrkneska og
gríska hluta eynnar en gríski
meirihlutinn vill að hlutarnir
verði sameinaðir að fullu.
Aðspurður hvenær forsetanum
beri að beita þessu valdi sínu
fyrst hann gerði það ekki í jafn
stórum málum og Kárahnjúka-
málinu og öryrkjamálinu segir
Steingrímur J.:
„Menn hafa auðvitað nefnt að
fyrst forsetinn ákvað að beita
þessu valdi sínu ekki þegar Ísland
gekk í Atlantshafsbandalagið,
sem var gríðarlega stórt mál, þá
er auðvitað vandséð við hvaða að-
stæður hann gerir það.“
Steingrímur J. segir að nýta
verði þá umræðu sem nú sé farin
af stað til þess að skýra þessi mál.
Reyndar eigi sérstök nefnd að
fara yfir þá kafla stjórnarskrár-
innar sem kveði á um þessi rétt-
indi forsetans og það sé gott.
„Það mætti setja inn nýtt
ákvæði sem opnar virkan mögu-
leika á þjóðaratkvæðagreiðslu
eftir almennum leiðum. Ef það
yrði gert þá mætti jafnvel ákvæð-
ið um forsetann hverfa út úr lög-
unum.“
Galið að gagnrýna
forsetann
Garðar Sverrisson, formaður
Öryrkjabandalags Íslands, segir
að síðari dómur Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu staðfesti að forseti
Íslands hafi gert rétt í því að hug-
leiða beitingu málskotsréttarins.
„Auk lögleysunnar sem við
blasti var yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar mjög andsnú-
inn áframhaldandi bolabrögðum
ríkisstjórnarinnar,“ segir Garðar.
„Í ljósi alls þessa, og þeirra laga
sem lögbrjótarnir höfðu áður
fengið forsetann til að staðfesta,
væri galið að gagnrýna hann fyr-
ir að hafa tekið erindi okkar til
alvarlegrar umhugsunar. Þótt
ekki hafi komið til beitingar
málsskotsréttarins er nauðsyn-
legt að þingmeirihlutinn hverju
sinni viti að bráðræðislegum
hugdettum og yfirgangi kann
hvenær sem er að verða skotið til
þjóðarinnar.“
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra, vildi ekki
tjá sig um hugmyndir forsetans
og benti á að Ingibjörg Pálma-
dóttir hefði verið heilbrigðisráð-
herra þegar öryrkjamálið stóð
sem hæst. Ingibjörg Pálmadóttir,
fyrrverandi heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, segir eðlilegt
að forsetinn hafi velt öryrkja-
málinu fyrir sér.
„Mér finnst afar eðlilegt að
forseti vor hugsi sig tvisvar um
eins og meginþorri þjóðarinnar í
stórum málum sem snerta marga
í þjóðfélaginu,“ segir Ingibjörg.
„Aðalatriðið er hvað hann svo
gerir að vel íhuguðu máli. Það
hafa fleiri forsetar þurft að velta
málum sem þessum fyrir sér
enda væri dapurt að hafa forseta
sem hugsaði lítið sem ekkert um
þjóðmálin og velti ekki upp öllum
hliðum þeirra mála sem þegnar
hans eru ósammála um.“
albert@frettabladid.is
trausti@frettabladid.is
Í desember árið 2000 dæmdiHæstiréttur að Trygginga-
stofnun hefði verið óheimilt að
skerða tekjutryggingu öryrkja í
hjúskap vegna tekna maka.
Taldi dómurinn að með því væri
ríkið að brjóta á stjórnarskrár-
bundnum rétti fólks til félags-
legrar aðstoðar. Dómurinn var
mjög umtalaður og setti ríkis-
stjórnin á fót nefnd lögfræð-
inga til að ákvarða viðbrögð.
Nefndin lagði til ný lög um mál-
ið og urðu heiftarlegar umræð-
ur á Alþingi. Lögin voru sam-
þykkt í janúar 2001, en sam-
kvæmt þeim átti að skerða
tekjutryggingu maka á ákveðnu
tímabili að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum. Málið fór aftur
fyrir dómstóla og í október árið
2003 dæmdi Hæstiréttur að
skerðingin bryti gegn eignar-
rétti í stjórnarskrá.
Öryrkjamálið í hnotskurn
Miklar deilur urðu þegarLandsvirkjun sótti um leyfi
til að reisa virkjun við Kára-
hnjúka. Umhverfissinnar mót-
mæltu áformunum með þeim
rökum helstum að verið væri að
sökkva óspilltri náttúru undir
lón. Fylgjendur virkjunarinnar
bendu á mikilvægi hennar fyrir
þjóðarhag og uppbyggingu at-
vinnulífs á Austurlandi. Í apríl
árið 2002 veitti Alþingi Lands-
virkjun leyfi til að reisa virkjun-
ina. Þriðji hver þingmaður sem
greiddi atkvæði í málinu sá
ástæðu til að gera grein fyrir at-
kvæði sínu. Alls greiddu 44 þing-
menn atkvæði með frumvarpi
iðnaðarráðherra en níu þing-
menn greiddu atkvæði gegn því.
Kárahnjúkamálið
í hnotskurn
Almenningur í Danmörku:
Fleiri leita til
einkaspæjara