Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2004 Opnunartími virka daga 14.00-18.00 - Laugardaga/Sunnudaga 10.30-18.00 - Upplýsingasími 511 2226 BANJO Confetti Regatta adidasSALOMON RucanorCintamani Backstage Dare 2 beoCatmando FIREFLY Verðdæmi okkar verð fullt verð Speedo sundbolir 1500 kr 3900 kr Adidas fótboltaskór 3000 kr 5990 kr Regnsett 2500 kr 7900 kr Regatta barnaúlpur 2500 kr 5990/6990 kr Banjo smekkbuxur 1000 kr 3990 kr Adidas innanhússkór 3000 kr 5990 kr Stakar polyester íþróttabuxur 1200 kr 4500 kr Catmandoo fleecepeysur barna 1500 kr 4990 kr Sloggi brjóstahaldarar 500 kr 2290 kr Fire Fly barnaskór 1900 kr 3790 kr Puma skór 2500 kr 4990/5990 kr Reebok alhliða skór 4000 kr 8990 kr Kuldagallar barna 3500 kr 7990 kr Opin í Perlunni Gríðarlegt úrval af sportskóm og götuskóm Okkar markmið: 50–80% lækkun frá fullu verði Ítarefni um Jesú Mikil umræða hefur sprottið uppeftir frumsýningu myndar Mels Gibson, Þjáning Krists, og deildar meiningar eru um þá mynd sem Gibson dregur upp af síðustu dögum Jesú meðal þeirra sem hafa séð myndina. Prestar Hafnarfjarð- arkirkju, þeir Gunnþór Ingason og Þórhallur Heimisson vilja benda á að á heimasíðu kirkjunnar, á slóð- inni hafnarfjardarkirkja.is, undir liðnum „Fræðsla“, sé að finna ýtar- lega fræðslu um sögu gyðingdóms, ævi og starf Jesú auk sögu kirkj- unnar fyrir þá sem vilja fá ítarlegri upplýsingar um þau efni sem fjallað er um í þeirri mynd. „Margir hafa efalaust hug á því að fræðast meira bæði um sögu Jesú, en líka það samfélag sem hann kom úr og kirkjuna sem grundvall- aðist á starfi hans,“ segir í frétta- tilkynningu frá kirkjunni. Gestum síðunnar gefst einnig tækifæri að senda inn fyrirspurnir til að fá nán- ari upplýsingar. Verið er að vinna í að setja inn á þessa slóð upplýsing- ar um önnur trúarbrögð og sögu þeirra. ■ Bókaforlagið Bjartur hefurgefið út skáldsöguna Fimm mílur frá Ytri-Von eftir Nicolu Barker í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdótt- ur. Bókin er sú 25. sem kemur út í neon-flokki forlagsins en hann er helg- aður nýlegum skáldverkum sem vakið hafa athygli á erlendri grund. Nicole Barker hefur verið kynnt sem bjartasta vonin í breskum bók- menntum og þykir stíll hennar ærslafullur og djarfur. Fimm míl- ur frá Ytri-Von fjallar um ung- lingsstúlkuna Mevde sem er risi í samanburði við dvergvaxna ætt- ingja sína og á foreldra sem hafa kosið að skíra flest börn sín hundanöfnum. Upp rennur svo 5. júní og pilturinn La Roux kemur inn á sögusviðið. Lafleur-bókaútgáfan hefur gef-ið út ljóðabókina Hvítasta skyrtan mín sem er önnur ljóða- bók Gunn- ars Rand- verssonar. Einnig er að finna í bókinni smásögurn- ar Sigling- ar og Jóla- sveinar í júní. Fyrsta bók Gunn- ars, Hjarta þitt er stjarna sem skín í heila mínum, kom út árið 2001 og var þar jafnframt að finna þýðingar höfundar á ljóðum Lukasar Moodyson úr sænsku. Gunnar er píanókennari í Reykjavík. ÞJÁNING KRISTS Hafnarfjarðarkirkja vill minna á ítarefni um líf og störf Jesú í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur sprottið upp eftir frumsýningu Hollywood-myndar Mels Gibson. ■ Nýjar bækur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.