Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 32
32 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
KATTLIÐUGUR
Rússinn Evgeni Plushenko sýndi leikni sína
á skautasvellinu á HM í skautadansi sem
fer fram í Þýskalandi. Kappinn er greini-
lega kattliðugur.
Listdans
hvað?hvar?hvenær?
20 21 22 23 24 25 26
MARS
Þriðjudagur
SJÓNVARP
19.00 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Fréttaþáttur Meistaradeildar UEFA.
19.30 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Bein útsending frá fyrri leik AC
Milan og Deportivo La Coruna í
átta liða úrslitum.
21.40 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Útsending frá fyrri leik Porto og
Lyon í átta liða úrslitum.
23.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.50 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
KÖRFUBOLTI Snæfell hef-
ur unnið fjórða leik-
hluta í síðustu þremur
leikjum sínum í úrslitakeppni
Intersport-deildarinnar í körfu-
bolta með 35 stigum eða 80-45. Í
þessum þremur leikjum, gegn
Hamri á útivelli í 8 liða úrslitun-
um og í tveimur leikjum gegn
Njarðvík í undanúrslitunum hefur
liðið verið undir þegar fjórði leik-
hluti fer í gang en hefur síðan
snúið leiknum sér í vil á lokamín-
útunum. Í þessum þremur leikj-
um er stigatalan 18 stig í mínus
fyrir Hólmara í fyrstu þremur
leikhlutunum (178-196). Snæfell
hefur því falið reynsluleysi sitt
einstaklega vel og hin rómaða
vörn liðsins hefur aðeins fengið á
sig 15 stig að meðaltali í 4. leik-
hluta í síðustu þremur leikjum. ■
■ Tala dagsins
35
Montgomerie vann Caltex-mótið:
Fyrsti sigurinn
í 16 mánuði
GOLF Skotinn Colin Montgomerie
vann sitt fyrsta mót á evrópsku
PGA-mótaröðinni í golfi í 16 mánuði
þegar hann bar sigur úr býtum á
Caltex Masters-mótinu í Singapúr.
Montgomerie kom sterkur upp á
síðasta hringnum eftir að hafa verið
fjórum höggum á eftir efsta manni
og endaði með þriggja högga forystu.
Þar með tryggði hann sér sinn 28.
sigur á ferlinum. „Það er langt síðan
ég vann síðast í mótaröðinni en öll
ferðalögin um heiminn hafa verið
biðarinnar virði,“ sagði hann. ■
Íslandsmót unglinga í
borðtennis:
Víkingar
unnu
flesta titla
BORÐTENNIS Íslandsmót unglinga í
borðtennis fór fram um helgina
í íþróttahúsi KR við Frostaskjól.
Hundrað og níu keppendur frá
sjö félögum voru skráðir til
leiks, sem eru nokkuð fleiri
keppendur en undanfarin ár og
greinlegt að borðtennisíþróttin
er í mikilli sókn.
KR-ingar fengu flest verð-
laun en leikmenn Vikings unnu
flesta Íslandsmeistaratitla. Þá
vann Dímon frá Hvolsvelli sinn
fyrsta meistaratitil.
Í flokki drengja 16-17 ára
vann Sölvi Pétursson, Víkingi,
en í flokki stúlkna í sama aldurs-
flokki vann Erla Ívarsdóttir,
einnig úr Víkingi. ■
Rúmeninn Gheorghe
Hagi:
Tekur við
Galatasaray
FÓTBOLTI Rúmeninn Gheorghe
Hagi hefur tekið við knattspyrnu-
stjórastöðunni hjá tyrkneska lið-
inu Galatasaray. Um tveggja ára
samning er að ræða en Hagi tekur
við af Fatih Terim, sem var rekinn
frá félaginu fyrir skömmu.
Hagi gerði garðinn frægan
sem leikmaður Galatasaray á sín-
um tíma og vann m.a. fjóra deild-
armeistaratitla með félaginu. Auk
þess vann liðið Evrópukeppni
félagsliða árið 2000 með hann inn-
anborðs. „Allir þekkja mig vel.
Þeir vita að ég er metnaðarfullur
og vil halda uppi aga,“ sagði Hagi,
sem er talinn besti knattspyrnu-
maður Rúmena fyrr og síðar.
Hann gekk undir viðurnefninu
“Maradona Karpatafjallanna” af
aðdáendum sínum. ■
BARÁTTA UM PÖKKINN
Frá leik Íslands og Tyrklands sem Íslendingar unnu 7-5. Bæði liðin keppa í 2. deild að ári.
Vítamínsprauta
fyrir íshokkífólk
Íslenska landsliðið í íshokkí er komið upp í 2.
deild eftir glæsilegan sigur á HM í 3. deild fyrir
fullu húsi í Skautahöll Reykjavíkur.
ÍSHOKKÍ Íslenska landsliðið gerði
2-2 jafntefli við Mexíkó í síðasta
leik sínum á mótinu en fyrir leik-
inn var ljóst að liðið væri komið
upp í 2. deild. Tyrkir fylgja Íslandi
upp um deild eftir að hafa lent í
öðru sæti á mótinu.
Viðar Garðarsson, formaður
Íshokkísamband Íslands, var him-
inlifandi þegar Fréttablaðið náði
tali af honum í gær. „Markmiðið
var að komast upp úr deildinni og
þeir gerðu þetta með stæl strák-
arnir og unnu gull,“ sagði Viðar.
Hann vill ekki meina að mótið hafi
verið auðveldara fyrir Ísland en
búist var við. „Það má segja að
armenska liðið hafi komið á óvart.
Það var miklu veikara en búist
var við. Að öðru leyti var þetta
nokkuð eftir bókinni. Við vissum
að lykilleikirnir fyrir okkur væru
annars vegar á móti Tyrkjum og
hins vegar á móti Mexíkó,“ sagði
hann.
Aðspurður segir Viðar að mik-
il ánægja hafi verið með skipu-
lagningu mótsins á meðal þátt-
tökuþjóðanna auk þess sem mótið
hafi fengið góða umfjöllun er-
lendis, sérstaklega vestanhafs og
á Bretlandseyjum vegna þátttöku
Íra. Hann segir að íshokkí eigi
vaxandi gengi að fagna hér á
landi og árangurinn á HM hafi
ekki dregið úr áhuganum. „Þetta
er frábært fyrir íþróttina og
vítamínsprauta fyrir allt ís-
hokkífólk. Þetta er búin að vera
alveg frábær vika. Íþróttin er ört
vaxandi hér á landi og iðkendum
er alltaf að fjölga.“
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Íshokkísambandinu því í
næstu viku fer U-18 ára landslið
Íslands til Ungverjalands til að
verja sæti sitt í 2. deild. Eftir að
landsliðið kemur heim hefst síðan
Íslandsmótið í íshokkí helgina 10.-
11. apríl. Keppni á HM í 2. deild
fer svo fram á næsta ári en þá
verður keppt í tveimur riðlum. ■
COLIN MONTGOMERIE
Fagnaði sínum fyrsta sigri á evrópsku PGA-
mótaröðinni um helgina í 16 mánuði.
VIÐAR GARÐARSSON
Segir að árangurinn á HM eigi eftir að hafa
góð áhrif á unga íshokkíiðkendur hér á
landi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R