Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 18
Þótt það séu líklega ekki margirsem trúa því að stjórnmál eigi að snúast um málefni miklu fremur en menn er sú afstaða frekar hávær í samfélaginu. Auðvitað koma tímabil þegar persónupólitík verður of fyrirferðarmikil en það breytir því ekki að ómögulegt er að ímynda sér stjórnmálabaráttu án manna – og þá ekki síst forystumanna. Engin stjórnmálastefna getur náð fótfestu í samfélaginu án þess að einhverjir taki að sér að berjast fyrir fram- gangi hennar. Og í þeirri baráttu skiptir mestu að talsmenn stefnunn- ar séu góðir fulltrúar hennar; að þeim sem á hlýða finnist sem tals- maðurinn trúi sjálfur á stefnuna og að í henni felist mikilvæg lausn á fjölþættum vanda. Óhlutbundin stjórnmálaumræða getur verið ágætt sport fyrir sófaspekinga en raunveruleg pólitísk umræða mun alltaf snúast um menn – ekki síður en málefni. Kannanir hafa sýnt að þrátt fyrir mikilvægi einstakra stjórnmálamanna er það heldur ekki svo að afstaða almennings til þeirra skipti ætíð mestu um hvernig fólk ver atkvæði sínu í kosningum. Ástæðan er náttúrlega sú að almenn- ingur lifir í mannheimum – og í þeirri veröld á enginn í vanda með að samþætta afstöðu sína til manna og málefna. Þannig hugsar maður- inn – og þannig tekur hann afstöðu. Þegar könnun Fréttablaðsins um traust og vantraust almennings á stjórnmálamönnum er skoðuð kem- ur í ljós ákveðið misvægi milli þess sem fólk segist vilja kjósa í dag og afstöðu þess til stjórnmálamanna. Yfirburðastaða Davíðs Oddssonar þegar spurt er um þann stjórnmála- mann sem fólk ber mest traust til er slík að sjálfstæðismenn njóta í reynd meira trausts en Sjálfstæðisflokkur- inn. Þveröfug staða er hjá Samfylk- ingunni. Sá flokkur hefur ekki nægj- anlega góðan mannskap miðað við þann stuðning sem flokkurinn nýtur. Vandi Sjálfstæðisflokksins er því stefnan en vandi Samfylkingarinnar mannskapurinn. Það er erfiðara að lesa út úr fylgi hinna flokkanna. Þó má segja að fólkið í Framsókn og Vinstri græn- um standi sig ágætlega miðað við fylgi flokkanna en þingflokkur Frjálslyndra verr. Reyndar er sá þingflokkur í alvarlegum vanda. Þegar einnig er skoðað til hverra landsmenn bera minnst traust kem- ur í ljós að þingflokkur Frjálslyndra fær fleiri slík neikvæð atkvæði en jákvæð um traust. Það mætti jafnvel halda því fram að mannaval þing- flokksins standi í vegi fyrir fram- gangi stefnu sem nýtur ágæts stuðn- ings. Samfylkingin og Sjálfstæðis- flokkurinn uppskera nokkuð jafnt af neikvæðu og jákvæðu trausti, Fram- sókn heldur meira af jákvæðu en Vinstri grænir áberandi meira já- kvætt. Þingflokkur þess flokks ætti því að vera í stakk búinn að hámarka fylgi við stefnuna. Það – og veik staða talsmanna Samfylkingarinnar – skýrir ef til vill hvers vegna Vinstri grænir afla mests fylgis í könnunum af stjórnarandstöðu- flokkunum. ■ George W. Bush freistar þess núað tvöfalda framlög til allrar menntunar í grunnskólum sem byggir á boðskap um algert skírlífi ungmenna fram að hjónabandi. Þessi stefna hefur vakið nokkurt umtal í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að þeir hópar sem eink- um njóta þessara auknu fjárfram- lega eru félög sem berjast gegn fóstureyðingum, sem og ýmsir öfgafullir trúarhópar. Leiðbeinendur á vegum þessara aðila hafa verið starfandi nú þegar í hundruðum skóla víðs vegar um Bandaríkin, studdir með fjárfram- lögum frá ríkinu. Og þetta starf vill Bush nú styðja með enn hærri fjár- framlögum. Leiðbeinendurnir kenna námsefni þar sem ekki er minnst á nokkuð sem viðkemur ör- uggu kynlífi og er þar lagt hart að ungdómnum að stunda ekki kynlíf fyrr en komið er í hjónaband. Kunnugleg skoðun George Bush hefur ekki farið í neinar grafgötur með þá skoðun sína að skírlífi sé besta leiðin til þess að stöðva útbreiðslu kynsjúk- dóma hjá ungu fólki, auk þess sem skírlífi fram að hjónabandi stuðli að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Um þetta ræddi hann meðal annars í stefnuræðu sinni fyrir bandaríska þinginu í janúar. Og á sama tíma og ríkisstjórn hans hefur reynt að skera niður fjárframlög til ýmissar annarrar grunnskólamenntunar hefur Bush lagt til að menntun sem