Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 14
Við Íslendingar höfum ekki sömureynslu af opnu og lýðræðislegu samfélagi og nágrannaþjóðir okkar. Mótun slíks samfélags hófst seinna á Íslandi en annars staðar; ekki fyrr en um þarsíðustu aldamót. Og eftir skamman en efnilegan þroskatíma kom bakkippur í þessa þróun í kreppunni og á stríðsárunum. Sam- bærilegt bakslag varð í flestöllum nágrannalöndum okkar vegna stríðsógnar og ótta við byltingu. En þar sem þessar þjóðir bjuggu við sterkari hefð fyrir borgaralegum réttindum, margskiptu valdi, opinni umræðu og fjölbreytileika í afstöðu og skoðunum voru þær fljótari að jafna sig. Þessi sérstaða Íslendinga meðal nágranna sinna á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra kemur í ljós í afstöðu fólks til fjölmiðla. Það er útbreidd skoðun á Íslandi að fjölmiðlar séu að dæma menn þegar þeir fjalla um þá. Í sakamál- um er það metið sem svo að þegar fjölmiðlar segja frá handtöku til- tekins manns eða rannsókn sem hann gengst undir séu fjölmiðlar að grípa fram fyrir hendur dómstóla og kveða upp yfir manninum dóm um sekt. Þegar fjölmiðlamenn malda í móinn og segja að í fréttunum hafi ekkert komið fram um sekt manns- ins heldur aðeins greint frá hand- töku og rannsókn er svarið einhvern veginn á þá lund að það skipti engu máli: með fréttinni sé maðurinn gerður sekur. Þessi hugsun stenst að sjálfsögðu enga skoðun. Í fyrsta lagi gerir hún ráð fyrir alheimskum les- endum sem gera engan greinarmun á dómi og ásökun; nokkuð sem ómögulegt er að komast hjá að læra í daglegu lífi. Og ef heimska almenn- ings er vandinn þá er fréttaflutning- urinn enn nauðsynlegri; því erfitt er að ímynda sér betri tæki gegn van- kunnáttu en einmitt uppfræðslu í fréttum. Í öðru lagi ruglar þessi kenning saman fjölmiðlum og opin- berum aðgerðum. Það er jafn vit- laust að fjölmiðlar dæmi fólk með sama hætti og dómstólar og að dóm- stólar eigi að ákvarða um efni og framsetningu fjölmiðla. Þetta eru – og eiga alltaf að vera – tveir óskyldir þættir samfélagsins. En reynsluleysi Íslendinga gagn- vart fjölmiðlum birtist víðar en í sakamálum. Á grunni þess hafa stjórnmálamenn reynt að koma því inn hjá þjóðinni að umfjöllun um þá og störf þeirra sé aðför að persónu þeirra... Undir liggur krafan sem fjölmiðlar beygðu sig undir megnið af síðustu öld; að stjórnmálamenn móti sjálfir fréttir af störfum sínum. Þótt hægt fari þokast fjölmiðlar hér nær því sem tíðkast í þroskuðustu lýðræðissamfélögum í kringum okk- ur. Þótt margt sé ágætt á Íslandi og Íslendingar bæði falleg þjóð og klár; held ég að enginn efist um að okkur sé hollara að læra af reynslu þessara þjóða en ríghalda hér í afdankaða afstöðu til fjölmiðla sem var ein af forsendum þess að hægt var að halda lífsskilyrðum íslenskra borg- ara á plani sem var líkara sovétlýð- veldum austantjalds en nágrönnum okkar á Vesturlöndum. ■ Kastljós ríkissjónvarpsins er ánefa eitt vinsælasta sjónvarps- efnið, sem boðið er upp á. Þættinum er ætlað að vera fréttaskýringaþátt- ur til fróðleiks og skemmtunar og miðlunar upplýsinga. Margt er vel gert okkur til skemmtunar, en þeg- ar kemur að fræðslunni eða miðlun upplýsinga, þá er full ástæða til að rýna í núgildandi útvarpslög, en þar segir svo: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk- un og dagskrárgerð“. Þessi orð er að finna í 3. grein laga um Ríkisútvarpið, en í þau vitn- ar Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi frjálslyndra og óháðra, í nýlegu bréfi sínu til útvarpsráðs, sem er birt í heild á heimasíðu F-listans, xf.is. Þar rekur Ólafur í greinar- góðu máli