Fréttablaðið - 30.03.2004, Side 12
30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
flugfelag.is
EGILSSTAÐA
6.400kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
5.400kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.500 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
31. mars - 6. apríl
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
3.200kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
GRÍMSEYJAR
3.200 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
40
83
03
/2
00
4
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum,
greiða 1.833 kr. aðra leiðina.
Kenneth D. Peterson selur Norðurál:
Einarður og vel liðinn
NORÐURÁL „Við munum sakna Kenn-
eths D. Peterson. Hann hefur verið
ákaflega vel liðinn sem stjórnandi
og eigandi fyrirtækisins. Hann er
einarður og traustur, og ekki síst
vinnusamur, og er annt um bæði
fjölskyldu sína og starfsmenn,“ seg-
ir Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Norðuráli.
Peterson, eigandi Columbia
Ventures Corporation, sem meðal
annars rekur Norðurál, hefur nú
selt allt hlutafé í Norðuráli til Cent-
ury Aluminum Company, en tæp-
lega sex ár eru liðin frá því álverk-
smiðjan hóf rekstur á Grundar-
tanga.
„Ég hef verið mjög ánægður með
íslenskt fjárfestinga- og við-
skiptaumhverfi og ég útiloka ekki
frekari fjárfestingar hér á landi. Ég
hef ekki tekið ákvörðun um það
hvernig söluandvirðinu af Norður-
áli verður varið,“ segir Peterson.
Kenneth D. Peterson, sem er lið-
lega fimmtugur, hefur dvalið tölu-
vert á Íslandi vegna fjárfestinga
sinna og reglulega hafa eiginkona
hans og tvö börn verið með í för.
Fjölskyldan býr í Vancouver í Was-
hington-ríki í Bandaríkjunum, en
þar eru jafnframt höfuðstöðvar Col-
umbia Ventures Corporation.
„Hann hefur haldið utan um
reksturinn hjá Norðuráli á mann-
legan hátt og flestir sem hafa
kynnst honum hafa verið mjög
ánægðir með samstarfið við hann,“
segir Ragnar Guðmundsson. ■
Arnaldur Indriðason um velgengnina í Þýskalandi:
Óneitanlega óvenjuleg staða
BÆKUR „Jú, það er óneitanlega
óvenjuleg staða að vera búinn að
undirrita samning um tvær
óskrifaðar bækur, en ég vona að
ég komist yfir það,“ sagði glæpa-
sagnahöfundurinn Arnaldur Ind-
riðason sem í gærkvöldi kom
heim frá Þýskalandi eftir vel
heppnaða upplestrarferð. „Við-
tökurnar voru geysilega góðar en
almennt virðist vera mjög mikill
áhugi fyrir norrænum glæpasög-
um í Þýskalandi. Nú hefur Ísland
bæst í þann hóp.“
Það er þýska bókaforlagið
Lübbe sem hefur tryggt sér út-
gáfurétt á tveimur ósömdum bók-
um sem Arnaldur hefur í smíðum
og hefur auk þess keypt útgáfu-
rétt á öllum útgefnum bókum
Arnaldar. „Norðurlöndin eiga
ágæta glæpasagnahöfunda sem
rutt hafa brautina fyrir mig, en
svo hjálpar eflaust líka mikil ást
Þjóðverja á öllu því sem íslenskt
er. Ég held að sé að finna hluta
skýringarinnar á því hversu vel
mér hefur tekist að höfða til Þjóð-
verja, en svo er það náttúrlega Er-
lendur. Hann hefur einhvern
ómótstæðilegan sjarma sem dreg-
ur lesendur að sér.“ ■
Erfið sambúð við sendiráð
Gatnamálastjóra hefur borist fjöldi athugasemda vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á götustæðum fyrir framan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi. Mikill
skortur er á bílastæðum í götunni. Íbúar eru orðnir langþreyttir á ástandinu.
SKIPULAGSMÁL Íbúar við Laufásveg
eru afar ósáttir við fyrirhugaðar
breytingar á götustæðum fyrir
framan bandaríska sendiráðið.
Gatnamálastjóra hefur borist
fjöldi athugasemda frá íbúum á
svæðinu og verður málið rætt á
fundi samgöngunefndar á þriðju-
daginn kemur.
„Bandaríska sendiráðið hefur
óskað eftir því að fá að breyta bíla-
stæðunum sem þeir eiga rétt á fyr-
ir framan sendiráðið og setja
blómaker til að hindra að þar sé
lagt,“ segir Sigurður I. Skarphéð-
insson gatnamálastjóri. Einnig
stendur til að setja upp hraðahindr-
anir á gatnamótum Laufásvegar
við Skálholtsstíg og Skothúsveg og
opna Laufásveg aftur til suðurs.
„Götunni var lokað til bráðabirgða
af öryggisástæðum en það eru allir
sammála um að það fyrirkomulag
getur ekki gengið til frambúðar.“
Málið hefur verið afgreitt í
samgöngunefnd og tillögurnar
lagðar fyrir íbúa á svæðinu. „Frá
íbúunum hafa komið rökstudd
mótmæli og áhyggjur, einkum
vegna bílastæðamála.“ Fjallað
verður um þessar athugasemdir á
fundi samgöngunefndar. „Við
reynum auðvitað að leysa málið
þannig að allir geti við unað,“ seg-
ir Sigurður.
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir er
ein þeirra íbúa sem gert hafa at-
hugasemdir við breytingarnar.
„Þriðjungur stæðanna í götunni til-
heyrir bandaríska sendiráðinu og
það er mjög lítið pláss eftir fyrir
aðra íbúa,“ segir Ástþrúður. Hún
hefur áhyggjur af því hvar þeim
bílum verður komið fyrir sem
fram til þessa hefur verið lagt í
stæðin fyrir framan sendiráðið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
skipulagsbreytingar sem tengjast
sendiráðinu valda Ástþrúði óþæg-
indum. Bakdyr og gluggar á íbúð
hennar snúa nú út í port sendi-
ráðsins en henni er óheimilt að
fara þangað. Hún segist hafa orð-
ið fyrir gríðarlegu ónæði vegna
öryggisgæslunnar við sendiráðið
en borgaryfirvöld synjuðu beiðni
hennar um styrk til að fá hljóðein-
angrað gler. „Það er mikið búið að
ganga á. Ég er búin að leita ým-
issa leiða en maður kemur alls
staðar að lokuðum dyrum. Það
virðist ekki vera neinn vilji til að
leysa þetta mál.“
Ástþrúður segist vera orðin
langþreytt á ástandinu. „Ég hef
reynt að selja íbúðina mína en hún
er óseljanleg. Ég vil koma mér í
burtu en ég get það ekki.“
bb@frettabladid.is
LAUFÁSVEGUR
Nú þegar er mikill skortur á bílastæðum við Laufásveg á milli Skálholtsstígs og Skothúsvegar. Stæðunum mun fækka enn frekar þegar
sett verða blómaker fyrir framan bandaríska sendiráðið.
ARNALDUR INDRIÐASON
Arnaldur segir leynilögreglumanninn Erlend hafa sjarma sem höfði til lesenda.
KENNETH D. PETERSON
Eigandi Norðuráls hefur nú selt fyrirtækið,
en sex ár eru liðin frá því álversmiðjan tók
til starfa á Grundartanga. „Ákaflega vel lið-
inn stjórnandi,“ segir framkvæmdastjóri
hjá Norðuráli um Peterson.