Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR HVERJIR MÆTA SNÆFELLI? Úr- slitin ráðast í einvígi Grindavíkur og Kefla- víkur í undanúrslitum Intersport-deildar- innar í körfubolta karla. Staðan í einvíg- inu er 2-2 en liðið sem sigrar í kvöld mætir Snæfelli í úrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Grindavík. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÖRT HLÝNANDI VEÐUR á landinu. Sumstaðar slydda í fyrstu en síðan rigning um allt land. Snjó mun taka upp víðast á láglendi næstu daga enda yfirmáta hlýtt út vikuna. Sjá síðu 6. 30. mars 2004 – 89. tölublað – 4. árgangur ● stendur við stóru orðin Mínus: ▲ SÍÐA 30 Býður íslenskri æsku á tónleika ● hádegistónleikar í óperunni Hulda Björk Garðarsdóttir: ▲ SÍÐA 25 Syngur Rósariddar- ann eftir Strauss ● skólinn 40 ára í dag Tónskóli Sigursveins: ▲ SÍÐA 16 Frændinn tók við af stofnandanum ● meðferð hjá kírópraktor Katrín Sveinsdóttir: ▲ SÍÐA 18 og 19 Höfuð, herðar, hné og tær NATO STÆKKAR Rússar hafa gert at- hugasemdir við stækkun Nató til austurs en talið er að þeir óttist frekari ítök Banda- ríkjanna á svæðinu. Sjá síðu 8 VILL BREYTA MEÐFERÐAR- ÚRRÆÐUM Dómstólar hafa ekki heim- ild til að dæma kynferðisbrotamenn til meðferðar. Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, vill að þessu verði breytt. Sjá síðu 4 STÓRFELLDUR FJÁRDRÁTTUR Fyrr- verandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna hefur verið ákærður af ríkislögreglu- stjóra fyrir fjárdrátt samtals að upphæð tæplega 76 milljónir króna frá árinu 1992 til ársins 1999. Sjá síðu 2 AUKIN ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI Útflutningur á íslensku dilkakjöti hefur stór- aukist á síðustu árum. Útflutingsverðmætið hefur aukist úr 477 milljónum króna árið 2002 í 678 milljónir árið 2003. Sjá síðu 6 ATVINNULEYSI Fjöldi atvinnulausra með háskólapróf hefur ríflega tvöfaldast á undanförnum fjórum árum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Mest er aukn- ingin meðal tölvunarfræðinga, viðskiptafræðinga og hagfræð- inga. Í febrúar 2000 voru 216 há- skólamenntaðir á atvinnuleysis- skrá samanborið við 509 í lok febrúar 2004. Árið 2000 voru að meðaltali einungis tveir tölvunarfræðingar atvinnulausir í hverjum mánuði en síðastliðna 12 mánuði voru þeir 33 að meðaltali. Atvinnulausum viðskiptafræðingum og hagfræð- ingum hefur fjölgað úr 10 að meðaltali á mánuði í 67 á sama tímabili. Ef þessar þrjár greinar eru teknar saman hefur atvinnulausum því fjölgað úr 12 í 100 að meðaltali á mánuði. Atvinnulaus- um með félagsvísindamenntun á há- skólastigi fjölgaði á sama tímabili úr 18 í 41 að meðaltali á mánuði. Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur að sama skapi aukist. Í febrúar 2000 voru þeir 7,2% en náðu 9,3 á sama tíma 2004. Ágúst Einarsson, deildar- forseti viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands, segir að það hafi fjölgað mikið í þessum stéttum undanfarin ár og það taki lengri tíma en áður að fá vinnu. „Um er að ræða tímabundið atvinnuleysi og fólk á milli starfa,“ segir Ágúst. „Almennt er talið að ástandið í þessum stéttum batni eftir því sem hagkerfið tek- ur betur við sér enda er það reynslan erlendis.