Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 31
Fréttiraf fólki 31ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2004 hvað með þig? Íslendingar sjá kostina við aðild icelandair.is/vildarklubbur UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Helstu námsgreinar: Villt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstað bókhalds - mikið um verklegar æfingar Uppselt var á síðasta námskeið! Viðbótarnámskeið byrjar 19. apríl. Kennt er 2-3 skipti í viku frá 8:30-12:30 BRJÁLAÐ VEÐUR Á SPÁNI Þrátt fyrir það að íslensk veðrátta sé í sín- um sígilda kleyfhuga ham þar sem skiptast á skin, skúrir, snjókoma og gaddur má landinn prísa sig sælan miðað við þann bægslagang sem veðurguðirnir bjóða upp á á Spáni, draumaáfangastað íslenskra sól- dýrkenda, en þar hefur verið óvenju kalt undanfarið og snarbrjálað rok. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Fríkirkjuveg 11, ÍTR-húsið. 54, samkvæmt bráðabirgðatölum. .Sólon Sigurðsson 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 lyf, 6 garg, 7 óreiða, 8 varðandi, 9 vitfirring, 10 reyfi, 12 málmur, 14 eins um t, 15 komast, 16 fljót, 17 bleyta, 18 gabb. Lóðrétt: 1 skordýr, 2 útlim, 3 tveir eins, 4 ungan ref, 5 þreyta, 9 kastað upp, 11 sæti, 13 náskyld, 14 stefna, 17 bardagi. Lausn: Lárétt: 1magnyl,6arg,7rú,8um,9æði, 10ull,12tin,14utu,15ná,16pó,17agi, 18plat. Lóðrétt: 1maur, 2arm,3gg,4yrðling,5 lúi,9ælt,11stól,13náin,14upp,17at. Pondus eftir Frode Øverli Hæ, Kjartan! Langar þig að halda í höndina á mér á leiðinni í skólann? Halda í hönd... Langar þig? Já, því ekki það! Á ég að taka bækurnar þínar líka? Nei, þetta er ágætt! Rokkvitringurinn Dr. Gunni sit-ur kófsveittur við að semja spurningar fyrir næstu fjóra þætti af Popppunkti á Skjá einum en þætt- irnir verða teknir upp dagana 5. og 6. apríl. Doktorinn hefur því lítinn tíma í „bloggvitleysu“ en birtir þó stutta at- hugasemd við fréttir af fyrirhug- aðri sólóplötuútgáfu Gumma Jóns í Sálinni en fyrsta sólóplatan hans, Jaml, er tilbúin, far- in út í framleiðslu og ætti að koma í verslanir eftir tæp- ar tvær vikur. „Nú er Gummi Jóns úr Sálinni að koma með sína fyrstu sólóplötu, „Jaml“. Nafnið er eins og um djass sé að ræða því þegar djassistar landsins gera plötur heita þær iðulega eitthvað á borð við Klif, Rask, Kjár eða Stikur. En Guðmundur er örugglega ekkert að djassa. Kannski er þetta fyrsta platan í fyrirhugaðri trílógíu og næstu plötur heiti Japl og Fuður. Gleðisveitin Haukar var með svip- aða hugmynd á 8. áratugnum. Gáfu út plöturnar Fyrst á rétt- unni... og Svo á röngunni, en aðal- maðurinn Gulli Melsteð lést svip- lega áður en Tjútt tjútt tra-la-la kom út.“ Svíar kaupa Guðberg Sænska útgáfufyrirtækið Atl-antis hefur gert samning við JPV-útgáfu um útgáfu á skáldævi- sögum Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar, í Svíþjóð. Atlant- is er með virtari bókaforlögum í Svíaríki og Guðbergur er þarna kominn í góðan félagsskap þar sem Atlantis gefur til dæmis út verk ekki minni spámanna en Car- losar Fuentes, Camilo José Celas, Italo Calvinos svo einhverjir séu nefndir. Guðbergur virðist því vera fun- heitur í Svíþjóð um þessar mundir en sænska akademían tilkynnti ný- lega að Guðbergur hljóti Norrænu bókmenntaverðlaunin í ár. Verð- launin hafa verið veitt árlega frá 1986 og þykja einn mesti heiður sem norrænum rithöfundi geta hlotnast og eru gjarnan nefnd Nor- rænu nóbelsverðlaunin en ákvörð- unin um veitingu verðlaunanna er tekin af allri akademíunni, þeim sextán einstaklingum sem einnig veita Nóbelsverðlaunin. Fyrra bindi skáldævisögu Guð- bergs kemur út í Svíþjóð í haust en það seinna á næsta ári. ■ GUÐBERGUR BERGSSON Eins og steinn sem hafið fágar, kom út ári á eftir Föður, móður og dulmagni bernsk- unnar og var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna og báðar bækurnar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.