byggir á boðskap um algjört skírlífi fái 270 milljón dollara á fjárlögum næsta árs, en það eru 18,9 milljarð- ar íslenskra króna. Efasemdir Stuðningsmenn þessarar stefnu í skólamálum eru vitaskuld yfir sig hrifnir af þessari þróun og þeim auknu möguleikum sem fjár- framlögin veita þeim til þess að boða skírlífisboðskapinn, og þar með að vinna gegn þróun sem þeir telja að stuðli að hnignun ung- dómsins. Þeir sem gagnrýna þessa áherslu benda hins vegar á að skírlífisstefnan sé algerlega órannsökuð sem skólastefna og í fljótu bragði verði ekki annað séð en að hún leiði til þess að fólk á kynþroskaskeiði fái ekki nauðsyn- legar upplýsingar um smokka og aðrar getnaðarvarnir. Þar með sé nauðsynlegum upplýsingum hald- ið frá ungu fólki, sem geri því erf- iðara fyrir að taka upplýsta ákvörðun um eigin lífsstíl, auk þess sem kynsjúkdómar geti hreinlega færst í vöxt, því alger- lega sé óvíst að ungdómurinn láti af kynlífi, þó svo boðað verði skír- lífi með stuðningi Bush. Þannig er því haldið fram af andstæðingum þessarar stefnu að hin auknu fjárframlög til þessarar skólastefnu byggist einvörðungu á ákveðinni tegund af hugmynda- fræði og komi eingöngu þeim hóp- um til góða sem aðhyllist sömu strangtrúuðu lífsspeki og Banda- ríkjaforseti, og gildi þá einu hvort stefnan virki eða ekki. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um traust á stjórnmálamönnum. Úti í heimi GEORGE W. BUSH ■ freistar þess nú að tvöfalda fjárfram- lög til menntunar sem byggir á skírlífis- boðskap. 18 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ár er nú liðið frá því að Banda-ríkjamenn ásamt Bretum og með stuðningi nokkurra bandalags- ríkja hófu árás á Írak sem endaði með hernámi landsins fáeinum vik- um síðar. Frá þessum tíma er mikið vatn runnið til sjávar. Það er þó ekki fyrr en á allra síðustu vikum að þessir atburðir, og þá sérstaklega aðdragandi þeirra, eru að taka á sig skýra mynd. Olíuhagsmunir tryggðir Paul O’Neill, fyrrverandi fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Bush, hefur staðfest að í upphafi valdafer- ils forsetans hafi komið skýrt fram á ríkisstjórnarfundum að ákveðið hefði verið að hernema Írak til þess að tryggja bandaríska olíuhags- muni. Og í lok síðustu viku upplýsti Jay Garner, sem stjórnaði „upp- byggingarstarfinu“ í Írak fyrir hönd bandarísku herstjórnarinnar, í viðtali við breska sjónvarpið, BBC, að hann hefði verið ósammála þeim sem réðu ferðinni innan Banda- ríkjastjórnar að fresta kosningum í Írak. Merkileg- astar voru þær y f i r l ý s i n g a r Garners í þessu samhengi, að ágreiningurinn um tímasetningu k o s n i n g a n n a hefði snúist um einkavæðingu og ráðstöfun al- mannaeigna í Írak. Allt ber að sama brunni. Hagsmunir bandarískra auðhringa hafa frá upphafi ráðið för. Fyrr- greindur O’Neil hafði einnig upp- lýst að á fyrstu ríkisstjórnarfund- unum í stjórnartíð Bush hefði verið ákveðið að hefja undirbúning að út- færslu á yfirtöku á olíuauðlindum Íraka! Þetta hafði Bush forseti sagt að væri forgangsmál og þegar ákveðið: Ykkar er að finna réttlæt- inguna, „find me the reasons“. Allt er þetta harla fróðlegt í ljósi þess málatilbúnings sem spunninn var til að réttlæta árásina á Írak í augum heimsins. Áherslurnar breyttust vissulega í tímans rás. Einhvern tímann voru það meint tengsl við Al-Qaeda hryðjuverka- smtökin, í annan tíma var réttlæt- ingin að losna við Saddam einræðis- herra en sú ástæða sem lengstum var notuð, og alla tíð á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var sú ógn sem stafaði af Írökum vegna ger- eyðingarvopna sem þeir voru sagð- ir eiga. Á ósannindum byggt Nú hefur komið rækilega á dag- inn að allt tal um sannanir um til- vist gereyðingarvopna í Írak reyndist á ósannindum byggt. Al- menningur var hins vegar harla varnarlaus því stöðugt var gefið í skyn að ráðamenn vissu meira en við hin. Upplýsingarnar, sem komnar væru frá leyniþjónustum, væru hins vegar viðkvæmar og yrðu menn að treysta því að rétt væri með farið. Utanríkisráðherra Íslands, Halldór Ásgrímsson, var einn þeirra sem voru í innsta hring. Opinberlega lýsti hann yfir að hann hefði fengið að sjá sannan- ir fyrir