samskipti sín við stjórn- endur Kastljóssins í ríkissjónvarp- inu. Ólafi aldrei boðið Staðreyndin er að Ólafi hefur aldrei þetta kjörtímabil boðist að taka þátt í umræðum um borgar- mál í Kastljósi Sjónvarpsins. Þetta gerist þrátt fyrir að Ólafur sé odd- viti eins þriggja flokka í borgar- stjórn Reykjavíkur og hafi flutt fjölda tillagna um hin ýmsu borg- armál í borgarstjórn, í borgarráði, í skipulags- og byggingarnefnd og í umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Nú er það því miður dapurleg staðreynd að sjálfstæðismenn hafa plantað flokksfylgjum sínum ræki- lega í stöður hjá Ríkisútvarpinu. Hér áður fyrr var kvartað yfir kommúnistunum, sem réðu útvarp- inu. Voru þar nefndir oft á tíðum Jón Múli Árnason, og fréttamenn- irnir Stefán Jónsson og Hendrik Ottósson ásamt mörgum fleirum. Þessir menn áttu stóran þátt í að byggja upp þann grunn, sem Ríkis- útvarpið stendur á og urðu oft fyr- ir heiftarlegu aðkasti að hálfu íhaldsins vegna pólitískra skoð- anna sinna. Slagsíða með Svanhildi Nú hefur önnur kynslóð hreiðr- að um sig í Ríkisútvarpinu í skjóli flokksræðis Sjálfstæðisflokksins, staðráðin í að þegja í hel þriðja pólitíska aflið í borgarstjórn. Þetta kemur þó hvergi eins skýrt fram og hjá núverandi stjórnend- um Kastljóssþáttarins. Slagsíðan með þessu flokksræði og útskúfun borgarfulltrúa frjálslyndra og óháðra úr þættinum hefur orðið alger eftir að Svanhildur Hólm Valsdóttir tók þar sæti Evu Maríu Jónsdóttur. Þetta er sérlega neyð- arlegt, þegar haft er í huga, að Svanhildur sat í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins á síð- astliðnu kjörtímabili. Engum dylst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki sætt sig við úrslit síðustu borgarstjórnarkosn- inga, þar sem fyrrverandi borgar- fulltrúi flokksins, Ólafur F. Magn- ússon, náði kjöri sem fulltrúi frjálslyndra og óháðra og felldi sjöunda mann Sjálfstæðisflokks- ins, Kastljóssstjörnuna Gísla Martein Baldursson. Segja má að reynt hafi verið að milda þessi úr- slit með því að gera Gísla Martein að umsjónarmanni laugar- dagssskemmtiþáttar ríkissjón- varpsins á sama tíma og Ólafi er haldið úti í kuldanum í öllum um- ræðuþáttum. Þetta er vond viðbót við þá staðreynd að tillögur sjálf- stæðismanna í borgarstjórn fá ít- arlega umfjöllun í fréttatímum Sjónvarpsins en þagað er um til- lögur frjálslyndra og óháðra. Útvarpsráð verður að svara Útvarpsráð verður að svara þeim spurningum, sem Ólafur F. Magnússon beinir til ráðsins í bréfi sínu. Þar er meðal annars. spurt hvort ráðið telji það eðlilegt, að oddviti eins af þremur flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur, sé aldrei hafður með í umræðum um borgarmál í Kastljóssþættinum. Þar er einnig spurt hvaða borgar- fulltrúar hafi verið kallaðir til við- ræðna um borgarmál í þættinum og hversu oft kjörnir aðalborgar- fulltrúar hafi komið fram í þættin- um á þessu kjörtímabili. Ljóst er að svarið getur aldrei endurspegl- að þá staðreynd að þrír en ekki tveir flokkar eiga kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Það hlýtur að vera krafa að nú- verandi forsvarsfólk Kastljóssins svari því hvers vegna það leitar alltaf til viðmælenda frá R- og D- lista, en aldrei til F-listans. Megi þetta víti verða þeim til varnaðar og þeir þroskist upp úr þeirri þumbaralegu geðvonsku, sem virðist einkenna málfluttning sjálfstæðismanna, nema þá helst foringja þeirra, yfirmann ráð- stjórnarinnar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sérstæðar skoðanir á fjölmiðlum. 