Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2004 29 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D IAN GILLAN Söngvari rokkhljómsveitarinnar Deep Purple stillti sér upp með bananaklasa á hausnum á blaðamannafundi í Peking á mánudaginn en höfuðskrautið má rekja til þess að sveitin byrjar Bananas-hljómleika- ferð sína í Kína á miðvikudaginn. Kynlífsathafnir hafa örvandiáhrif á heilann og gerir fólk gáfaðra samkvæmt rannsóknum þýska vísindamannsins Werner Habermehl. Hann starfar hjá Læknisvísindastofnun Ham- borgar og segir að reglulegar samfarir efli gáfur manna. Werner segir að samfarir örvi ekki bara líkamann heldur heilann líka og að aukið flæði adrenalíns og cortisol-hormóns- ins örvi gráa efni heilans. Það var vísindablaðið Unicum Campus sem greindi frá niður- stöðum hans. „Kynlíf gerir fólk gáfaðra að því leyti að reynsla safnast upp sem fólk getur nýtt sér síðar á öðrum sviðum en í kynlífinu,“ segir Habermehl. Hann sagði einnig að aukinn skammtur endórfíns og seró- tónins, sem verða til við full- nægingu, auki sjálfstraust ein- staklinga. Þess vegna virki kyn- líf svona vel, bæði á líkamann og sálarlífið. ■ Deilt um net- skipti í Bretlandi TÓNLIST Mikil umræða er um frjáls skipti á tónlist á netinu í Bretlandi þessa dagana. Ástæð- an er sú að samtök eigenda höf- undarréttar þar í landi hafa boð- að hertar aðgerðir gegn þeim sem skiptast ólöglega á tónlist á netinu. Ekki virðast þó allir tónlistar- menn vera mótfallnir þessari þróun. Liðsmenn Franz Ferdin- and vita til dæmis hversu góð áhrif skipti á netinu geta haft. „Netskipti eru frábær leið til þess að kynna sér tónlist,“ sagði Alex Kapranos, söngvari Franz Ferdinand. „Ég vil ekki gagn- rýna einhvern sem elskar tón- list. Fólk kemur til okkar og seg- ir: „Ég náði í plötuna ykkar á netinu og ég get ekki beðið að kaupa hana“. Liðsmenn Blur segja afstöðu bresku samtaka hljómplötu- útgefanda vera of harkaleg. Þau hafa hótað þeim lögsóknum sem skiptast á tónlist á netinu. „Tónlistarmenn vilja oft það besta frá báðum hliðum,“ segir Dave Rowntree, trommuleikari Blur. „Mér finnst samt ekki gott að fólk geti eignast tónlistina frítt, enda vil ég geta unnið fyr- ir mér með því að selja plötur. Samtök útgefenda hefðu átt að gera eitthvað í málinu strax þeg- ar Napster varð vinsælt. Nú eru allir á afturfótunum vegna þess að enginn vann með Napster á sínum tíma. Að hóta lögsókn á bara eftir að koma 12 ára krökk- um í lagavandræði, og það græðir enginn á því. Það eru tónlistarmennirnir sem skapa peningana, sama hvað plötuút- gefendur halda. Svo ég trúi því að vilji aðdáenda og tónlistar- manna ráði þessu að lokum.“ ■ Kynlíf gerir mann gáfaðan Skrýtnafréttin ■ Þýskur vísindamaður segir rannsókn- ir sínar benda til þess að kynlíf auki heilavirkni. ALBERT EINSTEIN Af niðurstöðum Wener Habermehl að dæma má draga þá ályktun að þessi maður hafi lifað ríkulegu kynlífi. FRANZ FERDINAND Hafa náð vinsældum um allan heim og eiga frjálsum netskiptum mikið að þakka. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.