Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 2
2 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR „Já – ég get ekki sagt annað.“ Elías Einarsson veitingamaður fékk innbúið í ráðstefnusölum ríkisins gefins um áramótin. Nú hefur heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið keypt til baka muni fyrir um þrjár milljónir króna. Spurningdagsins Elías, er gott að eiga í viðskiptum við ríkið? Um 66% samþykktu kjarasamninginn Nær tveir af hverjum þremur aðildarmanna Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins samþykktu kjarasamningana. Tvö félög eru samningslaus. Þátttaka í kosningunum var alls um 25%. KJARASAMNINGAR Nýgerður kjara- samningur milli Starfsgreinasam- bandsins og Samtaka atvinnulífs- ins var samþykktur með drjúgum meirihluta í póstkosningu. Niður- staða kjörsins var kynnt í gær og samþykktu um sextíu og átta pró- sent þeirra sem greiddu atkvæði samninginn en tæp tuttugu og níu prósent sögðu nei. Samningurinn var einnig samþykktur með drjúgum meirihluta hjá aðildar- félögum Flóabandalagsins en þar samþykktu sextíu og fjögur pró- sent kjósenda samninginn. Séu Flóabandalagið og Starfsgreina- sambandið tekin saman var stuðn- ingurinn 66 prósent. Aðeins tæpur fimmtungur félagsmanna hjá Flóabandalaginu greiddi atkvæði í póstkosning- unni. Þátttaka í kosningunni var tæplega 32 prósent hjá Starfs- greinasambandinu og segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri sambandsins, það sé frekar gott miðað við það sem gengur og ger- ist. „Niðurstaðan er mjög afger- andi og bendir til þess að menn hafi verið frekar sáttir við samn- inginn,“ segir hann. Tvö aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins; Vökull í Austur- Skaftafellssýslu og sunnanverð- um Austfjörðum, og Drífandi í Vestmannaeyjum felldu samning- ana – bæði með naumum meiri- hluta. Arnar Hjaltalín, formaður Drífandi í Vestmannaeyjum, seg- ist telja að ástæða þess að þar hafi menn fellt samninginn sé að við- auki sem Eyjamenn hafi samið um árið 1988 hafi verið felldur út. Hann segir að kaupaukning sem um var samið hafi ekki verið nægilega mikil til þess að það réttlæti að aðildarmenn Drífandi gæfu eftir þau réttindi sem fólust í viðaukanum. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Vökuls, segir að forysta félagsins hafi hvorki mælt með samningnum né gegn honum. „Mitt mat er það að fólki hafi ekki þótt hækkanirnar nógu miklar,“ segir hún. Að sögn Hjördísar Þóru er einnig óánægja með að ekki hafi verið tryggt að persónu- afsláttur þróaðist í samræmi við laun. Þessi félög þurfa nú að hefja vinnu við eigin samningsgerð þar sem aðildarmenn þeirra eru án kjarasamnings. thkjart@frettabladid.is Stjórnarflokkarnir biðu afhroð í héraðskosningum: Óvissa um framtíð forsætisráðherrans FRAKKLAND Jacques Chirac Frakk- landsforseti,hélt neyðarfund með forsætisráðherranum Jean-Pierre Raffarin eftir að stjórnarflokkarn- ir biðu afhroð í seinni umferð hér- aðskosninganna í Frakklandi. Óvissa ríkir um framtíð Raffarins í embætti forsætisráðherra. Sósíalistar og bandamenn þeir- ra fengu helming atkvæða í kosn- ingunum og eru nú í meirihluta í 20 af 22 héraðsstjórnum í miðju Frakklandi. Hægri flokkarnir, sem styðja Chirac, fengu aðeins tæp 37% atkvæða. Litið er svo á að franskir kjós- endur hafi verið að mótmæla efna- hagsumbótum Chiracs og frönsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnmála- skýrendur segja að búast megi við því að Chirac geri miklar breyting- ar á ríkisstjórninni og Raffarin verði látinn víkja. Enn eru þrjú ár til þing- og for- setakosninga í Frakklandi en stjórnarflokkarnir eru með traust- an meirihluta á þinginu. ■ Kjarnorkuáætlun Írans: Láta undan þrýstingi ÍRAN, AP Talsmenn Íransstjórnar segja að þar hafi framleiðslu á skilvindum til auðgunar á úrani verið hætt. Ákvörðunin kemur í kjölfar heim- sóknar eftirlitsmanna frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Auðgað úran er notað til að framleiða kjarn- orku. Embættismenn í Íran segja ákvörðunina vera tilkomna vegna samninga við Evrópuríki og til þess að auka traust alþjóðasamfélagsins til Íran. Bandaríkjamenn hafa ásakað Íran um að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum sem brýtur í bága við alþjóðlega samninga. Íranir hafa hafnað þessu. ■ Skattalagabrot: Sektaður um 16 milljónir DÓMSMÁL Tæplega sextugur mað- ur var dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann var einnig dæmd- ur til að greiða sextán og hálfa milljón krónur í sekt og átta mánaða fangelsi til vara. Maðurinn stóð ekki skil á virðisaukaskatti að upphæð um þremur og hálfri milljón króna bæði í eigin nafni og í nafni fyr- irtækis sem hann var fram- kvæmdastjóri fyrir. Virðisauka- skattinn hafði hann þó innheimt í atvinnustarfsemi sinni. Þá stóð hann ekki skil á opinberum gjöldum starfsmanna sinna er námu um fimm milljónum króna. Maðurinn játaði sök. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Síbrotakona í fangelsi DÓMSMÁL Rúmlega tvítug kona var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær, fyrir þjófnað, til- raunir til þjófnaðar og fíkni- efnabrot. Alls hljóðaði dómur- inn upp á 12 mánaða fangelsi en níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Konan var sakfelld fyrir fimm þjófnaðarbrot en hún stal matvöru, fatnaði og snyrtivör- um að verðmæti um 175 þúsund króna. Þá var hún sakfelld fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar og eitt fíkniefnabrot. Konan hefur áður hlotið fimm dóma og eina ákærufrest- un fyrir rán, þjófnað og fíkni- efnabrot. ■ Dæmdur fyrir hnífstungu: Stakk konu í brjósthol DÓMSMÁL Maður á fimmtugs- aldri var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að stinga konu með hnífi í brjósthol á aðfanga- dagskvöld árið 2002. Þá er hon- um gert að greiða konunni sem er á sextugsaldri 300 þúsund krónur í miskabætur auk sakar- kostnaðar. Maðurinn og konan voru bæði ölvuð og undir áhrifum lyfja þegar atvikið átti sér stað. Önnur kona var gestkomandi í íbúðinni og hófust átökin upp- haflega á milli kvennanna tveg- gja. Konan sem varð fyrir stungunni vissi ekki af sér fyrr en hún lá á gólfinu. Fram kemur í dómnum að maðurinn á langan sakaferil að baki þar á meðal hefur hann tvisvar hlotið dóm fyrir líkams- árás. ■ Fyrrum framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna: Ákærður fyrir 76 millj- ón króna fjárdrátt DÓMSMÁL Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna hefur verið ákærður af Rík- islögreglustjóra fyrir fjárdrátt samtals að upphæð tæplega 76 milljónir króna á árunum 1992–1999. Þá er hann einnig ákærður fyrir bókhaldsbrot frá ár- inu 1992–2001. Tryggingasjóður lækna gerir þá kröfu að framkvæmdastjórinn verði dæmdur til að greiða sjóðnum um 47,5 milljón króna. En hann hafði endurgreitt hluta þess fé sem hann hafði dregið sér. Þá er þess krafist í ákærunni að framkvæmda- stjórinn verði dæmdur til refsingar og verði sviptur réttindum til að starfa sem löggiltur endurskoðandi. Þær 76 milljónir króna sem framkvæmdastjórinn fyrrverandi er ákærður fyrir að draga sér not- aði hann heimildarlaust í eigin þágu. Tæplega 67 milljónir af heild- arupphæðinni millifærði ákærði, af reikningi Tryggingasjóðsins, inn á eigin reikning og inn á reikning einkahlutafélags síns. Í ákæru segir að framkvæmda- stjórinn fyrrverandi hafi með skipulögðum hætti rangfært bók- hald sjóðsins og ársreikninga í þeim tilgangi að leyna fjárdrætti sínum. Ýmist með því að færa ranglega að keypt hefðu verið verðbréf fyrir sömu fjárhæð og hann dró sér hverju sinni, skrá í bókhald að um endurgreidd iðngjöld væri að ræða. Þá er hann sagður hafa fært niður skuldabréf í bókhaldi sjóðsins líkt og greiðslur bærust í sjóðinn vegna þeirra eða með því að skrá að greiðslur frá Tryggingastofnun rík- isins væru enn ógreiddar. ■ RAFFARIN OG CHIRAC Jacques Chirac Frakklandsforseti fundaði í gær með forsætisráðherranum Jean-Pierre Raffarin um niðurstöður héraðskosninganna. VIÐ SAMNINGABORÐIÐ Samningar tókust mili Samtaka atvinnulífsins og stærstu verkalýðsfélaga aðfaranótt 8. mars síðastliðinn. Aðildarfélög – öll nema tvö – hafa nú samþykkt samninginn. ROCKNES KOMIÐ Á RÉTTAN KJÖL Björgunarmenn hafa fundið lík annars skipverjanna tveggja sem saknað var eftir að flutningaskipið Rocknes fórst undan ströndum Noregs 19. jan- úar. Skipinu hefur verið komið á réttan kjöl en verið er leita leiða til að halda því stöðugu. Átján menn fórust með Rock- nes en lík eins þeirra er enn ófundið. Landsvirkjun og landeigendur: Ræða saman um lausn UMHVERFISMÁL Viðræður standa yfir milli Landsvirkjunar og Landeigandafélags Laxár og Mývatns um sameiginlega ósk um að umdeilt bráðabirgða- ákvæði í lagafrumvarpi um verndun Laxár og Mývatns verði fellt út. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri orkusviðs hjá Landsvirkjun, segir í samtali við Fréttablaðið að viðræður standi yfir. „Við erum að tala saman. Það er ekki kominn botn í þetta. Vonandi klárast það á næstu dögum,“ segir hann. ■ ■ Norðurlönd LAXÁRVIRKJUN Ósátt er um ákvæði í frumvarpi um Laxá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.