gereyðingarvopnum í Írak, þær yrðu gerðar opinberar síðar. Sjálfur hefði hann sannfærst. Í mörgum þeim ríkjum sem tengdust árásinni, bæði sjálfum árásarríkjunum og þeim sem veittu þeim „staðfastan stuðning“ eins og það var kallað, en í þeim hópi eru Íslendingar, eru ráða- menn nú krafðir sagna og látnir gera grein fyrir yfirlýsingum af því tagi sem utanríkisráðherra Ís- lands gaf á sínum tíma. Á útifundi við Stjórnarráðið í Reykjavík síðastliðinn laugardag voru ummæli Halldórs Ásgríms- sonar um að hann hefði séð sann- anir fyrir tilvist gereyðingarvopna og fleiri af svipuðum toga, einkum frá oddvitum ríkisstjórnarflokk- anna, þeim Davíð Oddssyni og Halldóri, rifjuð upp. Einnig hlutur íslenskra fyrirtækja í stríðsrekstri Bandaríkjanna á undanförnum misserum. Þar komu við sögu flug- félögin Atlanta og Flugleiðir í tengslum við hergagnaflutninga. Fleiri íslensk fyrirtæki voru nefnd á nafn. Íslendingar bera fulla ábyrgð Það er kominn tími til að Íslend- ingar átti sig á ábyrgð sinni í þess- um stríðsrekstri. Við berum þar fulla ábyrgð. Utanríkisráðherra Ís- lands lýsti því yfir síðastliðið vor að hann þakkaði sínum sæla að þurfa ekki að senda íslenska menn í stríðið en bætti við, „ég dáist hins vegar að mönnum eins og Tony Blair sem geta tekið slíkar ákvarð- anir með yfirveguðum hætti“. Nú hefur komið í ljós að yfir- vegun þeirra Blairs og Bush byggðist fyrst og fremst á því að blekkja eigin þjóðir og reyndar heimsbyggðina alla. En það eru fleiri en þeir sem bera hér ábyrgð og er það skylda okkar að líta í eig- in barm. Er ekki kominn tími til að hinir sannfærðu ráðamenn Íslands, sem sögðust hafa fengið að sjá sönnun- argögnin, geri okkur nú grein fyrir því sem þeim var sýnt? Þurfa þeir ekki að gera þetta frammi fyrir þjóðinni? Eða finnst þeim það ekki skipta neinu máli? Ég ætla að þjóð- inni finnist það skipta máli hvort forsvarsmenn hennar fara með rangt mál eða rétt. Fyrir Íslend- inga snýst þetta um að axla ábyrgð á þeirri afstöðu sem tekin er á al- þjóðavettvangi. ■ Lýðræði í kreppu „Á sínum tíma var það í verka- hring vinstri- og félagshyggju- manna að berjast fyrir lýðræði í Evrópu. Úr röðum þeirra komu kröfur um almennan kosninga- rétt, þ.á m. kosningarétt kvenna, og aukin áhrif almenn- ings á stjórnun ríkja. Öfl sem kenndu sig við frjálslyndi börð- ust hins vegar alla tíð á móti þessum kröfum og vildu t.d. lengst af binda kosningarétt við eignarétt. Eftir því sem líða tók á 20. öld litu æ fleiri félagshyggjumenn svo á að sigur í baráttunni fyrir lýðræði væri unninn og fram- vegis ætti barátta þeirra fyrst og fremst að snúast um að nota lýðræðisskipulagið til að tryggja velferðina og efla almannahag. Hins vegar ætti ekki að hrófla við skipulaginu sjálfu og auka valddreifingu innan þess. Þannig viðhéldu félagslegu um- bótaflokkar miðstýrðu ríkis- valdi og notuðu það til efla félagsleg réttindi fólks. Aðrir valkostir virtust ekki í stöðunni nema miðstýrt flokkseinræði, sem var svo sannarlega ekki betri kostur. Að hluta til reyndu þó félags- hyggjumenn að efla valddreif- ingu í samfélaginu með því að auka samráð við félagasamtök, ekki síst verkalýðs- og neyt- endafélög. „Korporatismi“ af þessu tagi er raunar ekki bund- inn við vinstrimenn, þótt þeir teldu sig geta beitt úrræðum hans. Þessi samtök voru í eðli sínu skipulögð eins og hið opin- bera, með miðstýrðu fulltrúalýð- ræði. Af þessu hlaust nokkur árangur og félagsleg sjónarmið voru lengst af í sókn á 20. öld, ekki síst 1945-1975. Þá hófst hins vegar áhlaup hægrimanna sem kenna sig við frjálslyndi á þetta kerfi og stendur það ennþá yfir. Afleiðingin er sú að lýðræðið er í nokkurri kreppu um þessar mundir.“ SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ skrifar um ábyrgð Ís- lendinga á innrásun- um í Írak. Davíð og Halldór sanni mál sitt ■ Af Netinu Bush vill skírlífi Ágæt stefna en verra fólk „Það er kominn tími til að Íslend- ingar átti sig á ábyrgð sinni í þess- um stríðs- rekstri. Við berum þar fulla ábyrgð. GEORGE W. BUSH Vill breiða út boðskapinn um gildi skírlífis til bandarískra ungmenna. Kynlíf á ekki að stunda fyrir hjónaband.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.