Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 10
10 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR STENDUR VAKTINA Öryggisvörður í Suður Kóreu á ráðherra- fundi um umhverfismál á vegum Samein- uðu þjóðanna á eynni Jeju. Yfir hundrað ráðherrar og sendinefndir frá 120 löndum voru á fundinum. Bandaríkjamenn óttast árásir fyrir forsetakosningarnar: Beina augum að flokksþingunum Eftir það sem gerðist í Ma-dríd höfum við áhyggjur af því að hryðjuverkamenn reyni að hafa áhrif á úrslit kosning- anna í Bandaríkjunum með því að fremja hryðjuverk,“ sagði Robert Mueller, forstjóri banda- rísku alríkislögreglunnar FBI. Meðal þess sem Mueller ótt- ast að verði skotmörk hryðju- verkamanna eru flokksþing demókrata og repúblikana þar sem forsetaefni flokkanna verða formlega valin. Þar verða saman komnir flestir helstu stjórnmálamenn Bandaríkjanna þannig að vel heppnuð árás hryðjuverkamanna, frá þeirra sjónarhorni séð, gæti haft gríð- arleg áhrif. „Við munum aug- ljóslega búa okkur mjög vel undir báðar ráðstefnurnar,“ segir Mueller. Mueller segir menn búa sig undir árásir hvort tveggja í Bandaríkjunum og erlendis. Þannig verður alríkislögreglan, ásamt fleiri bandarískum stofn- unum, með viðbúnað í tengslum við ólympíuleikana í Aþenu. Engar sjálfsmorðsárásir hafa verið reyndar í Bandaríkj- unum frá 11. september 2001. Mueller segir enga eina skýr- ingu á því aðra en að löggæslu- menn séu mjög meðvitaðir um hættuna og hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir slíkar árásir. ■ Leitin að næsta skotmarki Hryðjuverkaógnin hefur verið í brennidepli í evrópskum stjórnmálum eftir árásirnar í Madríd. Stjórnmálamenn keppast við að lofa öflugri vörnum en þeim hefur af sumum verið legið á hálsi að hafa ekkert lært af árásunum sem voru gerðar 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Talibanastjórnin hefur veriðhrakin frá völdum í Afganistan og leiðtogar al-Kaída eru á flótta, hafa verið handteknir eða eru komnir á vit forfeðra sinna. Samt er óttinn við hryðjuverk íslamskra öfgasamtaka almennt, og al-Kaída sérstaklega, ef til vill meiri en nokkru sinni fyrr. Hálfum mánuði eftir árásirnar í Madríd og hálfu þriðja ári eftir árásirnar í New York og Was- hington 11. september 2001 velta menn því fyrir sér hvar hryðju- verkamenn láti til skarar skríða næst og reyna að finna leiðir til að stöðva þá. Nýja kynslóðin Hafi al-Kaída staðið á bak við árásirnar í Madríd eins og flest hef- ur þótt benda til hafa aðferðir þeirra breyst verulega á undanförn- um árum. Þess hefur reyndar orðið vart víðar og telja margir þetta til marks um að ný kynslóð íslamskra hryðjuverkamanna sé komin fram, menn undir áhrifum Osama bin Laden og manna hans en ekki endi- lega í beinum tengslum við þá. Þetta eru menn búsettir á eða nærri þeim stöðum sem ráðist er á og lítt þekkt- ir af þeim sem hafa fylgst með starfsemi þeirra sem eru grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Þannig hafa verið leiddar líkur að því að al-Kaída hafi fengið marokkóska öfgamenn, sem höfðu ekki bein tengsl við samtökin, til að framkvæma árásirnar í Casablanca á síðasta ári. Reyndari menn kunni svo að vinna að árásunum með heimamönnum, svo sem við sprengjugerð og undirbúning. Jamal Zougam, sem fyrst um sinn í það minnsta hefur verið talinn helsti þekkti skipuleggjandi Ma- drídarárásanna, er dæmi um þetta. Atferli hans og útlit þykir líka síður til þess fallið að grunur falli á hann sem íslamskan öfgamann. Næsta skotmark Bæði Ken Livingstone, borgar- stjóri í London, og Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, hafa sagt að það sé útilokað annað en að hryðjuverkamenn reyni í það minnsta að gera hryðjuverkaárás á Bretland. Ítalir studdu dyggi- lega við bakið á innrás í Írak þó þeir sendu ekki hermenn á vettvang og telja sig í hættu. Frakkar, sem börðust gegn því að ráðist yrði inn í Írak, telja sig einnig í hættu, einkum vegna slæðubannsins sem frönsk stjórnvöld samþykktu og margir múslimar telja árás á trú sína. Þjóðverjar eru minnugir þess að árásirnar 11. september voru að hluta skipulagðar í Þýskalandi og hryðjuverkahópar virðast hafa komið sér fyrir jafnt þar eins og í Spáni, það var einmitt í Þýskalandi sem fyrsta og hingað til eina sak- fellingin