“ ■ heilsa o.fl. SÁDI-ARABAR Á ALÞINGI Sendinefnd frá ráðgjafarþinginu í Sádi Arabíu heimsótti Alþingi í gær. Sendinefndin hefur verið á ferð um Norðurlönd að kynna starfsemi ráðgjafarþingsins og er Ísland síðasti viðkomustaður nefndarinnar. Nefndin hitti forseta Alþingis og átti fundi með fulltrúum þingflokka og utanríkismálanefndar. KJARAMÁL Mjög mikið ber í milli í samningaviðræðum Starfsgreina- sambandsins við ríkið. Upp úr samningum slitnaði í síðustu viku og er allt útlit fyrir að til verk- fallsaðgerða komi. „Við höfum ekkert rætt saman síðan það slitnaði upp úr viðræð- unum. Staðan hefur verið metin í félögunum og þar verða ákvarð- anir teknar,“ segir Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasambandsins. Að sögn Halldórs verður verk- fallsheimildar aflað á næstu dög- um. „Ef það gengur eftir má gera ráð fyrir að að- gerðir hefjist um miðjan mánuðinn,“ segir Halldór. Ef til verkfallsaðgerða kemur munu þær í fyrstu beinast gegn heilbrigðis- stofnunum en talið er að þannig sé hægt að há- marka áhrif aðgerðanna. Halldór segir að von- laust sé að reka sjúkra- húsin án ófaglærða starfs- fólksins. „Það er lunginn í starfi sjúkrahúsanna. Það er alveg vonlaust að reka sjúkrahúsin án þessa fólks,“ segir hann. Deila Starfsgreina- samningsins og ríkisins snýst bæði um launatöfl- ur og lífeyrissjóðsmál. Halldór segir að mikill munur sé á deilendum í báðum málunum. Hvað varðar lífeyrissjóðsmálin segir Halldór að tækifæri hafi verið til þess að ganga í þau mál árið 2001 en það hafi ekki verið gert og því standi þeir nú frammi fyrir svo erfiðri deilu núna. Halldór segir samningaviðræð- urnar vera í hnút og því séu ekki aðrir kostir í stöðunni en að undir- búa aðgerðir. „Við teljum að það sé búið að reyna allt sem hægt er að gera og því þurfi að nota þrýst- ing ef við ætlum að ná þessu. Um annað er ekki að ræða,“ segir hann. „En við vonum að þetta leys- ist áður en til slags kemur.“ Sjá nánar bls. 2 thkjart@frettabladid.is Versnandi atvinnuástand meðal fólks með háskólapróf: Atvinnuleysi hefur tvöfaldast Verkfall á sjúkra- húsum yfirvofandi Mikið ber á milli í samningaviðræðum ríkisins og Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar. Þær munu einkum beinast gegn sjúkrahúsum og mun starfsemi þeirra lamast ef til verkfallsaðgerðanna kemur. Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 Sótt að al-Kaída: Njósnafor- ingi felldur PAKISTAN, AP Háttsettur liðsmaður hryðjuverkasamtakanna al-Kaída féll í sókn pakistanska hersins gegn vígamönnum á landamærum Pakistans og Afganistans. Maður- inn, sem gengur undir nafninu Abdullah, mun hafa verið foringi njósnadeildar al-Kaída. Á annað hundrað manns létust í aðgerðunum sem stóðu yfir í tólf daga. Pakistanska dagblaðið Ausaf greinir frá því að Mohammad Omar, leiðtogi talibana, hafi særst alvarlega í loftárás Bandaríkja- hers um miðjan mars. Fjórir líf- verðir Omars féllu í árásinni. ■ ÁGÚST EINARSSON Ágúst telur að um tímabundið ástand sé að ræða. HALLDÓR BJÖRNSSON Halldór segir að von- laust sé að reka sjúkrahúsin án ófag- lærða starfsfólksins. Frægasta bjarndýr heims: Bangsímon- máli hent út LOS ANGELES, AP Málshöfðun eiganda höfundarréttar sagnanna um Bangsímon, frægasta bjarndýr ver- aldar, var vísað frá dómi í gær. Deilur um höfundarréttinn hafa staðið frá árinu 1991 þeg- ar mál var höfð- að vegna tekna Disney-fyrir- tækisins vegna m y n d b a n d a , mynddiska og hugbúnaðar þar sem bjarndýrið fræga kemur við sögu. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að Stephen Slesingar Inc., eig- andi höfundarréttarins, hefði stolið gögnum frá Disney máli sínu til stuðnings og sagði hegðun fyrirtæk- isins óafsakanlega. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BANGSÍMON Stendur vafalaust á sama um dómsmál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.