Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 16
Hinn 25 ára gamli JohnHinckley skaut sex skotum að Ronald Reagan, forseta Bandaríkj- anna, fyrir utan Hilton-hótelið í Washington á þessum degi árið 1981. Forsetinn hafði nýlokið ræðu á hótelinu og var á leið til bifreiðar sinnar þegar Hinckley lét til skarar skríða. Árásarmaðurinn hafði komið sér fyrir í hópi fréttamanna og hæfði forsetann, og þrjá aðra menn sem stóðu honum næst. Forsetinn fékk skot í vinstra lungað, nánast í hjartastað, en James Brady, fjöl- miðlafulltrúi Hvíta hússins, var ekki jafn heppinn. Hann fékk skot í höfuðið og hlaut varanlegan heilaskaða. Hinn 70 ára gamli for- seti tók skotinu eins og sönn Hollywood-hetja og gekk sjálfur inn á sjúkrahúsið með samfallið lunga og þegar verið var að búa hann undir aðgerð gantaðist hann við Nancy, eiginkonu sína, og sagði: „Elskan, ég gleymdi að beygja mig“. Þá sló hann einnig á létta strengi við læknana og sagðist vona að þeir væru repúblikanar. Aðgerðin á forsetanum tók tvær klukkustundir og gekk vel. Strax daginn eftir var hann byrjaður að sinna embættisskyldum í sjúkra- rúminu. ■ 16 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR Það kom í ljós hvað það erólíkt sem fólk sér í ljóðum Guðmundar,“ segir Silja Aðal- steinsdóttir, sem hefur tekið saman eitt hundrað ljóða Guð- mundar Böðvarssonar auk þess að skrifa um líf hans og koma mun út í haust þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu skáldsins á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Það voru Böðvar, sonur Guð- mundar, Silja og tvær konur í stjórn minningarsjóðs Guð- mundar sem völdu sín eftirlæt- isljóð í bókina. „Um þriðjungur ljóðanna voru á öllum listum en afganginum skipti ég á milli okkar. Ég hafði fyrirfram séð fram á að listarnir yrðu nokkuð eins. Húsmæðurnar í Borgar- firðinum héldu mikið upp á nátt- úrukveðskap og ljóð um lífið í sveitinni. Ég var mikið fyrir heimspekilegu ljóðin og þegar hann skoðar líf sitt með svolítilli hörku. Böðvar tók svo persónu- legustu ljóðin og ljóð sem hann mundi eftir að pabbi hans hafði ort þegar þeir voru samtíða.“ Silja segist þó mest hafa tekið tillit til Böðvars því það hafi verið mest ástæða til að dekra svolítið við hann. Aðdáendum ljóða Guðmundar sem vilja heiðra minningu hans á aldarafmælinu gefst kostur á að setja nöfn sín á nafnaskrá til minningar um skáldið fremst í Ljóðöld með því að hafa samband við Hörpuútgáfuna á Akranesi fyrir 30. apríl. ■ ■ Andlát Áslaug Aradóttir frá Ólafsvík, lést föstu- daginn 26. mars. Erlendur Ó. Jónsson skipstjóri, Austur- strönd 8, áður Neshaga 13, lést laugar- daginn 27. mars. ■ Jarðarfarir 13.30 Erna Þorgeirsdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Grímur Jónsson, fyrrverandi hér- aðslæknir, Fjarðargötu 17, Hafnar- firði, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. 15.00 Guðrún Sigurgeirsdóttir, Sporða- grunni 19, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. Reagan skotinn Í dag eru liðin fjörutíu ár frá þvíSigusveinn D. Kristinsson stofnaði tónlistarskóla í Reykja- vík, sem hlaut nafnið Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar. Sig- ursveinn lést árið 1990, en fimm árum áður tók frændi hans, Sigur- sveinn Magnússon, við skóla- stjórninni af nafna sínum. „Sigursveinn var bróðir mömmu minnar,“ segir Sigur- sveinn. „Ég var honum til aðstoð- ar nokkuð lengi áður en hann hætti, en hann var fatlaður í hjólastól. Svo var ég ráðinn skólastjóri árið 1985. Þá dró hann sig í hlé og fór að sinna tón- smíðum alfarið.