fyrir þátttöku í árásunum 11. september var kveðin upp en æðri dómstóll fyrirskipaði reyndar að málið yrði tekið fyrir aftur. Belg- ar hafa undanfarið fylgst með mönnum sem þeir gruna um tengsl við hryðjuverkahópa og telja að þar hafi nokkur hópur viðsjárverðra manna komið sér fyrir. Í nýlegri skoðanakönnun sem var gerð í Svíþjóð kom í ljós að meirihluti Svía óttast að hryðjuverk verði framin í einhverju Evrópuríki á næstunni en eru reyndar fæstir á því að það land verði Svíþjóð. Ef árásirnar 11. september og 11. mars eru undanskildar hafa árásir hryðjuverkamanna átt sér stað í múslimskum löndum þar sem hefur verið ráðist gegn vestrænum ferðamönnum og starfsmönnum. Bet- ur varin skotmörk hafa sloppið betur. „Ég trúi því að þegar við efl- um öryggis- v i ð b ú n a ð okkar, gerum skotmörkin óárenni- legri, leiti hryðjuverkamenn að öðrum og ver vörðum skotmörk- um,“ sagði Robert Mueller, for- stjóri bandarísku alríkislögregl- unnar. Brugðist við – aftur Friedbert Pflüger, talsmaður þýskra kristilegra demókrata um utanríkismál segir Evrópu ekki hafa áttað sig nógu vel á því sem var að gerast þegar árásirnar voru gerðar á New York og Washington. Hann er ekki einu sinni viss um að Evrópuríki taki ógninni nógu alvar- lega nú. „Evrópa vaknaði og fór aft- ur að sofa,“ sagði Pflüger í viðtali við Time. Ríki Evrópu hafa þó gripið til vissra aðgerða. Bretar hafa aukið fjárveitingar til baráttunnar gegn hryðjuverkum um andvirði þriggja milljarða króna. 1.500 hermenn hafa verið sendir út á götur Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að gæta öryggis og svipast um eftir árásar- mönnum. Víða í Evrópu hefur landamæraeftirlit verið hert og eft- irlit með mönnum sem eru grunaðir um tengsl við hryðjuverkahópa hef- ur verið aukið. Evrópusambandið hefur sett á fót embætti sem hefur yfirumsjón með baráttu stofnana Evrópusam- bandsins gegn hryðjuverkum. Leið- togar aðildarríkjanna hafa einnig heitið því að bæta samvinnu milli lögreglu- og leyniþjónustustofnana landanna, staðfesta lög um hand- tökutilskipun sem gildir í öllum að- ildarríkjum ESB, berjast með skipulagðari hætti gegn fjármögn- un hryðjuverkastarfsemi og að koma upp sameiginlegum gagna- grunni um þá einstaklinga sem eru grunaðir um tengsl við hryðju- verkastarfsemi. Þeir taka þó enn ekki í mál að koma upp sam- evrópskri leyniþjónustu að fyrir- mynd CIA. Spænski rannsóknardómarinn Baltazar Garzon segir að bæta þurfi skipti á upplýsingum og samræm- ingu í baráttunni gegn hryðjuverk- um ef hún á að ná árangri. ■ Öryggisgæsla fyrir tugi milljarða: Óttast um stóru íþróttamótin Skipuleggjendur Evrópumóts-ins í fótbolta sem fram fer í Portúgal og ólympíuleikanna sem fara fram í Aþenu í ágúst hafa hvorir um sig miklar áhyggjur af því að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða. Þess vegna hefur verið óskað eftir aðstoð Atlants- hafsbandalagsins við öryggis- gæslu á báðum stórmótunum. „Ég held að Atlantshafsbanda- lagið verði mjög opið fyrir og taki mjög jákvætt í beiðnir bæði Grikklands og Portúgals, enda ekki hægt annað,“ sagði John Burns, sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu. Hann á von á því að orðið verði við báðum beiðnum á næstunni. Öryggisviðbúnaður verður gríðarlegur við báða viðburðina. Á ólympíuleikunum einum er gert ráð fyrir að meira en 50.000 lög- reglumenn, hermenn og aðrir komi að öryggisgæslu sem er áætlað að geti kostað tugi millj- arða. Meðan á Evrópumótinu stendur verða orustuþotur portú- galska flughersins í stöðugri við- bragðsstöðu, reiðubúnar að skjóta niður flugvélar sem nota mætti til árása á íþróttaleikvanga. ■ BUSH Í RÆÐUSTÓL Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er í raun hafin af krafti. Menn óttast þó að hryðjuverkamenn reyni að láta til skarar skríða þegar hún nær hápunkti í flokksþingum þar sem forsetaefnin eru formlega valin. – hefur þú séð DV í dag Síminn krefur frænda aðal- féhirðis um 32 milljónir Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um ótta við hryðjuverk í Evrópu. LEITAÐ AÐ SPRENGJUM Mikil leit hefur verið gerð að sprengjum við franska járnbrautarteina eftir að hótanir bárust um sprengjuárásir. Tvær sprengjur hafa fundist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.