Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 6
LANDBÚNAÐUR Útflutningur á ís- lensku dilkakjöti jókst um rúmlega 700 tonn milli áranna 2002 og 2003 en í fyrra voru samtals flutt út 2.253 tonn. Þetta kemur fram í svari Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra við fyrirspurn Guð- mundar Hallvarðssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. Útflutningsverðmætið nam samtals 678 milljónum króna í fyrra samanborið við 477 milljónir árið 2002. Verðmætið jókst því um ríflega 42% milli ára. Hákon Sigurgrímsson, skrif- stofustjóri hjá landbúnaðarráðu- neytinu, segir að aukninguna megi helst rekja til nýrra markaða sem hafi opnast fyrir íslenskt dilkakjöt í Evrópu, sérstaklega í Danmörku og á Ítalíu. Samtals voru flutt út 442 tonn til Ítalíu í fyrra og nam verðmæti útflutningsins tæplega 150 milljónum króna. Árið 2002 voru flutt 132 tonn til Ítalíu og 20 tonn árið 2001. Útflutningur til Danmerkur hefur einnig aukist mikið undanfarin ár. Í fyrra voru flutt um 313 tonn til Danmerkur og námu tekjurnar af þeim útflutningi tæplega 103 milljónum króna. Árið 2002 voru 261 tonn flutt til Dan- merkur og árið 2001 um 151 tonn. Bretland og Færeyjar eru ein- nig mikilvægir markaðir fyrir ís- lenskt dilkakjöt. Samtals nam verðmæti útflutnings til þessara landa tæplega 260 milljónum króna í fyrra. Útflutningur til Bretlands hefur vaxið mikið und- anfarin ár og hefur útflutnings- verðmætið aukist úr einni milljón króna árið 1999 í tæplega 119 milljónir í fyrra. Mikil samkeppni hefur meðal íslenskra útflutningsfyrirtækja á markaðnum í Færeyjum og hefur meðalverð á hvert kíló lækkað undanfarin þrjú ár. Meðalkílóverð íslensks dilkakjöts er hæst í Bandaríkjunum en þar hefur lambakjötið verið markaðssett sem lúxusvara og er nánast ein- göngu til sölu í dýrum matvöru- verslunum. Á árunum 1998–2002 styrkti ís- lenska ríkið markaðs- og kynning- arátak fyrir íslenskt dilkakjöt á erlenum mörkuðum um ríflega 35 milljónir króna. trausti@frettabladid.is 6 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.04 0.24% Sterlingspund 130.9 0.01% Dönsk króna 11.73 -0.24% Evra 87.35 -0.25% Gengisvísitala krónu 123,19 0,65% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 393 Velta 5.401 milljónir ICEX-15 2.545 0,20% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.012.083 Pharmaco hf. 318.906 Íslandsbanki hf. 160.761 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1,82% Kögun hf. 1,45% Flugleiðir hf. 1,38% Mesta lækkun Hlutabréfamarkaðurinn hf. -2,27% AFL fjárfestingarfélag hf. -1,60% Pharmaco hf. -1,42% Erlendar vísitölur DJ 10.337,2 1,2% Nasdaq 1.994,1 1,7% FTSE 4.406,7 1,1% DAX 3.881,2 1,5% NK50 1.462,6 -0,0% S&P 1.122,4 1,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvaða hús borgarinnar hefurBjörgólfur Thor Björgólfsson lýst áhuga á að kaupa? 2Hvað bárust margar kærur vegnabarnaníðinga á síðasta ári? 3Hvaða bankastjóri KB banka ætlarað láta af störfum um næstu áramót? Svörin eru á bls. 30 Ný erlend lán bankanna: Ættu að draga úr áhyggjum FJÁRMÁLAKERFIÐ Vöxtur erlendra skulda er að mati Seðlabankans ein af þeim hættum sem steðja að stöðugleika fjármálakerfisins. Einkum hafði bankinn áhyggjur af stöðu erlendra skammtíma- skulda, þar sem breytt aðgengi að erlendri skammtímafjármögnun getur haft neikvæð áhrif á stöðu bankanna og þar með fjármála- kerfisins í heild. Erlend lán jukust um 158 milljarða á síðustu tólf mánuðum. Vöxtur erlendra lána hefur verið mestur hjá Lands- bankanum, en erlend útlánaaukn- ing bankans nemur 45 prósent af aukningunni. KB banki kemur næstur með 25 prósent og Íslands- banki með fimmtán prósent. Í morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka kemur fram að meiri- hluti útlánavaxtarins sé til inn- lendra aðila. Landsbankinn hefur tryggt sér erlent lán til fimm ára sem minnkar verulega skamm- tímaáhættu bankans. KB