“ Sigursveinn segir tónsmíðarn- ar hafa verið hugsjón nafna síns í lífinu ásamt því að sinna tónlist- aruppeldi. Hann var byrjaður á því norður á Siglufirði áður en hann stofnaði skólann hér í Reykjavík. „Hann var mikill eldhugi á sviði uppeldismála. Ég var sem barn sendur til hans í fóstur í einn og hálfan vetur og hef byggt mitt líf á því síðan, því þá voru tónlistarskólar ekki starfandi í bæjarfélögum á Íslandi nema á einum og einum stað. Ég var bara níu ára þá, en þarna á Siglufirði fékk ég bakteríuna, þessa hug- ljómun sem allir tónlistarmenn fá einhvern tímann þegar þeir taka þá stefnu að leggja tónlist- ina fyrir sig.“ Í tilefni af afmælinu verður efnt til sérstakra hátíðartónleika í Salnum í Kópavogi, bæði í kvöld og annað kvöld. „Á fimmtudagskvöldið heldur svo ungur gítarleikari, Narfi Þor- steinn Snorrason, burtfarartón- leika sína frá skólanum í Seltjarn- arneskirkju. Tónskólinn hefur frá upphafi verið með stærstu gítar- deild á landinu, og er það senni- lega enn.“ ■ Afmæli TÓNSKÓLI SIGURSVEINS ■ er fertugur. Hátíðartónleikar verða í Salnum í Kópavogi í kvöld og annað kvöld í tilefni af afmæli skólans. Í kvöld byrja yngstu nemendurnir og síðan taka við eldri og eldri nemendur eftir því sem líður á tónleikana. Annað kvöld fær svo hópur framhaldsnema að láta ljós sitt skína. ERIC CLAPTON Gítarsnillingurinn og söngvarinn er 59 ára. 30. mars SIGURSVEINN MAGNÚSSON Skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar ásamt einum nemenda sinna. Skáldið sem hóf sig yfir aðstæður Fékk bakteríuna frá nafna sínum ■ Þetta gerðist RONALD REAGAN ■ Forseta Bandaríkjanna var sýnt bana- tilræði á þessum degi. Hann slapp með skrekkinn og gerði að gamni sínu með byssukúlu í öðru lunganu. 30. mars 1981 1867 Bandaríkin kaupa Alaska af Rúss- um fyrir 7,2 milljónir dollara. 1870 Texas gengur aftur í ríkjabanda- lagið að borgarastríðinu loknu. 1870 Karlmenn af afrískum uppruna fá kosningarétt í Bandaríkjunum. 1945 Rússar ráðast inn í Austurríki í seinni heimsstyrjöldinni. 1991 Patricia Bowman sakar William Kennedy Smith, frænda öldunga- deildarþingmannsins Edwards Kennedy, um nauðgun sem hún sagði að hefði átt sér stað á óðali Kennedy-fjölskyldunnar á Palm Beach. 1998 Þýsku BMW- verksmiðjur- nar kaupa breska bíla- framleiðand- ann Rolls- Royce. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N RONALD REAGAN Tilræðismaður hans var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðveiki en hann var með kvikmyndina Taxi Driver á heilanum og talið er að hann hafi skotið á forsetann til að vekja athygli aðalleikkonu myndar- innar, Jodie Foster, á sér. CELINE DION Söngkonan vinsæla sem gerði garðinn frægan í Eurovision og síðar með titillagi bíómyndarinnar Titanic er 36 ára í dag. Eina ósk Ef ég ætti eina ósk myndi égóska mér og fjölskyldunni góðrar heilsu. Ég á flest sem mig langar í og þá vill maður sjá fjölskylduna og aðstandend- ur njóta velvildar og góðrar heilsu,“ segir Einar Bárðarson tónleikahaldari og athafna- maður. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu skáldsins mun bókin Ljóðöld koma út á fæðing- ardegi hans, 1. september. Bókaútgáfa GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ■ Aðdáendum býðst að setja nöfn sín í nafnaskrá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.