14 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Eitt af lífseigari lögmálum ísamfélagi manna er Parkin- son-lögmál. Í því felst að verkefni vinda upp á sig þannig að starfs- mönnum fyrirtækja og stofnana fjölgar stöðugt. Þrátt fyrir góðan vilja til að hafa hlutina skilvirka og einfalda er sú tilhneiging eilíf að flækja mál, hlaða utan á verk- efni og stækka kerfið. Ætla mætti að á hinu fámenna Íslandi gengju hlut- irnir hraðar fyrir sig. Vissulega á það við um ýmsa þætti en segja verður eins og er, að okkur hefur tekist ótrú- lega að fram- kvæma Parkinson- lögmálið og auka á flækjur í okkar þjóðfélagi. Skýrast kemur það líklega fram í þeirri stað- reynd að foreldrar fatlaðs barns þurfa í raun að leita til 14 ólíkra aðila vegna hagsmuna hins fatl- aða barns. Hér er ekki um ritvillu að ræða – 14 ólíkra aðila. Hafa má mörg orð um hversu fáránlegt slíkt fyrirkomulag er en það sem máli skiptir er að fórnarlamb kerfisins verður skjólstæðingur- inn, það er að segja sá sem þarf á þjónustunni að halda. Með þessu fyrirkomulagi erum við að dreifa kröftum, nýta fjármuni illa og umfram allt annað lækka þjón- ustustigið. Ríki 70% – sveitarfélög 30% Margar ástæður kunna að liggja að baki þessu. Ég leyfi mér að fullyrða að ein meginorsök þessa er sú að Íslendingar eru mið- stýrðari en nokkrar aðrar ná- grannaþjóðir og samkeppnisþjóðir okkar. Þannig eru um 70% af stjórnsýsluverkefnum á Íslandi í höndum ríkisins en um 30% í hönd- um sveitarfélaganna. Á Norður- löndum er þetta hlutfall öfugt, það er að segja ríkið annast 30% verk- efna en sveitarfélögin um 70% verkefna. Umsjá ríkisins felur eðli málsins samkvæmt í sér miðstýr- ingu. Ákvarðanatakan er á einum stað en neytendur (þeir sem þjón- ustunnar njóta) eru dreifðir um landið fjarri þeim er um mál þeirra véla. Í þessu umhverfi reyna menn að bjarga sér og upp spretta áhugasamtök, hliðargrein- ar sveitarfélaga og ýmsar slíkar úrlausnir til þess að laga ástandið. Gráum svæðum fjölgar og notend- ur þjónustunnar vita varla sitt rjúkandi ráð. Hver hefur ekki upp- lifað það að ein skrifstofa vísar á aðra þar til málið dagar uppi? Nær vettvangi Verkefni hins opinbera snúast um það að veita þegnunum sem besta þjónustu. Þess vegna er mik- ilvægt að útfærsla þeirrar þjón- ustu og ákvarðanataka um hana sé sem næst vettvangi – þar sem fólk- ið býr. Miðstýringin er hins vegar í fjarlægð frá fólkinu og hættir til að missa snertingu við þarfir þess. Rökrétt afleiðing þess hlýtur því að vera sú að flytja verkefni í vax- andi mæli frá ríki til sveitarfélaga og láta tekjur fylgja með. Það er einmitt meginverkefni átakshóps á vegum félagsmálaráðuneytis og Sambands sveitarfélaga þar sem hugsunin er sú að efla sveitar- stjórnarstigið – ekki síst með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Bakhjarlar í héraði Setjum okkur í spor hins fatlaða einstaklings. Sum mála hans heyra undir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, önnur undir félagsmálaráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, enn önnur undir félagsmálastofnun sveitarfélags- ins, áhugasamtök (t.d. Þroska- hjálp), að sumu leyti verkalýðs- félög og þannig má áfram telja. Til að sinna lögbundnum réttindum viðkomandi þarf einstaklingurinn að leggja í mikla þrautargöngu á milli allra hinna ólíku staða. Svip- að má segja um málefni atvinnu- lausra, aldraðra, sjúklinga og þan- nig mætti áfram telja. Það hlýtur að vera rökrétt að einfalda kerfið í heild sinni með því að allir aðilar taki höndum saman og veiti þjón- ustuna frá einum stað. Lögð hefur verið fram tillaga um að koma á fót félagsstofu sveitarfélaga þar sem byggt er á samstarfssamningi milli allra þeirra aðila sem hér