Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 33
33ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004
Kannt þú
skyndihjálp?
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 • Opin virka daga kl. 12-14 • www.redcross.is/kopavogur
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeið í
almennri skyndihjálp mánudaginn 29. mars kl. 18.00-
22.15 í Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í
skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátt-
takendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
• Námskeiðsgjald: 4.900 kr.
• Skráning í síma 554 6626 eða með tölvupósti
á kopavogur@redcross.is eigi síðar en 26. mars.
Pizza 67 • Austurveri S. 8006767
Opið alla daga 16-22
BESTU PIZZURNAR, BESTA VERÐIÐ
AÐEINS 2 DAGAR EFTIR
16“ PIZZA með 2 áleggstegundum
Aðeins 699 kr.
PIZZU PARTY
Leeds tók á móti Manchester City:
Viduka með
sigurmarkið
FÓTBOLTI Leeds vann Manchester
City 2-1 á heimavelli sínum Elland
Road í botnslag ensku úrvalsdeild-
arinnar í gær. Stephen McPhail kom
Leeds yfir með góðu marki beint úr
aukaspurnu á 22. mínútu en Frakk-
inn Nicolas Anelka jafnaði metin
fyrir City rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks með hnitmiðuðu skoti.
Þetta var tuttugasta mark kappans
á leiktíðinni. Ástralinn Mark
Viduka skoraði sigurmark heima-
manna úr vítaspyrnu á 74. mínútu
eftir að brotið hafði verið á Alan
Smith. Með sigrinum komst Leeds
úr botnsætinu á kostnað Wolves
og eygir enn von um að halda sæti
sínu í úrvalsdeildinni. Árni Gaut-
ur Arason sat á varamannabekk
City í leiknum. ■
Frábær stemning
í Stykkishólmi
Deildarmeistarar Snæfells standa með pálmann í höndunum fyrir
þriðju viðureign sína gegn Njarðvík í undanúrslitum Intersport-deildar
karla á fimmtudag eftir sigra í fyrstu tveimur leikjunum.
KÖRFUBOLTI Snæfell getur tryggt
sér sæti í úrslitunum með sigri á
heimavelli sínum í Stykkishólmi.
Það yrði heldur betur saga til
næsta bæjar því margfaldir Ís-
landsmeistarar Njarðvíkur eru
ekki vanir að detta úr keppni 3-0 á
móti liði sem hefur enga reynslu í
úrslitakeppni.
Báður Eyþórsson, þjálfari
Snæfells, segir að sigur liðsins
gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni á
sunnudag og hafi ekki komið sér
sérstaklega á óvart því hann fari í
alla leiki til að vinna. „En að fara
til Njarðvíkur og reyna að spila
vel er mjög erfitt. Við vorum
langtímum saman ekki að spila
vel og þó að varnarleikurinn hafi
verið ágætur þá var leikurinn hjá
okkur enginn toppleikur. En við
spiluðum svakalega vel síðustu
13-14 mínúturnar í leiknum,“
sagði Bárður í spjalli við Frétta-
blaðið.
Að sögn Bárðar eru lærisvein-
ar hans vel niðri á jörðinni fyrir
viðureignina á fimmtudag. „Ég er
búinn að segja það í allan vetur að
menn eru mjög einbeittir. Við höf-
um alveg gífurlegan vilja. Þetta
eru ungir strákar og þeir virðast
ennþá hafa það sem til þarf til að
leggja á sig til að vinna.“ Hann er
síður en svo smeykur við Njarð-
víkinga þrátt fyrir hefð þeirra og
reynslu í úrslitakeppninni. „Við
erum búnir að vinna þá í þremur
leikjum í röð bæði í deild og úr-
slitakeppni. Við eigum heimaleik
næst og við mætum ákveðnir og
ætlum að klára einvígið í þeim
leik.“
Bárður segir að stemningin í
Stykkishólmi sé í einu orði sagt
frábær þessa dagana. „Það er al-
veg sama hvar maður kemur, það
er bara körfubolti sem kemst að.
