Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 24
30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR UEFA dregur í land: Keane laus mála FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, hefur dregið til baka áfrýjun á úrskurði eigin aganefndar í máli Roy Keane, fyrirliða Manchest- er United. Keane var rekinn af velli í sextán liða úrslitum meistaradeildar UEFA fyrir að traðka á Vítor Baia, markverði Porto. Keane var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd UEFA. Forkólfum sambandsins þótti það allt of vægur dómu og áfrýjuðu úrskurð- inum. „Í ljósi stöðunnar í meistara- deildinni og með hliðsjón af því að Manchester United er úr leik munum við leyfa Roy Keane að leika á næstu leiktíð,“ sagði Gerhard Kapl. ■ 95.000 TÖL VA 34.990 Skj ár 6.990 pren tari 5.990 stól l 5.990 borð 129.990 frítt frítt frítt TILB OÐ #1 PRENTARI • TÖLVUBORÐ • SKRIFBORÐSTÓLL • LIFE 2.6 GHz • 15" flatur TFT skjár • HP 3520 Bleksprautuprentari • Intel Celeron 2.6 GHz • 512 MB DDR háhraða minni • Radeon 9200 LE Skjákort - 128MB, Tv out • 80GB 7200 snúninga hraðskreiður diskur • DVD Drif og geislaskrifari • Þráðluast netkort 11mbps/802.11b • Þráðlaus mús og lyklaborð • PowerCinema Suite DVD hugbúnaður • Tveggja ára ábyrgð ALLT NEMA HERBERGIÐ SJÁLFT SkeifunniSmáralindAkureyriwww.office1.is550 4100 Allar nánari upplýsingar í síma 896-2386 og 553-4455 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskolinn.net. Skráning er á netfanginu: skraning@knattspyrnuskolinn.net Þjálfarar: Þorlákur Árnason Helena Ólafsdóttir Guðlaugur Baldursson Hákon Sverrisson Pavol Kretovic Magni Magnússon Dragi Pavlov o.fl. 4.-8.Apríl – Verð kr: 5.000 Hið árlega páskanámskeið verður haldið í Fífunni. Um er að ræða 5 daga námskeið og er hver æfing 60 mínútur. Eins og í fyrra gefum við yngstu iðkendum möguleika á að koma í skólann. 6.5.4.3.2.fl karla og 5.4.3.2.fl.kvenna Skipt í hópa eftir aldri og getu. Verð kr: 5.000 Sími 540 1900 www.krabbameinsfelagid.is F ít o n /S ÍA F I0 0 8 9 9 6 – TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU Í marsmánuði er hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið í 38 verslunum um land allt. Einnig er hægt að hringja í styrktarsíma Krabbameinsfélagsins 907 5050 og verða þá 1.000 krónur skuldfærðar af símareikningi. ODDALEIKUR Í KVÖLD Grindvíkingar og Keflavíkingar leika í kvöld um sæti í úrslitum Intersport-deildarinnar. Býst við sigri Keflavíkinga Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvík- inga, spáir Keflavíkingum sæti í úrslitum. KÖRFUBOLTI „Ég hafði það á tilfinn- ingunni eftir tvo, þrjá leiki að Grind- víkingar væru að taka þetta,“ sagði Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkinga. „En Keflavíkingar komu mér í opna skjöldu á sunnudag og sýndu bestu spilamennsku sem lið hefur sýnt í vetur. Ef þeir halda þessum dampi eiga Grindvíkingar ekki séns.“ Grindvíkingar og Keflvíkingar leika í kvöld oddaleik í undanúrslit- um Intersport-deildarinnar í körfu- bolta. Staðan í einvíginu er 2-2 en bæði félög sigruðu í sínum heima- leikjum. Í kvöld leika Grindvíkingar á heimavelli. „Ég trúi því ekki að Grindvíking- ar vilji láta niðurlægja sig aftur og allra síst á heimavelli,“ sagði Frið- rik. „Ég spái jöfnum og spennandi leik og á von á að liðin leiki hart og fast. Heimavöllurinn hefur hingað til haldið í útslitakeppninni en Kefla- víkingar voru sterkari á sunnudag. Ég býst við að Keflavíkingar sigri með sirka tíu stiga mun.“ Keflavíkingar sigruðu með mikl- um yfirburðum í fjórða leiknum á sunnudag, 124-76. „Keflvíkingar mættu eins og grenjandi ljón en Grindvíkingar virkuðu værukærir. Það var eins og þeir hefðu það í huga að þeir ættu alltaf einn leik til góða.“ Hvernig ættu þjálfarar Keflvík- inga að fylgja stórsigrinum eftir og nýta meðbyrinn sem liðið hefur? „Ég býst við léttri æfingu á mánudegi, skotæfingu og hópefli. Það verða engar taktískar breytingar héðan af,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að sér hefði fundist Grindvíkingar líklegri sigurvegarar eftir fyrstu leikina en nú hallast hann að sigri Keflvíkinga. „Munur- inn verður lítill á liðunum og þetta verður jafnt fram eftir leik en Kefla- víkingar sigra,“ sagði Friðrik Ragn- arsson. ■ Hollendingar ogFrakkar leika ann- að kvöld á heimavelli Feyenoord í Rotterdam. Þjóðirnar hafa leikið tuttugu landsleiki og hafa Hollendingar sigrað níu sinn- um, Frakkar átta sinnum en þrem- ur leikjum hefur lyktað með jafn- tefli. Markatalan er 47-34 Hol- lendingum í hag. Hollendingar sigruðu 4-1 í fyrsta leik þjóðanna í maí 1908 og 3-2 í Amsterdam þegar þjóðirnar mætt- ust síðast fyrir tæpum fjórum árum. Patrick Kluivert, Frank De Boer og Boudewjin Zenden skoruðu mörk Hollendinga en Christophe Dugarry og Davide Trézéguet mörk Frakka. Stærsti sigur Frakka er 5-2 í desember árið 1950 en Hollend- ingar burstuðu Frakkana 8-1 í Amsterdam árið 1923. ■ ■ Tala dagsins 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.