banki hefur samið við þrjá erlenda banka um lánalínu sem er samn- ingsbundin heimild til lántöku upp á 22 milljarða króna. Bankinn sér að óbreyttu ekki fram á að nýta sér lánin, en á þau til góða ef á þarf að halda. Greining Íslandsbanka telur þessar ráðstafanir til þess fallnar að minnka áhyggjur manna af er- lendri skuldastöðu. ■ Útflutningsverð- mæti eykst um 42% Útflutningur á íslensku dilkakjöti hefur stóraukist á síðustu árum. Útflutningsverðmætið hefur aukist úr 477 milljónum króna árið 2002 í 678 milljónir árið 2003. Ítalía sívaxandi markaður. Banatilræði í Írak: Ráðherra slapp naumlega ÍRAK/AP Innanríkisráðherra Íraks, Nisreen Mustafa al-Burwari, bjarg- aðist naumlega þegar reynt var að ráða hann af dögum í norðurhluta landsins. Burwari, sem er kúrdísk, slapp ómeidd þegar byssumenn hófu skothríð á bílalest hennar í bænum Mosul. Tveir lífverðir henn- ar létu lífið að sögn lögreglu. Burwari er eina konan í bráða- birgðastjórn Íraks sem Bandaríkja- menn komu á fót en um mánaðamót- in munu Írakar taka við stjórn landsins. ■ Vonbrigði í fiskeldi: Ólíklegt að markmið náist UPPGJÖR Fiskeldi Eyjafjarðar hf. var gert upp með 167 milljóna króna tapi árið 2003. Það er mun lakari afkoma en gert var ráð fyrir í hluta- fjárútboði félagsins í apríl í fyrra. Meginskýringin er verulegt tap af rekstri hlutdeildarfélagsins Scot- ian Halibut í Kanada og niðurfærsla á eignarhluta Fiskeldis Eyjafjarðar í því félagi en þessir tveir liðir nema samtals 152 milljónum króna. Gengisþróun krónunnar hefur einnig haft neikvæð áhrif á félagið. Stjórnendur félagsins lýsa von- brigðum með niðurstöðuna og segja ljóst að ekki muni takast að ná sölu- markmiðum félagsins í ár. ■ HÖFUÐSTÖÐVAR ESB RÝMDAR Aðalbygging höfuðstöðva Evr- ópusambandsins í Brussel var rýmd í gær eftir að „dularfullur böggull“ fannst í húsinu. Breydel-byggingin hýsir meðal annars skrifstofur Romanos Prodi, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, en í desember síð- astliðnum voru tvær bréfa- sprengjur sendar á heimili hans í Bologna á Ítalíu. Sími 562 1070 Allir fiskréttir 499 kr/kg MINNKANDI ÁHYGGJUR Landsbanki og KB banki hafa tryggt sér fjármögnun erlendra lána til lengri tíma. Greining Íslandsbanka telur að við þetta sé minni ástæða fyrir Seðlabankann að hafa áhyggjur af erlendum skammtímalánum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ Evrópa ÚTFLUTNINGUR Á DILKAKJÖTI 1998–2003 Magn (kg) Verðmæti (milljónir) Meðalverð (kr./kg) 2003 2.253 678 301 2002 1.518 477 314 2001 1.500 448 299 2000 1.333 313 235 1999 834 214 257 1998 794 193 244 ÚTFLUTNINGUR Á DILKAKJÖTI ÁRIÐ 2003 Magn (t) Verðmæti (milljónir) Meðalverð (kr./kg) Bandaríkin 72 47 648 Bretland 571 119 208 Danmörk 313 103 327 Frakkland 0,024 0,009 393 Færeyjar 444 139 312 Grænland 26 6 240 Holland 0,040 0,006 158 Ítalía 442 150 340 Japan 33 6 186 Lúxemborg 0,069 0,050 741 Noregur 321 95 279 Svíþjóð 31 13 423 Samtals 2.253 678 301 ÍSLENSKT DILKAKJÖT Ferskir kjötskrokkar unnir af sláturhúsi KVH á Hvammstanga tilbúnir til útflutnings. Voðaskotsmálið Rannsókn ekki lokið LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Selfossi hafa ekki enn borist niðurstöður úr tæknirannsóknum á skotvopninu sem voðaskot hljóp úr og varð Ás- geiri Jónsteinssyni að bana. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslu- manns á Selfossi, mun ástand byssunnar verða kannað því lög- reglan leiti allra leiða til að upplýsa málið að fullu. Niðurstöður úr krufningu liggja heldur ekki fyrir enn og ekki ljóst hvenær það verður. ■ HÆTTA Á HRYÐJUVERKUM Í BRETLANDI David Blunkett, inn- anríkisráðherra Breta, sagði í viðtali við BBC að það væri „tölu- verð hætta“ á hryðjuverkaárás í Bretlandi. Blunkett sagði að almenningi bæri að vera á varð- bergi en fólk mætti þó ekki láta óttann ná tökum á sér. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.