Menn ætla að fjölmenna á leikinn
á fimmtudag.“ Hann segir að
stuðningur bæjarbúa hafi verið
ótrúlegur og til að mynda hafi 200
til 250 manns farið alla leið til
Njarðvíkur til að styðja sína
menn. „Stuðningsmennirnir voru
okkar sjötti maður á vellinum.
Þegar við vorum tuttugu stigum
undir voru þeir ennþá hátt uppi og
að hvetja okkur. Þeir hjálpuðu
okkur alveg gríðarlega með þenn-
an sigur,“ sagði hann.
Snæfellingar tóku sér frí í gær
til að hlaða batteríin fyrir kom-
andi átök en undirbúningurinn
hefst síðan á fullu í kvöld. Bárður
er á því að Snæfell hafi fulla burði
til að fara alla leið í keppninni.
„Fyrst við erum komnir svona
langt verðum við að setja stefn-
una lengra. En við tökum bara
einn leik fyrir í einu.“
freyr@frettabladid.is
Keflavík vann Grindavík í undanúrslitum Intersport-deildarinnar:
Bráðskemmtilegur leikur
KÖRFUBOLTI Keflavík vann Grinda-
vík 116-105 í undanúrslitum Inter-
sport-deildarinnar á heimavelli
Keflvíkinga í gær. Staðan í hálf-
leik var 59-55 fyrir heimamenn.
Keflvíkingar höfðu frumkvæðið
frá fyrstu mínútu og voru alltaf
skrefinu á undan. Grindvíkingar
hleyptu þeim þó aldrei langt frá
sér.
Leikurinn var hraður og bráð-
skemmtilegur. Alls voru 23
þriggja stiga körfur skoraðar og
settu heimamenn 13 þeirra niður
en Grindvíkingar 10. Keflvíking-
ar voru heldur baráttuglaðari og
tóku meðal annars 19 sóknar-
fráköst í leiknum. Eftir töluverða
spennu í lokin gerði Magnús Þór
Gunnarsson út um leikinn með
tveimur þriggja stiga körfum á
síðustu mínútunni. Hann var
sterkur á síðasta leikhlutanum og
skoraði þá 12 stig. Með sigrinum í
gær hefur Keflavík unnið 29 leiki
í röð á heimavelli sínum á móti ís-
lenskum liðum.
Derrick Allen var stigahæstur
heimamanna með 30 stig og 11
fráköst. Nick Bradford var dug-
legur á öllum sviðum og skoraði
22 stig, tók 7 fráköst, átti 7
stoðsendingar, stal 4 boltum og
varði 3 skot. Fannar Ólafsson
skoraði 19 stig og tók átta fráköst.
Hjá Grindavík var Jackie
Rogers stigahæstur með 24 stig
og tók sjö fráköst. Anthony Q.
Jones kom næstur með 22 stig, 14
fráköst og 7 stoðsendingar. Darrel
Lewis skoraði 21 stig og Helgi
Jónas Guðfinnsson 17. Hann hitti
úr öllum skotum sínum; fimm
þriggja stiga og tveimur vítum.
Þetta var annar leikur liðanna
en sá fyrri endaði með sigri
Grindavíkur. Staðan er því jöfn í
viðureignum þeirra en þriðji leik-
urinn verður á heimavelli Grind-
víkinga á föstudaginn. ■
BÁRÐUR EYÞÓRSSON
Ætlar að klára undanúrslitaeinvígið gegn Njarðvík á heimavelli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
JACKIE ROGERS
Jackie Rogers átti fínan leik fyrir
Grindvíkinga í gær. Kappinn skoraði
24 stig og tók sjö fráköst.
JÖFNUNARMARK
Nicolas Anelka skorar jöfnunarmarkið
gegn Leeds á Elland Road í gærkvöld. Paul
Robinson, markvörður Leeds, kemur eng-
um vörnum við.