hafa verið upp taldir. Allir þeir sem á einhvers konar félagslegum úrræðum þurfa að halda ættu ekki að þurfa að snúa sér nema að einum stað – félags- stofu sveitarfélaga. Rétt eins og fólk snýr sér að einum þjónustu- fulltrúa í bankastofnun og sá þjón- ustufulltrúi annast fjármál við- komandi. Með sama hætti má hugsa sér félagsstofu sveitar- félaga þar sem þjónustufulltrúar sinna málefnum skjólstæðinga sinna, hvort heldur varðar hús- næðismál, sjúkrarými, atvinnu- leysi, fötlun, bætur og þar fram eftir götunum. Meginávinningur af slíku er að þjónustan er færð nær þeim sem eiga að njóta, kraft- ar eru samhæfðir og fjármunir nýttir betur. Með slíku fyrirkomu- lagi ætti ávinningurinn að verða sá er mestu skiptir – nefnilega sá að þjónustustig hækkar og samfélag- ið allt veitir skilvirkari og betri þjónustu fyrir þá sem á þurfa að halda. ■ Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður telur nauðsynlegt að efla sveitarstjórnarstigið. Um daginnog veginn GÍSLI HELGASON ■ varaborgarfulltrúi F-listans er óánægður með vinnubrögð stjórenda Kastljóss ríkissjónvarpsins. Erum mið- stýrðust allra ■ Af netinu RÚV í heljargreipum Vanþroska hugmyndir um fjölmiðla Auglýsingaskrumið Á degi hverjum dynja á manni auglýs- ingar, þar sem ákveðin vara er lofuð í hástert og allir hennar mögnuðu eigin- leikar tíundaðir. Það er áhugavert að velta fyrir sér vitleysunni sem oft er sett fram til að reyna að ná athygli markhópsins hverju sinni. Sjálfsagt hafa allir á einhverjum tímapunkti lát- ið glepjast af slíkri vitleysu eða mis- gáfulegum fullyrðingum um gæði vöru. En hverju skal trúa? Eins og það er gott að efast og gagnrýna það sem verður á vegi manns, myndi líklegast ekkert annað komast að, væri maður með þá heilögu stefnuskrá að láta aldrei platast. Auk þess þyrfti maður helst að hafa heilt teymi vísindamanna á sínum snærum til að fá með vissu botn í málið. ÁSDÍS RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Á DEIGLAN.COM Neikvæð arðsemi En setjum sem svo að ákveðið verði að Háskóli Íslands fái heimild til að taka upp skólagjöld – sem reyndar markar gríðarlega stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda því að með því væri bundinn endi á þá hugmyndafræði að Háskóli Íslands sé þjóðskóli fyrir alla sem hafa stúdentspróf – hvað þá? [...] Í þessu samhengi má benda á rann- sókn sem Björn Birgir Sigurjónsson og Vigdís Jónsdóttir gerðu á arðsemi menntunar og nefnist Ævitekjur og arðsemi menntunar og kom út í Ritröð BHM nr. 3. feb. 1997. Þar kemur fram að arðsemi menntunar ríkisstarfs- manna innan BHM er verulega nei- kvæð; laun þeirra þurfa að meðaltali að hækka um 42,5% til að arðsemi menntunar nái 0% KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á MURINN.IS Fermingarblaðið Maður flettir varla lengur Fréttablað- inu öðruvísi en það sé allt útbíað í prestum og ljúgandi fermingarbörn- um. Já, ég sagði ljúgandi fermingar- börnum. Fermingin er einhvert mesta hræsnissukk sem fyrirfinnst. Það er í raun umhugsunarvert að þjóðkirkjan skuli stuðla að öllum þessum óheiðar- leika í röðum ómótaðra skólakrakka. Og það er ábyrgðarhluti að með þessu athæfi sínu sé þessi sama kirkja að kalla óheyrileg fjárútlát yfir heimilin í landinu. Þetta er mikið samfélagsmein. BIRGIR BALDURSSON Á VANTRU.NET ■ Íslendingar eru miðstýrðari en nokkrar aðrar nágrannaþjóðir og samkeppnis- þjóðir okkar. Þannig eru um 70% af stjórn- sýsluverkefnum á Íslandi í höndum ríkisins en um 30% í höndum sveit- arfélaganna. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall öfugt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.